Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 30 * Minning: * Björn Olafsson byggingameistari Fæddur 13. desember 1924 Dáinn 28. ágúst 1986 Það er nú komið á þriðja tug ára síðan vinkona mín, Sigríður Jakobs- dóttir, kynnti mig fyrir eiginmanni sínum, Bimi Ólafssyni. Ég man, að ég varð glöð yfir því hve samboðinn Ihenni mér fannst þessi fríði og gjörvulegi maður. Af einstaklega hlýju viðmóti hans réð ég, að við mundum geta átt notalegar stundir saman. Þar reyndist ég sannspá. * Þær stundir urðu margar og ég er þakklát fyrir þær allar. Það var ljúft að vera gestur á fallegu heimili þeirra hjónanna. Að því stuðlaði margt, en þó ekki sízt, að gestrisni húsbóndans var svo fortakslaus, að engum gat dulizt hvílíkt yndi hann hafði af því að vera veitandi og gleðjast með gest- um sínum. Kunningi sagði við mig, að Bimi látnum: „Er það ekki sárgrætilegt, að hann skyldi ekki mega njóta ávaxtanna af sínu mikla erfiði og fá að lifa áhyggjulaus í allsnægtum nokkur ár.“ Mér varð fátt um svör. Eftir mínum skilningi hafði _ hvorki auðsöfnun né áhyggjuleysi verið honum keppikefli. Það var starfið sjálft, sem hann unni; það vom framkvæmdimar, já áhættan, sem hann heillaðist af. Og allar nýjungar, sem til framfara horfðu í atvinnulífínu, voru honum gleði- brunnur, sem hann þyrsti í að ausa úr. Ekki var því að undra þótt hann yrði sá fyrsti, sem hóf að tölvustýra framleiðslunni í fyrirtæki sínu, Tré- smiðju Bjöms Ólafssonar, og gera hana þannig hina fullkomnustu ^ sinnar tegundar á iandinu. Það er r áræði og ósérhlífni slíkra manna, sem er homsteinn þess velmegunar- þjóðfélags, sem við lifum nú í. Mannaforráð hafði Bjöm alltaf. Það, hvað honum hélzt vel á starfs- mönnum, segir næga sögu um hann sem vinnuveitanda. Aldrei flíkaði Bjöm hugðarefnum sínum eða bar tilfínningar sínar á torg, en betri hlustanda var vart hægt að fá, ef vinum hans lágu einhver vandamál á hjarta. Orð hafði hann þá oftast fá en úrræði þeim mun fleiri og var þá hvorki sparað það fé ný fyrirhöfn, sem að gagni mátti koma. Bjöm átti því láni að fagna að fá að lifa í ástríku hjónabandi með konu, sem ævin- 'iega studdi hann til allra góðra verka og annaðist hann af tak- markalausri umhyggju og fómfysi, þegar hver sjúkdómurinn á fætur öðrum sótti að honum seinustu árin. Þjáningar sínar bar Björn af þeirri karlmennsku, sem eftir verð- ur munað af þeim, sem til þekktu. Nú kveð ég þennan drenglynda vin minn með trega og bið Guð að gefa eiginkonu hans og syni styrk á þessum erfíðu tímamótum í lífí þeirra. Guðríður Magnúsdóttir Kveðja frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar Einn af okkar mætustu félögum í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, Björn Ólafsson, byggingameistari, Hafn- Iarfírði, lést þann 28. ágúst sl. í Borgarspítalanum. Björn fæddist í Hafnarfirði 13. desember árið 1924, foreldrar hans voru hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Ólafur Þorleifsson, eignuðust þau tvo syni Bjöm og Ólaf Sigurvalda en hann lést 15. febrúar 1974. Bjöm missti móður sína þegar hann var á barnsaldri og ólst upp hjá frænku sinni Guðnýju Jónsdóttur og manni