Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 25 Um félagshyggju og fijálshyggju Nokkrar athugasemdir um orð og hugmyndir eftir Guðmund Magnússon í fyrrasumar var frá því greint í erlendum fréttum hér í blaðinu, að í hinni sovésku útgáfu Oxford- orðabókarinnar, sem út kom í fyrsta sinn það ár, hefði skilgreiningu nokkurra orða í ensku útgáfunni verið breytt án leyfis höfunda. Hér var um að ræða skilgreiningar á orðum, sem valdhafar í Kreml leggja annan skilning í en tíðkast á Vesturlöndum, s.s. „sósíalismi", „kommúnismi", „auðvald" og „heimsvaldastefna". Þetta fram- ferði Sovétmanna vakti að vonum mikla reiði. Það þótti sýna, að hug- myndir George Orwell um orðasmíð í alræðisríkjum eru ekki tómur skáldskapur. Orð eru búningur hugsunar og hugtaka og þótt ein- att sé með réttu sagt, að menn eigi ekki að deila um orðin ein, heldur hugmyndimar að baki þeim, er það staðreynd, sem horfast verður í augu við, að orðafar getur hvort tveggja skýrt merkingu og villt mönnum sýn. Ég nefni þetta að gefnu tilefni. Um nokkurt skeið hefur orðinu „fé- lagshyggja" verið flaggað mjög í stjómmálaumræðum hér á landi. Það hefur hins vegar ekki komið skýrt fram, hvaða merkingu á að leggja í það. Orðið er fremur nýtt í málinu og er t.a.m. ekki að finna í íslenskri orðabók frá 1963. í nýju útgáfu orðabókarinnar (1983) er „félagshyggja" skilgreind sem ,já- kvæð viðhorf til samvinnu við aðra“, m.ö.o. sem samheiti orðanna „fé- lagslyndi" og „mannblendni". En orðabækur segja auðvitað ekki all- an sannleikann og ég held að staðhæfa megi, að í mæltu máli sé yfirleitt átt við einhvers konar mannúðarviðhorf, þegar orðið er notað. Félagshyggja erþá stuðning- ur við þá, sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. I þessum skilningi birtist félagshyggja í því „öryggisneti", sem við höfum strengt um samfélagið. Ég hef t.d. í huga almannatryggingamar. Sumir virðast kjósa, að skilja félagshyggju enn víðtækari skiln- ingi. Hún er þá að auki fólgin í því, að greiða fyrir menntun og heilsugæslu úr sameiginlegum sjóð- um landsmanna. Deila má um þessa orðanotkun, en hitt er naumast vafamál, að mikill meirihluti íslend- inga aðhyllist félagshyggju í „Fijálshyggjumenn eru ekki andvígir velferð- arþjóðfélaginu, heldur draga þeir í efa, að allt núverandi skipulag vel- ferðarþjónustunnar, „velferðarkerfið“, sé skynsamlegt, hag- kvæmt og réttlátt. Gagnrýni í þá veru hef- ur einnig komið frá ýmsum forystumönnum í verkalýðshreyf ing- unni.“ þessum skilningi. Stærsti stjóm- málaflokkur þjóðarinnar, Sjálfstæð- isflokkurinn, er stærsti félags- hyggjuflokkurinn, ef menn hafa þessa útleggingu að leiðarljósi. „Félagshyggja“ sem feluorð „Félagshyggja“ er orð, sem mörgum finnst hafa á sér geð- þekkan blæ, og það þarf því ekki að koma á óvart að stjómmálamenn kjósi að nota það til framdráttar ýmsum hugmyndum, þ.á m. hug- myndum, sem ólíklegt er að hefðu mikið aðdráttarafl, ef þær væm nefndar réttu nafni. Hitt virðist líka algengt, að stjómmálamenn skýli sér bak við þetta orð til að fela óskýra hugsun eða ágreining sín á milli, sem þeir vilja breiða yfir. Hvers vegna skyldu menn annars kjósa, að nota fremur orðið „félags- hyggja" um stjómmálaviðhorf sín, en hefðbundin hugtök s.s. „vinstri" og „hægri", „íhald" og „fijálslyndi“ eða „róttækni"? Þessi orð em að vísu enn mikið notuð, en með réttu er á það bent, að þau merki ekki hið sama og þegar þau komu upp- haflega til sögunnar. Það er t.a.m. hlálegt, að nefna þá „róttæka", sem streitast gegn stjómkerfis- og þjóð- félagsbreytingum í frjálsræðisátt, en samt hneigjumst við til að gera það. Á sama