Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 21

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 21 Meissner-málið: Lögregla hefur gætur á a-þýska sendiráðinu Bonn, AP. AÐALSAKSÓKNARI Vestur-Þýskalands skipaði í gær lögreglunni að hafa eftirlit með bOaumferð fyrir utan austur-þýska sendiráðið í Bonn í von um að hindra hugsanlegan flótta Austur-Þjóðveijans Herberts Meissner, sem grunaður er um qjósnir í Vestur-Þýska- landi. Vestur-þýskur dómari hefur farið fram á, að Meissner verði handtekinn. í viðtali við austur-þýska sjónvarpsmenn, sem sent var út frá sendiráðinu, segir Meissner, að vestur-þýskir leyniþjónustu- menn hafi rænt sér í V-Berlín. Austur-Þjóðveijar mótmælt við- búnaðinum fyrir utan sendiráðið og heimtað, að Meissner verði veitt ferðafrelsi, enda hafí hann ekkert saknæmt aðhafst. Ost sagði, að ef þetta væri rétt, þá væri einfaldast fyrir Meissner að gefa sig fram. „Við væntum þess, að sendiráð Austur-Þýskalands misnoti ekki réttindi sín“, sagði talsmaðurinn. Vestur-þýskir fjölmiðlar hafa rætt þann möguleika, að málið verði leyst með fangaskiptum, en ekkert hefur fengist staðfest i þeim efnum. Vestur-þýsk yfírvöld segja, að Meissner, sem er hagfræðiprófess- or, hafí í síðustu viku gengið á hönd vestur-þýsku lögreglunni, eft- ir að hafa verið tekinn fyrir búðaþjófnað, og sagðist hann hafa njósnað fyrir Austur-Þýskaland á ferðalögum sínum til Vestur-Þýska- lands. Síðan virðist hann hafa skipt um skoðun og leitað þá hælis í sendiráðinu í Bonn. í sjónvarpsviðtalinu sagði Meissner, að handtakan fyrir búða- þjófnað hafi verið tilbúin ögrun. Við yfírheyrslumar hafí lögreglu- mennimir hótað sér margra ára fangelsi fyrir njósnir. Einnig hafí þeir byrlað sér eiturlyf, sem hafí sljóvgað dómgreind hans. Vestur-þýsk yfírvöld era staðráð- in í að láta Meissner ekki sleppa úr landi. Að sögn talsmanns vestur-þýsku stjómarinnar, Friedhelms Ost, hafa ERLENT Fimm Tyrkir flýja ofsóknir í Búlgaríu |ff|| Éfe lÍÍÍÉÉfi: i > Andrew prins kyssir konuefni sitt, Sarah Ferguson. Þau ganga í hjónaband í Westminster Abbey-dómkirkjunni í London nk. miðvikudag. Andrew prins og Sarah í hjónaband nk. miðvikudag: Verja hveitibrauðsdögunum á Azoreyjum Lissabon, AP. HÁTTSETTIR portúgalskir embættismenn fullyrða að Andrew prins og Sarah Fergu- son muni eyða hveitibrauðs- dögunum á Azoreyjum, en þau verða gefin saman í Westminst- er Abbey-dómkirkjunni í London nk. miðvikudag, 23. júlí. Hermt er að hjónakomin fljúgi strax á brúðkaupsdaginn til Laj- es-herstöðvar Bandaríkjamanna og Portúgala á eynni Terceira á Azoreyjum. Þau muni dveljast um stund á eynni, en síðan stíga um borð í drottningarsnekkjuna, Bri- tannia, og sigla í vikutíma milli eyja. Andrew og Sarah eru sögð munu dveljast 10 daga á Azoreyj- um. Þau munu yfírgefa snekkjuna í Ponta Delgada á Sao Miguel- eyju og fljúga þaðan til London. Utanríkisráðuneytið í Portúgal vill hvorki játa né neita hvort eitt- hvað sé hæft í fregnum þess efnis að Andrew og Sarah ætli að veija hveitibrauðsdögunum á og við Azoreyjar. Búist er við að flugvél þeirra millilendi í Oportó, nyrst í Portúgal, til að taka