Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
27
Bíll brann
á Kambabrún
Um hálfsjöleytið í gærmorg-
un kom upp eldur í bíl á
Kambabrún. Bíllinn gereyði-
lagðist en ökumaðurinn, sem
var einn í bílnum, komst undan
ómeiddur.
Bíllinn, Fiat Uno, var á austur-
leið þegar ökumaðurinn tók eftir
því að bíllinn var farinn að hitna
óeðlilega. Þegar tók að ijúka undan
vélarhlífinn stöðvaði hann bílinn og
reyndi að komast að vélinni.
Ekki reyndist unnt að lyfta vélar-
hlífinni og varð því ekki komist að
upptökum eldsins.
Fljótlega varð því ljóst að eldur-
inn yrði ekki slökktur nema með
hjálp slökkvitækja en ekkert slíkt
var í bilnum og ekki heldur í bíl sem
kom aðvífandi.
Hætta var orðin á að bensíntank-
ur bílsins spryngi og frekari tilraun-
ir til að slökkva eldinn því óráðlegar.
Var því brugðið á það ráð að fá
aðstoð slökkviliðs en þegar það kom
að var allt um garð gengið.
Bíllinn er gjörónýtur.
Vinsældarlisti Rásar 2 ekki leikin á sunnudaginn vegna meints svindls:
Styrrinn stendur um lagið
„Hestar“ með Skriðjöklum.
Myndin var tekin á
miðvikudaginn í
göngugötunni á Akureyri
þegar Skriðjöklarnir
afhentu vegfarendum
ókeypis eintak af plötunni.
Morgunblaðið/Skapti
“VIÐ fengum óyggjandi
vísbendingar um að til stæði
að koma inn laginu “Hestur“
með hljómsveitinni Skriðjökl-
um á Akureyri’, sögðu þau
Asgeir Tómasson og Kolbrún
Halldórsdóttir dagskrárgerð-
armenn á rás 2 í samtali við
Morgunblaðið um meint svindl
við val á vinsældarlista rásar 2
á fimmtudagskvöld.
“Það lét maður okkur vita af
þessu, en hann vildi þó ekki gefa
upp nein nöfn á þeim sem að þessu
stóðu. Þetta var mjög klók aðferð
sem var notuð. Kerfíð var þannig
að lögð var áhersla á eitt íslenskt
lag, Hestur með Skriðjöklum, og
ein fimmtán erlend lög. Við sáum
svo þegar við vorum búin að telja
saman listan að hann var á engan
hátt marktækur. Lög sem voru á
hraðri niðurleið eða jafnvel dott-
inn út af listanum fyrir all nokkru
tóku allt í einu stórstökk uppávið.
Vinsælustu 30 lögin samkvæmt
þessu vali verða því ekki kynnt á
sunnudaginn eins og venja er,
heldur vinsælustu lögin það sem
af er ársins. Þess ber að geta að
við vitum ekki ennþá hveijir stóðu
að þessu og alls ekki trú okkar
að Skriðjöklar sjálfir þurfí að
tengjast þessu".
“Listinn er búinn að vera í
mínum huga“, sagði Asgeir Tom-
asson. “Þarna er búið að finna
aðferðina sem við starfsfólkið
vissum að gæti orðið listanum að
falli. Það er ómögulegt að sjá út
svona svindl og við hefðum líklega
ekki getað gert það núna með
svona óyggjandi hætti ef við hefð-
um ekki fengið þessar vísbending-
ar. Við höfum oft velt fyrir okkur
að leggja vinsældarlistinn niður
vegná meints svindis og eftir þetta
held ég að hann eigi sér ekki við-
reisnar von“.
Framtíð vinsældarlistan er því
orðin nokkuð óörugg. Að sögn
Kolbrúnar hefur það verið at-
hugað hvort hægt væri að notast
við Gallup-aðferðina. “Við létum
Hagvang kanna hvort þeir gætu
unnið upp Gallup-lista og var nið-
urstaðan sú að það væri mögu-
legt. Þetta var síðan lagt fyrir
Utvarpsráð en þaðan hafa engin
viðbrögð komið ennþá. Ókostur-
inn við þessa aðferð er að hún er
mjög dýr og erfitt að vinna upp
góða listi af fólki þar sem óæski-
legt er að alltaf sé hring í sömu
persónumar. Sala á litlum plötum
er svo lítil herlendis að ómögulegt
er að miða við hana. En við vonum
auðvitað í einlæglega að fólk sjái
það með sér að það sé nú best
að hafa óbrenglaðan réttann lista.
Þess má geta að þetta meinta
svindl kom sér mjög illa fyrir
nokkrar íslenskar hljómsveitir.
T.d. varð það þess valdandi að
Greifarnir og Bjartmar komust
ekki inn á listann.", sagði Kol-
brún.
Þorgeir Astvaldsson forstöðu-
maður rásar 2 er í fríi þessa
stundina en gera má ráð fyrir því
að þetta mál verði lagt fyrir hann
fljótlega eftir að hann hefur störf
á ný. Jafnvel getur komið til þess
að málefni vinsældalistans verði
lögð undir Markús Öm Antonsson
útvarpstjóra og útvarpsráð.
“Við hefðum aldrei þurft að
svindla til að koma þessum lögum
inn á listann eins og gefíð var í
skyn á rás 2 í gærkvöldi", sagði
Ragnar Gunnarsson söngvari
Skriðjökla. Við emm síðustu daga
búnir að gefa um 1500 eintök af
þessari plötu bæði hér á Akureyri
og í Reykjavík. í plötubúðum í
Reykjavik hafa verið hengd upp
plaköt þar sem stendur að Skriðjö-
klaplatan sé búin, slík er ásóknin.
Það var hringt til okkar frá ras
2 og við spurðir hvort við ætluðum
ekki að stækka upplagið.það hafa
verið viðtöl við okkur í blöðunum
o.fl.
“Það ætti því ekki að koma
neinum á óvart að þetta lag njóti
einhverja vinsælda. En svo þegar
óvenjulega mikið af fólki utan af
landi, sem starfsfólkið á rás kann-
ast ekki við, hringir og biður um
þessi lög þá em þau em bæði
lögin af plötunni tekin af listan-
um. Auðvitað hringdu fjölskyldur
okkar, foreldrar, ömmur, afar og
vinir en ég skil ekki í öðra en að
þau hafi atkvæðisrétt eins og allir
aðrir. Þess má geta að ég hringdi
sjálfur og þá var ég spurður af
stelpunni sem svaraði hvort ég
gæti ekki valið einhver skemmti-
legri lög. Þetta er starfsfólkið sem
á að vera 'a launum hjá allri þjóð-
inni.
“Það hefur engin afsökunar-
beiðni komið frá rás 2 ennþá út
af fullyrðingunum sem þar var
slegið fram í gærkvöldi. Eg er
búinn að tala við Asgeir Tómasson
út af þessu og hann gat ekki bent
mér á nein óyggjandi rök fyrir
þvi að við tengdumst þessu meinta
svindli 'a einn eða neinn hátt.
Að mínu matí er list-
inn búinn að vera
— segir Ásgeir Tómasson á Rás 2
— Hringdi sjálfur og var beðinn að
velja skemmtiiegra lag en Hesta,
segir söngvari Skriðjökla