Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 36
36 3»P Minning: Jón H. Oddsson Akureyri Fæddur 24. júlí 1912 Dáinn 30. ágúst 1986 í dag, 5. september, verður jarð- settur frá Akureyrarkirkju Jón H. Oddsson húsgagnasmíðameistari og lengi framkvæmdastjori Einis hf., húsgagnaverkstæðis og hús- gagnaverslunar á Akureyri. Um árabil hafði Jón að vísu kennt dal- andi líkamshreysti, en vel var hann ferðafær og hress í anda sem ung- ur væri. Fyrir fáum vikum varð hann fyrir heilsufarsáfalli, sem ekki varð við ráðið. Hann lést í Landspít- alanum í Reykjavík aðfaranótt 30. ágúst sl., 74 ára að aldri. Jón var einn af kunnustu iðnað- armönnum á Akureyri og átti orðið langa starfsævi, þegar hann féll frá. Má heita að ævistarf sitt allt ynni hann á Akureyri. Þangað flutt- ist hann um tvítugsaldur, nam húsgagnasmíði, fyrst hjá Haraldi I. Jónssyni, en síðar Ólafí Ágústs- syni, gekk í Iðnskóla Akureyrar og brautskráðist þaðan. Varð hann gróinn og gegn borgari í Akureyrar- bæ og einn af þeim sem settu svip á bæinn um áratuga skeið. Jón Halldór Oddsson fæddist 24. júlí 1912 á Kálfanesi í Steingríms- firði. Voru foreldrar hans Oddur Lýðsson frá Skriðnesenni og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Trölla- tungu, bæði af þekktum ættum þar vestra, enda margt þjóðkunnra manna meðal ættmenna þeirra beggja, þótt hér verði ekki rakið nánar. Oddur og Sigríður bjuggu stutt á Kálfanesi, fluttust þaðan að Klúku í Tungusveit, en síðan að Hlíð í Kollafirði og bjuggu þar lengst af sínum búskap. Árið 1935 flytjast þau hjón með bömum sínum, sem þá voru enn heima og mörg ung að árum, að Glerá við Akureyri. Þar andaðist Oddur Lýðs- son ári síðar, mjög um aldur fram, en Sigríður hélt áfram búskap á Glerá, fyrst með Magnúsi syni sínum, byggingameistara á Akur- eyri, en síðar töku þar við búi Ásgeir og Sigurður Oddssynir og bjuggu þar Iengi. Sigríður lést á Akureyri árið 1958. Alls voru böm þeirra hjóna 10 að tölu, og var Jón næst-elstur systkinanna. Eftir að Jón lauk iðnnámi sínu vann hann lengi á verkstæði Ólafs Ágústssonar og um eitt skeið hjá Þórði Jóhannssyni, en báðir vom þeir Ólafur og Þórður afbragðsiðn- meistarar, og hjá þeim og undir þeirra handaijaðri óx upp hópur ágætra smiða á Akureyri, og var Jón Oddsson meðal þeirra, enda mat hann þá mikils. Stuttan tíma á heimsstyijaldarámnum vann Jón að smíðum í Reykjavík, en gekk úr því í félagsskap með Sigurbimi Ámasyni og Kára Hermannssyni um rekstur húsgagnaverkstæðis á Akureyri og nefndu Nýja kompa- níið. Þeir félagar byijuðu smátt, en komu sér allvel fyrir, reistu m.a. húsnæði fyrir verkstæðið í Hafnar- stræti 81. Stafaði Nýja kompaníið þannig nokkur ár fyrir og eftir 1950, en 1952 varð sú breyting á að þeir félagar stofnuðu nýtt hús- gagnafyrirtæki með Þórði Jóhanns- syni og Gunnlaugi Jóhannssyni og nefndu Eini hf. Smíðaverkstæði Einis var í Kaupvangsstræti 19, þar sem verið hafði verkstæði Þórðar, en húsgagnaverslun Einis var rekin í húsi Nýja kompanísins við Hafnar- stræti. Rekstur Einis hf. var hinn myndarlegasti. Eftir nokkur ár kom þó að því að ýmsir fmmheijanna að þessum félagsskap hurfu að öðr- um störfum. Jón Oddsson varð nánast einn eftir hinna upphaflegu Einismanna. Þá (1959) keypti Guð- brandur Sigurgeirsson húsgagna- smíðameistari hlut í fyrirtækinu og störfúðu þeir Jón saman að rekstri þes_s í bliðu og stríðu næstu 15 ár. Á ámnum um og eftir 1970 vom að gerast miklar breytingar á