Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 35

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 35 Þorsteinn Georg Jónasson — Minning Fæddur 23. ágúst 1903 Dáinn 7. júlí 1986 í dag er afi okkar, Þorsteinn Georg Jónasson, Ljósalandi, Hvera- gerði, jarðsunginn frá Hveragerðis- kirkju. Hann fæddist í Hlíð, Hlíðardal á Vatnsnesi 23. ágúst 1903, sonur hjónanna Jónasar Jón- assonar og Margrétar Þorsteins- dóttur. Afí og tvíburabróðir hans, Jón Ragnar, sem lést fyrir fáeinum árum, voru næstelstir af átta börn- um þeirra hjónanna í Hlíð. Á þessum árum voru þrír bæir með stuttu millibili í dalnum. Hétu þeir Hlíð, Tungukot og Dalkot. Fjórði bærinn, Ánholt, var all miklu innar en ekki var búið þar nema skamma stund. Alls voru í dalnum 20—30 manns, margt af því ungt fólk sem hafði mikil samskipti sín á milli. Heimildir segja að Hlíðardalur hafi verið heimur út af fyrir sig og fólk- ið hafí unað þar vel hag sínum þrátt fyrir þægindaleysið. A mannamót- um og gleðistundum var mikið dansað og mikið sungið. Hápunktur ársins var þegar réttað var í Ham- arsrétt. Þá söfnuðust gangnamenn saman í Hlíð áður en lagt var á íjallið og var þar oft glatt á hjalla. Afi ólst upp í Hiíð við venjuleg sveitastörf en þar var stór búskapur á þeirra tíma vísu sem byggðist aðallega á sauðfjárrækt. Árið 1903 var byggt á jörðinni þriggja hæða hús sem stendur þar enn en þó far- ið að láta á sjá nú þar sem jörðin er komin í eyði. Var þetta mikið í ráðist á þessum tíma en fjölskyldan samanstóð af miklum stórhugum, m.a. stjórnaði Jónas, eisti bróðirinn sem seinna bjó á Múla, verkinu. Afi hlaut hina hefðbundnu alþýðu- menntun. Hugur hans stefndi einnig í framhaldsnám í búnaðar- fræðum en ekki gafst honum tækifæri til frekari skólagöngu vegna anna heima fyrir. Hann tók virkan þátt í bústörfum í Hlíð og eftir að faðir hans lét af störfum fyrir aldurs sakir 1925, stóð hann fyrir búinu í fjögur ár ásamt móður sinni. í kjölfar kreppunnar miklu var Hlíðarbúið selt og fjölskyldan flutti til Hvammstanga. Þar stund- aði afi ýmis störf en hann var ætíð eftirsóttur í vinnu sökum dugnaðar og snyrtimennsku. Sumar eitt réðst hann í kaupavinnu til Sigfúsar bónda á Ægisíðu og þar kynntist hann konuefni sínu Ogn Sigfús- dóttur. Þau hófu búskap í Kirkju- hvammi árið 1930. Voru þau fyrst með allstórt fjárbú og jafnframt stundaði afi refarækt sem hann lærði af norskum manni, Einari Farestveit er þá bjó á Hvamms- tanga. Kirkjuhvammur stendur rétt fyrir ofan Hvammstanga en á þess- um tíma var þar kirkjustaður og annexía frá Melstað. Því var oft gestkvæmt hjá ömmu og afa en þá var til siðs að kirkjugestir þægju veitingar að aflokinni messu. í kringum 1940 heijaði mæði- veikin í héraðinu og fjárstofn húnvetnskra bænda hrundi niður. Því varð lítið um búskap á mörgum bæjum. Ekki bætti það heldur úr skák að refaskinn féllu mikið í verði. Það hefur því ef til vill verið lán í óláni að afi var beðinn um að taka að sér bústjórn á stóru búi austur í Landeyjum. Fjölskyldan flutti að Miðey og dvaldi þar í tvö ár hjá Ágústi Einarssyni sem átti jörðina. Því næst var ferðinni heitið í Hveragerði þar sem þau keyptu húsið Ljósaland sem stendur við Bláskóga. Þar lærði afi pípulagnir hjá Jóhanni Bjarnasyni og unnu þeir lengi saman. Hveragerði var þá í uppbyggingu og næg atvinna við að leggja leiðslur í íbúðarhús