Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 28 Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýraræktenda í Varmahlíð: myndih oc; tkxti: helgi bjarnason Gagnrýni á reksturinn var „smellur ársins“ FJARHAGSSTAÐA SÍL og Hagfeldar var talsvert rædd á aðalfundin- um. 876 þúsund króna tap varð af rekstri SIL, en 2 þúsund króna hagnaður af rekstri Hagfeldar á árinu 1985. Skuldir samtakanna eru einnig töluverðar, eða um 24 milljónir, en á móti standa ýmsar eignir, svo sem útistandandi viðskiptakröfur, vörubirgðir og fleira fyrir svipaðri upphæð. Félagskjömir endurskoðendur , gerðu nokkrar athugasemdir við reikningana sem þeir beindu til stjómar samtakanna. Þar er meðal annars bent á nauðsyn þess að ítrasta aðhalds og spamaðar sé gætt í öllum rekstri samtakanna og gerðar athugasemdir við ein- staka kostnaðarliði reikninganna, og talað um óhóf í því sambandi. Stjóm samtakanna svaraði at- hugasemdum endurskoðendanna með skriflegri skýrslu á aðalfundin- um og gerði grein fyrir þeim atriðum sem athugasemdir voru gerðar við. í lok svarsins kemur fram að vegna örrar uppbyggingar félaganna hafí bókhaldsvinna verið orðin á eftir um tíma, en nú væri búið að bæta úr því. Nokkrar umræður urðu um störf stjómar og stöðu samtakanna í al- mennum umræðum. Meðal annarra tók til máls Magnús Kjartansson loðdýrabóndi á Hóialandi á Kjalar- nesi. Hafði hann farið í gegn um reikninga félaganna og gagnrýndi þá, stjóm og starfsfólk harðlega. Talaði hann um að félögin stefndu hraðbyri í gjaldþrot. Varaði hann sérstaklega við samrekstri hags- munasamtakanna og sölusamtak- anna og vildi að skilið yrði þar á milli. Flutti hann tillögu um að kos- in yrði 5 manna nefnd til að fjalla um fyrirkomulag rekstrarins. Gagnrýni Magnúsar fékk litlar undirtektir á fundinum og var til- lögu hans vísað frá með dagskrártil- lögu með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Þá voru reikningar félagsins samþykktir samhljóða. Þetta mál, sem einn fundarmanna nefndi „smell ársins 1986“, var þar með að mestu úr sögunni á þessum fundi. Morgunblaðið/Helgi Bjamason Frá fundi loðdýraræktenda. Fremstir eru Sigurjón Bláfeld, Vésteinn Vésteinsson og Birgir Strandberg. Agúst Gíslason kosinn í sljórn HAUKUR Halldórsson í Svein- bjarnargerði var endurkosinn formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda og sölusamtak- anna Hagfeldar á aðalfundinum í Varmahlíð. Stjórnin var óbreytt að öðru leyti en því að Agúst Gíslason á ísafirði var kosinn í stað Þorsteins Aðalsteinssonar á Dalvík sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Á fundinum voru samþykktar lagabreytingar um stjórnarkjör, þannig að nú er einn stjórnarmaður úr hverjum landsfjórðungi í stjóm- inni en sá fímmti er kosinn án tillits til búsetu. Með Hauki og Ágústi sitja eftir- taldir í stjóm SÍL: Einar E. Gíslason Syðra-Skörðugili, Emil Siguijóns- son Ytri-Hlíð og Jónas Jónsson Kálfholti. Jón Ragnar Bjömsson er framkvæmdastjóri samtakanna. Verðmætaaukning í loðskinnaframleiðslu LOÐDÝRABÆNDUR hafa ekki látið hugfallast þó verðlækkun á skinnum dragi úr uppbygging- unni í bili. Á aðalfundinum samþykktu þeir ályktun um verð- mætaaukningu í loðskinnafram- leiðslu. t í ályktuninni segir meðal annars: Loðdýrarækt á íslandi hefur veru- lega vaxarmöguleika sem byggjast meðal annars á góðu og miklu hrá- efni í fóður. Þar sem þessi búgrein er enn að slíta bamsskónum hér á landi en keppir þó við framleiðendur sem hafa áratuga reynslu telur fundurinn brýnt að til eftirfarandi - aðgerða verði gripið. Kynbætur verði stórefldar með reglubundnum innflutningi kyn- bótadýra, af sem flestum afbrigð- um, svo og stórauknum sæðingum. Leiðbeiningaþjónusta verði stór- aukin. Telur fundurinn ekki veij- andi, með tilliti til þeirrar fjárfest- ingar