Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 23

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 23 Taka ísrael og Sovétríkin upp stj órnmálasamband? Tel Aviv, AP. SOVÉSK yfirvöld hafa í hyggju að taka upp stjórnmálasamband við ísrael á ný að sögn ísraelskrar útvarpsstöðvar. í fréttinni kemur fram að fulltrúar beggja ríkjanna hafa átt viðræður að undanfömu á vettvangi Sameinuða þjóðanna þetta mál. Hins vegar hafa Sovétmenn ekk- ert látið uppi um hvort þeir séu reiðubúnir að hefja aftur stjóm- málasamband við ísrael, en þeir slitu því eftir sex daga stríðið 1967 milli ísraela og araba. ísraelsk stjómvöld hafa krafist þess að Sov- étmenn hefðu frumkvæði að því að taka upp stjómmálasamband á ný, þar sem þeir hefðu rofið það. í frétt útvarpsstöðvarinnar segir og öðmm alþjóðastofnunum um ennfremur að verði stjómmálasam- bandið endumýjað, þá hefði það í för með sér að Sovétmenn fengju að taka þátt í viðræðum í tengslum við friðarumlejtanir fyrir botni mið- jarðarhafs. ísraelska dagblaðið Davar segir að Shimon Peres for- sætisráðherra ísraels og Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna hittist í október á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Osló: Þijú morð á sama degí Frá Bernt Olufsen, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. Á LAUGARDAGINN vom þijú morð framin á einum sólarhring í Osló. Tvítugur maður fannst látinn við Akersána, sem rennur í gegnum Osló, og hafði hann verið stunginn Perú: Boðberar ljóssins fremja spellvirki Líma, AP. SKÆRULIÐAR maóistahreyf- ingarinnar Boðberar ljóssins sprengdu á fimmtudag tvær bif- reiðir í eigu evrópskrar menn- ingar- og heilbrigðisstofnunar i loft upp. Atburður þessi átti sér stað í borginni Vicashuaman í Perú. Engan sakaði í árásinni. Þetta er fyrsta sinni, sem þessi menningar- og heilbrigðisstofnun hefur orðið fyrir árás síðan starf- semi hennar hófst í Ayacucho- héraði fyrir tæpu ári. Hreyfingin Boðberar ljóssins var stofnuð í Ayacucho-héraði, sem liggur hátt í Andes-fjöllum um 400 km suðaust- ur af höfuðborginni Líma. Markmið Boðbera ljóssins er að steypa lýðræðislega kjörinni stjóm Garcias Peres af stóli. Skæruliðar hreyfíngarinnar hafa allajafna ekki ráðist á útlendinga í Ayacucho. Aftur á móti er Boðberum ljóssins kennt um að hafa sprengt upp far- þegalest í Cuzco 25. júní. Þar létust sjö farþegar og tuttugu særðust að minnsta kosti. Flest fórnarlamb- anna voru útlendingar. á hol. Lögreglan hefur handtekið 31 árs gamlan mann sem er grunað- ur um ódæðið. 56 ára gamall maður fannst myrtur í rúmi sínu í einu þeirra herbergja sem borgaryfirvöld út- vega útigangsfólki. Lögreglan hefur handtekið mann sem einnig gisti í herberginu nóttina sem morð- ið var framið. Loks fannst maður látinn í garði og telur lögreglan fullvíst að hann hafi verið myrtur en enginn hefur verið handtekinn vegna þessa máls. Chile: Nemendur handteknir Santiago, Chile, AP. SÉRSVEIT lögreglunnar í Sant- iago, réðist í gær inn á skólalóð einkaháskóla í borginni og hand- tók fjölda nemenda. Nemendurn- ir höfðu sest að í aðalbyggingu skólans, til að mótmæla ákvörð- un skólastjórnar að reka einn nemandann fyrir stjórnmálaaf- skipti. Ekki var gefið upp hve margir nemendur voru handteknir, en þeir höfðu sest að í byggingunni skömmu fyrir hádegi til að mót- mæla úrsögn eins nemanda og til að krefjast aukinnar þátttöku í ákvarðanatöku skólastjórnarinnar. Lögreglan var kvödd til að fyrir- mælum skólayfirvalda, sem sögðu að umsátur nemendanna væri líkt og að halda um 100 manns föngum. E1 Salvador: 23 trúboðar teknir höndum San Salvador, E1 Salvador, Ai. HERMENN í E1 Salvador hand- tóku 23 erlenda trúboða á miðvikudag, fyrir að fylgja ekki tilmælum hersins um að yfirgefa bardagasvæði, að sögn lögreglu og bandarískra sendiráðsfulltrúa þar. Trúboðarnir, 19 Bandaríkja- menn, tveir Ástralir og tveir Kanadamenn, voru handteknir á miðvikudag, en ekki er vitað hve- nær