Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMÐER 1986 Ágreiningnr um álitamál eftir Rósu Björk Þorbjarnardóttur Umræða um skólamál er afar viðkvæm og vandasöm. Hún þarf því að mótast af þekkingu, tillits- semi og sanngimi. Ábyrg skóla- málaumræða á íslandi hefur lengi átt erfitt uppdráttar og liggja ugg- laust til þess margar orsakir. Ein af forsendum þess að menn geti rætt um skólamál af einhveiju viti er að þeir hafí greiðan aðgang að traustum upplýsingum m.a. um menntun kennara, almennt skóla- starf, aðbúnað nemenda og kennara og tengsl heimila og skóla. Því vil ég fyrir hönd Kennaraháskóla ís- lands þakka þær fréttir, sem birst hafa í Morgunblaðinu og öðrum fjöl- miðlum, af endurmenntun kennara, en ég tel slíkan fréttaflutning geta stuðlað að þeirri vönduðu skóla- málaumræðu, sem böm okkar eiga skilið. Eins og þegar hefur komið fram í Morgunblaðinu voru í sumar í boði á vegum Kennaraháskóla Is- lands Qölmörg endurmenntunar- námskeið af ýmsum toga. Óþarft ætti að vera að taka fram að ein- ungis em ráðnir til að annast endurmenntun fyrir kennara þeir menn, sem skólinn treystir til starfa. Þetta þykja erfíð og vanda- söm störf því kennarar em kröfu- harðir og gagnrýnir nemendur svo sem vera ber. í tilefni af skrifum í Staksteinum 22. ágúst sl., þar sem vikið er að námskeiði um álitamál, tel ég þörf á að gera námskeiðið sérstaklega að umræðuefni. Mér er það harmsefni að í um- fjöllun sinni fellur greinarhöfundur í hina lævísu gildru hlutdrægninnar og gerir með því umsjónarmenn námskeiðsins, Erlu Kristjánsdóttur og Ólaf H. Jóhannsson, tortryggi- leg. Þau Erla og Ólafur störfuðu að námsefnisgerð í samfélagsfræði á vegum menntamálaráðuneytisins um árabil og tóku þátt í umræðum í útvarpi og blöðum um kennslu í samfélagsfræði veturinn 1983— 1984. Höfundur Staksteina gefur í skyn að þess vegna sé þeim ekki treystandi til að fjalla af óhlut- drægni um álitamál innan sam- félagsfræði. Hér kemur fram viðhorf, sem er töluvert útbreitt í samfélagi okkar og því miður oft ekki að ástæðulausu. Það er að segja, að þeim, sem hefur ákveðna skoðun í einhverju máli og hefur djörfung til að halda henni fram, sé ekki treystandi til þess að fjalla af sanngimi um skoðanir annarra. í bæklingi KHÍ um námskeið og fræðslufundi 1986 stendur eftirfar- andi lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um: — Mismunandi viðhorf til náms, kennslu og uppeldis og hvemig þau birtast í kennslufræði, kennsluaðferðum og námsgögn- um. — Hvemig unnt er að fjalla um álitamál í kennslu. Dæmi um slík viðfangsefni verða sótt til kristinfræði, líffræði, samfélags- fræði og heimspeki. Sérstök áhersla verður lögð á Rósa Björk Þorbjamardóttir þátt umræðna (skoðanaskipta) í kennslu og hvemig þær geti stuðlað að virðingu og umburð- arlyndi fyrir skoðunum annarra og fæmi í að tjá eigin skoðanir. Eins og sjá má af lýsingunni þá er meginmarkmið námskeiðsins einmitt að leita leiða til að auka hæfni kennara til að vega og meta ólíkar skoðanir af víðsýni og sann- gimi svo þeir láti ekki persónulegar skoðanir byrgja sér sýn. Sennilega lenda fáar stéttir í eins ríkum mæli og kennarar í því að þurfa að ijalla um mismunandi sjónarmið án hlutdrægni og taka afstöðu til ólíkra skoðana. Hæfni þeirra eða vanhæfni á þessum sviðum getur síðan haft mótandi áhrif á nemend- ur þeirra. Sanngimi, víðsýni og virðingu fyrir öðmm og skoðunum þeirra þarf að rækta með sér og við hljótum að þurfa að stunda það ræktunarstarf bæði á heimilum og í skólum. Þátttakendum námskeiðsins gef- ast tækifæri til að kynna sér mismunandi lífsskoðanir (skoðana- kerfí) og velta fyrir sér kostum þeirra og annmörkum. Lögð er áhersia á að öll skoðanakerfí hafí væntanlega eitthvað til síns ágætis en ekkert þeirra sé fullkomið. „Eins o g þegar hefur komið fram í Morgnn- blaðinu voru í sumar í boði á vegum Kennara- háskóla Islands fjöl- mörg endurmenntunar- námskeið af ýmsum toga. Óþarft ætti að vera að taka fram að einungis eru ráðnir til að annast endurmennt- un fyrir kennara þeir menn, sem skólinn treystir til starfa.