Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 Smælki um að ferðast eftir Svein Einarsson Ýmsir munu hafa lagt land undir fót hér innanlands í hunangsveð- urtíð og skattatíð, enda ekki mikil glóra að endasendast héðan úr sjaldgæfri sumarblíðunni í útlöndin, þar sem er ekkert slq'ól. Margt kemur í huga ferðalangs- íns á farvegum landsins. Fyrst er nú það, að við erum trúlega í hópi svokallaðra þróunarlanda í vega- gerð og samgöngum. Sá sem hér heldur á penna hefur flækst um Qórar álfur og finnur nú ekki í fljótu bragði neitt land sem er skemmra komið í vegamenningu; ég veit að vísu ekki um ástand vega í Efra- Volta og á Eldlandinu. Fyrir margt löngu hefðum við átt að taka í hnakkadrambið á okk- ur, skella á vegatolli, taka tilboði einhvers þeirra framtakssömu fyrir- tækja, sem sýnt hafa vegagerð áhuga og malbika eða binda slitlag á öllum hringveginum og öðrum fjölfömustu umferðaræðum á ör- fáum árum. Menn hafa borið því við, að vega- tollur sé óréttlæti og mismunun; hvers eigi landsbyggðarmenn að gjalda. Aðrar þjóðir hafa þó gripið til þess „óréttlætis" án þess að blikna. Og skýringin er ofureinföld: Mönnum hefur ekki þótt það heil- brigð skynsemi, að teygja lengur úr því tímabili, en nauðsyn krefur, að ferð á milli landshluta kosti það að hrista sundur farartækið í frum- eindir; mönnum hefur einfaldlega þótt það skynsamlegt og ekki síður réttlætismál (nema kannski gagn- vart bílasölum) að láta það fé, sem fer í bílaviðgerðir af þessum sökum, nýtast í varanlegar vegabætur. En hér eru það tíðindi, ef maður kemst klakklaust milli landsíjórðunga, án þess púströr detti undan, gijót þrengi sér upp í vélina eða Guð veit hvað, og skiptir þá engu hvort bifreiðin er ný eða gömul. Auðvitað væri ósanngjamt að vanþakka það, sem þó hefur verið gert að undanfömu, og er eigi að síður stórt stökk, og hefur þegar breytt talsverðu í átt til þess, að við getum talist siðmenntuð þjóð í þessu tilliti. Betri vegir fæða nefni- lega af sér meiri snyrtimennsku og þeim fækkar, sem telja við hæfi að fleygja háaséinu og svalapakkanum út um bílgluggann á fullri ferð. Skyldi ekki verða snyrtilegra í kring? Alveg er ótrúlegt, hvílíkt stökk allt yfirbragð kauptúna og þorpa á þessu landi okkar hefur tekið, eftir að bundna slitlagið kom til sögunnar. Mig minnir að það hafi verið Gmndarfjörður sem reið á vaðið, og allt í einu vom komin þama mannabúsæti, sem ekki vom í hrópandi ósamræmi við tign og hreinleik náttúrannar í kring. Síðan komu aðrir staðir á eftir, og er nú víða orðið aðlaðandi í þessum pláss- um. Eitt fæðir líka annað af sér. Hversu lengi var ekki t.d. innkeyrsl- an til Hveragerðis óskemmtileg og lágkúmleg. Nú hefur verið gengið frá umhverfí hótel Arkar, og allt í einu er orðið fysilegt og fallegt að renna í hlað í þorpinu. En íslendingar búa ekki bara í borg og kauptúnum, við búum líka, Guði sé lof, ennþá á sveitabæjum, þó að ekki virðist vera búið að fínna upp formúluna, hvemig á að koma af sér og i verð heimsins bestu af- urðum — og það þó hálfur heimur svelti. Fyrir ferðamanninn, sem „Fyrir margt löngn hefðum við átt að taka í hnakkadrambið á okk- ur, skella á vegatolli, taka tilboði einhvers þeirra framtakssömu fyrirtækja, sem sýnt hafa vegagerð áhuga og malbika eða binda slitlag á öllum hring- veginum og öðrum fjölfömustu umferðar- æðum á örfáum árum.“ lítur heim til bæja á yfírreið sinni, er sem skipti í tvö hom á bæjunum. Sums staðar andar allt af búsæld og snyrtimennsku og hafa Eyja- Qarðarbændur löngum verið rómaðir í þeim efnum, þó að slík fyrirmyndarbýli megi reyndar finna í öllum sýslum og hreppum. En svo er það á hinum bæjunum: Ula hýst og illa girt, fjóshaugurinn á hraðri ferð um hlaðið, hús ryðguð og ómál- uð, uppgjafaheyvinnuvélar og dráttarvélabútar eins og hráviði um allt. Sumt fólk hefur kannski ekki tilfínningu fyrir þessu og aðrir kunna að bera við fátækt. En þegar okkur varð það á, oftar en einu sinni, að vekja bændur upp úr rúm- inu, með stíramar í augunum, um hásláttinn, klukkan ellefu fyrir há- degi, þá fómm við að velta því fyrir okkur, hvemig sú fátækt væri til komin. En í réttlætis nafni skal þess líka getið, að