Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986 Sr, Kjartan Jónsson kristniboði skrifar frá Kenýu/10. g-rein Pókotþj óðflokkurmn Morð Við ókum að líkhúsi ríkisspítala héraðsins. Þar fóru bændumir þrír úr. Eftir drykklanga stund komu þeir til baka með líkið af bróður sínum vafið inn í nýtt ullarteppi, sem þeir höfðu keypt, og lögðu það inn í bílinn. Mjög megn nálykt var komin af líkinu og til þess að dejrfa hana, hellti einn þeirra rakspíra yfír það, en það hjálpaði lítið. Til að kasta ekki upp ók ég greitt með höfuðið út um gluggann 25 kfló- metra heim að bæ fjölskyldunnar. Er þangað kom, var mikill mann- Qöldi saman kominn til að sam- hryggjast flölskyldunni, sem hafði misst efnilegan son í blóma lífsins fyrir morðingja hendi. Tvö böm misstu þama föður sinn. Aðeins nokkrum vikum áður hafði hann fengið að sitja í hjá mér niður í þorp — mjög geðþekkur og myndar- legur ungur maður. Fólkið var dreift um hlaðið. Það sat í smáhóp- um hér og þar, sumir undir tré, aðrir undir þakskeggi kofanna, enn aðrir sátu og fylgdust með þeim, sem tóku gröfina. Sífellt dreif að fleira fólk. Allir töluðu í hálfum hljóðum. Andrúmsloftið var þrungið sorg og ótta. Þrátt fyrir margmennið vann aðeins einn maður í einu að gröf- inni, þeir sem voru nátengdastir hinum látna. Hinir héldu sig í hæfí- legri Qarlægð af ótta við að smitast af dauðanum. Eftir langa stund var gröfín tilbúin. Líkið var þá látið ofan í hana og að lokum var mokað yfír. Þetta var magnþrungin stund, hinsta sinn, sem elskaður sonur, bróðir, eiginmaður og faðir var samvistum við ástvini sína. Konum- ar grétu. Karlmennimir kvöddu hann í alvöruþrunginni þögn. Þegar athöfninni var lokið, fóra allir, sem höfðu tekið gröfína, og nánasta fjölskylda afsíðis. Þar beið þeirra öldungur með innyflin úr svartri og hvítri geit með ákveðnu mynstri, sem slátrað hafði verið stuttu áður. Hann tók hálfmelt gras úr magasekknum og smurði því á enni, kinnar og fætur fólksins með orðunum: „Verði þú aftur sætur". Með þessari athöfn var fólkið hreinsað af óhreinleika dauðans og á þennan hátt var reynt að halda illum öflum frá fólkinu. í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð hímdi fjölskylda morðingj- ans í sorg og örvilnan. Hún bjó á næstu jörð við. Lögreglan var búin að handtaka föðurinn. Strax og ljóst var, hver hafði framið ódæðið, komu ættmenni hins látna til þess að framfylgja réttlætinu samkvæmt forskriftum hefðar þjóðflokksins, en það var fólgið í að gera allar - eigur ijölskyldunnar upptækar. Allt var tekið, innanstokksmunir, pottar Beðið eftir læknishjálp. Menning Pókotþjóðflokksins hefur lítið breyst i tímanna rás, en nú veltur nútfminn yfir hann með ofurafli. Enn gefur að iíta fólk, sem klæðist skinnfatnaði eins og á þessari mynd. „Þessi heimsókn snart mig djúpt. Einstæð fjögurra barna móðir, sem átti hvorki húsið sem hún bjó í né akur- inn sem hún ræktaði, svo að segja allslaus bauð hún okkur ríka fólkinu I góð a máltíð. Þessi kona átti kær- leika og hjartarúm.“ og diskar, húsdýr og jafnvel úti- hurðin á kofanum. Síðan var þetta selt á gjafverði á markaðnum á næstu dögum. Jafnvel jörðin var seld fyrir slikk, en þó var smáskiki skilinn eftir af miskunnsemi við bömin. Markmið réttlætisins er að gera fjölskyldu morðingjans að ör- eigum fyrir lífstíð. Af ótta við, að eitthvað illt myndi gerast, þorðu hinir ógæfusömu ekki að standa á móti, þegar „réttlætið" var látið hafa sinn gang. landsmanna. Hugtakið „Kenýa“ er ekki nein undantekning. íbúar Pó- kothéraðs líta umfram allt á sig