henn- ^ar Birni Jóhannssyni á Austurgötu 5. Bjöm nam trésmíði og árið 1948 hóf hann rekstur eigin fyrirtækis í byggingariðnaði og rak það allt fram til 1. maí sl. Bjöm varð fljótt þekktur byggingameistari og vom honum því oft falin trúnaðarstörf tengd byggingariðnaði. Björn sat í > byggingamefnd Hafnarfjarðar tvö kjörtímabil, 1974-1978 og 1982- 1986, auk þess sem hann var oft dómkvaddur sem matsmaður ella skipaður meðdómsmaður er reyndi á sérþekkingu á sviði byggingariðn- aðar. Björn stýrði fyrirtæki sínu af dugnaði, en utan viðskiptanna var hans stærsta áhugamál fjölskyldan. Björn kvæntist árið 1947 eftirlif- andi eiginkonu sinni Sigríði Jakobs- dóttur og var hjónaband þeirra farsælt og tók hún virkan þátt í störfum hans. Ber hið fagra heim- ili þeirra hjóna glöggt vitni um samheldni þeirra og smekkvísi. Þau áttu einn son Ólaf fæddan 8. október 1960 og á hann einn son Bjöm með unnustu sinni Ágústu Ólafsdóttur. Bjöm var ætíð og hlýr í viðmóti, brosmildur og hnyttinn. Hann var mjög virkur félagi og mætti ávallt á fundi og lét ekki erfíð veikindi aftra sér frá fundarsetu ef stund gafst milli stríða. Bjöm gekk í Lionsklúbb Hafnarfjarðar árið 1968. Hann starfaði í flestum nefndum innan klúbbsins og var oft formaður nefnda, en best naut hann sín í verkefnum er lutu að líknar- málum og ræktun. Formaður klúbbsins var hann starfsárið 1977-1978. Öll störf sín í þágu klúbbsins vann Bjöm af alúð og vandvirkni og em honum þau þökk- uð nú. Við fráfall Bjöms horfa félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar enn á bak góðum vini og félaga, sem vann mikið fyrir klúbbinn. Við munum lengi geyma minningu hans. Eiginkonu Bjöms, syni og fjöl- skyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Björns ÓI- afssonar. Gissur V. Kristjánsson í örfáum orðum langar okkur systkinin að minnast elsku Bubba sem var okkur svo kær. AHtaf var jafn gaman að fara í heimsókn til Siggu frænku og Bubba og það var ekki óalgengt að eitt okkar yrði eftir til að gista hjá þeim, sem var mjög eftirsóknar- vert. Alltaf kunni Bubbi brandara og sögur að segja okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Með sámm söknuði þökkum við Bubba fyrir margar og góðar samvemstundir og allt það sem hann gerði fyrir okkur. Við mátum hann svo mikils og í raun var hann okkur eins og besti afí. Við munum alltaf minnast Bubba með þakklæti. Hvíli hann í friði. Klara, Ingibjörg og Siggi. Elskulegur svili, mágur og tengdasonur okkar, Björn Ólafsson, lést í Borgarspítalanum 28. ágúst sl. og verður kvaddur hinstu kveðju frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 5. ágúst. Björn Ólafsson byggingameistari fæddist 13. desember 1924 í Hafn- arfirði, sonur hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur og Ólafs Þorleifssonar. Hann ólst upp í föðurhúsum á Nönnustíg 8 ásamt bróður sínum, Ólafí Sigurvalda, en tveir bræður hans létust komungir. Sex ára gamall verður hann fyrir þeirri þungu sorg að missa móður sína og kemur þá faðir hans honum í fóstur til frænku sinnar, Guðnýjar Jónsdóttur og Bjöms Jóhannssonar að Austurgötu 5. Þar elst hann upp fram yfír fermingu en þá flytur hann til föður síns. Ungur að ámm hefur hann trésmíðanám hjá Gísla Þórðarsyni og meistarapróf fær hann 1948. Árið 1947 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Jakobsdóttur frá Holti, S.