eldsneyti. Þegar Karl Bretaprins og Díana prinsessa héldu í brúðkaupsferð sína millilenti flugvél þeirra í Oportó á leið sinni til Gíbraltar, þar sem þau stigu um borð í Bri- tanniu. Miklagarði, AP. FIMM búlgarskir unglingar af tyrkneskum uppruna flúðu fyrir skömmu til Tyrklands og báðu um hæli sem pólítískir flótta- menn. Piltamir flúðu yfír landamærín skammt frá þorpinu Topcular, en ekki er vitað hvaða dag þeir flúðu. Yfírvöld tóku hælisbeiðni þeirra til athugunar á föstudag. Sambúð Tyrklands og Búlgaríu Guinea-Bissau: Samsæris- menn hlutu dauðadóma Lissabon, AP. DAUÐADÓMAR yfir sex sam- særismönnum, sem hugðust kollvarpa stjóm landsins, voru staðfestir á föstudag í Bissau, höfuðborg smáríkisins Guineu- Bissau í Vestur-Afríku. Sex öðr- um dauðadæmdum var þyrmt og sögðu yfirvöld þá líklega tU að bæta ráð sitt. Guinea-Bissau er fyrrverandi portúgölsk nýlenda og hafa portú- galskir ráðamenn, þ. á m. Soares forseti, hvatt til þess, að dauðadóm- amir yrðu mildaðir af mannúðar- ástæðum. Meðal hinna dauðadæmdu era fyrrum varaforseti landsins og hæstaréttardómari. Alls vora 66 menn ákærðir vegna samsærisins. Er sex þeirra létust í varðhaldi, létu mannréttindasam- tökin Amnesty Intemational málið til sín taka, en fulltrúar samtak- anna, sem sendir vora til landsins, sögðust ekki geta fengið óvilhallar upplýsingar um dauða fanganna. Yfírvöld sögðu fímm þeirra hafa látist af sjúkdómum og einn, sem var fyrrum menningarmálaráð- herra, hafa verið skotinn á flótta. Fulltrúar Amnesty sögðu, að sumir fanganna hefðu borið merki um barsmíðar og illa meðferð. Þeir sögðu alla fangana vera af Bal- anta-kynþætti, sem telur meira en helming landsbúa. hefur verið stirð að undanfömu. Segja Tyrkir að Búlgaríustjóm of- sæki fólk af tyrkneskum uppruna. Hefur það verið neytt til þess að láta af trú sinni, það látið taka slav- nesk nöfn og moskum verið lokað. Tyrkneska þjóðarbrotið er um 300.000 manns. Samkvæmt Amnesty Intemat- ional, hafa meira en 100 Búlgarir af tyrknesku bergi brotnir verið drepnir eða fangelsaðir, fyrir að streitast á móti áætlun stjómvalda um að afmá tyrknesk þjóðarein- kenni. Á fímmtudag fóra sjö tyrknesk hjón I hungurverkfall, til þess að leggja áherslu á að Búlgaríustjóm sleppi 12 bömum þeirra úr landi. Eftirlit með kjarn- orkuvopnatilraunum — rætt á fundi risaveldanna í Genf síðar í þessum mánuði Washingtoo, AP. BANDARÍSKIR og sovézkir sér- fræðingar munu koma saman til fundar í Genf síðar í þessum mánuði og ræða um eftirlit með kjarnorkuvopnatilraunum. Skýrði Edward Djerejian tals- maður Hvíta hússins frá þessu i Washington í gær. „Við höfum fengið það staðfest frá Sovétmönnum, að þeir hafi í aðalatriðum samþykkt stað og stund fyrir slíkan fund með sér- fræðingum okkar á þessu sviði," sagði Djerejian. Taldi hann líkleg- ast, að það yrði 25. júlí nk. enda þótt það hefði ekki verið endanlega ákveðið. Reagan Bandaríkjaforseti lagði það til á fundi þeirra Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Genf í nóvember sl., að slíkar viðræður færa fram. Viðræðumar nú verða fyrstu við- ræður milli risaveldanna á þessu sviði í sex ár. Telja má