þeim gmndvelli sem húsgagnasmíðin hafði byggt á hér á landi. Rekstrar- vandi tók að hijá húsgagnaiðnaðinn K 1986 og fóm Einismenn ekki varhluta af því. Erlend samkeppni tók að segja til sín og opinber aðstoð til endurskipulagningar smíðaiðnaði engan veginn fullnægjandi. Einis- menn freistuðu þess eigi að síður að endurskipuleggja rekstur sinn frá rótum, réðust í húsbyggingu og hugðu á vélakaup, en skilyrði reyndust ekki fyrir hendi til þess að láta drauma rætast um framtíð- arrekstur Einis hf. Urðu það þeim félögum, Jóni og Guðbrandi, mikil vonbrigði, og kom að því að nýbygg- ingin var seld og áreiðanlega ekki að skaðlausu. Enn varð Jón einn síns liðs í Eini, og tók sér nú fyrir hendur að reka áfram húsgagna- verslun undir Einisnafni næstu ár. Að því kom að hann varð að draga sig í hlé frá störfum, enda heilsan farin að bila. Síðustu ár vom Jóni friðsæl. Þrátt fyrir nokuð rénandi líkams- hreysti og andbyr í atvinnurekstrin- um bar hann allt slíkt með stakri prýði og lét sem ekkert amaði að sér, enda var það sanni næst. Hann hefði að sjálfsögðu haft meiri fjár- ræð, ef Einir hefði gengið nógu vel og eftir þeim áætlunum, sem hann hafði látið gera um reksturinn. Í þeim efnum var þó við öfl og að.- stæður að glíma, sem ekki var hægur vandi að kljást við. Þessar sviptingar í iðnrekstrarmálum bitn- uðu á fleirum en Jóni á þessum ámm, og gekk á ýmsu hvemig úr rættist. Jón H. Oddsson var hamingju- maður í einkalífi sínu. Til er spakmæli síðan úr fomöld sem seg- ir „Hver er sinnar gæfú smiður". En það merkir blátt áfram að hver maður ræður því sjálfur hvort hann er „hamingjusamur" eða ekki, þ.e. hvort hann er sáttur eða ósáttur við hlutskipti sitt í lífinu. Jón Odds- son var þannig skapi farinn að hann var fúllfær um að smíða sér — í þessari merkingu — gæfu af sjálfs- dáðum. En hann var líka svo lánsamur að kona hans, Sigurveig Ámadóttir frá Þverá í Svarfaðar- dal, stóð honum ekki að baki í gæfusmíð. Vita allir sem til þekkja að hún er meistari í þess háttar smíðum. Hjá þeim Jóni var sérstak- ur heimilisandi, eins konar opið hús, sem margir fengu að njóta. Vom þau hjón með fádæmum vin- sæl, enda svo hjálpfús og góð vinum sínum að seint verður þakkað. Við hjónin og böm okkar áttum vináttu þeirra Jóns og Veigu í ríkum mæli. Sérstaklega em Jóni færðar þakkir frá Siggu Ingvars, sem nú er langt í burtu og í fjarlægu landi, en naut á sínum tíma frábærs atlætis á heimili Veigu og Jóns. Allt er það geymt en ekki gleymt. Að líkum lætur að þau vom böm- um sínum og fjölskyldum þeirra sannir heillavættir. Jón og Sigur- veig eignuðust 3 böm, elsta barn sitt misstu þau í fmmbemsku, dreng sem Ami hét. Eftirlifandi böm þeirra em Ámi Sævar og Sigríður, sem bæði em gift og bú- sett á Akureyri og eiga afkomend- ur. Jón Oddsson gaf sig ekki að opin- bemm málum í venjulegum skiln- ingi, en hafði vakandi áhuga á pólitík, fylgdi Framsóknarflokknum og tók mikinn þátt í flokksstörfum, einkum fyrr á ámm. Þótt honum væri eiginlegt að búa að sínu upp á gamla bændavísu, þá var hann félagslyndur og samhyggjumaður. Hann hafði trú á samtakamætti fólksins því til mannheilla og kjara- bóta. En um fram allt var hann góðviljaður og óhlutdeilinn, en hafði sínar skoðanir fyrir sig. Um hann eiga vinir hans og samferðamenn ekkert nema góðar minningar. Ingvar Gíslason [ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Raðveggir Samlokuveggir í íbúðina, skrifstofuna og