“ Eins og kunnugt er birtast mis- munandi skoðanakerfí bæði í skólastefnum og innan allra fræði- greina er námsgreinar skólans byggja á. Skoðanir eru ennfremur skiptar um hvað eigi að kenna í hverri grein, hvemig, hvenær og hvers vegna. í starfí sínu verða kennarar einnig að horfast í augu við það að nemendur þeirra, foreldr- ar og samkennarar hafa ólíkar lífsskoðanir, sem geta fallið að eða stangast á við eigin skoðanir. Á umræddu námskeiði er í um- fjöllun um álitamál innan einstakra námsgreina eða greinasviða (s.s. samfélagsfræði) gerð tilraun til að afmarka og benda á viðfangsefni, sem líklegt er að valdi ágreiningi. Þátttakendur skiptast á skoðunum um í hve ríkum mæli sé æskilegt að fjalla um slík viðfangsefni og hvaða vinnubrögð gætu hentað best. Vænlegast til árangurs þykir að leitast við að fá fram hjá nem- endum mismunandi sjónarmið og leita eftir skýringum eða rökstuðn- ingi og þá er brýnt að kennarinn meðhöndli öll þessi sjónarmið með opnum huga og af sanngimi, hver svo sem hans skoðun kann að vera. Þetta reyndist mörgum manninum afar erfítt og er þá ýmist að menn leiða hjá sér álitamálin eða takast á við þau af einsýni og ofstopa. Ef við kennarar, foreldrar og aðrir fræðarar og uppalendur leggjum slíkt í vana okkar, tel ég að vegið sé að hinum dýrmætu forsendum lýðræðis og mannréttinda. í Staksteinum var spurt hvort ekki hefði verið við hæfi að kalla fleiri til en þau Erlu Kristjánsdóttur og Ólaf H. Jóhannsson. Svo var vissulega gert. Páll Skúlason, pró- fessor við Háskóla íslands, fjallaði í inngangserindi um lífsskoðanir og menntun. Hreinn Pálsson, kennari við Háskóla íslands, fjallaði um efn- ið heimspeki með bömum og kynnti aðferðir og vinnubrögð sem geta hjálpað bömum til að ræða um við- kvæm málefni út frá viðhorfum heimspekinnar. Gunnar J. Gunnars- son, framkvæmdastjóri KFUM og K og fyrrverandi kennari við KHI, leiddi umræðuna um álitamál í kristinfræði. Hið sama gerði Marta Ólafsdóttir líffraeðingur, kennari við KHÍ í líffræði. Ólafur H. Jóhanns- son, skólastjóri Æfíngaskóla KHÍ, leiddi hins vegar umræðuna um álitamál í samfélagsfræði. Síðustu spumingu höfundar Staksteina: „Er víst að hér sé fullr- ar óhlutdrægni gætt?“ get ég því miður aðeins svarað á einn veg. Samkvæmt lífsskoðun minni á mað- ur fátt víst í heimi hér, og kannske síst það að maður falli ekki sjálfur í gildruna lævísu þrátt fyrir stöðuga viðleitni til hins gagnstæða. Að lokum leyfí ég mér að bera fram þá einlægu ósk að okkur for- eldrum, skólamönnum og fjölmiðla- mönnum, sem mörg emm í fleiru en einu þessara hlutverka, takist smám saman að byggja upp þá ábyrgu og vönduðu skólamálaum- ræðu, sem geti stutt heimilin og skólana í því mikilvæga og vanda- sama starfí, sem þar er unnið við umönnun bama og unglinga á við- kvæmasta mótunarskeiði mannsins. Höfundur er endurmenntunar- stjóri Kennaraháskóla íslands. Ríkistekjur árið eftir heimsendi og fleira um skattheimtu eftir Hlédísi Guðmundsdóttur I Morgunblaðinu sunnudaginn 17. ágúst sl. skrifaði Stefán Frið- bjamarson pistil um þingmál. Er maðurinn væntanlega sérfróður um slíkt, en hér skulu tvær athuga- semdir hans skoðaðar nánar: „Skattsárir menn tóku „glaðn- 43307 641400 Lundarbrekka — 5 herb. Falleg ca 125 fm 5 herb. endaíb. V. 3350 þús. Þinghólsbraut — einb. 160 fm á tveimur hæðum. Bilskréttur. Mögul. skipti. V. 4,2 millj. Hraunbær — raðh. 143 fm ásamt 28 fm bílsk. Stórihjalli — raðh. Glæsil. ca 300 fm hús á tveimur hæðum með innb. bílsk. KJÖRBÝLI FASTEIGNASALA Nýbýlaveg 14, 3. hæð. Sölum.: Smárl Gunnlaugsson. Rafn H. Skúlason, lögfr. ingnum" ekki fagnandi fremur en fyrri daginn,“ segir Stefán glaðhlakkalega. Eitthvað gæti verið til í þessu. Mörg okkar „skatts- árra“, eigum að greið? 