Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 46
T5Í A ÍJlfl Jít ÍHJOAOHAOIÍA.1 .QKlAJHMUOaOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 Friðarleikarnir: Tap gegn Tékkum í síðasta leiknum • Fjórir þeirra sem œtla að hlaupa frá Akureyri yfir Sprengisand til Reykjavíkur í fjáröflunarskyni fyrir Sundsambandið. Hlaupa til styrktar Sundsambandinu HÓPUR valinkunnra afreks- manna í sundi og frjálsum íþrótt- um mun hlaupa frá Akureyri yfir Sprengisand til Reykjavíkur i fjár- öflunarskyni fyrir Sundsamband íslands dagana 25. júlí til 2. ágúst. Þessir menn eru Arni Kristjáns- son, Guðmundur Gíslason, Gunnar Kristjánsson, Leiknir Jónsson, fýrrum landsliðsmenn i AÐ VENJU verður þó nokkuð mik- ið um að vera hjá íþróttamönnum nú um helgina. Mest ber á knatt- spyrnunni eins og svo oft á sumrin en einnig verða kylfingar mikið á ferðinni enda stutt i landsmót þeirra og því hver að verða síðastur að fá dálitla keppnisreynslu áður en stóra keppnin hefst. Pollamóti Eimskips og KSÍ lýkur um helgina og verður leikiö til úr- slita á KR-völlunum. f mótinu keppa 6. flokks knattspyrnumenn og er keppt í fjórum riðlum, tveim- ur í flokki A-liða og tveimur i flokki B-liða. Keppnin hefst í dag klukkan 10 árdegis og verður fram til klukk- an 17 en á morgun verður leikiö um sæti og hefst keppnin þá klukk- an 11 og líkur með verðlaunaaf- hendingu um klukkan 14.40. e í 1. deild veröa tveir leikir í dag. FH og KR leika í Kaplakrika og í Vestmannaeyjum leika heima- menn við Akureyringa og hefjast báðir leikirnir klukkan 14. Einn leik- ur, sá síðasti í 12. umferð, verður á morgun og þá leika Fram og Breiðablik á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefst klukkan 20. Fjórir leikir verða í 2. deild karla um helgina. Tveir þeirra veröa í dag en þá leika ÍBÍ og Víkingur og hefst sá leikur klukkan 14. Klukku- stund síðar leika Selfyssingar við Njarðvíkinga á Selfossi. Á morgun leika Skallagrímur og Völsungur klukkan 17 og á mánudaginn Ein- herji og Þróttur og hefst sá leikur sundi, og Stefán Friðgeirsson, margreyndur frjálsíþróttamaður. Þeir munu hlaupa 40-50 kíló- metra á dag, en alls er vegalengd- in um 400 km. í frétt frá Sundsambandinu seg- ir að umsvif Sundsambandsins hafi aukist verulega á undanförn- um árum, án þess að fé það, sem úthlutað er til íþróttastarfsemi, klukkan 20. Rétt er að geta þess að þetta eru talsverðar breytingar frá prentaðri mótaskrá KSÍ og voru þessar breytingar geröar á síðustu stundu. Konurnar leika einnig knatt- spyrnu um helgina. f 1. deildinni hjá þeim verður einn leikur á mánu- dagskvöldið og hefst hann klukkan 20. Þá leika í Kópavogi liö Breiða- bliks og Isfirðinga. Auk þess sem hér hefur verið talið upp verða fjölmargir leikir i neðri deildunum og að auki margir leikir í yngri flokkunum. GOLF Golfklúbbur Suöurnesja gengst fyrir Hagkaupsmótinu nú um helg- ina og verður þetta mót nokkurs- konar prófraun þeirra Suðurnesja- kylfinga fyrir landsmótið sem hefst í Leirunni annan mánudag. Hag- kaupsmótið er opið golfmót þar sem margir fremstu kylfingar landsins munu mæta til leiks. Á Sauðárkróki verður einnig opið golfmót sem þeir kalla Sauð- árkrókur opinn. Samkvæmt mótabók kylfinga gengst Nesklúbburinn fyrir Adidas-móti fyrir unglinga 15 ára og yngri á