Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 Fyrsti skóladagurinn í Hólabrekkuskóla: Fæ ég eða fæ ég ekki kennara? Sjð ára nemendur Ragnhildar Sveinsdóttur boðnir velkomnir i skólann. í GÆR mættu grunnskóla- nemar í fyrsta sinn í skólana, en þetta skólaár eru um 42 þúsund nemar við nám í grunnskólum um land allt. Það var haustlegt þennan fyrsta skóladag í Reykjavik er nemendur streymdu að skólunum. Blaðamenn Morg- unblaðsins komu við í Hóla- brekkuskóla eftir hádegið en þar voru 7 og 8 ára börn að koma með foreldrum sínum í skólann. Bömin voru eftirvæntingarfull á svipinn er þau gengu inn um skóladymar og er inn var komið lá leiðin inn á sal þar sem sest var niður og beðið eftir upplýsing- um um niðurröðun í bekki. Nokkrir nemendanna vom svo ólánsamir að fá engan kennara þar sem kennara vantar við skól- ann. Að sögn Ragnars Júlíussonar formanns skólamálaráðs Reykjavíkur er þó enginn skortur á kennurum í Reylgavík, vand- ræði Hólabrekkuskóla felast í því að kennarar hafa flutt sig á milli skóla á síðustu vikum. Hann sagði að skólaskrifstofan myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að ráða bót á þessu, en kennara- skorturinn setti þó svip sinn á þennan fyrsta skóiadag nemenda í Hólabrekkuskólanum og urðu sum þeirra að láta sér nægja að fá heim með sér blað þar sem á stóð að það yrði hringt í þau um leið og eitthvað breyttist. Það var spenna f andrúmsloftinu meðan þeir sem vom svo lánsamir að fá Vinsældalisti rásar 2: Braggablús í hásætinu BRAGGABLÚS með Bubba Morthens skaust upp í fyrsta sætið á vinsældalista hlust- enda rásar 2 sem valinn var í gær. Listinn lítur þannig út: 1. (2.) Braggablús/ Bubbi Morthens. 2. (1.) Hesturinn/Skriðjöklar. 3. (5.) La Isla Bonita/Madonna. 4. (4.) Glory of Love/ Peter Cetera. 5. (8.) Ég vil fá hana strax/ Greifamir. 6. (9.) I wanna wake up with you/ Boris Gardiner. 7. (6.) Dancingon the Ceiling/ Lionel Richie. 8. (3.) Götustelpan/Gunnar Óskarsson og Pálmi Gunnars- son. 9. (12.) Lady in Red/ Chris Deburgh. 10. (17.) Dream time/ Daryl Hall. Guðrún Lilja og Þóra Helgadóttir koma í fylgd með mæðrum sínum, Kristínu Jónsdóttur og Ingveldi Kristófersdóttur. Morgunblaðið/Júlíus Þær Guðrún Lilja og Þóra fengu engan kennara, aðeins orðsend- ingu um að hringt yrði í þær þegar kennari fengist til starfa. kennara vom lesnir upp, hinir sátu hinsvegar eftir. Við komum auga á tvær 7 ára stöllur, þær Guðrúnu Lilju Óladóttur og Þóm Helgadóttur, sem stundu áður komu inn um skóladymar í spari- fötunum eftirvæntingarfullar á svip, þær segjast ekki hafa fengið neinn kennara, em óánægðar með þetta og önnur bætir við með áhersluþunga: „Þetta er algjört frat.“ Rétt við hlið hennar stendur strákur sem segist vera 10 ára og hann skilur ekki þessa óánægju, sjálfur segist hann gjaman vilja skipta við hana, hon- um sé alveg sama þó hann fái frí í skólanum nokkra daga, vikur eða mánuði. Mæður þeirra Guðrúnar og Þóm, þær Kristín Jónsdóttir og Ingveldur Kristófersdóttir, em óánægðar fyrir hönd dætra sinna og segja að ekki megi hrekja kennara úr störfum þannig að enginn fáist til að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Haukur Tómas Amason heitir einn 8 ára drengur sem við fylgjumst með á salnum. Hann bíður spenntur eftir því hvort hann fái kennara og vegna misskilnings heldur hann um tíma að svo sé, varpar öndinni léttar, en æ . . . þetta var allt á misskilningi byggt, Haukur Tóm- as verður líka að fara heim og bíða eftir að lausn fínnist. Hann er þó kokhraustur: „Mamma er heima, hún er nýbúin að eignast bam, hún getur kannski hjálpað mér eitthvað, og svo læri ég bara einn!“ Kennarar fylgja hinum bömun- um inn í stofumar. Við fylgjumst með einum hópnum sem Ragn- hildur Sveinsdóttir á að kenna. Krakkamir setjast niður og kenn- arinn býður þau velkomin, les þau upp og segir hvenær þau eigi að koma næst. Þetta er greinilega stór stund í lífi bamanna, þau hlusta með athygli á hvert orð „Mamma getur kannski hjálpað mér, annars læri ég bara einn,“ sagði Haukur Tómas, 8 ára. kennarans og það er „æðislega gaman að vera bytjuð aftur í skól- anum“ segja nokkur þeirra er þau tínast heim á leið aftur. Nýja rækjuskipið Hafdls ísafjörður: Nýtt rækjuskip í stað Gissurar hvíta ísafirði. NÝTT skip kom til ísafjarðar á miðvikudag síðastliðinn. Skipið, sem ber nafnið Hafdís, er keypt frá Sviþjóð þar sem það var smiðað á síðasta ári. Skipið er 90 lestir að Nokkrum erfíðleikum er bundið að átta sig á hver muni vera eig- andi skipsins. Það er skráð á ísafirði og gert út af rækjuverksmiðjunni Vinaminni, en flutt inn af aðilum á Siglufírði í stað vélbátsins Gissurs hvíta, sem eyðilagðist við Bijánslæk á síðasta ári. Stefán Þór Ingason er skipstjóri á bátnum og reiknaði stærð. hann með að hefja ræjuveiðar í næstu viku. Margmenni var að skoða bátinn þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti þama leið um. Leist mönnum ve( á skipið, sem er vel búið tækj- um, en sumir höfðu á orði að það lægi mjög vel við lengingu. — Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.