Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986
atvinna — atvinna — atvinna —, atvinna — atvinna - - atvinna
Stýrimann vantar
á 180 tonna dragnótabát. Upplýsingar í síma
92-2712.
Prentarar!
Vantar prentara til starfa sem fyrst. Góð laun
í boði fyrir réttan mann. Uppl. í síma 22133
og á kvöldin í síma 39892 eða 45616.
Kennarar
Hvolsvöllur
Óskum að ráða kennara í eftirtaldar stöður:
íþróttir, almenna kennslu og hjálparkennslu.
Góð vinnuaðstaða og húsnæði í boði. Uppl.
gefur Ólafur Sigfússon sveitarstjóri sími 99-
8124 og Gísli Kristinsson skólastjóri sími
99-8212.
Verslunarstjóri
Óskum að ráða verslunarstjóra í bygginga-
deild okkar Járn og skip. Umsækjandi þarf
að vera vanur verslunar og stjórnunarstörf-
um. Kaup eftir samkomulagi. Skriflegar
umsóknir með uppl. um menntun og fyrri
störf sendist kaupfélagsstjóra Gunnari
Sveinssyni, sem gefur nánari uppl., fyrir 1.
ágúst nk.
Kaupfélag Suðurnesja.
Skólastjóra- og
kennarastaða
Skólastjóra og kennara vantar við Grunnskól-
ann Borðeyri, Hrútafirði.
Upplýsingar veitir skólanefndarformaður í
síma 95-1117.
Kennarar athugið
1-2 kennara vantar að Heiðarskóla Leirár-
og Melasveit í Borgarfirði. Kennslugreinar:
Kennsla yngri barna og handavinna. Ath.
gott húsnæði fyrir hendi, lág húsaleiga og
frír hiti.
Upplýsingar gefur Krístín Marísdóttir í síma
93-2171.
SUÐUREYRARHREPPUR
Embætti sveitarstjóra á Suðureyri er hér
með laust til umsóknar.
Umsóknir er tilgreini nafn, menntun og fyrri
störf skulu berast skrifstofu Suðureyrar fyrir
24. júlí nk.
Frekari upplýsingar veita: Halldór Bernódus-
son oddviti í símum 94-6105 og 94-6160 og
Viðar M. Aðalsteins sveitarstjóri í símum
94-6122 og 94-6137.
Sveitarstjóri.
Viðgerðarmaður
Óskum að ráða mann, vanan viðgerðum á
þungavinnuvélum.
Upplýsingar í síma 62270 á skrifstofutíma.
Sjómenn athugið
Stýrimann vanan togveiðum vantar á 100
tonna bát sem er að hefja veiðar.
Upplýsingar í símum 99-3802 og 99-3112.
Meitilinn hf.,
Þoriákshöfn.
Tónlistarkennarar
Tónlistarkennari óskast í hlutastarf við tón-
menntakennslu í Álftanesskóla og í forskóla
og tónfræði við Álftanesdeild Tónlistarskóla
Garðabæjar.
Upplýsingar veita: Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir,
sími 54459 og Valgeir Gestsson, símar
53828 og 12259.
Kennarar
Grunnskólann í Grindavík vantar kennara
fyrir yngstu nemendurna næsta vetur. Einnig
vantar 7.-9. bekki kennara í eðlis- og stærð-
fræði. Að lokum vantar handmennta- og
myndmenntakennara.
Áhugasamir fá nánari upplýsingar hjá skóla-
stjóra í síma 92-8504 eða 92-8555.
Skólanefnd
Alþýðuleikhúsið og Hlaðvarpinn:
„Hin sterkari“ eftir Strind-
berg' frumsýnd á morgun
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ frumsýn-
ir á morgun, sunnudag, kl. 17
einþáttunginn „Hin sterkari" eft-
ir August Strindberg, í íslenskri
þýðingu Einars Braga. Sýnt
verður í myndlistarsal Hlaðvarp-
ans á Vesturgötu 3. Leikstjóri
er Inga Bjarnason.
„Hin sterkari" Qallar um tvær
konur sem hittast á kaffihúsi og
samband þeirra við sama karlmann-
inn. Það er skrifað í kringum 1890
og eru búningamir í stfl þess tíma.