komið var á aðra bæi, sem ljómuðu af góðu og dug- miklu mannlífi, þar sem greindir og gegnir landstólpar vom góðu heilii ennþá að yrkja jörðina okkar. En vílq'um aftur að vegunum. Þegar verið er að setja á bundið slitlag — og það var víða á þessari yfirreið okkar — kemur tímabil, sem krefst tillitssemi vegfarenda og þátttöku. Mönnum er þá gert að aka hægt, þannig að vegmulningur- inn dreifist með jöfnum þunga og ekki myndist djúp hjólför. Gjama er sett upp skilti, þar sem menn em beðnir að aka t.d. á 35 km hraða, stundum er jafnvel, að ungt fólk stöðvar vegfarendur og biður þá munnlega hins sama. Eigi að síður tókst að eyðileggja fyrir mér tvær framrúður, vegna þess, að ein- hveiju fólki lá á, þeysti framúr við þessar kringumstæður og spjó aft- urúr sér gijóti. Undarleg hugar- ókyrrð það. Annars vekja svona ferðir marg- ar spumingar um umferðarmenn- ingu okkar, sem í ýmsum tilvikum mætti því miður nefna ómenningu. Ég hef fyrir sið að aka á 80 km hraða á klukkustund á góðum veg- um, en 60—70 km á þeim lakari. Nú vill svo einkennilega til, að það em einmitt landslög, sem segja fyr- ir um þennan umrædda ökuhraða. En viti menn! Hvemig stendur þá Sveinn Einarsson á því, að stöðugt er verið að taka framúr mér? Er hugsanlegt að um helmingur ferðalanga sé stöðugt að bijóta lög? Ég er bara ekki frá því. Og hvemig stendur á því? Persónulega hentar mér sá öku- hraði, sem löggjafínn hefur sett og talið hæfílegan fyrir akstursskilyrði hérlendis. Eg hef nefnilega gaman af að skoða það sem fyrir augu ber, kletta, fjöll og tún og ár og þreytist seint á að dást að því, hve ímyndunarafl skaparans er fjöl- breytilegt. En ég er ekki viss um að þeir, sem þjóta áfram með 100— 120 km hraða, hafí tíma til að veita slíku eftirtekt. Enda sá hraði miðað- ur við hraðbrautir, þar sem markmiðið er flutningur milli staða og ekki ferðalag í gamalli og góðri merkingu þess orðs. Og þá skulum við ekki gleyma því, að skástu veg- ir okkar em á við miðlungsvegi víða erlendis, og að hraðbrautir em eng- ar til hér. Sumum þykir þetta ef til vill sparðatíningur, en það fínnst mér reyndar ekki, því að umhverfísmál og samgöngumál em mikilsverð og geta skipt sköpum, hvort manneskj- unni líður vel í landinu. Hér hefur reyndar verið horft á þetta með augum ferðamannsins, en það yrði efni í annan pistil og trúlega mikils- verðari, ef við fæmm að fjalla um samgöngumál frá þjóðhagslegu sjónarmiði, atvinnulega — og byggðarþróunarlega. Það má kalla þetta hagnýtar at- hugasemdir um atriði, sem auðvitað mega ekki verða til þess, að maður njóti ekki kyrrðarinnar hjá selkóp- unum í Hindisvík, tignar og þokka Þingeyrarkirkju, þar sem þeir, sem ekki fínna til trúarlegrar lotningar geta þá í staðinn uppfyllst af fagur- fræðilegri nautn, eða að spretta úr spori á Flugu eða Fjöður eða Létti eða Blossa fram í hásal Skagafjarð- ardala. Það er líka sjaldgæf tilfínn- ing að reika um i lerkiskóginum á Hallormsstað og ég efast um að hún sé íslensk; þjóðlegt er þó í besta máta að ganga á vit forfeðra sinna í vígðum reit uppi á Höfðabrekku- heiði, þó að Katla hafí tekið kirkj- una árið 1660. Blessaða land. En ferðamanna- land verðum við ekki á þessum vegum nema fyrir sérvitringa á klossum og rallbflista, sem ekki fá að skemma land annars staðar. Og gósenland bílaviðgerðarmanna og varahlutasala höldum við áfram að vera á þessum vegum, þróunarland í skökkum heimshluta. Veglausa land. Höfundur er ríthöfundur og’leik- stjóri. STÓRMARKAÐUR Lóuhólum 2—6, simi 74100 Svínakótilettur 498 kr. kg N autahamborgari m/brauði 19 kr. stk. ' Reyktur lax 798 kr. kg Nýreykt London Lamb 298 kr. kg V/SA Úrb. Lambabógar 2 59?00 kr. kg Kryddlegnar Lamba Lærisneiðar 228,00 kr. kg Bacon-, Skinku- og paprikukjötfars 159,00 kr. kg Kindakæfa 188,00 kr. kg 2 kg. Strásykur 37,80 2 kg. Júvel Hveiti 44,80 Svali 6 stk. á 66,00 kr. OPIÐ TIL KL. 20 í KVÖLD. OPIÐ LAUGARDAGA 10-16 **Artline bau. 2000M Artline Ball 2000M Kúlutússpennl með stáloddl sem þollrálaglð. Endlngargóður hversdagspennl sem á engan slnn Ifka. Hægt að velja um 4 lltl. Fæstfflestum bóka- og rltfangaverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.