Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
Þórssigur
- Halldór skoraði fyrsta
markið í deildinni í sumar
AKUREYRARVÖLLUR 1. deild:
Þór-ÍBK 3:2 (2:0)
Mörk Þórs: Halldór Áskelsson á 24. mín.,
Jónas Róbertsson (víti) á 32. mín. og Hlynur
Birgisson á 48. mín.
Mörk ÍBK: Freyr Sverrisson á 60. mín. og
Einar Ásbjörn Ólafsson (víti) á 76. mín.
Gul spjöld: Sigurbjörn Viöarsson, Baldur
Guönason og Siguróli Kristjánsson úr Þór og
Keflvíkingarnir Freyr Sverrisson, Siguröur
Björgvinsson og Jóhann Magnússon.
Rautt spjald: Jóhann Magnússon, ÍBK, var
rekinn af velii í síðari hálfleik fyrir aö sparka
í mótherja.
Dómari: Eyjólfur Ólafsson og dæmdi hann
langt undir getu. Hann er góöur dómari alla
jafna en aö þessu sinni var hann síflautandi
og stoppaði þannig leikinn í tíma og ótíma.
Þá var eins og hann legði Þórsarann Sigur-
björn Viöarsson í einelti í fyrri hálfleik — hann
mátti varla hreyfa sig ööruvísi en dæmt væri
á þaö og tekinn út af í leihlói „til öryggis".
Áhorfendur: 498.
EINKUNNAGJÖFIN
ÞÓR: Baldvin Guömundsson 2. Baldur Guöna-
son 2, Sigurbjörn Viöarsson 3, Nói Björnsson
3, Júlíus Tryggvason 3, Árni Stefánsson 3,
Siguróli Kristjánsson 3, Kristján Kristjánsson
3, Halldór Áskelsson 3, Jónas Róbertsson 4,
Hlynur Birgisson 3, Einar Arason (vm. á 46.
mín.) 3, Siguröur Pálsson (vm) lók of stutt.
Samtals: 32.
ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 2, Siguröur Björg-
vinsson 2, Einar Ásbjörn Ólafsson 2, Gunnar
Oddsson 2, Jóhann Magnússon 2, Freyr Sverr-
isson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Guömundur
Sighvatsson 2, Sigurður GuÖnason 2, Ægir
Kárason 2, Gísli Grétarsson 2, Skúli Jónsson
(vm) 2, Jón Sveinsson (vm) 2.
Samtals: 22.
ÞÓRSARAR unnu sanngjarnan
sigur á Kefivíkingum og hefði sig-
urinn átt að geta orðið mun stærri
eftir gangi leiksins. Þór hafði yfir
2:0 í leikhléi og komst síðan í 3:0
í upphafi seinni hálfleiks. Þórsarar
léku oft mjög vel í fyrri hálfleik og
höfðu leikinn algjörlega í hendi
sér. En Keflvíkingar náðu að skora
tvívegis - þar af síðara markið eft-
ir að þeir voru orðnir einum færri
- en Þórsarar virtust missa áhug-
ann síðari hluta leiksins, eins og
svo oft í sumar.
Kristján og Hlynur áttu báðir
góð marktækifæri áður en fyrsta
mark leiksins kom á 24. mín. Þá
skoraði Halldór Áskelsson sitt
fyrsta mark í deildinni og var það
gullfallegt. Siguróli gaf fyrir frá
hægri, boltinn barst til Halldórs við
vítapunkt og hann þrumaði honum
Texti:
Aðalsteinn Sigurgeirsson
Myndir:
Skapti Hallgrímsson
í netið með vinstra fæti án þess
að Þorsteinn Bjarnason ætti
möguleika á að verja.
Annað markið kom á 32. mín.
Halldór komst þá einn inn fyrir
vörnina og framhjá Þorsteini, sem
sá sér þann kost vænstan að kippa
í fót Halldórs og var vítaspyrna því
umsvifalaust dæmd. Jónas Ró-
bertsson skoráði af miklu öryggi
úr vítinu. Áður hafði Hlynur átt
dauðafæri en skotið í stöng og
Baldvin markvörður Þórs bjargað
vel frá Björgvin Björgvinssyni hin-
um megin.