morgun. FRJÁLSAR Aldursflokkamót FRÍ verða nú um helgina. Á Húsavík keppa ungl- ingar 14 ára og yngri og á Selfossi þeir sem eru 15-18 ára. hafi í sama hlutfalli runnið til þess. íslenskir afreksmenn í sundi vekja í sífellt auknum mæli athygli á erlendum vettvangi á framförum þeim, sem orðið hafa í sundi á Islandi. Afleiðingin er sú að ætlast er til að íslendingar mæti til keppni á sterkum alþjóðlegum mótum. Það væri sorglegt til þess að vita að sundfólki okkar gæfist ekki tækifæri til þess að keppa við jafn- ingja sína erlendis vegna fjárskorts Sundsambandsins. Sú staða blasir þó við ef ekkert verður að gert, og því er þetta Sprengisandshlaup ómetanlegt framtak manna, sem láta eina almennustu íþrótt lands- ins sig miklu varða. Sundsamband íslands biður ís- lendinga að sýna samstöðu með köppunum í þessu erfiða hlaupi, og styrkja Sundsambandið í leið- inni, með því að heita 0,50 krónum á þá fyrir hvern hlaupinn kíló- metra. Sundfélögin um allt land og skrifstofa SSI munu taka við áheitum. ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik tapaði síðasta leiknum sínum á friðarleikunum í Moskvu í gær en þá léku þeir gegn Tékkum. Tékkar skoruðu 20 mörk en íslenska liðið 19. Staðan í leikhléi var 8:11 fyrir Tékka. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en þó höfðu Tékkar alltaf foryst- una. í síðari hálfleik komust þeir í 11:16 en íslenska liðinu tókst að minnka muninn áður en flautað var til leiksloka. Atkvæðamestur í liðinu að þessu sinni var Þorbergur Aðal- steinsson sem skoraði fimm mörk. Valdimar Grímsson, Júlíus Jónas- son og Geir Sveinsson skoruðu þrjú mörk hver og þeir Sigurður Sveinsson, Jakob Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson gerðu tvö mörk hver. Þess má geta að Sig- urður Sveinsson var tekinn úr umferð allan leikinn. Geir Sveinsson lék mjög vel í þessum leik og var þetta trúlega einn besti leikur hans í ferðinni en hann hefur staðiö sig mjög vel í henni. Að sögn Jóns Hjaltalín Magnússonar formanns HSÍ eru menn mjög ánægðir með þessa ferð og reiknaði hann með að strax og liðið kemur heim yrði valinn 22 manna hópur fyrir næstu Ólympíu- leika sem verða í Seoul árið 1988. Jón sagði að menn væru gáttaðir á því hversu mikil breidd væri í íslenskum handknattleik því eins og menn vita þá vantar marga lykil- menn frá því á síðasta heimsmeist- aramóti. Lið Bandaríkjanna hefur komið mest á óvart í þessu móti. Þeir urðu í öðru sæti á eftir Sovét- mönnum og er greinilegt að þeir leggja mikið upp úr handknatt- leiknum núna. Sjónvarpað var til Bandarikjanna leikjum liðsins og virðist vera mikill áhugi á hand- GÍSLI Óskarsson fyrirliði Þróttar í handknattleik á síðasta keppnis- tímabili hefur nú tilkynnt félaga- skipti yfir til Vals. Gísli hefur undanfarin ár leikið stöðu horna- manns og hann kemur án efa til með að styrkja Valsliðið. Sem kunnugt er mun meistara- flokkur Þróttar ekki taka þátt í knattleik þar í iandi. Lokaröðin í mótinu varð sú að Sovétmenn urðu í fyrsta sæti, Bandaríkjamenn í ööru, Tékkar í þriðja, við íslendingar i því fjórða og Pólverjar ráku lestina. Pizzur til Moskvu ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt af íþróttamönnum. Bandarísku íþróttamennirnir sem taka þátt í Friðarleikunum í Moskvu fengu í fyrradag sendar 