víst, að Bandaríkjamenn eigi eftir að leggja áherzlu á eftirlit á staðnum til þess að tryggja það, að hömlur á tilraun- ir með kjarnorkusprengingar neðanjarðar verði virtar. Sovét- menn munu aftur á móti leggja til, að allar kjamorkuvopnatilraunir verði bannaðar að svo komnu. Á þriðjudaginn kemur eiga enn- fremur að byija viðræður í Genf milli risaveldanna um samninginn um takmarkanir við langdrægum kjamorkuvopnum (SALT II). Tíu ríki hætta við þátttöku í Samveldisleikunum — Zolu Budd meinuð þátttaka Harare, London, AP. LEIÐTOGAR Afríkuríkja sunnan Sahara komu saman til fundar í Harare í Zimbabwe í gær til að fjalla um hvort afrísk sam- veldisríki dragi sig út úr íþróttaieikum samveldisins, sem hefjast eiga í Edinborg í Skotlandi nk. fimmtudag. Tíu ríki samveldisins af 58 hafa hætt við þátttöku í leikunum til að mótmæla stefnu brezku stjórnarinnar í málefnum Suður-Afríku. Elísabet Eng- landsdrottning hefur áhyggjur af gangi mála og kallaði Margaret Thatcher, forsætisráðherra, á sinn fund. Hermt er að drottning- in hafi lagt að Thatcher að breyta um stefnu gagnvart Suður- Afríku. Framkvæmdanefnd Samveldisleikanna reyndi að koma f veg fyrir að ríki hættu við þátttöku með því að meina hlaupakon- unni Zolu Budd þátttöku í leikunum, en það hefur lítinn árangur boríð. Zola Budd og sundkonan Ann- ette Cowley hafa báðar breskt vegabréf, en þær era fæddar og uppaldar í Suður-Afríku. Fram- kvæmdanefndin úrskurðaði að þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir þátttökurétti í leikunum þar sem þær hefðu ekki dvalist á Englandi í sex mánuði samfleytt á síðustu 12 mánuðum fyrir leikina. Zola dvaldist við æfingar í Suður- Afríku í vetur og Annette Cowley í Bandaríkjunum. Zola Budd sagðist allt eins hafa átt von á þessari ákvörðun, enda þótt hún teldi sig aðeins peð í leik manna, sem létu sig íþróttir litlu varða. Hún sagðist enga ábyrgð geta borið á ákvörðun ríkja um að hætta við þátttöku í leikunum og hún taldi slíka ákvörðun ekki tekna með sig í huga. Þijú ríki bættust í gær í hóp þeirra, sem dregið hafa sig út úr Samveldisleikunum, jafnvel þótt út spyrðist að brezka stjómin hyggðist grípa „til frekari að- Zola Budd gerða" gegn stjóm Suður-Afríku, ef Nelson Mandela, leiðtogi blökkumanna, yrði ekki látinn laus og ástandið þar í landi batn- aði ekki. Ríkin þijú era Bahama- eyjar, Sierra Leone og Papúa Nýja Guinea, sem hingað til hefur talizt til hófsamari samveldisríkja og oftast tekið afstöðu með Bret- um. Áður höfðu Nígería, Ghana, Úganda, Tanzanía, Kenýa og Malaysía hætt við þátttöku. Þá er sá orðrómur á kreiki að Indveijar hyggist hætta við þátt- Annette Cowley töku, og jafnvel fleiri samveld- isríki, en þau hugðust bíða niðurstöðu fíindarins í Harare áður en ákvörðun yrði tekin. Elísabet drottning er sögð hafa látið þessi mál til sfn taka þar sem jafnvel væri óttazt að deilan um Suður-Afríku yrði til þess að Sam- veldið riðaði til falls. Drottningin er þjóðhöfðingi í 17 ríkja sam- veldisins og hafa flest þeirra lagt að brezku stjóminni að grípa til harðra viðskiptaþvingana gagn- vart Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.