30—110% núverandi grunnlaun: í opinber gjöld næstu fímm má aiði án tillits til þess hvort við höldum sömu laun- um eða „fáum“ jafnmikla yfírvinnu framvegis og við tókum að okkur á síðastliðnu ári. Sumum hefur láðst „eins og fyrri daginn" að tjá stolt sitt og gleði yfír að bjarga með þessum hætti íjárhag ríksisins. Af framangreindri yfírlýsingu má ráða að Stefán tilheyri ekki þeim 13% skattgreiðenda á landi hér sem inna af hendi 65% alls tekjuskatts sem lagður er á (leiðréttið mig endilega ef þessi fullyrðing er röng!). Ekki Hlédís Guðmundsdóttir skal spáð hvort það stafar af skatt- svikum eða sannri fátækt í hans tilfelli, en því er ekki að leyna að hið fyrmefnda, skattsvikin, er mjög algeng ástæða þess að menn „sleppa vel“ við skatt og gerast því ekki „skattsárir". Þetta var nú bara smáathuga- semd vegna kokhreysti þingmála- skrifarans, en það sem ég vil hér með rengja í pistli þessum og tel vera fáráðs-raus, er eftirfarandi fullyrðing: „Staðgreiðsla skatta, að viðbættri nýrri verðbólgu- hrinu, kæmi skattgreiðendum i koU.“ Staðgreidd opinber gjöld, að sjálfsögðu sem sanngjam hundr- aðshluti af greiddum launum, koma mönnum ekkert sérstaklega í koll, ef þeir vita af þeim fyrirfram. Ósanngjöm skattheimta og of lág laun, eins og tíðkast hjá obba launa- manna á íslandi nú, koma hinsvegar öllum illa, en það er önnur saga sem ekki kemur staðgreiðslu opinberra gjalda við. í umræddum pistli gleymdist að geta þeirrar staðreyndar að of háir eftirágreiddir skattar, eins og nú vom lagðir hér á, eru beinlínis verð- bólguhvetjandi, því þeir herða launakröftir. Sú goðsögn, að við græðum á verðbólgunni við greiðslu „eftirá"- skatta, hefur að öllum líkindum átt sinn þátt í að halda hér við verð- bólgu á umliðnum ámm, og er mál að linni. Annar maður, Gunnar Smári Egilsson, skrifaði um skattamál í Helgarpóstinn 15. ágúst sl. Ein fullyrðing hans var á þessa lund: „Annað sem menn óttast í sam- bandi við staðgreiðslukerfið er að árið áður en það kemur tii framkvæmda verður skattlaust og víst er að menn auka tekjur sínar umtalsvert á því en hægja siðan á sér fyrsta árið sem stað- greiðslan kemur til fram- kvæmda.“ Bollaleggingar um að menn muni vinna mikið árið fyrir skattkerfis- breytingii og taka það svo of rólega þegar staðgreiðslan hefst, virðast ekki svaraverðar, en e.t.v. er nauð- synlegt að benda fólki á hvað raunvemlega felst í hugmyndinni: „Menn“ „óttast“ að fólk hætti launastörfum ef skattheimtan pínir það ekki áfram! Ef skattskrúfan hefur virkilega neytt umtalsverðan hluta þjóðarinnar til að vinna meira en vilji stóð til, sannast greinilega að núverandi skattlagningarkerfi er ómannúðlegt. Skilja menn ekki að ef einhveijir þurfa að hvíla sig þegar þeir losna úr skattskrúfu sem þeir hafa jafnvel verið í áratugum saman, þá taka aðrir fegnir við verkunum þeirra. Eg fullyrði einu sinni enn að það eina sem tapast við umrædda tekju- breytingu opinberra gjalda em ríkistekjur árið eftir heimsendi! Hér skal staðar numið að sinni, með von um að staðgreiðsla opin- berra gjalda komi nú fljótt til framkvæmda, eins og ráðamenn hafa á orði, en detti ekki uppfyrir líkt og svo oft áður. Höfundur er læknir í Reykja vik. Nýjung í orlofsmálum Islendinga Orlofshús við Hvítu ströndina á Spáni. Starfsmannafélög — félagasamtök — hópar — fyrirtæki. íbúðir — raðhús — villur. Einnig 203 fm veitingastaður. Samninoar í gangi um mjög hagstæöarferöirfyrir húseigendur. Hafið : -nband strax, við komum með kynningar á staðinn ef óskað er. Næsta kynnisferö 18. september '86. G. Óskarsson & Co. Laugavegi18 Sími:17045 frá 9-22. Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, Þórunn Björk Sigurbjörnsdóttir og Súsanna Jónsdóttir. Komu þar inn 2.000 kr. sem voru látnar ganga í ferðasjóð íbúanna í Hátúni 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.