svo og gróðurhús. Þegar afi fór að reskjast fékk hann sér léttari innivinnu einkum við smíðar, fyrst á Keflavíkurvelli og seinna í Reykjavík. Síðustu ævi- árin dvaldist hann að mestu í Reykjavík og hafði litla íbúð að Austurbrún 6. Afi var lengst af ævinnar heilsuhraustur maður en hin síðari ár var aldurinn farinn að segja til sín. Þó var hann léttur og kvikur í öllum hreyfingum og hafði yndi af ferðalögum og gönguferð- um. Okkur eru minnisstæðar margar skemmtiferðir sem hann fór með okkur út um landið, m.a. hefur hann verið á öllum landsmótum UMFÍ frá 1949, en hann var mikill áhugamaður um íþróttir. Sumarið 1983 fóru afi og amma ásamt fleiri ættingjum í ferð kringum Vatns- nes. Var afi þar hrókur alls fagnað- ar. Áberandi var hvað hann þekkti öll ömefni og atburði er við þáu vom tengd. Fyrir nokkmm ámm vann hann ásamt vini sínum að örnefnasöfnun fyrir Þjóðskjalasafn- ið en afi þekkti Hlíðardalinn, Qöllin og nágrennið manna best. Böm ömmu og afa urðu níu: Jónas býr í Flórída, Sigríður í Svíþjóð, Viggó og Sverrir í Reykjavík og Margrét, Ámi, Sig- urður, Helgi og Rósa em öll búsett í Hveragerði. Bamabömin svo og barnabamaböm em orðin fjölmörg. Fyrir um það bil ári varð afí fyr- ir áfalli sem leiddi til þess að hann varð rúmfastur. Andlegu þreki hélt hann þó að mestu til hins síðasta og ráðstafaði málum sínum við sína nánustu. Hann óttaðist ekki dauð- ann og það má segja að að lokum hafí hann verið honum kærkomin hvíld. Við viljum þakka afa allar ánægjulegu samverustundirnar. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Systkinin í Laugaskarði SVAR MITT eftir Billy Graham Hvernig stendur á þvi að predikarar virðast sífellt þurfa að vera að biðja um peninga? Eg hef andstyggð á þessu. Eg hef sérstaklega suma sjónvarpspredikara í huga. Verk drottins þarfnast peninga, en eg er sammála þér um það að prestar ættu alls ekki að nota langan tíma til að fjalla um peninga né beita „háþrýstingi“ við fólk. í starfí mínu hef eg ævinlega reynt að fara gætilega í þessu efni. Þegar við flytjum sjónvarpsþætti okkar viljum við að fólk viti að starfið sem við erum að vinna þarfnast mikilla peninga — sjónvarp er orðið hræðilega dýrt — en við reynum eftir megni að forðast að vekja þá hugmynd að peningamálin sitji fyrir öllu öðru í þjónustu okkar. Eg þrái að boða fagnaðarer- indið með öllum tiltækum ráðum sem nútíminn býður okkur. Jafnframt ber að hafa í huga að sérhver kristinn maður ber ábyrgð fyrir Guði: Hann á að ráðstafa með trúmennsku hverri krónu, sem Guð felur honum. Þegar öllu er á botninn hvolft er allt það sem við höfum handa á milli komið frá Guði. Hann gaf okkur hæfíleika og tækifæri til að afla gæðanna, og við erum ábyrg gagnvart honum. Spurningin er í raun og veru þessi: Guð og starf hans í heiminum, situr það í fyrirrúmi hjá okkur? Eða hugsum við fyrst og fremst um okkur sjálf? Erum við einungis fús til að gefa Guði afganginn þegar við höfum svalað eigingimi okkar? í hvert skipti sem eg vík að peningum eða skyldunni að nota þá skynsamlega kemur fyrst upp í hug mér að Guð hefur gefíð okkur margfalt meira en við getum nokkum tíma endurgoldið honum. Umfram allt hefur hann gefíð okkur son sinn til að hann dæi á krossinum fyrir syndir okkar. Kristur er okkur fyrirmynd í því að gefa: „Því að þér þekkið náð drottins vors Jesú Krists að hann, þótt ríkur