Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
^ Morgunbladið/Guðmundur Jónsson
I ljósum logum á Kambabrún
Ökumanni Fiat-bifreiðar, sem leið átti um Kambana um hálfsjö- I leið á löngu stóðu eldtungur upp af vélinni. Ekki varð við neitt
leytið í gærmorgun, stóð ekki á sama þegar rjúka tók upp úr I ráðiðogökiunaðurinnsáþannkosteinanaðforðasérfrábUnum.
vél bílsins. I Bíllinn er gjörónýtur eftir brunann. Orsök eldsins er ókunn.
Hann reyndi að opna vélarhlífina en án árangurs og áður en | Fleiri myndir og nánari frásögn er á bls. 27.
Samningar lögreglumanna og ríkisins;
Lögreglumenn fá hækk-
un um 12,5% til 26,7%
BSRB mótmælir afnámi verkfallsréttarins
„Circus
Arena“
sýnir hér
í ágúst
Hefur 34 trukka
og 2.000 manna
tjald meðferðis
DANSKI fjöUeikahópurinn
„Circus Arena“ er væntanlegur
hingað tíl lands í lok júlí og ætl-
ar að leika listir sínar bæði á
Akureyri og í Reykjavík, en fjöl-
listafólkið heimsótti ísland fyrir
þremur árum. Sýningar verða á
íþróttasvæði Þórs á Akureyri
2.-4. ágúst og i Laugardal við
hliðina á íþróttahúsi TBR í
Reykjavík 6.-11. ágúst.
Hópurinn telur 50 manns og eru
listamennimir frá Austur-Þýska-
landi, Belgíu, Ítalíu og Póllandi.
Hópurinn kemur með Norrænu frá
Danmörku 30. júlí, en ætlar að
hafa tveggja daga viðkomu í Fær-
eyjum á leiðinni. Jömndur Guð-
mundsson hefur séð um undirbún-
ing hér á landi og sagði hann í
samtali við blaðamann að hópurinn
hefði ákveðið að koma m.a. nú
vegna afmælis Reykjavíkurborgar.
Ætlunin hefði verið að koma í fyrra-
sumar en ferðinni frestað þá. „Þau
hafa meðferðis 34 tmkka og 2.000
manna tjald sem sett verður upp á
sýningarsvæðunum. Sýningamar
em mjög í anda Billy Smart-Qöl-
Ieikahússins sem var og hét, en
hver sýning hjá „Circus Arena" tek-
ur rúma tvo tíma. Aðaltrúðurinn
er orðinn mjög vinsæll víða í Evr-
ópu og hlaut hann fyrstu verðlaun,
„gulltrúðinn“, í samkeppni Qöllista-
manna í Frakklandi í fyrra," sagði
Jörandur.
Jömndur sagði að ýmis dýr til-
heyrðu „Circus Arena" eins og
venja er í fjölleikahúsum, en engin
þeirra yrðu höfð meðferðis til Is-
lands nú þar sem íslensk lög leyfðu
ekki slíkt. „Við emm svo hrædd við
gin- og klaufaveiki og allar mögu-
legar sóttir svo sú spuming hefur
oft vaknað hjá mér hver veitti leyfi
fyrir farfuglana sem koma og fara
á ári hverju. Dýralæknamir hljóta
að hafa mikið að gera á vorin,"
sagði Jömndur að Iokum.
Sérkjarasamningur Landsam-
bands lögreglumanna og rikisins,
sem undirritaður var í hádeginu
í gær, felur í sér 12,5%-26,7%
launahækkun á samningstíman-
um, sem samsvarar tæplega þijú
til rúmlega níu þúsunda króna
hækkun á mánaðarlaunum lög-
reglumanna. í sérbókun með
samningnum er kveðið á um
afnám verkfallsréttar lögreglu-
manna.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra lýsir sig sáttan við launalið
samningsins og Einar Bjamason,
formaður Landssambands lögreglu-
manna, segist að vísu ekki fyllilega
sáttur við afnám verkfallsréttarins,
en hvetur lögreglumenn til að sam-
þykkja samninginn í atkvæða-
greiðslu um hann, sem fram fer í
næstu viku. „Ef samningurinn verð-
ur til að reisa stétt lögreglumanna
við og gera hana að fagfélagi, en
ekki félagi farandverkafólks, er
hann til góðs,“ sagði Einar.