hátt er það tíma- skekkja, að kenna þann stjórn- málaflokk við „íhald", sem forystu hefur haft um framfarasókn þjóiðar- innar á undanförnum ámm. Þessi málvenja á sér hins vegar þá afsök- un, að það er ákaflega erfitt að breyta hefðarmerkingu orða og ekki vænlegt að gera það með opin- bemm fyrirmælum. Þeir, sem við stjórnmál fást og um stjómmál skrifa, þurfa einatt að hafa þægileg orð og auðskilin til að grípa til og fari menn að nota orð í nýrri merk- ingu upp á sitt einsdæmi getur það valdið mglingi og margs konar misskilningi. Einhverjir kunna, að vilja rétt- læta hina nýlegu notkun orðisins „félagshyggja" með ábendingu af þessu tagi. I því viðfangi er á þrennt að líta. I fyrsta lagi er ekkert sam: komulag um slíka orðanotkun. í annan stað er vafamál, hvort orðið sjálft gefur með réttu tilefni til þessarar notkunar. Í þriðja lagi hlýtur það að vera æskileg viðmið- unarregla, að ný stjómmálaorð taki þeim orðum fram, sem þau eiga að leysa af hólmi. Því er ekki að heilsa í þessu dæmi. „Félagshyggja" skýr- ir hvorki né skerpir og á sér heldur ekki merkingarhefð, er réttlætir hina nýju notkun. Þessu er t.d. öndvert farið með orðið „frjáls- hyggja", sem er gróið í málinu og hefur lengi verið notað í þeirri merkingu, sem svo er orðuð í /s- lenskri orðabók (1983): „Sú stefna í stjómmálum og efnahagsmálum að ríkisvaldinu beri að setja sem minnstar hömlur við athafnafrelsi einstaklinga (liberalismus)." Orðið hefur líka þann kost, að það er nánast gegnsætt. Samheiti þess er „fijálslyndi", en eðlileg andheiti em t.d. „stjórnhyggja" eða „stjóm- lyndi". Ég tek dæmi af orðinu „frjálshyggja" vegna þess, að í stjómmálaumræðum upp á síðkast- ið hafa ýmsir viljað tefla hinni nýju félagshyggju fram gegn frjáls- hyggju eða svonefndri „nýfrjáls- hyggju" (sem ég fæ ekki séð, að sé í grundvallaratriðum annað en hefðbundin fijálshyggja. Eina rétt- læting þessa orðalags virðist geta verið sú, að á allra síðustu ámm hafa ýmsir vaknað til vitundar um slæmar afleiðingar málamiðlana við stjómlyndisöflin og reynt með sér- stöku átaki, að halda stjómmála- mönnum, sem kenna sig við einstaklingsfrelsi og einkaframtak, við efnið). Félagshyggja sem stjórnlyndisstefna Hugmyndir hafa heyrst í þá vem, að félagshyggjumenn eigi að snúa bökum saman, efna til kosninga- bandalags eða leggja jafnvel niður núverandi vinstri flokka og stofna einn stóran félagshyggjuflokk. Einnig hefur verið talað um að sam- eina „félagshyggjublöðin", þ.e. Alþýðublaðið, Tímann og Þjóðvilj- ann, í eitt dagblað stefnunni til framdráttar. Það flækir þetta mál svolítið, að meðal þeirra sem telja sig aðhyllast félagshyggju em skiptar skoðanir um það, hveijir séu félagshyggjumenn og hveiju fé- lagshyggja eigi að koma til leiðar. Samstaða virðist vera um það, að félagshyggjumenn sé að finna í Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokkn- um og Kvennalistanum, en sumir í Framsóknarflokknum og Bandalagi jafnaðarmanna vilja fá að slást í hópinn. Sumir í fyrmefndu flokkun- um samþykkja það, aðrir virðast ekki gera það. Ef litið er til þess, hvaða boðskap- ur er færður fram í nafni félags- hyggju, kemur á daginn, að hann er sundurleitur og, sem fyrr segir, á köflum afskaplega óskýr. Ef greina má einhvem kjarna, virðist hann einkum sá, að ríkið eigi ekki að minnka umsvif sín og jafnvel auka þau, og setja beri athafna- frelsi einstaklinga og fyrirtækja meiri skorður en nú er. í stað þess að framboð og eftirspum á mark- aðnum ráði ferðinni í atvinnu og viðskiptum komi aukin miðstýring og skömmtun úr hendi stjómmála- manna. Þetta er réttnefnd stjórn- lyndisstefna