þeir verða leystir úr haldi. Ekki váf heldur vitað hveijir trúboð- amir voru, nema hvað.forsvatsmað- ur hópsins var jesúítapresturinn Richard Howard. Að sögn lögreglunnar, voru trú- boðarnir að fylgja um 600 heima- mönnum til nýrra heimkynna, utan við borgina San Salvador á þriðju- daginn. Trúboðunum var gefinn hálftíma frestur til að yfirgefa svæðið, sem herforinginn þar lýsti sem bardagasvæði, og þegar trú- boðarnir neituðu að hlýða, voru þeir teknir höndum og fluttir burtu i vörubíl. Ekki er vitað hvar trúboð- arnir ecu i haldi. Caroline Kennedyí hjónaband ídag CAROLINE Kennedy, dóttir John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta og Jacque- line Onassis, gengur í heilagt hjónaband á laugardag. Brúð- gumi hennar heitir Edwin Arthur Schlossenberg. Hjóna- vígslan fer fram í Frúarkirkj- unni í Viktory í Centerville. Að ósk móður brúðarinnar hefur undirbúningur farið lágt og lítið frézt út um málið fyrr en nú. John Kennedy yngri, bróðir Caroline, verður svaramaður Schlossenberg og Edward Kennedy, föðurbróð- ir hennar mun leiða brúðina upp að altarinu. Haiti: Yfirmaður öryg'gis lögreglunnar var dæmdur til dauða Haiti, AP. YFIRMAÐUR öryggislögreglu Haiti í tíð fyrrverandi forseta landsins, Papa Doc Duvalier, var í gær dæmdur til dauða. Yfir- maðurinn, Luc Desyr, var fund- inn sekur um morð, pyntingar, og ólöglegar handtökur. Kviðdómurinn komst að einróma niðurstöðu um að dæma Desyr til dauða. Dómsúrskurðurinn sigldi í kjölfar vitnisburðar 74 ára gamals manns, sem kvaðst hafa mátt þola pyntingar Desyrs. Aftur á móti hélt Desyr fram sakleysi sínu og kvaðst ekki þekkja manninn. Mörg önnur vitni komu fram við réttarhöldin, og var Desyr meðal annars sakaður um að hafa staðið á bak við morð tveggja stjómarand- stæðinga Duvaliers, Jean-Acques Dessalines og konu hans, sem var bamshafandi. Urðu oft mikil ólæti þegar Desyr tók til máls við réttarhöldin. Við- staddir spottuðu hann og hrópuðu Noregur: Olíuborun gengur illa Frá Bernt Olnfsen, fréttaritara Morgunblaðsins i Oslé. ÞAÐ er ekki nóg með að þurrkur þjaki Norðmenn á landi uppi þessa dagana, heldur virðist hann einnig hafa teygt sig í olíu- lindir þeirra. Olíu- og gasborun á hafi úti hefur gengið bölvan- Iega það sem af er þessu ári. Shell-olíufélagið hefur birt þau dapurlegu tíðindi að borun eftir olíu á Loppahryggnum skammt undan Tromsö hafi engum árangri skilað. Borað hefur verið niður á 3.998 metra dýpi og er tap fyrirtækisins vegna þessa talið nema 300 milljón- um norskra króna (um 1,6 miljarður ísl.). að honum ókvæðisorðum. Desyr kvaðst vera saklaus af öllum ákær- um: „Ég hef ekki fyrirskipað morð á fólki. Ég er kristinn og kem að- eins góðu til leiðar," sagði Desyr. Sri Lanka: Fjöldamorö á verkamönnum Colombo, AP. HRYÐJUVERKAMENN tamUa myrtu tíu verkamenn af þjóð- flokki sínhala á sykurekru f Kantali sem er 220 kílómetra norðaustur af Colombo. Einn maður lifði árásina af með þvi að þykjast látinn og sagði hann tamílana hafa raðað verkamönn- unum upp og skotið þá. Maðurinn var fluttur alvarlega særður í sjúkrahús. Öryggismálaráð Sri Lanka sagði hermenn hafa fellt 37 hryðjuverka- menn tamfla á miðvikudag. Leið- togar tamfla, sem nú eiga í friðarviðræðum við stjómvöld, komu mótmælum á framfæri við Junius Jayewardene forseta og sögðu hermennina hafa felit óbreytta borgara, þar af fimm kon- ur. Morðin á verkamönnunum vom í hefndarskyni fyrir þann verknað. Tamflar, sem eru hindúatrúar, beijast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. Meirihluti íbúanna eru hins vegar sínhalar en þeir eru búddatrú- ONZA SYNING . . . að Höfðabakka 9 laugardaginn 19. júlíkl. 10.00 til 17.00. GM CHEVH0LET Notið tækifærið til að kynnast og reynsluaka Chevrolet Monza. 1986 árgerðin er uppseld en þegar er farið að skrá pantanir úr fyrstu sendingu af 1987 árgerðinni sem væntan- leg er í september. BiLVANGUR SF. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.