Síðdegis í gær var fjölmennur
félagsfundur lögreglumanna á Hót-
el Sögu, þar sem samningamir vom
kynntir. Skömmu eftir að fundur
hófst vom forystumenn Landssam-
bands lögreglumanna kvaddir á
fund stjómar BSRB, þar sem hún
lýsti yfir óánægju sinni með það
ákvæði samningsins sem felur í sér
afnám verkfallsréttarins.
Stjóm BSRB samþykkti síðan
einróma ályktun um samningana
þar sem segir meðal annars: „I við-
ræðum fulltrúa BSRB við fjármála-
ráðherra í dag var þess krafist að
hann félli frá þeim þætti samkomu-
lagsins við lögreglumenn, sem
miðar að skerðingu samningsréttar
þeirra og annarra starfshópa, en
Iéti launahækkanir til lögreglu-
manna haldast. Þessari kröfu var
hafnað af fjármálaráðherra."
Sjá nánari frétt um samning-
inn á blaðsíðu 4.
Meinað að fá þjóðarrétt Færeyinga:
Bögglar með hvalspikí
voru stöðvaðir í tollimim
Hætta talin á gin- o g klaufaveiki
TVEIR bögglar frá Færejjum, sem innihalda hvalspik, voru
stoppaðir af Tollgæslunni í Reykjavík og fást ekki afhentir
móttakanda, Óskari Þór Óskarssyni á Neskaupstað. Kristinn
Ólafsson, tollgæslustjóri, sagði í samtaii við blaðamann að í
lögum væru skýr ákvæði um að hrátt kjöt af hvaða skepnu
sem er megi ekki flytja inn í landið.
„Þetta er þjóðarréttur Færey- vina og vandamanna um allan
inga og ég lærði að meta þetta
þegar ég bjó þar í 3 vetur á
stríðsámnum," sagði faðir
Óskars, Óskar Bjömsson. „Við
íslendingar emm almennt aðhlát-
ursefni í Færeyjum fyrir að senda
reykt kjöt og harðfisk að gjöf til
heim og leyfa bandaríska hemum
að flytja inn allt sitt Iqot, en banna
síðan innflutning á spiki sem er
búið að liggja í saltpækli í 3 mán-
uði.“
Oskar sagði að hér á landi
byggi fjöldi Færeyinga og væri
það í sínum augum réttlætismál
fyrir þá að fá að borða sinn þjóðar-
rétt. Hann gæti vel skilið að hrátt
kjöt mætti ekki flytja inn í landið,
vegna hættu á gin- og klaufa-
veiki. Hinsvegar væri hvalspikið
ekki lcjöt heldur fita, auk þess af
sjávardýri og þar að auki hefði
það verið verkað og látið liggja í
pækli í marga mánuði. „A það
má líka benda að gin- og klaufa-
veiki hefur aldrei verið í Færeyj-
um,“ sagði Óskar.
Kristinn Ólafsson sagði að lögin
gerðu engan greinarmun á því um
hvemig kjöt væri að ræða. Gæti
Tollgæslan ekki gert greinarmun
á því af hvaða skepnu það væri.
Blaðamaður spurði Olaf Oddgeirs-
son, dýralækni, að því hvort
veiran sem veldur gin- og klaufa-
veiki gæti leynst í hvalspiki.
„Fræðilega séð getur hvaða spen-
dýr sem er verið móttækilegt fyrir
veirunni. Veiran getur því verið í
spiki af hval. Hún er líka ótrúlega
lífseig og þolir m.a. djúpfrystingu
niður fyrir +200 gráður á Celcí-
us.“ Ólafur sagði að veikin væri
mjög smitandi, og væri það því
ekki að ósekju að menn væm jafn
varkárir og raun ber vitni.