eða haftastefna, en hugmyndin að henni er sá heila- spuni, að stjómmálamenn þekki betur þarfir fólks, en það gerír sjálft, og þurfi þess vegna að hafa vit fyrir því. Ástæða er til að vekja athygli á því, að ýmsir, sem kvatt hafa sér hljóðs um félagshyggju að undan- fömu, virðast skilja hana öðrum þræði, sem vemdarstefnu úrelts skipulags í atvinnumálum eða lausn undan því, að þurfa að Iúta reglum heilbrigðrar samkeppni í viðskipt- um. Eg hef sérstaklega í huga ummæli ýmissa málsvara offram- leiðslu og opinbers styrkjakerfis í landbúnaði, sem kenna hvort tveggja feimnislaust við félags- hyggju. Og ég hef ekki síður í huga orð, sem stjómarformaður Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, lét falla á aðalfundi SÍS á dögunum. Af orðum formannsins að ráða, en þau voru ótrúlega ber, telur hann Framsóknarflokkinn ekki lengur færan um að gæta einn hagsmuna Sambandsins. Aðrir flokkar þurfí að koma til, ekki síst í ljósi þess að kaupfélögin í landinu eigi erfitt uppdráttar í samkeppni við fyrir- tæki og verslanir, sem einstaklingar reka. Menn þurfa víst ekki að velkj- ast í vafa um, hvernig „leiðrétta" má þessa „ósvinnu". Að sjálfsögðu með auknum álögum á einkafyrir- tæki og fríðindum fyrir samvinnufé- lögin, sem opinberir sjóðir standa straum af. Frjálshyggja sem blóraböggnll Það er umhugsunarvert, að þeir, sem tala í nafni hinnar nýju félags- hyggju, lofa svo sem ekki miklu, þótt þeir einfaldi mjög úrlausnar- efni stjómmálanna. Jafnvel tals- menn Alþýðubandalagsins em löngu hættir að minnast á sósíal- ismann og boða einfaldar lausnir þjóðfélagsmála í eitt skipti fyrir öll. Systurflokki Alþýðubandalags- ins, Flokki mannsins, er látinn eftir slíkur málflutningur. Félagshyggju- mennimir boða hins vegar vörn fyrir velferðarríkið og fullyrða að því sé stefnt í hættu um þessar mundir. „Nýfijálshyggjan hefur í hótunum við helgustu markmið fé- lagshyggjunnar og jafnaðarstefn- unnar, þ.e. velferðarþjóðfélagið," sagði í leiðara Alþýðublaðsins 10. júlí sl. Og blaðið hélt áfram: „Ný- fijálshyggjumennimir í Sjálfstæðis- flokknum hafa þegar gert atlögur að velferðarkerfínu og hafa í hótun- um um enn frekari aðgerðir. Gagnvart þessum niðurrifsöflum nægir ekkert annað en gagnsókn." Leiðarahöfundurinn veður þama reyk, segir ósatt um staðreyndir og rangtúlkar skoðanir. Það hefur í sannleika sagt engin atlaga verið gerð að íslenska velferðarríkinu. í tíð núverandi ríkisstjómar hafa út- gjöld til heilbrigðis-, félags-, mennta- og tryggingamála aukist að raungildi, en ekki öfugt. „Vei- ferðarkerfíð" stendur óhaggað, en hins vegar hafa báðir stjómarflokk- arnir átt hlut að ráðstöfunum, er auka fijálsræði í fjármálalífinu og koma engum betur, en hinum al- menna borgara. En hveijar skyldu „hótanir ný- fijálshyggjumanna" vera? Skyldu það vera ábendingar Sambands ungra sjálfstæðismanna um ráð- deild í ríkisrekstri? Eða tillögur einstaklinga um aukinn einkarekst- ur skóla og heilbrigðisstofnana í því skyni að nýta betur fjármuni? Hefur ekki formaður Alþýðuflokks- ins lýst skilningi og jafnvel van- þóknun á slíkum hugmyndum? Auðvitað veit leiðarahöfundur Al- þýðublaðsins, að fijálshyggjumenn em ekki andvígir velferðarþjóðfé- laginu, heldur draga þeir í efa, að allt núverandi skipulag velferðar- þjónustunnar, „velferðarkerfíð", sé skynsamlegt, hagkvæmt og rétt- látt. Gagnrýni í þá vem hefur einnig komið frá ýmsum forystumönnum í verkalýðshreyfíngunni. Frjáls- hyggjumenn vilja leita nýrra leiða og virkja hugvit og framtak ein- staklinga betur, en nú er gert. Það er beinlínis fráleitt, að tala um slíkt sem „hótanir" og getur