Það voru ekki nema þrjár mínút-
ur liðnar af síðari hálfleik er Þór
skoraði þriðja markið. Jónas óð þá
upp að vítateig eftir að hafa fengið
boltann frá Nóa við miðlínu vallar-
ins. Er upp að teig kom renndi
Jónas út til hægri á Hlyn sem þakk-
aði fyrir sig og skoraði með föstu
skoti framhjá Þorsteini. Vel gert
hjá Jónasi og Hlyn.
Fyrra mark Keflvíkinga kom á
60. mín. Gunnar Oddsson gaf fyrir
frá hægri og Freyr Sverrisson skor-
aði örugglega af stuttu færi.
Keflvíkingar skoruðu aftur á 73.
mín. Það var Einar Ásbjörn Ólafs-
son sem gerði markið úr víta-
spyrnu sem dæmd var er Árni
Stefánsson brá honum. Árni stóð
utan teigs en teygði sig inn fyrir
þar sem Einar var og braut á hon-
um.
Ekki skapaðist umtalsverð
hætta við mörkin eftir þetta og
sigur Þórs því í höfn. Sigur sem
hefði alls ekki þurft að vera í neinni
hættu en fyrir klaufaskap Þórsara
náðu Keflvíkingar að minnka mun-
inn.
Þórsliðið lék mjög vel í fyrri hálf-
leik en dalaði síöan í þeim síðari.
Leikmenn virðast á köflum ekki
hafa eins gaman af því sem þeir
• Halldór Áskelsson (nr. 10)
skorar fyrsta mark leiksins á
Akureyri — og sitt eina mark
í 1. deildinni f sumar. Þrumu-
skot hans utan úr teig réð
Þorsteinn „gamli“ Bjarnason,
markvörður ÍBK, ekki við.
Knötturinn stefnir f netið
þrátt fyrir tilburði Þor-
steins...
• ... og þá eru það fagnað-
arlætin. Það hlaut að koma
að þvi að Dóri skoraði í deild-
inni í sumar — og Sigurbjörn
Viðarsson og Kristján Krist-
jánsson (til hægri) fagna
honum eftir markið.
eru að gera og æskilegt væri.
Bestur Þórsara eins og oft áður
var Jónas Róbertsson, stór-
skemmtilegur leikmaður. Keflvík-
ingar léku ekki vel að þessu sinni
en með baráttu og viljastyrk náðu
þeir að minnka muninn. Það hefði
þó alls ekki verið sanngjarnt hefðu
þeir nælt í stig. Þess má geta að
í lið þeirra vantaði Valþór Sig-
jjórsson, Ingvar Guðmundsson,
Óla Þór Magnússon og Sigurjón
Sveinsson. Valþór sneri heim til
Keflavíkur í þann mund er hann
var að stíga upp í flugvélina, sem
flutti liðið til Akureyrar, á
Reykjavíkurflugvelli þar sem eigin-
konan var í þann mund að fæða
honum barn!
Knattspyrnulega
séð ekkert sérstakt
- sagði Ingi Björn Albertsson um mótið
„LEIKURINN byrjaði skuggalega
fyrir okkur, fengum á okkur mark
eftir nokkrar mínutur og var það
til að strekkja enn frekar á taug-
unum,“ sagði ingi Björn Alberts-
son, þjálfari og leikmaður með
FH, er hann var spurður um leik-
inn gegn UBK á laugardaginn.
„Leikurinn varð aldrei rishár og
bar merki þess hvað við þurftum
að gera til að halda okkur í deild-
inni og við gerðum það sem þurfti
það er fyrir mestu. Málið var í
fyrsta lagi aö tapa ekki leiknum.
Eg tel FH of gott lið til að falla
niður í 2. deild og það er reyndar
Breiðablik líka,“ sagði Ingi Björn.
— Hvernig finnst þér íslands-
mótið hafa verið í sumar?
„Mér finnst mótið ekkert sér-
stakt knattspyrnulega séð. Enda
kannski ekkert skrítið þar sem
toppmennirnir hverfa eftir hvert
tímabil og alltaf er verið að byggja
upp nýja og nýja menn. En það
er vonandi að þetta breytist og við
fáum þessa menn heim aftur.
