Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 7

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 B 7 Morgunblaöiö/Einar Falur Fnilegasti maður þessa íslandsmóts að mati þeirra sem leika gegn honum á knattspyrnuvellinum. Gauti er að- eins tvitugur að aldri og á þvi framtíðina fyrir sér á knattspyrnu- vellinum. Hann komst í Fram-liðið í sjötta leik þeirra á íslandsmótinu og þá sem fastamaöur. Hann hafði áður komið inná í leik liðsins viö Þór en eftir leikinn við FH, þar sem hann var í fyrsta sinn í byrjunarlið- inu, var hann fastur í liðinu og hefur staðið sig mjög vel. Fallið ótrúlega vel inn í leik liðsins og ef hann heldur áfram á sömu braut og í sumar þá verður hann meðal okkar bestu knattspyrnumanna áður en mörg ár eru liðin. Þetta er há- tindur ferils- ins og ólýsan- legur heiður — sagði Guðmundur Torfason besti ieikmaður íslandsmótsins Morgunblaöiö/Júlíus •Guðmundur Torfason í baráttu um knöttinn viö Gunnar Gíslason og Willum Þórsson úr KR. „ÉG ER orðtaus. Þetta kom svo snöggt og ég hef ekki enn áttað mig á þessu. Ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé það svart á hvitu i blöðunum" sagði Guðmundur Torfason, nýkjörinn besti leik- maður íslandsmótsins af leik- mönnum 1. deildar. Guðmundur, sem er 24 ára, skoraði 19 mörk í 1. deild í sumar og hefur aldrei leikið betur. Hann hefur leikið rúmlega 200 leiki með meistara- flokki Fram. „Þetta er hátindur ferilsins og það er ólýsanlegur heiður að vera valinn bestur af leikmönnunum sjálfum. Ég þakka öllum sem kusu mig innilega af öilu mínu hjarta. Þetta er stór hópur kunningja og það voru margir leikmenn, sem stóðu sig vel í 1. deild i sumar, en þeir hafa sameinast um mig. Það sem þeir hafa gert fyrir mig, er ómetanlegt." Hvaða leikur er eftirminnileg- astur í sumar? „Allir leikir eru þýðingarmiklir, en sá eftirminnilegasti? Nei, ég get ekki hugsað núna, þetta var allt saman mikil barátta. Þaö var stór stund, þegar við tryggöum okkur íslandsmeistaratitilinn i síðasta leik, en nýliðnum mínútum gleymi ég aldrei. Ég hef hlotið æðstu viðurkenningu, sem knatt- spyrnumaður getur fengið á ís- landi. Það er og verður eftirminni- legasta stund sumarsins." Hvað er framundan? Atvinnu- mennska? „Mín braut stefnir upp á við. Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um að bæta mig enn betur og stefni að því að komast í landslið- ið. Leikmenn þess sýndu á móti Frökkum að þeir eru verðugir landsliðsmenn og ég óska þeim innilega til hamingju með leikinn. Hvað atvinnumennsku varðar, þá hlýtur það að vera æðsti draum- ur hvers knattspyrnumanns að ná sem lengst í íþróttinni. Hins vegar liggur ekkert á borðinu hjá mér í því efni sem talandi er um enn sem komið er, en ef tækifærið býðst, mun ég hugsa alvarlega um það. í því máli verður engin skyndi- ákvörðun tekin."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.