-Þing., og hófu þau búskap sinn að Nönnustíg 8 en þá hafði Bjöm stækkað og endurbætt hús föður síns og hafíð rekstur trésmíðaverkstæðis þar. Ólafur faðir hans bjó hjá þeim hjón- um þar til hann lést 1952, þá aðeins 52 ára gamall. Bróður sinn, Valda, missir hann á besta aldri árið 1974, þá 50 ára gamlan. Bjöm var alla tíð mikill fram- kvæmdamaður og vann stöðugt að uppbyggingu og eflingu fyrirtækis síns og árið 1960 hefur hann byggt stórt og glæsilegt hús að Reykjavík- urvegi 68 og flytur bæði heimili sitt og verkstæði þangað. Þetta ár hafði þeim hjónum einnig hlotnast sú gæfa að eignast son, sem skírður var Ólafur. Árið 1973 flytur fjölskyldan í einbýlishús að Norðurvangi 44 sem Bjöm hafði þá byggt. En fyrirtækið eflist stöðugt og þörf er á stærra húsnæði og árið 1977 flytur Bjöm verkstæði sitt. „Trésmiðja BÓ“ að Dalshrauni 13, en þar hefur hann þá byggt stórhýsi. Állt til síðastlið- ins vors rak hann fyrirtækið með glæsibrag og bjó trésmiðju sína nýjustu og tæknilegustu vélum sem völ var á. Síðustu árin var sonurinn Ólafur hans hægri hönd við rekstur- inn og sá reyndar um hann í veikindum föður síns. Árið 1983 eignuðust þau hjónin sonarson og Bjöm alnafna, sem var honum mik- ill sólargeisli þau fáu ár sem hann átti ólifað. Björn var sérstaklega glaðvær, ljúfur og félagslyndur maður og tók þátt í ýmsu félagsstarfí. Hann tók virkan þátt í starfi Lionsklúbbs Hafnaríjarðar, var í frímúrarastúk- unni Hamri, í samtökum iðnaðar- manna og byggingameistara og var um árabil í byggingamefnd Hafnar- fjarðar. Undanfarin ár var hann matsmaður hjá Brunabót og Sam- vinnutryggingum. Hann studdi við bakið á Fimleikafélagi Hafnarfjarð- ar og Haukum. Hann styrkti ótal félög og stofnanir sem til hans leit- uðu og þeir eru áreiðanlega ekki margir sem gengu bónleiðir af hans fundi. Gamall sveitungi minn, Ólafur Hjálmarsson frá Mosvöllum, er bor- inn til grafar í dag. Hann fæddist á Selabóli í Önund- arfírði 26. ágúst 1903 og var því nýorðinn fullra 83 ára er hann lést 30. f.m. Foreldrar hans voru hjónin Hjálmar Guðmundsson og Guðbjörg Björnsdóttir. Guðbjörg var dóttir Björns á Kaldá, Sakaríassonar, Andréssonar og Guðbjargar Torfadóttur. Hjálmar var sonur Guðmundar Einarssonar á Selabóli en móðir Guðmundar var Elín dótt- ir sr. Eiríks Vigfússonar á Stað. Bræður Hjálmars voru þeir Albert á Selabóli og Friðrik í Breiðadal, víðkunnir rokkasmiðir. Um niðja sr. Eiríks á Stað má lesa í Frá yrstu nesjum. Fjöldi fólks vestra er í frændsemi við þau Hjálmar og Guðbjörgu þó að hér verði ekki rak: ið. Árið 1915 fluttu Hjálmar og Guðbjörg að Mosvöllum og bjuggu þar síðan á hálflendunni. Á öðrum hlut jarðarinnar bjuggu þá Guð- mundur Bjarnason og Guðrún Guðmundsdóttir, Pálssonar. Elsta bam þeirra var Ragnheiður og felldu þau Ólafur Hjálmarsson hugi saman í æsku og áttust í fyllingu timans. Þeir sem fæddir voru í byijun þessarar aldar urðu margir að láta sér nægja það skólanám sem