Skagamenn hafa fengið Pétur og
hefur hann breytt heilu móti, setti
ekki bara svip á Skagaliðíð heldur
allt mótið. En þetta mót hlýtur að
'vera með meira spennandi ís-
landsmótum sem fram hafa farið.
Það. voru þrír leikir t síðustu um-
feéð sem skipta vérúlegu máli.
svona á þetta að vera.“
— Hvar þjálfar eða leikur Ingi
Björn Albertsson næsta keppn-
istímabil?
„No comment."
• Jim Barron
Framarar
jafnbestir
- segir Jim Barron, þjálfari ÍA
„ÉG GET ekki annað en verið
ánægður með útkomuna hjá okk-
ur í sumar, þó við náðum ekki
fyrsta sætinu í deildinni," sagði
Jim Barron, þjálfari ÍA, í samtali
við Morgunblaðið eftir leikinn
gegn Val.
„Við urðum bikarmeistarar og
höfnuðum í 3. sæti í deildinni, en
þegar á heildina er litið verður að
viðurkennast að Fram hefur verið
jafnbest í sumar og ég óska þeim
til hamingju með íslandsmeistara-
titilinn.
Við lékum ágætlega gegn Val
og að mínu mati áttum við að
sigra, en við gáfum þeim mörk og
því fór sem fór. Allir leikirnir gegn
Val í sumar hafa verið harðir, án
þess að vera grófir, og skemmti-
legir. Við duttum niður í júlí, en
lékum vel í seinni umferðinni og í
bikarnum, en nú eru þessir leikir
að baki og við snúum okkur að
Evrópuleiknum gegn Sporting
Lissabon á miðvikudaginn.“
Svona leikir
eru alltaf erfiðir
- sagði Ásgeir Elíasson
þjálfari Fram sem reiknar
með að vera áfram með liðið
„ÉG ER bara mjög ánægður en
ég viðurkenni að ég var dálítið
taugatrekktur í þessum leik en
ég er ekkert viss um að það hafi
verið meira en gengur og gerist
i leikjum hjá okkur,“ sagði Asgeir
Elíasson þjálfari Fram eftir að
leik þeirra lauk við KR á laugar-
daginn þar sem Framarar
tryggðu sér íslandsmeistaratitil-
inn f knattsþyrnu árið 1986.
„Þetta var erfiður leikur og
svona leikir verða alltaf erfiðir.
Leikurinn bar keim af því hvað var
mikið í húfi fyrir okkur en þetta var
jafn leikur sem hefði getað endað
á hvorn veginn sem var. Það sem
var fyrst og fremst í lagi hjá okkur
var baráttan hjá strákunum. Þeir
voru ákveðnir í að vinna og það
tókst.“
-Voruð þið ekkert trekktir og
hræddir um að sagan frá því í
fyrra myndi endurtaka sig. Að þið
mynduð missa af titlinum?
„Nei, eiginlega ekki. Þetta var
allt öðruvísi í fyrra. Þá lékum yið
frekar il|a síðari hlutann af mótinu
en ég heldaö við höfum teikið frek-
ar jafnt í sumar. Það hafa auðvitaö
komið slakir leikir en engin lægð
hjá liöinu þannig lagað. Bikarleik-
irnir hjá okkur voru betri í ár og
þeir hafa sjálfsagt haft sitt að segja
um við náðum að halda haus í
þetta sinn."
-Ert þú búinn að ákveða hvað
þú gerir næsta sumar?
„Nei ekki er það nú alveg ákveð-
ið en ég geri frekar ráð fyrir því
að ég verði með Framarana
áfram."
-Nú er leikur í Evrópukeppninni
hjá ykkur á þriðjudaginn. Hvernig
leggst það f þig?
„Það leggst vel í mig. Ég þekki
ekkert til þessa liðs sem við erum
að fara að leika við en geri ráð
fyrir að það sé gott. Við vitum í
rauninni ekkert um liðið sem er
vissulega frekar slæmt en við ætl-
um að gera þeim þetta eins erfitt
og við getum hór heima. Ætli við
reynum ekki að kýla á þetta eins
og við getum hér heima og sjá tiJ
síðan hvernig fer,“ sagði Ásgeir
að lokum.