sem lögð hefur verið í loðdýrarækt, að færri en fjórir landsráðunautar starfi eingöngu við loðdýrarækt. Telur fundurinn framangreind atriði eina meginforsendu þess að loðdýrarækt á íslandi standist ríkjandi samkeppni í atvinnugrein- inni og felur stjóm SÍL að hraða framgangi þeirra eftir því sem kost- ur er. Fundarmenn að störfum. Við fremsta borðið sitja (talið frá vinstri); Ágúst Gíslason, Astvaldur Magnús- son og Lárus Hinriksson. Verðmæti skinnafram- leiðslunnar áætlað 174 milljónir í ár VERÐMÆTI loðskinnaframleiðslunnar á síðasta ári var samtals um 105 milljónir króna, þar af 33 milljónir í minkaræktinni og 72 millj- ónir í refaræktinni. Áætlað verðmæti framleiðslunnar á þessu ári er 54 milljónir króna i mink og 120 milljónir í ref, eða alls um 174 milljónir króna. Þetta kom fram í ársskýrslu Sambands íslenskra loðdýraræktenda og sölusamtakanna Hagfeldar sem Haukur Hall- dórsson formaður samtakanna og Jón Ragnar Björnsson fram- kvæmdastjóri fluttu á aðalfundi loðdýrabænda i Varmahlíð í Skagafirði fyrir skömmu. 198 loðdýrabú Um síðustu áramót voru 198 loð- dýrabú starfandi í landinu, og hafði þeim Ijölgað um 57 á árinu. Minka- stofninn taldi um 12.860 læður um síðustu áramót en refalæður voru 16.172. Á árinu hafði refastofninn stækkað um 75% og minkastofninn um 77%. Fijósemin er góð hjá minknum, 4,2 hvolpar á hveija par- aða læðu að meðaltali en miður góð hjá refnum, 5,2 hvolpar á hveija ásetta læðu. Frjósemi minkastofns- ins hefur farið vaxandi, en dregið hefur verulega úr fijósemi refanna af einhveijum ástæðum sem menn eru ekki alveg sammála um. Á landinu eru starfandi þrettán loðdýraræktarfélög sem mynda Samband íslenskra loðdýrarækt- enda. Tólf fóðurstöðvar eru nú starfandi sem selja fóður til loð- dýraræktenda. Auk þess framleiða nokkur bú fóður til eigin nota. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve margir nýir bændur he§a búskap á þessu ári, þó er gert ráð fyrir að þeir verði ekki undir 20. Flestir munu hefja minkarækt og allmargir þeirra, sem nú eru með ref, miða stækkun búa sinna við mink. Er því fyrirsjáanleg all miklu hægari aukning í loðdýraræktinni á þessu ári en verið hefur undanfarin ár. Er það vafalaust vegna hins mikla verðfalls sem varð á skinnum síðastliðinn vetur, einkum refa- skinnum. Ljóst er að það veldur loðdýrabændum verulegum erfíð- leikum. Forráðamenn SIL segja að verðfall dollara éigi hér stærstan þátt, en fjórðungs aukning á fram- boði refaskinna hafi einnig átt sinn þátt í verðlækkuninni. Minkaræktin kom mun betur út úr þessum svipt- ingum og er staða minkabænda mun betri en refabænda. Áfram úr ársskýrslunni: 011 um- svif samtakanna jukust mjög á síðastliðnu ári, til dæmis fjórfaldað- ist lagersala frá árinu áður. Þetta kallaði á aukinn mannafla og betri aðstöðu fyrir iager og skrifstofu og var því tekið á leigu húsnæði í Síðumúla 34. Starfsmönnum var fjölgað og eru þeir nú sjö. Vaníar meiri fjöl- breytni í f ramleiðsluna Á vegum Hagfeldar, sem er sölu- samtök loðdýraræktenda, voru flutt út um 60% allra þeirra refaskinna sem flutt voru úr landinu og 90% minkaskinnanna. Öll þessi skinn fóru til sölu í danska uppboðshús- inu, en SIL hefur samstarfssamning við danska loðdýraræktarsamband- ið um sölu á íslenskum skinnum. Kjörbær hf. í Kópavogi, umboðs- maður Hudson Bay í London, annaðist sölu annarra skinna. Meðalverð þeirra refaskinna sem fóru á danska uppboðið og búið er að selja reyndist vera 1.480 krón- ur. Er það lægsta meðalverðið á öllum Norðurlöndunum. Að meðal- tali fá Norðmenn til dæmis meira en helmingi meira en við fyrir hvert skinn, eða 3.040 krónur. Finnar fá 2.504 krónur, Danir 2.189 krónur og Svíar 2.158 krónur. Mismunur- inn liggur fyrst og fremst í meiri fjölbreytni í þeirra framleiðslu og