Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 39 Aðspurður kveðst Lee Iacocca aðeins vilja láta gott af sér leiða - Chrysler samsteypan sé komin í örugga höfn og hann geti bara ekki setið aðgerðarlaus. Það þarf ekki að spyrja hann að því hvort hann stefni á Hvíta húsið - hann svarar því óumbeðið og segir að það komi ekki til mála. Mörgum þykir það hinsvegar grunsamlegt, hversu eindregið hann afneitar allri löngun til þeirra metorða, því það hefur einmitt þótt klókt í bandarískri stjómmálabaráttu, að hafa svo hátt um að maður gefí ekki kost á sér - að fyrr eða síðar verði lagt að manni að gefa sig í slaginn. Hvað sem þessu Iíður verður Iacocca þekktari með hveijum deg- inum meðal kjósenda og hann segir einmitt það, sem almenningur vill • Nýlega gekk Iacocca að eiga hina 36 ára gömlu Peggy John- son, fyrrum flugfreyju þjá Pan Am. • Auk þess að vera vinnu- þjarkur er Iacocca mikill fjöl- skyldumaður. Samband hans við móður sína hefur ávallt verið afskaplega gott og í hvert sinn sem hann heimsækir hana útbýr hún handa honum uppá- haldsrétt hans, kjúklingasúpu með kjötbollum. heyra. Það er merkilegt að þótt hann segist svarinn óvinur repúblík- ana og hægrimennsku Reagans, þá virðist fylgi hans oft og tíðum vera hjá þeim, sem ljáðu núverandi for- seta atkvæði sitt. Föðurlandsást og trú á ótakmörkuðum möguleikum þeirra, sem nenna að vinna eru aðaluppistaðan í lífsspeki Iacocca. Munurinn er sá að hann hefur stór orð um að sameiginlegir sjóðir eigi að sjá þeim farborða, sem minna mega sín, þó ekki fari hann út í smáatriði um hvemig það skuli gert - enda engin ástæða til, fyrst hann langar ekkert til Washington. Iacocca er ráðgáta, sem ræðst innan tíðar, a.m.k. hvað varðar for- setaframboð demókrata 1988. Verði hann í framboði má bóka, að baráttan verður §örug enda maður- inn frægur fyrir flest annað en að tala undir rós. Eins og Reagan, hefur hann orð á sér fyrir að láta verkin tala og það kann allur al- menningur að meta þótt menn greini á um aðferðir. Gott kvöld er Kremlarkvöld! Gott kvöld er Kremlarkvöld! Pricilla Presley — ánægð en önnum kafin Pricilla Presley ásamt unnusta sínum Marco Garibaldl. Myndln var tekin í brúðkaupsveislu einni, sem þau voru boðin í og er ekki ann- að að sjá en vel fari á með þeim skötuhjúum. Eftir margra ára leiðindalægð, leikur lífið nú við Pricillu Pres- ley á ný. Hún hefur meira en nóg að gera, nú þegar hún hefur loks verið viðurkennd sem fullfær leik- kona vestan hafs. Eins og kunnugt er fer Pricilla með stórt hlutverk í Dallas-þáttunum, auk þess sem hún vinnur nú að undirbúningi þátta, sem §alla eiga um líf eiginmanns hennar fyrrverandi — Elvis Presley. Pricilla ætlar nefnilega að leika sjálfa sig í þáttunum, enda senni- lega vandfundin sú kona sem ætti auðveldara með þá túlkun en ein- mitt hún. Þættimir eru líka byggðir á bók hennar „Elvis og ég“ sem hún skrifaði fyrir nokkrum árum. Enn á hún þó eftir að velja leikara í hlutverk rokk-kóngsins. Ekki hyggst ekkjan yngja sig upp um fjölmörg ár og verður því önnur leikkona að fara með hlutverk henn- ar í upphafí þáttanna, leika Pricillu unga. Fregnir herma að hún hafi augastað á leikkonunni Shalane McCall í það hlutverk, en enn hafa þó samningar ekki náðst. En hamingja Pricillu Presley felst í fleiru en frægð og fé. Hún sést nú æ oftar í fylgd með vini sínum Marco Garibaldi, þrítugum Brasilíu- manni. Þau hafa verið saman um nokkurt skeið og geisla enn af ham- ingju. Vilja margir meina að þau skötuhjúin muni ganga í það heil- aga innan skamms. Hvort biðillinn kemur eitthvað nærri fyrirhuguðum Elvis-þáttum er enn á huldu. Klaufabárðurinn Doris Day Leikkonan Doris Dáy er víst annálaður hrakfallabálkur í kvikmyndahverfinu Hollywood, snillingur í að inisstíga sig, snúa á ' sér ökkla og brjóta bein. Það kom því engum á óvart er hún mætti til vinnu um daginn öll vafín og plástr- uð í bak og fyrir. Leikkonan upplýsti að nú hefði hún víst brotið í sér eitt rif, en huggaði jafnframt að- dáendur stna með því að hún fyndi ekkert til og hún yrði orðin jafngóð eftir skantman tíma. — En hvemig vildi þetta óhapp til? „Ég vildi óska að ég gæti komið með einhveija krassandi sögu?“ sagði Day, „eins og til dæmis að ég hefði fallið nokkra metra í fjallgöngu. Það Ekki alveg eins fim og hún hclt hún væri. — Leikkonan Doris Day. myndi gera þetta svolítið skiljan- legra. Hins vegar verð ég að viðurkenna að beinbrotið kom til af algemm klaufaskap. Eitt kvöld- ið, þegar ég kom heim, lá hundurinn minn sofandi úti á veröndinni fyrir framan dyrnar. Ég vildi ekki vekja hann og ætlaði því að hoppa létti- lega yfír hann og ganga svo til náða. Það endanði með því að ég varð að fara upp á slysavarðstofu, því ég magalenti á forstofugólfinu, með fyrrgreindum afleiðingum“, bætti hún við. „En hundurinn er við hestaheilsu og deplaði varla auga þrátt fyrir öll þessi læti, háv- jaða og hamagang.“ Opið Austurstrætismegin til kl. 24.00 og frltt inn. *K50EML* Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.