Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 36

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 Katrín Aðalbjörns dóttir - Minning Fædd 17. ágúst 1922 *, Dáin 10. júlí 1986 I dag, laugardag, fer fram frá Stórólfshvolskirkju útför Katrínar Aðalbjömsdóttur frá Hvolsvelli. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands 10. júlí síðastliðinn, eftir erfíða sjúkdómslegu. Katrín fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1922, var því tæplega 64 ára er hún lést, dóttir hjónanna Þor- bjargar Grímsdóttur frá Seli, nú 97 ára gömul og er á lífi, og Aðal- bjöms Stefánssonar prentara, látinn 1938, Skólavörðustíg 24a. Hún var eitt af átta bömum þeirra heiðurshjóna, fjögur þeirra em nú látin. Katrín var því aðeins 16 ára gömul þegar faðir hennar lést frá stóm heimili. Við fráfall föður síns hefur Katrín þurft að hjálpa til við heimilishaldið ásamt öðmm og fljót- lega orðið að standa á eigin fótum sem unglingur. Hún hlaut gott upp- eldi foreldra sinna og góðrar umönnunar móður sinnar og syst- kina eftir að faðirinn féll frá. Það hefur haft áhrif á unglingsstúlku að missa föður sinn við þessar að- stæður, áhrif sem fylgja stundum alla tíð. Katrín hefur strax á þessum ámm gert sér það Ijóst að hlutimir — gerðust ekki af sjálfum sér, hún hefur öðlast trú á eigin getu, sem fylgdi henni alla tíð. Arið 1947 gift- ist Katrín Kjartani Einarssyni trésmíðameistara frá Sperðli í Vest- ur-Landeyjum, hann lést árið 1961 eftir langvarandi veikindi. Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili í Reykjavík, en árið 1951 lá leið Kjartans austur á Hvolsvöll þar sem þau byggðu sitt eigið íbúðarhús að Hvolsvegi 25, Hvolsvelli. í desem- ber 1952 flytur Qölskyldan austur v. í nýtt íbúðarhús, sem Katrín bjó í til æviloka. Katrín og Kjartan eignuðust sér- staklega gott og hlýlegt heimili, sem gott var að koma á enda vom þau gestrisin og gott fólk heim að sækja. Hjónaband þeirra var mjög gott og virðing hjónanna gagn- kvæm. Þeim var hlýtt til bama sinna sem þau af mikilli alúð og um- hyggju lögðu rækt við í uppvexti sínum. Þau em: Aðalbjöm Þór, tré- smiður á Hvolsvelli, giftur Krist- rúnu Kjartans og eiga þau þrjú böm. Hólmfríður búsett á Selfossi, gift undirrituðum og eiga þau fjóra syni. Eftir að Katrín missti mann sinn árið 1961 tók hún að sér hin ýmsu störf á Hvolsvelli, starfaði m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga, Félags- heimilinu Hvoli, Landsbanka Is- Iands, Sýsluskrifstofunni og á vetuma sem baðvörður í Gmnnskól- anum á Hvolsvelli. Katrín starfaði ávallt við hreingemingar enda mjög hreinleg og samviskusöm kona á öllum sviðum, hún ávann sér traust allra sem hún umgekkst og starfaði fyrir. Hún reyndist öllum vel er til hennar leituðu og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, enda traust og ábyggileg. Þegar ég lít til baka og rifja upp þær góðu stundir sem við urðum aðnjótandi í samfylgd hennar er það okkur mikil gæfa að hafa kynnst jafn góðri konu og Katrín var. Fyr- ir mig persónulega var hún mér meira en tengdamóðir, hún var mér jafn mikilvæg og móðir enda leit ég alltaf svo á. Hún var sérstaklega hjálpleg bömum sínum og tengdabömum og vildi veg þeirra sem bestan, hún var bamaböraum sínum sjö ómet- anleg og átti með þeim margar góðar samverustundir. Þær voru margar ferðimar sem synir okkar + Útför móður okkar, ömmu og langömmu, INGIMUNDU BJARNADÓTTUR frá Snæfjallaströnd, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. júlf kl. 10.30 árdegis. Ragnhildur SigurAardóttir, Kristjana SigurAardóttir, Sverrir SigurAsson, Eygló Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför GÍSLA M. ÞÓRÓLFSSONAR, Mánagötu 11, ReyAarflrAi. ÞurfAur Briem, GuAný Kjartansdóttir, Kristinn Briem, Katrfn Gísladóttir, AuAbergur Jónsson, Þórólfur Gíslason, Andrea Björnsdóttir, Dagbjört Gfsladóttir, SigurAur Baldursson og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vináttu vegna andláts og útfarar mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUÐBERGS FINNBOGASONAR. Hulda Guðmundsdóttlr, Hafdís Guðbergsdóttir, Þórhallur Magnússon, Stefanfa GuAbergsdóttir, Óli Björn Torfason, SigrfAur Guðbergsdóttir, Sfmon Kristjánsson og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jaröarför fööur okkar, MAGNÚSAR ANDRÉSSONAR, Hamrahlfð 1. Helga Magnúsdóttir, Hulda Magnúsdóttir. fóm austur á Hvolsvöll að heim- sækja ömmu, sem alltaf var svo góð og tilbúin að gefa þeim allt af sér, svo þeim liði sem best. Þá vora heimsóknir hennar á Selfoss ekki ófáar og alltaf mikil eftirvænting hjá drengjunum við komu ömmu sinnar, sérstaklega er mér í fersku minni hjálpsemi Katrínar og dugn- aður þegar við stóðum í húsbygg- ingum, þar fór kona sem var ósérhlífin og fylgin sér í takmarki okkar. Katrín var ættrækin og vinaföst, hún hélt góðu sambandi við vini og kunningja og hafði gaman af heim- sóknum. Hún tók vel á móti fólki á heimili sínu og hafði yndi af því að gefa fólki góðan mafr. Það er sárt að sjá á eftir góðri konu á besta aldri sem verðskuld- aði lengra líf, konu sem alltaf var svo lífsglöð og kát og lifði reglu- sömu lífi. Enn einu sinni stöndum við frammi fyrir dauðanum óviðbúin og orðvana, jafnvel þótt vitað hafi verið að hveiju stefndi. Hún barðist hetjulega og lét aldrei bugast, hún hafði óbilandi lífsvilja og var bjart- sýn á bætta heilsu. Ég vil þakka elskulegri tengda- móður minni Katrínu allar góðu stundimar á umliðnum áram og allan þann hlýhug og hjálpsemi við okkur, og mitt heimili. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til há- aldraðrar móður hennar, systkina, bama og bamabama. Ég bið almáttugan guð að varð- veita minningu þessarar góðu konu. Björn Ingi Gíslason Elsku amma Kata er dáin eða Blamma a Hvolsvelli eins og ég kallaði hana alltaf. Nú þegar hún er farin frá okkur streyma upp í huga mér ótal minningar frá liðnum áram. Það má segja að hjá ömmu hafi ég alist upp að hluta til, því á yngri áram, allt til 15 ára aldurs, fór ég til ömmu á Hvolsvelli næstum því hveija einustu helgi sem hún gat tekið á móti mér. Hún var sam- viskusöm og fómfús og vildi allt fyrir mann gera. Henni leið vel inn- an um böm enda byggðist hluti af hennar starfi upp á því. Hún lét það því ekki fara fyrir bijóstið á sér þó garðurinn væri fullur af krökkum í fótbolta þegar við bræð- umir og frændumir voram í heimsókn. Hún fylgdist frekar sjálf með sparkinu. Hún var einnig glað- lynd mjög og var það því ekkert skrítið þó manni þættu jólin hálf tómleg þegar amma var ekki hjá okkur, því hún skiptist á að vera hjá bömunum sínum. Hún var mér ætíð ómetanlegur stuðningur, ég gat alltaf leitað til hennar og aldrei rakst ég á vegg. Síðustu árin eftir að ég fór að spila í hljómsveitinni var hún mér áfram mikill styrkur því eftir dansleiki í Hvolnum þegar hún kom að þrífa, átti hún það til að koma með bakk- elsi að heiman handa öllum hópn- um, til þess að næra okkur eftir erfiði kvöldsins. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka elsku ömmu fyrir öll þessi ár og biðja þess að hún hitti aftur Kjartan afa sem kvaddi þennan heim 31. des- ember 1961. Megi guð geyma hana. Kjartan Björnsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. í dag kveðjum við í hinsta sinn kæra frænku mína og vinkonu Katrínu Aðalbjömsdóttur sem lést 10. þ.m. í Sjúkrahúsi Suðurlands eftir erfíð veikindi. Hún bar veik- indi sfn af miklu æðraleysi enda hafði hún sterkan persónuleika til að bera. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar því við höfum þekkst frá bamæsku og alltaf verið mikil tryggð og vinátta á milli okk- ar. Katrín fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1922, dóttir hjónanna Þor- bjargar Grímsdóttur og Aðalbjöms Stefánssonar prentara, sem lést 1938. Hún var fímmta í röð átta bama þeirra hjóna en Þorbjörg sem nýlega varð 97 ára sér nú á eftir fjórða bami sínu yfir móðuna miklu á fáum áram. Söknuður hennar er bæði mikill og sár en hún ber harm sinn af aðdáunarverðum styrk. Á æskuheimili Kötu, en svo var hún ætíð kölluð, ríkti mikil glað- værð og hefur alltaf verið mikið um söng og tónlist þar. Gestagang- ur hefur alltaf fylgt heimilinu því gestrisni hefur verið þar f fyrir- rúmi. Kata fór snemma að vinna og vann hin ýmsu störf sem til féllu á þeim áram þar til hún gifti sig. Eftir að hún varð ekkja fór hún aftur að vinna úti og vann fullan vinnudag þar til heilsan gaf sig fyrir fáum mánuðum. Ég veit að hún hefur bæði verið trú og sam- viskusöm í öllu sem hún tók að sér að gera hvort heldur var á heimili sínu eða í starfi. Árið 1947, þann 7. júní, giftist hún Kjartani Einarssyni húsamið, elskulegum og traustum manni. Hún missti hann langt fyrir aldur fram, aðeins 38 ára gamlan. Þau stofnuðu heimili sitt í Reykjavík en árið 1952 fluttu þau austur á Ál- og koparskildir á grafreiti Mólmsmiójan HELLAhf. Kaplahraun 5 - 220 Hafnarflrðl - Slml 651022 Hvolsvöll og bjó hún þar síðan. Þau hjónin áttu fallegt heimili þar sem kærleikur og hlýja vora í fymrúmi, enda hjónaband þeirra byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu beggja. Margar dásamlegar stundir átti ég með þeim hjónum og eins með Kötu eftir að hún varð ekkja og alltaf var ég jafn hjartanlega vel- komin á heimili hennar. Kata og Kjartan áttu tvö böm, Aðalbjöm Þór, húsasmið, giftur Kristrúnu Kjartans. Þau eiga þrjú böm og eitt bamabam og búa á Hvolsvelli. Og Hólmfríði sem gift er Bimi Inga Gíslasyni, rakara, þau eiga fjóra syni og búa á Selfossi. Allt dugnað- ar- og myndarfólk. Kata var mikið fyrir að vera í návist bama sinna og bamabama því fjölskyldan er afar samheldin. I veikindum hennar vora bömin hennar og tengdaböm henni mikill styrkur og önnuðust hana af mikl- um kærleika. Fyrir þremur áram áttum við saman yndislega viku í sumarbú- stað við Álftavatn og ári seinna hittumst við aftur á sömu slóðum þar sem ég var eina helgi með Kötu og bömunum hennar. Mikið var hlegið því oftast var stutt í hlát- urinn hjá henni og ekki þurfti tilefnið alltaf að vera stórt, því hún gat alltaf séð spaugilegu hliðamar á hlutunum. Einnig á ég góðar minningar frá þeim stundum þegar hún var að koma í bæinn og dvaldi þá hjá móður sinni. Ávallt hringdi hún í mig og spurði hvort ekki ætti að kíkja. Eins koma upp í hugann minn- ingar frá okkar yngri áram þegar hún var að koma vestur eftir til að vera nótt og nótt. Oft var þá líf og íjör hjá okkur. Þetta era aJlt ljúfar minningar sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Bið ég algóðan Guð að varðveita frænku mína og þakka ég henni innilega fyrir órofa tryggð og vin- áttu. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V.Briem Elsku Þorbjörg, Alli og fjöl- skylda, Fríða og Qölskylda, systkini og aðrir ættingjar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning hennar S.E.P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.