standa loðdýrabændur á hinum Norðurlöndunum mun betur en íslenskir loðdýrabændur vegna framleiðslu ýmissa litaafbrigða. Til dæmis er blárefur innan við helm- ingur af refaskinnaframleiðslu Norðmanna, rúmur helmingur hjá Dönum og Svíum , 65% hjá Finnum en rúmlega 81% hjá okkur. Einnig liggur þessi verðmætamunur í lé- legri skinnum frá íslandi, því ef meðalverð á blárefaskinnum er bor- ið saman kemur í ljós að ísland er enn í neðsta sæti Norðurlandanna, með 1.450 krónur að meðaltali fyr- ir seld skinn, en Finnar standa sig best í blárefnum, með 2.042 krón- ur. Staðan er mun betri í minkarækt- inni og gefur samanburður við hin Norðurlöndin til kynna að þar höf- um við dregið á. Það ber þó að hafa í huga að dæmið verður ekki gert upp fyrr en að loknu síðasta upp- boðinu sem fram fer nú í september og á Island fleiri skinn óseld en hin Norðurlöndin. Meðalverð íslensku skinnanna er 1.055 krónur, og er Danmörk eina landið sem sýnir betri útkomu, eða 1.075 krónur. Svíþjóð er með 950 krónur, Finn- land 924 krónur og Noregur 882 kr. Mikið verðfaíl í vor Forráðamenn SÍL gátu ekki gefið loðdýrabændum vonir um hækk- andi verð fyrir framleiðsluna. Gert er ráð fyrir lítilsháttar aukningu í framboði minkaskinna á heims- markaði, eða um 33,5 milljónir skinna í stað 33 milljónir. Nokkur lönd hafa dregið úr framleiðslu, til dæmis Finnland og Bandaríkin, en Danmörk hefur aukið framleiðsl- una. Verðfall á minnkaskinnum var 33-35% reiknað í Evrópumyntum, en það er um 5% umfram fall dollar- ans. Það skal haft í huga að verð á minkaskinnum var óvenju hátt árið 1984-85. Það leiddi til 10% framleiðsluaukningar á milli ára, sem aftur hafði í för með sér þetta verðfall umfram fall dollarans. Á síðasta ári var búist við svip- uðu framboði refaskinna og árið 1984. En annað kom á daginn þeg- ar skinn fóru að berast til uppboðs- húsanna. Heildarframboðið jókst um nær þriðjung og munu einkum Finnar hafa verið með óöruggar framleiðslutölur. Þessi mikla aukn- ing hafði í för með sér verðlækkun í uppboðshúsunum. Lækkuðu skinnin um liðlega 40% í Evrópu- myntum reiknað en það er 10-15% umfram dollaralækkun. Á þessu ári er gert ráð fyrir að framleiðsla refa- skinna aukist um 600 þúsund og verði 5,5 milljónir. Fyrir 10 árum var framboð minkaskinna aðeins um 20 milljónir og refaskinna um 700 þúsund. Sýn- ir þetta að fengist hafa nýir markaðir fyrir skinnin. Á sama tíma hefur framboð annarra dýraskinna minnkað. Það kom fram hjá for- ráðamönnum SIL að það er samdóma álit þeirra sem vinna að markaðsmálum fyrir samtökin að refa- og minkaskinn eru áberandi vinsælust allra dýraskinna. Söluhorfur óvissar Þetta hafa forystumenn loðdýra- bænda að segja um útlit á skinna- mörkuðunum: Menn fara yfírleitt varlega í framtíðarspár um þróun skinnaverðs. Þó er almennt gert ráð fyrir, að minkaskinn muni seljast á svipuðu og jafnvel hærra verði en var á síðustu maíuppboðum. Hvað varðar spár um sölu refaskinna er ekki gert ráð fyrir miklum breyting- um í dollurum. Afkoma refabænda verður því mjög háð gengi dollarans á næsta sölutímabili. Þá það er þó að líta, að verðlækkun skinnanna hefur haft í for með sér stærri markað, því nú eru ýmis markaðs- svæði að auka kaup sín á skinnum. Á þetta til dæmis við ýmsar Evr- ópuþjóðir. Reynslan hefur kennt okkur að verðsveiflur eru mun meiri í refa- rækt en minkarækt. Til að standast slíkar sveiflur, þurfa loðdýrabænd- ur að standa fjárhagslega vel að vígi. Refaræktin virðist einnig vera viðkvæmari en minkaræktin á pör- unar- og gottímanum. Miðað við þá reynslu sein við höfum orðið af loðdýrarækt, virðist minkaræktin að flestu leyti koma betur út. Eins og nú horfír, má því gera ráð fyrir að aukin áhersla verði á minkarækt í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.