væri, gjörðist yðar vegna fátækur til þess að þér auðguðust af fátækt hans“ (2. Kor. 8,9). Kristur gaf allt, jafnvel líf sitt, okkar vegna. Hefúr þú afhent Kristi allt sem drottni þínum og frelsara? Gefðu honum líf þitt — þar á meðal peningaveski þitt — og bið hann að nota þig sér til dýrðar. NÝTTSÍMANÚMER 69-11-00 Augiýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Kristján Sæmundur Jónsson - Minning Fæddur 19. september 1913 Dáinn ll.júlí 1986 Hann fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð, sonur hjónanna Höllu Bjamadóttur og Jóns Guðmunds- sonar skipstjóra. Móðir hans var ættuð úr Fljótshlíð en faðir hans var Dýrfírðingur. Hann ólst upp í föðurhúsum á Þingeyri, en fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og nam hér veggfóðrun og dúklagningu. Kona hans hét Hulda Júlíusdóttir, hún er látin fyrir mörg- um árum. Þau eignuðust tvær dætur, Kristjönu og Maríu. Sæmundar nafnið fylgdi honum, þó seinna nafn væri að skírn. Þegar ég hafði stofnað heimili með ferm- ingarbróður hans og bemskuvini, hér í Reykjavík, leið ekki langur tími þangað til hann kom í heim- sókn. Leiksystkinahópurinn á Þingeyri var stór og það upphófst fljótlega frásögn í Heljarslóðarorr- ustustíl milli þeirra vinanna svo ég mætti vita hvar í víglínunni þeir hefðu staðið. Þá var aðal málið að finna upp á einhveiju til að skapa spennu, vera fyndinn, eða jafnvel aðal prakkarinn. Þannig var tíminn oft fljótur að líða, og mikið gátu þeir lifað í endumýjun lífdaga sinna og vart mátti sjá, hvort gleðin hefði verið meiri eða sannari þá en á þeirri stundu. Þær era líka orðnar nokkuð margar, því ætíð síðan hélt Sæmundur þeim hætti að líta inn og lét aldrei á sig fá þó hallaðist á með endurgjaldið. Sögumar frá æskuáranum þratu aldrei enda oft miklu bætt við af samanburðar- fræðum við lífíð og tilverana. Ég var löngu flutt með þeim í skúrana og hjallana á „Balanum" eða „Plássinu" og ég þekki orðið smiðj- una sem allt þetta hafði orðið til í. Sæmundur átti marga fáka til ferðalaga um hinar ýmsu traðir mannlegs lífs, hann lét þá jafnvel geysa svo hratt að ekki var gott að greina sporaslóð eða vera honum samsíða. Ég velti því stundum fyrir mér, hvað það væri sem gerði Sæ- mund svo sérstakan sem hann var. Eflaust hef ég ekki komist að réttri niðurstöðu, en rætur hans stóðu mjög fastar í Dýrafirði, hann mat sín föðurhús og uppeldis síns minnt- ist hann með gleði. Hann var vel af Guði gerður; föngulegur að vall- arsýn. Listagyðjan hafði verið honum örlát; hann mótaði myndir úr hverju sem var. Til dæmis var hann snjall teiknari og fór vel með liti. Hann telgdi og skar út marga muni. Þá var hann ljóðelskur og gerði sjálfur mörg falleg ljóð, sem hann hélt þó ekki mikið á lofti. Þau urðu til í yfirfullum huga hans eins og flæði, sem varð að koma til, svo eitthvað rýmkaði til í hugarheimin- um, sem vart náði yfír allt það sem hann fann til með, vildi njóta, vita eða laga. Hann var gróandans mað- ur. Vésteinsholt í Haukadal ber þeirri tryggð hans við Dýrafjörð, sem hann alla tíð bar hátt uppi, fagurt vitni. Þar er nú risinn fal- legur skógur sem hann og kona hans, meðan bæði lifðu, lögðu mikla alúð við og hann æ síðan vitjaði og dvaldi hjá á hveiju ári. Þar var hann staddur þegar meðvitundin til þessa lífs hvarf honum í hinsta sinn. Kannski var hann í raun alltaf út- lagi, þrátt