140 pizzur frá Bandaríkjunum með sérstakri flugvél. Ástæðan var fyrst og fremst sú að pizzurnar í Moskvu eru stundum án tómatsósu og stundum kemur fyrir að það vant- ar á þær ost og þannig pizzur geta Bandaríkjamenn auðvitað ekki borðað. Hvað um það 140, pizzur komu fljúgandi frá Bandaríkjunum en það er um 13.000 kílómetra leið. „Þær kostuðu okkur um 60 dollara stykk- ið en þær voru vel þess viröi," sagði Alex Swan, einn fararstjóra bandarískra. „Þetta var í og með gert til að minna íþróttamennina á Bandaríkin, því svona pizzur fær maöurekki nema þar," sagði hann. Pizzurnar voru eins og áður sagði 140 talsins og kostuöu um 8.400 dollara allar saman, komnar til Moskvu. Alls vógu þær um eitt tonn því það þurfti að pakka þeim í sérstakan þurrís til að bragðið héldist sem best fyrir íþróttamenn- ina. Þegar hugmyndin kom upp hringdu þeir bara á einn pizzu staðinn í Bandaríkjunum og pönt- uðu 140 stykki með flugi til Moskvu og sólarhring seinna voru þær \ mættar á Rauða torgið. íslandsmótinu á næsta keppnistímabili vegna fjárskorts. Fleiri leikmenn eru því á förum frá félaginu. Þannig hyggst línumaður- inn Birgir Sigurðsson ganga yfir til Fram og unglingalandsliðsmark- vörðurinn Guömundur A. Jónsson kemur að öllum líkindum til með að styrkja lið Breiðabliks á kom- andi keppnistímabili. Dómarakostnaðurinn: Oheyrilega mikill - segir Ellert Schram, formaður KSÍ „ÞESSI kostnaður er óheyrilega mikill og hefur farið stööugt vaxandi á undanförnum árum,“ sagði Ellert Schram, formaður KSI, í samtaii við Morgunblaðið í gær um þá umræðu sem nú fer fram vegna dómarakostnað- ar við knattspyrnuleiki. f opnu bréfi frá Stefáni Gunnlaugssyni til knattspymuforystunnar, sem bírtist í Morgunblaðinu ( gær, kom fram að dómarakostnaður vegna leiks KA og Einherja á Vopnafirði á dögunum var 42.885 krónur, en ferðakostn- aður 18 manna keppnishóps KA var aðeins 30.400 krónur. Dóm- arakostnaðurinn var því 12.485 krónum hærri en ferðakostnað- ur liðsins, og munaði þar mest um að dómari leiksins og Ifnu- verðir komu frá Reykjavfk f 7 manna flugvél. „Þessi mikli kostnaður bitnar auðvitað fyrst og fremst á félög- unum, og það er engin launung að viss ágreiningur hefur verið á milli Dómarasambandsins og KSl um stjórn þessara mála - um niðurröðun dómara á leik, val þeirra, um hæfnispróf og fleira," sagði Ellért Schram. „Dómarasambandið annast þessa niðurröðun og dómara- nefnd KSÍ samþykkir síðan þeirra ákvarðanir. Ég efast ekki um að dómarasambandiö gætir fyllstu tillitssemi viö viðkomandi aðila þegar þeir taka ákvarðanir um dómara. Við höfum alltaf lagt áherslu á að kostnaðurinn sé í lágmarki, en stundum gerast slys, eins og virðist vera raunin bæði i Hveragerði um daginn og yfrir norðan. Og það eru ails ekki einu dæmin." „Eins og Stefán Gunnlaugs- son veit manna best þá hafa þessi mál veriö rædd á mörgum fundum og þingum hjá knatt- spyrnusambandinu, en það hefur sýnt sig að hægara er að tala um þau en aö bæta úr. Það er hinsvegar eindreginn vilji KSÍ að finna iausn á þessum málum sem flestir geta sætt sig við og von- andi tekst það," sagði Ellert. íbróttir helgarinnar: Pollamótinu lýkur um helgina Gísli til Vals - og fleiri leikmenn eru á leiðinni frá Þrótti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.