Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 47

Morgunblaðið - 19.07.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 47 Enn skorar Tryggvi - gerði þrjú í gær, kominn með 17 alls Frá Aöalsteini Sigurgeirssyni á Akureyri. TRYGGVI Gunnarsson gerir það ekki endasleppt með KA12. deild- inni í knattspyrnu. Hann skoraði öll mörk liðsins f 3:1-sigri gegn Siglfirðingum á Akureyri í gœr- kvöldi og hefur þá skorað 17 mörk í 11 leikjum í deildinni í sumar. Óhætt er að segja að leik- urinn í gær hafi verið sögulegur — tveir Siglfirðingar voru reknir af velli: Hafþór Kolbeinsson og Jakob Kárason og gula spjaldið fór auk þess fjórum sinnum á loft. Það voru Siglfirðingar sem náðu forystunni og höfðu yfir í leikhléi. Hafþór Kolbeinsson skoraði á 27. mín. Jón Kr. Gíslason gaf fyrir frá hliðarlínunni hægra megin, Torfi markvörður varði en hélt ekki knettinum og Hafþór þrumaði í netið. Siglfirðingar voru betri aðil- inn í fyrri hálfleik — ákveðnari og fengu hættulegri færi. Fyrsta mark Tryggva kom svo á 65. mín. Friðfinnur Hermannsson sneri mjög laglega á þrjá varnar- menn - lék inn íteig og upp að endamörkum og gaf fyrir þar sem Tryggvi hafði „þefað" uppi færið og skallaði í netið af stuttu færi (sjá mynd). Tryggvi skoraði á 82. mín. Hin- rik lék upp vinstra megin, sendi fyrir á Tryggva sem skoraði auö- veldlega — var óvaldaður á markteig. Þriðja markið skoraði hann svo á 85. mín. Vítaspyrna var dæmd er Björn Sveinsson handlék knöttinn og Tryggvi skoraði úr vítinu. Hafþór Kolbeinsson var rekinn út af á 54. mín. er Siglfirðingar höfðu enn yfir. Hafþór hrinti mót- herja eftir að hafa fengið dæmda aukaspyrnu og Ólafur dómari gat ekki annað en rekið hann af velli. Jakob KS-fyrirliði var síðan rekinn af velli á 80. mín. Staðan var þá 1:1. Hann fékk að líta rauða kortið fyrir nöldur. Haföi áður fengið gula spjaldið. KA-menn voru betri allan síðari hálfleikinn, áttu mýmörg færi, en þes ber að geta að eftir að KA jafnaði áttu Siglfirðingar skalla í þverslá. En eftir að vera orðnir tveimur fleiri var eftirleikurinn auð- veldur fyrir KA-menn. í jöfnu liði KA var Friðfinnur bestur en Colin Tacker og Óli Agn- arsson léku best Siglfirðinga. Ólafur Sveinsson dæmdi mjög erfiðan leik nokkuð vel. — AS/SH. Opna breska meistaramótið: Greg Norman jafnaði vallarmetið og er nú með forystu í mótinu „ÞESSI völlur er einn sá erfiðasti í heiminum og það er alveg ómögulegt að leika vel hórna,“ sagði Ástralíubúinn Greg Nor- man á miðvikudaginn, daginn áður en opna breska meistara- mótið hófst. Eftir fyrri daginn, sem hann lók á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari vallarins, sagði hann að völlurinn væri hreint ömurlegur. í gær breyttist hljóðið í honum og þá sagði hann: - „Þetta er minn völlur." Ástæðan? Jú, hann jafnaði vallarmetið og lék á 63 höggum f gær. Sjö högg undir pari og var að vonum ánægður enda er hann með for- ystu í mótinu eftir tvo fyrstu dagana. Hann hefði hæglega átt að geta leikið á 60 höggum því á 18. braut- inni var hann um 8 metra frá holu eftir tvö högg en þurfti að þrípútta auk þess sem hann fjórpúttaði á annarri braut á vellinum. „Ég er samt ánægður, það er ekki hægt að leika óaðfinnanlega á þessum velli — þó svo ég hafi verið ansi nærri því í dag," sagði hann bros- andi og að vonum ánægður. Talið er að þegar Norman kom inn með þeim síðustu í gær hafi áhorfendur við 18. flötina verið um 15.000 og allir fylgdust vel með því hvort honum ætlaði að takast að slá vallarmetiö. Það tókst hon- um ekki en jafnaði met Mark Hayes frá Bandaríkjunum frá árinu 1977 og Japanans Isao Aoki frá 1980. Það hefur gengið á ýmsu tvo fyrstu daga mótins og flestir eru allt annað en ánægðir með árang- urinn. Fyrri daginn var mjög hvasst og kalt en í gær var skárra veður. Völlurinn er mjög þröngur og eru Bandaríkjamennirnir sérstaklega óánægðir með hann enda vellir í Bandaríkjunum mun opnari og því þurfa menn ekki að vera eins hárnákvæmir í höggum sínum á þeim eins og þessum velli í Skot- landi. lan Woosnam frá Wales sem haföi forystuna eftir fyrri daginn á 70 höggum lék í gær á fjórum höggum meira og er nú í sjötta sæti ásamt nokkrum öðrum kylf- ingum. Samhliða honum er Svíinn Anders Forsbrand en hann lék