lag- erinn. Auðveld lausn. Veggirnir hafa verið beygju- og brotprófaðir hjá Rannsóknastofu byggingariðnaðarins. Niðurstöður prófanna eru að veggirnir lenda í 2. flokki. Veggir í þessum flokki eru taldir vandaðir þegar um íbúðarhús er að ræða. Reykjavík, söluskrifstofa s. 672725. Trésmiðjan Fjalar, Húsavík, s. 96-41346. Til sölu Úr þrotabúi Afls. hf. Svínabökkum, Vopna- firði eru til sölu: Casl 1150 jarðýta árgerð 1980. Bröyt X2B grafa árgerð 1971. Scania 85 vörubifreið ógangfær árgerð 1972. Scout jeppi árgerð 1974. Cat D 4 jarðýta árgerð 1949. 4 sprengimottur. Tvöfalt herfi. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Lögfræði- stofunni sf. Tryggvagötu 26, Reykjavík. Sigurður G. Guðjónsson hdl. bústjóri til bráðabirgða. Kvóti Óska eftir að kaupa 35 tonn af karfa-, ufsa-, eða grálúðukvóta. Upplýsingar í síma 93-6697 á kvöldin. Lopapeysur Fallegar lopapeysur óskast keyptar í stórum karlmannsstærðum. Tekið á móti í Skipholti 9 frá kl. 13-18 laugardaginn 6. september. Ráðstefna um atvinnu- mál á Suðurnesjum með sérstöku tilliti til kvenna verður haldin í Glóðinni, Keflavík, laugar- daginn 6. september 1986. Dagskrá: Kristín Halldórsdóttir alþingismaður setur ráðstefnuna kl. 10.00. Nýjar leiðir í fiskvinnslu, dr. Alda Möller. Orkan í Svartsengi, Albert Albertsson verk- fræðingur. Iðnaður á Suðurnesjum, Jón Unndórsson iðnráðgjafi. Hefðbundin kvennastörf, Þórunn Friðriks- dóttir kennari. Hádegisverðarhlé. Ferðaþjónusta á Suðurnesjum, Guðrún Eyjólfsdóttir leiðsögumaður. Fiskeldi á Suðurnesjum, Sara Harðardóttir kennari. Keflavíkurflugvöllur og væntanlegar breyt- ingar, Valdís Tómasdóttir kennari. Konur og hugbúnaður, Helga Sigurjónsdóttir kerfisfræðingur. Stofnun fyrirtækja, Úlla Magnússon fram- kvæmdastjóri. Ráðstefnustjórar: Guðný Guðmundsdóttir og Ragnhildur Eggertsdóttir. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kvennalistinn. Lionsfélagar/ Lionessur Fyrsti samfundur starfsársins verður í Lions- heimilinu í Reykjavík í dag kl. 12.00. Fjölbreytt og fróðleg dagskrá. Vekjum athygli Lions- félaga í Reykjavíkurferð á samfundum, þeir eru öllum opnir. Fjöiumdæmisráð. WFIMDAL1.UR Sjálfstæðisfólk óskast Enn á ný eru auglýst laus til umsóknar hin margettirspurðu em- bætti innan skólanefndar Heimdallar. Þar er um aó ræða: 1. Ritstjóra Nýs skóla, framhaldsskólablaös Heimdallar. 2. 3 menn í ritnefnd N.S. 3. Formann skólanefndarinnar. 4. Forseta neðri deildar Valhallar (félagsheimili Heimdallar). Við leitum enn sem fyrr að ungu, áhugasömu, frjóu og framkvæmda- sömu skólafólki sem er tilbúiö til átaka og fórna fyrir sjálfstæðisstefn- Umsóknum skal skilaö á skrifstofu Heimdallar i Valhöll, Háaleitis- braut 1, fyrir 13. september. Þar fást einnig nánari upplýsingar i sima 82900. Skólanefnd Heimdallar. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Félag sjálfstæöismanna í Nes- og Melahverfi fer sína árlegu skemmti- ferö með eldri borgara hverfisins sunnudaginn 7. september nk. Farið verður frá Neskirkju kl. 12.40 og ekiö um borð i Akraborg. Siglt til Akraness og ekiö þar um og m.a. byggðasafn skoðaö. Ekiö verður að Islenska járnblendifélaginu, þegnar kaffiveitingar og fyrirtækiö skoöað, en síðan ekið til Reykjavikur. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að koma meö eru beðnir aö tilkynna þátttöku eigi síðar en kl. 17.00 nk. föstudag í Valhöll, Háaleitis- braut, sími 82900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.