Leikmyndin er mjög einföld; salur-
inn í Hlaðvarpanum verður gerður
að nokkurskonar kaffihúsi og er
leikið í einu hominu. Fyrir sýningu
verður gestum boðið upp á kaffí
og flutt verður tónlist. Á fyrstu
sýningunum mun Kolbeinn Bjama-
son, flautuleikari, leika tónlist eftir
Leif Þórarinsson og C.Ph.E. Bach.
Einnig verður myndlistarsýning f
salnum. Sú sem fyrst sýnir er sænsk
batiklistakona, Edna Cers Wind-
berg, sem er hér í tengslum við
norrænu listahátíðina, N’Art ’86.
Leikendur í einþáttungi Strind-
bergs eru þau Margrét Ákadóttir,
Anna Sigríður Einarsdóttir og Al-
bert Aðalsteinsson. Um búninga og
leikmuni sjá Vilþjálmur Vilþjálms-
son og Nína Njálsdóttir og hár-
greiðsla er í höndum hárgreiðslu-
stofunnar Papillu.
Inga Bjamason sagði að þar sem
leikmunir í sýningunni væru afar
einfaldir væri hægt að setja hana
upp svo til hvar sem væri, innan-
dyra sem utan, m.a. stæði til að
sýna á kaffíhúsum og möguleiki
væri á að panta hana hvert sem
væri, jafnvel í heimahús.
Frumsýning er sem fyrr segir
sunnudag 20. júlí kl. 17 en næstu
sýningar eru á miðvikudag, 23.júlí,
kl. 21 og laugardag og sunnudag
26. og 27. júlí kl. 17. Nánari upplýs-
ingar fást í síma 19055.
Anna Sigríður Einarsdóttir t.v. og Margrét Akadóttir t.h. í hlutverk-
um sínum í einþáttungi Strindbergs, „Hin sterkari".
Hluti aðalveitingasalarins í Hótel Örk í Hveragerði.
Hótel Örk í Hveragerði:
Sérstakt kynningar-
verð í nokkrar vikur
HÓTEL Örk í Hveragerði hefur
ákvcðið að bjóða gistingu á sér-
stöku kynningarverði næstu
vikur, 4.800 krónur fyrir mann-
inn í þijár nætur ásamt morgun-
mat. Gestir geta einnig nýtt sér
alla þjónustu hótelsins og þá að-
stöðu, sem þar er að finna.
Flugleiðir:
Opnuð tilboð í þjónustubyggingxi
OPNUÐ hafa verið tilboð í þjón-
ustubyggingu Flugleiða á
Keflvíkurflugvelli. Um er að
ræða flugeldhús, vörugeymslu
og tækjaverkstæði og verður
byggingin samtals 19.800 rúm-
metrar.
Verkið var boðið út á almennum
markaði og bárust þijú tilboð í það.
ístak bauð 148.718.535, Hagvirki
bauð 124.956.571 og Sigurður K.
Eggertsson bauð kr. 124.848.599.
Sú áætlun sem hönnuðir höfðu gert
hljóðaði upp á kr. 108.181.376.
Þegar tilboðin hafa verið athuguð
nánar og borin saman verður geng-
ið til samninga við væntanlegan
verktaka segir í frétt frá Flugleið-
um.
Tilgangurinn með þessu kynn-
ingarverði, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá hótelinu, er að veita
þeim, sem áhuga hafa, tækifæri til
að kynna sér af eigin raun þetta
umtalaða hótel.
Hótel Örk er með nokkru öðru
sniði en flest önnur hótel hérlendis:
þar er stór útisundlaug með vatns-
rennibrettum, gufubað, aðstaða til
að leika golf og tennis, trimmbraut
og sparkvöllur.
Verið er að koma upp móttöku-
skermi fyrir erlendar sjónvarps-
sendingar og geta hótelgestir þá
valið á milli margra stöðva en sjón-
varp er í hveiju herbergi, eins og
tíðkast nú orðið á stærri hótelum.
í hótelinu er einnig stór veitinga-
salur, sérstakur skyndibitastaður
og ölstúka (pub), sem flutt var inn
í heilu lagi frá Hollandi. Stúkan er
opin almenningi öll kvöld.