Bjöm var gleðinnar maður og kunni vel að skemmta sér með vin- um og vandamönnum. Ætíð stóð heimili þeirra hjóna öllum opið og þær em margar og ljúfar sam- vemstundimar þar sem við þökkum fyrir hrærðum huga. Hann Bubbi var alltaf svo söguglaður og skemmtilegur, já hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Við í fjölskyldunni höfum svo margt að þakka og margs að minnast sem ekki verður sett á blað. Við þökkum elsku Bubba fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og böm- in okkar og kveðjum hann með ást og sámm söknuði. Það er okkur huggun að nú hefur hann hlotið hvíld frá sínum erfíðu veikindum sem hann barðist við svo æðmlaust og er nú hjá ástvinum sínum sem á undan fóm. Við biðjum góðan guð að hugga ykkur ástvinina, elsku Sigga, Ólaf- ur, Ágústa og litli Þorbergur Bjöm sem svo mikið hafíð misst. Megi minningin um góðan dreng vera ykkur og okkur öllum huggun. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, maigt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.“ (V-Br.) Blessuð sé minning Bjöms. Mágkonur, svilar og tengdafaðir. Fimmtudaginn 28. ágúst sl. lést í Borgarspítalanum Bjöm Ólafsson byggingameistari í Hafnarfirði. Bjöm var borinn og bamfæddur Hafnfirðingur, sonur hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur og Ólafs Þor- leifssonar. Ungur hóf Bjöm nám í trésmíði og starfaði hann við þá iðn alla ævi. Bjöm hóf fyrst rekstur trésmíðaverkstæðis við Nönnustíg hér í bæ sem seinna fluttist að Reykjavíkurvegi. Nú síðustu ár hafði Björn rekið sína starfsemi við Dalshraun 13 hér í bæ í nýtísku húsakynnum fyrir slíka starfsemi og hafði Björn vélvætt það með nýtísku vélum og staðið mjög mynd- arlega að allri þeirri uppbyggingu. Ásamt rekstri trésmíðaverkstæð- is stóð Bjöm fyrir mörgum bygg- ingum hér í bæ, ennfremur vom umsvif Bjöms geysileg þegar upp- byggingin í Straumsvík stóð sem hæst. Kynni okkar Bjöms hófúst árið 1963 þegar ég hóf nám hjá Birni og er mér hlýtt að minnast Björns frá þeim tíma svo og hve kunnings- fræðslulögin 1906 gerðu skyldugt. Ólafur Hjálmarsson stundaði ýmsa vinnu á sjó og landi á æskuámm. Þá kenndi hann bijóstveiki og tvívegis varð hann að fara til dval- ar á Vífílsstöðum. Jafnan átti hann heima á Mosvöllum og eftir að þau Ragnheiður giftust í sambýli við foreldra hennar og hirði ég nú ekki að muna hvenær þau hjón tóku formlega við jörðinni. í kreppunni eftir 1930 þurfti bæði hagsýni og atorku til að sjá sér og sínum borg- ið við þau skilyrði sem smábúskapur veitti. Þá sýndi það sig að Ólafur Hjálmarsson hafði bæði lag og at- gjörvi til að mæta þeirri raun sem lífsbarátta alþýðumanna var. Honum var falin verkstjórn í vegavinnu og sláturhúsi og komst vel frá því. Árið 1946 var Ólafur kvaddur til dvalar á Vífilsstöðum öðm sinni. Þar með lauk vem hans á Mosvöll- um og 1948 flutti fólk hans til Reykjavíkur en þá var Ólafur laus orðinn af hælinu. Fékk hann fljót- lega eftir það starf hjá Olíuverslun íslands og vann þar þaðan í frá, lengstum efnisvörður. Síðustu ára- tugina hefur hann átt heima á Rauðalæk 49 þar sem Ragnheiður lifir nú mann sinn. Þau Ólafur eignuðust 4 böm: Valdimar