fyrir langan vinnudag og gæfuríka ævi í höfuðborginni. „Það kemur aldrei neitt aftur þar sem malbikið er, við áttum að fara okkur hægar og þurrka ekki út það sem var, það var menning okkar, gömlu húsin og munimir sem við hentum í óðagotinu sem vélamar leiddu yfir okkur." Söknuður Sæ- mundar var sár þegar hann hug- leiddi hve fljótráð þjóðin og hann sjálfur gjarnan hafði verið. Eilífðarmálin hafði hann hugleitt og gert alveg upp við sig. „Við fæðumst inn í annan efnisheim, ekkert líf fæðist fullburða í þessum heimi og lögmál þess fylgir okkur yfir, við verðum að þroskast og læra. Þar eins og hér gengur það misjafnlega, en þar er bjart og mik- il dýrð.“ I Hávamálum segir frá ráðum til Loddfáfnis. „ . . . veistu ef þú vin átt, þann þú vel trúir, far þú at fínna opt, því at hrís vex og hávu grasi vegr, er vættki tröður." Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég fínn, að götum að mínu heim- ili hefur fækkað. Ég finn að vinur er horfínn, því enginn hrís festist í götu hans, til æsku- og ævivinar hans. Hann tók mig í sátt og fleytti mér með hversu hátt sem sauð á keipum og raunveraleikanum ýtt til hliðar eftir þörfum svo ferðin fyrir ofan og utan mætti verða sem stór- kostlegust. Sæmundur hvorki kom né fór án þess að brosa eða hlæja að öllu saman. Við kveðjum hann nú og þökkum fyrir samfylgdina gegnum árin. Afkomendum hans og ættmenn- um vottar fjölskylda mín samúð sína. Jónína Jónsdóttir „... en nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, ok mun ek þangat riða, enda em ek þess fuss.“ í dag er borin til moldar föður- bróðir minn og vinur, Sæmundur Kr. Jónsson, fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð, þann 19. september 1913. Það er ekki að ástæðulausu, að ég nefndi fæðingarstað hans. Þótt fjölskyldan yfírgæfí átthagana á mestu kreppuáranum, þá varð hann ekki slitinn upp með rótum þaðan. Það gat ekki farið fram hjá neinum, og síst af öllum mér, sem kynntist honum hér á mölinni. Sæmundur var maður, sem hafði áhrif á umhverfi sitt, mótaði það eða vakti til andspymu. Hann hafði ákveðnar skoðanir og hikaði ekki við að láta þær f ljós. Sæmundur unni bókmenntum, lifði og hrærðist í heimi ljóðsins. Hann naut þess að þrátta um pólitík og þrætumál líðandi stundar, en skáldskapur, myndlist og tréútskurður áttu hug hans allan. það var hans eiginlegi hugarheimur og þann heim áttu þau sameiginlegan, Sæmundur og kona hans, Hulda Júlíusdóttir, á meðan hennar naut við. Á heimili þeirra hjóna vora fagrar listir í hávegum hafðar. En þó var sérstaklega áber- andi ást þeirra á fombókmenntum okkar. Sú ást tengdist einkum Dýrafirði, þar sem Gísla saga Súrs- sonar gerðist að stóram hluta til. Þau hjónin keyptu Vésteinsholt í Haukadal, þar sem þau stunduðu tijárækt og nutu þess að tengjast aftur upphafinu. Frændi minn var manna fróðastur um Gísla sögu og hafði hann unun af því að fræða merin um hana. Kveðskapur hans og málverk tengjast á allan hátt þessum stórbrotnu og söguríku slóðum. Fyrir alla þá, sem hann þekktu, er það engin tilviljun, að síðasta ferð hans á þessari jörðu skyldi liggja til Dýrafjarðar, sem átti alla tíð hug hans og hjarta. Við hjónin þökkum frænda fyrir sameiginlegar stundir um leið og við vottum dætram hans og dóttur- syni okkar dýpstu samúð. Kjartan R. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.