sem Pókotmenn. Þeim fínnst þeir hafí fyrst og fremst skyldum að gegna við þjóðflokkinn sinn. Þeir era Kenýumenn, af því að ríkisstjómin hefur sagt það. Pókotmálið er níló-hamitískt. Það er alls óskylt swahílí og öðram bantúmálum, sem stór hluti lands- manna talar. Hirðingjar Pókotmenn hafa verið hirðingjar frá fomu fari og lifað mest á kúa- og geitamjólk, mjólkurafurðum og kúablóði. Eíðlilega era dýrin þeirra þeim mikils virði, sérstaklega kým- ar. Segja má, að Iífíð hafí snúist um þær. Þær vora og era gjald- miðill, þegar samið er um brúðar- verð og stórar sektir, s.s. manndráp. Sektir fyrir hið síðamefnda gátu numið allt að 100 gripum áður fyrr. Maður, sem ekki á kú, er allslaus og aumur og nýtur engrar virðingar í samfélaginu. Hann á erfitt með að eignast konu og að koma undir sig fótunum. Á glöðum degi syngja menn óði um kýmar sínar (ekki konumar!) og dást að fegurð þeirra. Sérstak- lega er uppáhaldsuxinn í hávegum hafður og vaxtarlag hans og fegurð homanna sérstaklega rómuð. Nautgriparán Flestir hirðingjaþjóðflokkar trúa því, að allar kýr undir sólinni til- heyri þeim, og þess vegna fara hermenn þeirra í víking til ná- grannaþjóðflokkanna til þess að „sækja“ kýmar sínar (ekki til að stela þeim!). Af þessu leiða enda- lausar ránsferðir á báða bóga. Pókotmenn era engin undantekning í þessum efnum. A mörkum lands þeirra era stöðugar etjur, í norðri við Túrkanamenn og á landamær- um Úganda við ýmsa þjóðflokka þar. Nú á tímum nýtísku vopna er þetta ekkert spaug. Hríðskotabyss- ur hafa að miklu leyti leyst spjót, boga og örvar af hólmi. Ekki er óalgengt að um 1.000 kúm sé stol- ið og 30—40 manns missi lífið í einni ránsferð. Ríkisstjómin reynir að stemma stigu við þessum ófögn- uði, en á við ramman reip að draga, því að Pókotmenn og óvinir þeirra era hugdjarfir hermenn, nokkuð sem ekki er alltaf hægt að segja um hermenn ríkisstjómarinnar. Þetta breytist ekki nema með breyttu hugarfari, þ.e. með skóla- göngu og kristni. Nýir lífshættir Pókothérað er f Rift Valley, hin- um mikla dal, sem nær frá Palestínu og langt suður með A-Afríku. Stór hluti héraðsins era þurrar og heitar sléttur, heimkynni hirðingjanna. Við vesturvegg dalsins era mikil Pókot, lokað land Þetta er atvik úr lífí Pókotþjóð- flokksins, eins af litlu þjóðflokkum Kenýu. Menning hans hefur orðið fyrir tiltölulega litlum áhrifum af nútímanum. Þar varðveitast enn harðneskjulegar hefðir af þessu tagi, en einnig margar góðar. Ný- lendustjóm Breta lokaði héraðinu af, og allt fram á 7. áratug aldarinn- ar var skilti við veginn, þar sem ekið var inn í héraðið með þessarí áletran: „Héðan í frá akið þér upp á eigin ábyrgð." Pókot — Kenýa Pókotmenn eru álíka fjölmennir og fslenska þjóðin. Þeir era taldir til hóps þjóðflokka, sem kallaðir era „Kalenjin" og tala skyld tungumál. Kalenjin merkir: „Ég segi ykkur," en þannig hófust fastir útvarps- þættir í ríkisútvarpi Kenýu á 5. áratugnum, sem fjölluðu um þessa þjóðflokka. Síðan hefur þetta orð verið notað sem samheiti um þá. Þetta er dæmi um, hve mörg hug- tök þjóðfélagsins Kenýu era ung. Þau era enn framandi fyrir mörgum Ljósmyndari/Kjartan Jónsson Öldungur við dyr nútímans. Hann er fuUtrúi gamla tímans, gamalla hefða, atvinnuhátta og heiðindúms. Framtíðin er í hðndum æskunnar. Hún gerir sér grein fyrir að mennt er máttur. Hér hjálpa skólabörn tíl við að byggja skólann sinn. Kennslustund. Flestir skólar byrja eins og þessi — undir tréi. í baksýn sést tilbúin skólastofa og önnur $ byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.