Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
Noregur;
Áfengisbirgðir að
ganga til þurrðar
Frá Bernt Olufsen, fréttaritara Morgun blaðsins í Osló.
VERKFALL starfsmanna áfeng- áfengisverslunarinnar
isverslunar ríkisins virðist ætla
að standa fram á haust. A
fimmtudag höfnuðu yfirmenn
tilboði
starfsmanna sem hljóðaði upp á
11,2% hækkun launa. Tollverðir
við landamærin muna ekki eftir
Nicaragua:
Stjórnin eignast
sovéskar þyrlur
Managua, AP.
STJÓRN Sandinista í Nicaragua hefur fengið nýjar þyrlur af gerð-
inni MI 17 frá Sovétríkjunum. Að sögn talsmanna eru þyrlurnar 15
að tölu og getur hver þeirra flutt 32 menn.
Richard Wheelock, yfirmaður Sovétmanna.
leyniþjónustu hersins, lagði áherslu
á að her E1 Salvador hefði fengið
74 þyrlur frá Bandaríkjunum auk
þess sem her Hondúras réði yfir
130 þyrlum.
Daniel Ortega, forseti landsins,
talaði við ráðamenn í Sovétríkjun-
um í gegnum gervihnött og er þetta
í fyrsta skipti sem jarðstöð sú er
kúbanskir og sovéskir sérfræðingar
reistu í Nicaragua, er notuð í þess-
um tilgangi. Jarðstöðin tekur við
sendingum frá Sputnik gervihnetti
Madrid:
Torg
helgað
Dali
Madrid, AP.
BORGARSTJÓRINN í Madrid
skýrði frá því í gær að eitt torg
borgarinnar hefði verið helgað
listmálaranum Salvador Dali.
Dali gat ekki verið viðstaddur at-
höfnina, þar sem borgarstjórinn
greindi frá ákvörðuninni, vegna
heilsubrests, en læknar settu
gangráð í hann á mánudag.
Á torginu er stór minnnisvarði,
sem gerður var eftir hugmynd Dal-
is til heiðurs konu hans, Gölu, en
hún lést árið 1982. Hér er um að
ræða þijár súlur úr graníti, en ofan
á þeim er mikil steindys úr hellu-
björgum. Fyrir framan súlumar
hefur verið komið fyrir höggmynd
úr bronsi, sem gerð var eftir einu
málverki Dalis.
Þegar Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti, fór þess á leit við
bandaríska þingmenn að þeir sam-
þykktu 100 milljón dala stuðning
við Contra-hreyfmguna, sagði hann
að Sovétmenn myndu nýta sér jarð-
stöðina til njósna í þessum heims-
hluta.
Yfirmenn fjarskipta í Nicaragua
segja að í fyrstu verði jarðstöðin
tengd við Kúbu, Sovétríkin og fleiri
ríki Austurblokkarinnar og óháð
ríki í Asíu og Afríku.
annari eins umferð yfir til
Svíþjóðar.
Á föstudag gengu áfengisbirgðir
stærstu hótela Oslóborgar til þurrð-
ar. Verkfallsverðir halda uppi
ströngu eftirliti og gæta þess að
áfengi sé ekki smyglað inn á veit-
ingahús og hótel.
Yfirmenn ferðamála í Noregi ótt-
ast nú mjög að færri ferðamenn
leggi leið sína til Noregs í sumar
vegna verkfallsins. Nú þegar hefur
slysið í Chemobyl kjamorkuverinu,
óttinn við hryðjuverk og síðast en
ekki síst hátt verðlag orðið til þess
að minnka ferðamannastrauminn
til Noregs.
Þeir Norðmenn sem þjást af al-
varlegum þorsta leggja leið sína til
Danmerkur, Svíþjóðar eða Finn-
lands og miklum birgðum er
smyglað inn í landið í gegnum
Fómebuflugvöllinn í Osló.
Starfsmönnum áfengisverslunar-
innar hefur verið boðin 10,2%
launahækkun, sem er mun meiri
hækkun en aðrir launþegar í Nor-
egi hafa fengið á þessu ári.
Þetta er í þriðja skiptið á átta
áram sem starfsmennimir fara í
verkfall en í fyrri tvö skiptin vora
það þeir sem framleiða guðaveig-
amar sem lögðu niður vinnu.
AP/Símamynd
Prinsinn og pönkarinn
Karl Bretaprins virðist mjög hugsi, og jafnvel hálfsauðarlegur,
á þessari mynd, sem tekin var við opnun sýningar í Bristol
1.000-klúbbnum á Englandi sl. föstudag. Við hlið hans er ungur
maður með nýtískulega hárgreiðslu og heitir pilturinn því kon-
unglega nafni, Karl Andrews. Þess ber að geta að Karlamir
tveir em ekkert skyldir.
Perú:
11 lögreglumenn
sendir í steininn
Ayacucho, Perú, AP.
ELLEFU lögreglumenn hafa
verið dæmdir í fangelsi eftir að
hafa verið sekir fundnir um
fjöldamorð á 41 sveitamanni, þar
á meðal 11 bömum, á kjördag
13. nóvember 1983.