ekki verið gert nema í annarlegum tilgangi. Og ég er ansi hræddur um, að til- gangurinn sé að búa til blóraböggul, er afsaki á þægilegan hátt eigin vanhæfni, þróttleysi og hugmynda- skort. Orðaspilið með „félagshyggj- una“ þjónar sama tilgangi, en á að auki að tryggja stjómlyndum mönn- um pólitísk völd á fölskum forsend- um. Höfundur er blaðamaðurá Morg- unblaðinu. Vélbátaútgerð á Akranesi 80 ára Akranesi. UM ÞESSAR mundir eru 80 ár liðin frá því að vélbátaútgerð hófst frá Akranesi. Það var árið 1906 sem þeir félagarnir Magnús Magnússon frá Söndum, Ólafur Guðmundsson frá Sunnuhvoli, Bjarni Ólafsson frá Litlateig, Loftur Loftsson frá Aðalbóli og Þórður Ásmundsson frá Háteig keyptu fyrsta þilfarsbátinn sem þeir nefndu Fram MB. Báturinn var smíðaður af Otta Guðmundssyni skipasmið í Reykjavík og var hann 38 fet að stærð, 5 fet að dýpt og 12,5 fet að breidd og hafði 10 hestafla og 2 strokka sterkbyggða vél. Bátnum fylgdu eitt stórsegl, tvö forsegl, akkeri og 30 faðmar að keðju auk spils og ýmiss aukabúnaðar. Kaup- verð bátsins var 8.000 krónur, sem greiddist með þremur afborgunum, öllum áður en báturinn var afhent- ur. Þeir félagar höfðu lítil fjárráð, en því meira hugrekki og trú á framtíðina. Engir þeirra voru á þessum tíma myndugir og urðu feð- ur þeirra eða nánir venslamenn að vera viðriðnir við kaupsamninginn fyrir þeirra hönd. Fjármagn sem til þurfti var fengið að láni hjá bónda í nágrenni Akraness ásamt hjá öðr- um. Þegar útgerðin hófst var Bjami Ólafsson fyrsti skipstjóri á bátnum og Þórður Ásmundsson vélstjóri. Vélstjórapróf í þá daga var í því fólgið að fá tilsögn um gang og meðferð vélarinnar í einni ferð inn og út Hvalfjörð. Meiri kröfur voru ekki gerðar í upphafí vélabátaaldar- innar. Allt gekk vel fyrir sig með útgerðina og var Fram MB álitinn traustur og góður bátur og færði hann töluverð verðmæti á land, á þess tíma mælikvarða. Einnig var hann hafður í ýmsum flutningum svo sem fólksflutningum milli Akra- ness og Reykjavíkur. Árið 1911 urðu eigendaskipti á Fram. Loftur Loftsson og Þórður Ásmundsson keyptu hluti félaga sinna og störfuðu þeir saman við útgerð, fiskverkun og verslun næstu 12 árin og jukust umsvif þeirra jafnt og þétt. Þeir félagar keyptu þá m.a. fleiri og stærri báta, byggðu fískverkunarhús, íshús og verslunarhús, bæði á Akranesi og í Sandgerði. Árið 1919 skiptu þeir félagar eignum sínum þannig að Loftur fékk Sandgerðiseignirnar og Þórður Akraneseignimar ásamt fjórum bátum. Loftur rak síðan í Sand- gerði fyrirmyndarútgerð og físk- verkun um langan tíma, sérstaklega lagði hann mikla rækt við saltfisk- verkun, enda höfðu fáir meiri reynslu og þekkingu á því sviði útflutningsframleiðslunnar en hann. Þórður starfrækti myndar- legt fyrirtæki sitt um langan tíma á Akranesi og síðan fjölskylda hans eftir hans daga, en hann lést langt fyrir aldur fram, árið 1943. Þórður kom víða við á sinni tíð og ásamt fleirum byggði hann fyrsta vél- frystihúsið á Akranesi 1928 og gerði út línuveiðarana Ólaf Bjama- son og Þormóð um skeið. Hann var mikill áhugamaður um landbúnað og keypti ásamt Bjarna Ólafssyni fyrstu dráttarvélina til íslands 1918.. Af framansögðu má sjá að þeir ungu menn sem voru að vaxa úr grasi um síðustu aldamót hugsuðu stórt og framkvæmdu ótrúlega mik- ið við erfiðar aðstæður. Þeir eiga stóran þátt í þróunarsögu athafna- byggðarlagsins og stórvirkrar vélbátaútgerðar bæði frá Akranesi og Suðumesjum en síðan komu fleiri sem fylgdu því eftir af miklum myndarskap m.a. Haraldur Böðv- arsson, útgerðarmaður á Akranesi, og fleiri. JG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.