flugumferðarstjóra, Ingi- leifu húsfreyju á Bólstað í Bárðar- * Olafur Hjálmarsson frá Mosvöllum — Minning skapur okkar hafði haldist alla tíð. Oft er sagt að nemar hafi ekki sam- skipti við meistara sinn eftir að námi lýkur, en svo var ekki milli okkar. Að vísu vomm við í tölu- verðri samkeppni í okkar verktaka- starfsemi, en það skyggði aldrei á vináttu okkar, því við bæði ferðuð- umst saman svo og bjuggum hvor við hliðina á öðmm í nokkur ár. Ég minnist Bjöms sem góðs drengs í alla staði og oft er mér efst í huga það jafnaðargeð sem Bimi var gefíð, því hans rekstur gekk upp og ofan eins og allt í þessu landi, þar sem miklar sveiflur em 'atvinnumálum landsmanna. Virtist Bjöm alltaf geta tekið öllu með miklu jafnaðargeði og oft minnist ég þess tíma sem ég var í námi hjá Bimi, ef einhver kom til að greiða Bimi skuld og þótti reikn- ingurinn of hár, stóð þá ekki á Bimi að bjóða afslátt í stað þess að þrátta um hlutina, eða eins og ég sagði: „Mikið skelfíng á hann Björn gott með að vera sammála síðasta ræðumanni". Jafnaðargeð Bjöms kom best í ljós í veikindum hans. Ég leit af og til inn á skrifstofu Bjöms svo og á sjúkrahúsið sem hann dvaldist í. Greinilega mátti sjá hve veikur Bjöm var orðinn en aldr- ei heyrði ég hann kveinka sér, nei hann barðist við þetta af einstakri karlmennsku til síðustu stundar. Bjöm tók virkan þátt í starfsemi iðnaðarmanna hér í bæ og var einn af stofnendum Meistarafélags Iðn- aðarmanna í Hafnarfírði. Á fyrstu ámm þess félags var Bjöm í ýmsum nefndum fyrir félagið og alltaf reiðubúinn að veita góð ráð á þeim tímum. Því hér í bæ var áður eitt félag, Iðnaðarmannafélagið, og í því voru bæði sveinar og meistarar, en þegar þessu var skipt reyndi einmitt á mann eins og Bjöm, með mikla reynslu og þetta einstaka jafnaðargeð í alla samningagerð. Ennfremur lágu leiðir okkar Bjöms saman í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar, þar sem Björn var alltaf hinn trausti félagi og oft held ég að við félagam- ir eigum eftir að sakna brandaranna sem Bjöm hafði í pokahorninu, svona til að Iífga upp á fundina. Björn var lánsmaður í einkalífí sínu. Árið 1947 kvæntist Bjöm Sigríði Jakobsdóttur sem bjó manni sínum glæsilegt heimili að Norður- vangi 44 hér í bæ. Þeim varð eins bams auðið, sem nú kveður föður sinn, en þeir voru búnir að starfa náið við BÓ trésmiðju síðustu ár. Eiginkonu hans og syni og öðmm aðstandendum votta ég djúpa sam- úð. Sigurður Sigurjónsson dal, Kristján, sem dó ungur og Gest arkitekt. Bamabömin eru 19. Á efri árum var heilsa Ólafs góð þar til síðustu misserin. Mörgum verður síðasti áfanginn erfiður og svo var að þessu sinni, en lengstum gat hann þó verið heima hjá Ragn- heiði sinni sem hvergi brást. Nú þegar Ólafur Hjálmarsson er kvaddur hinstu kveðju koma í hug- ann margar minningar frá því að leiðir lágu saman. Margs góðs er að minnast frá samfylgd þeirra hjóna. Og þau orð skulu síðust þess- ara eftirmæla að ég ætla að Ólafur Hjálmarsson hafí jafnan reyhst best þegar mest lá við. Þá kom i ljós hvað í honum bjó og þess er gott að minnast. Halldór Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.