á 71-73=144 höggum og þykir hafa staðið sig mjög vel. Röð efstu manna lítur annars þannig út: * » • AP/Símamynd • Greg Norman reynir hór árangurslaust að ná höggi undlr pari á 17. braut. Á þeirri 18. og si'ðustu þrfpúttaði hann sfðan þannig að honum tókst ekki að slá vallarmetið. Greg Norman, Ástralíu 74-63=1 Gordon Brand, Englandi 71-68=1 TommyNakajima.Japan 74-67=1 Nick Faldo, Englandi 71-70=1 Bemhard Langer, V-Þýskalandi 72-70=1 lanWoosnam, Wales 70-74=1 Anders Forsbrand, Svíþjóð 71-73=1 Jo8e-Maria Canizares, Spáni 76-68=1 Gregory Tumer, Nýja Sjál. 73-71=1 í næstu sex sætum konr Bandaríkjamennirnir Raymor Floyd, Payne Stewart, Bob Twa Donnie Hammond, Gary Koch og Weibring og hafa þeir allir leikið á 145 höggum. Jack Nicklaus lék á 151 höggi og rétt slapp til að halda áfram því allir sem léku á fleiri höggum geta nú farið heim og í þeirra hópi eru meðal annars Tom Kite, Larry Nelson og Ballesteros svo ein- hverjir séu nefndir. Símamynd/Skapti Hallgrímsson • Tryggvi Gunnarsson jafnar hór leikinn gegn KS f gærkvöldi. Hann skallar í netið eftir mjög góðan undirbúning Friðfinns Hermannsson- ar, sem sóst ekki. Birgir Ingimarsson kemur engum vömum við á Ifnunni. Jafntefh Víðis og ÍA VÍÐISVÖLLUR 1. deild: VHMr - (A 2:2 (0:1) Mörk VfAis: Grótar Einarsson ó 68. mín og Guöjón Guðmundsson á 70. mín. Mörk lA: Guðjón Þóröarson (v) á 17. mín og Siguröur Lárusson á 50. min. Gul spjöld:Grótar Einarsson, Sveinbjörn Há- konarson, Heimir Guömundsson og Guöbjörn Tryggvason Dómari: Bragi Bergmann og dœmdi hann þokkalega Ahorfendur. Um 400 EINKUNNAGJÖFIN: Uö Víöls: Gísli Hreiðarsson 3, Klemens Sœ- mundsson 3, Vilhjálmur Einarsson 3, Ólafur Róbertsson 2, Daníel Einarsson 3, Guöjón Guömundsson 3, Vilberg Þorvaldsson 2, Grót- ar Einarsson 4, Helgi Bentsson 2, Mark Duffield 3, Bjöm Vilhelmsson 3. Hlífar Sæ- mundsson (vm) lók of stutt. Samtale: 31 stig Uö ÍA: Birkir Kristinsson 3, Guöjón ÞórÖarson 4, SigurÖur Lárusson 3, Heimir Guömundsson 3, Guöbjöm Tryggvason 3, Ólafur Þóröarson 3, Ámi Sveinsson 3, Sveinbjöm Hókonarson 3, Siguröur B. Jónsson 2, Valgeir BarÖason 2. Höröur Jóhannsson (vm) lók of stutt. Júlíus Ingólfsson 2. Samtals: 31 stig Þetta var bráðskemmtilegur og vel spilaður leikur — bæði lið fengu mörg þokkaleg marktækifæri og mikil barátta var á miðvellinum. Janfteflið eru sanngjörn úrslit, þó Víðismenn hafi verið öllu nær því að sigra í lokin en Skagamenn. Fyrsta markið kom á 17. mínútu. Sveinbjörn Hákonarson var þá kominn í færi í teignum þegar Daníel Einarsson felldi hann, og Guðjón Þórðarson skoraði úr vítinu af öryggi. Skagamenn bættu öðru marki við í byrjun seinni hálfleiks. Árni Sveinsson tók þá aukaspyrnu á miðvellinum, sendi háa sendingu fyrir markið og Sigurður Lárusson skallaði í netið. 0:2. En Víðismenn, sem ekki höfðu átt minna í leiknum og höfðu feng- ið ágæt færi, efldust allir við mótlætið. Eftir ótrúlega sóknarlotu og fimm skot á markiö sem Skaga- t menn vörðu á línu, tókst Grétari Einarssyni að koma boltanum inn- fyrir línuna og minnka muninn. Og jöfnunarmarkið kom rétt á eftir. Guðjón Guðmundsson fékk þá sendingu inn í teig frá Klemens Sæmundssyni, hálfmistókst skotið en náði boltanum aftur og þrumaði þá í markið. Eftir jöfnunarmarkið börðust bæði lið mjög, en þrátt fyrir þokkaleg færi, sérstaklega af hálfu Vfðismanna, var ekki meira skorað. — 1. deild kvenna: Valur vann VALUR vann UBK f 1. deild kvenna á Hlíðarenda í gærkvöldi með þremur mörkumn gegn tveimur. Sigurinn var sanngjam. Ingibjörg Jónsdóttir náði forystu fyrir Val í fyrri hálfleik, og Kristín Arnþórsdóttir bætti öðru marki við í þeimn síðari áður en Kristrúnu Davíðsdóttur tókst að minnka muninn fyrir Blikana. Ingibjörg Jónsdóttir bætti svo öðru marki sínu við, staðan 3:1 fyrir Val, en Eria Rafnsdóttir lagaði aftur stöð- una fyrir Breiðablik með fallegu skallamarki skömmu fyrir leikslok. Enn einu sinni urðu vandræði með dómara í tengslum við kvennaleik f gærkvöldi. Enginn dómari lét sjá sig til aö dæma þennan leik, og tafðist hann um eina klukkustund vegna þess. Fram UBK Aðalleikvangi ,a1m0°;gun kl. 20.00 Nýtt ekta Kebab Nýr matseðill AMERICAN STYLE SKIPHOLTI 70 SIMI 68íj838

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.