Forsætisráðherra Pakistans hjá Reagan-hjónunum
.......... n m____d___u d_
Nancy og Ronald Reagan, for-
setahjón Bandarikjanna sjást
hér taka á móti Mohammed
Khan Junejo, forsætisráðherra
Pakistans, og dóttur hans, en
opinber heimsókn Junejo í
Bandaríkjunum hófst á
fimmtudag. Þetta er fyrsta
heimsókn _ Junejos til Banda-
ríkjanna. I viðræðunum i Hvita
húsinu á fimmtudag ræddu
Reagan og Junejo meðal annars
um efnahagsaðstoð Banda-
ríkjanna við Pakistan. Forsæt-
isráðherrann fullvissaði
Reagan um, að Pakistanir væm
ekki að undirbúa smíði kjam-
orkusprengju, enda hafði
Reagan kunngert að Banda-
ríkjamenn myndu hætta
efnahagsaðstoð við Pakistani
ef þeir stefndu að framleiðslu
kjarnorkuvopna.
Morðin áttu sér stað í þorpinu
Soccos í Andesfjöllum, þegar sveit-
arstjómakosningar stóðu yfir. Hinir
látnu vora indíánar. Vora þeir
líflátnir eftir að þeim var smalað
saman eftir brúðkaupsveizlu. Lög-
reglan notaði vélbyssur við ódæðið.
Yfírmaður lögreglunnar á svæð-
inu var dæmdur í 25 ára fangelsi,
og 10 undirmenn hans hlutu frá
10 og upp í 20 ára fangelsi. Lög-
reglumennimir vora jafnframt
dæmdir til að greiða ættingjum
hinna myrtu skaðabætur.
Aukakosningar í Newcastle-under-Lyme:
V erkamannaflokk-
ur tapar miklu fylgi
ERLENT
Newcastle-under-Lyme, AP.
Aukakosningarnar I
Newcastle-under-Lyme urðu
Verkamannaflokknum nokkuð
áfall, þrátt fyrir að honum tæk-
ist að halda þingsæti sínu. Hins
vegar vann Bandalag jafnaðar-
Faldi hassiö und-
ir sverðfiskinum
Rómarborg, AP.
ÍTALSKA lögreglan skýrði frá því á fimmtudag, að hún hefði
fundið eitt og hálft tonn af hassi, sem falið var undir stærðar-
innar sverðfiski, um borð í frystivagni. Talið er að hassinu
hafi verið smyglað með snekkju frá Marokkó.
Einn maður var handtekinn og mun heita Fred Robsahm, en hann
16 teknir til yfírheyrslu um málið,
sem kom upp í hafnarborginni
Civitavecchia. Maður sem var
handtekinn er Norðmaður, og
er uppgjafaleikari og eiginmaður
ítölsku leikkonunnar Agostina
Belli.
manna mjög á og skildu aðeins
799 atkvæði það og Verkamanna-
flokkinn að.
Litið er á kosningamar sem mik-
inn sigur Bandalags jafnaðar-
manna, þrátt fyrir að þvf hafi ekki
tekist að vinna sætið. Fylgi Verka-
mannaflokksins þar hefur ávallt
verið taiið mjög öraggt, en nú brá
svo við að hann fékk 16.819 at-
kvæði, en Bandalagjafnaðarmanna
fylgdi fast á hæla hans, með 16.020
atkvæði. íhaldsflokkurinn rak lest-
ina með 7.863 atkvæði.
David Steel, formaður Bandalags-
ins sagði að úrsiitin kipptu stoðun-
um undan þeirri fullyrðingu
Verkamannaflokksins, að hann
verði við stjómartaumana eftir
næstu kosningar. Hann sagði úrslit-
in staðfesta óvinsældir íhalds-
flokksins.
Neil Kinnock leiðtogi Verka-
mannaflokksins, kenndi siakri
kosningabaráttu sinna manna um
úrslitin, þar sem þeir hefðu verið
of öraggir með sig. Einnig sakaði
hann mótframbjóðenduma um
ódrengileg vinnubrögð í kosninga-
baráttunni.
Stórveldin:
Varað við
afvopnun
Washington, AP.
BANDARÍSK rannsóknarnefnd
hefur gagnrýnt tillögur bæði
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
um takmörkun vigbúnaðar.
Nefndin telur að með þeim sé
örygg'i Bandaríkjanna og ríkja
Atlantshafsbandalagsins stefnt í
voða.
Nefndin varar einkum við tillögu
Reagans Bandaríkjaforseta um
helmingsfækkun kjamaodda í
vopnabúram stórveldanna og telur
að með henni skerðist fælingar-
máttur kafbáta Bandaríkjaflota
veralega. Þá telja nefndarmenn að
nýjustu tiilögur Sovétmanna varð-
andi meðaldrægar og langdrægar
kjamorkuflaugar muni tryggja Sov-
étríkjunum yfirburði á því sviði.
Formenn rannsóknamefndarinn-
ar era þeir Douglas Dillon og Henry
Fowler, sem báðir hafa gegnt stöðu
fj ármálaráðherra.
Chernobyl-slysið:
Spá 100 dauðs-
föllum í Svíþjóð
Stokkhólmi, AP.
TALIÐ er að 100 Svíar muni lát-
ast af völdum krabbameina, sem
rekja má til geislavirks úrfellis
frá Chernobyl kjarnorkuverinu,
á næstu 50 árum.
í fyrri skýrslu geislamælinga
sænska ríkisins var talið að fímm
myndu láta lífið á næstu 35 árum
vegna geislunar í kjölfar kjamorku-
slyssins í Chemobyl. Að sögn
talsmanna náði sú skýrsla aðeins
til ákveðinna svæða í Svíþjóð en í
nýju skýrslunni er litið til afleiðinga
slyssins í landinu öllu. Sérfræðingar
telja nýju skýrsluna mun marktæk-
ari en hina fyrri.