Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Ríðandi smalar á ferð við stuðlabergsklöppina skammt frá Hattinum. tíft við brúkum staf og hest og stefnum fé að réttum í Hólum bíða átekta áður en lagt er í Uppgöngutorfu. Myndir og texti: VALDIMAR KRISTINSSON Frá því að land byggðist er fátt sem ekki hefur tekið breytingnm í bú- skaparháttum enda margar byltingar riðið yfir í þessum efnum. Göngur eða leitir hafa þó staðist þessa tímans tönn betur en annað og er reyndar ótrúlegt hversu lítið hefur breyst á þess- um árhundruðum en skipulegar leitir að fé á afrétti eiga sér lengri ^ sögu en sjálft Alþingi ís- lendinga. yrir skömmu átti ég þess kost að fara í göngur á Land- mannaafrétt þar sem Holta- og Landmenn reka fé sitt á sumrum. Þeir eru reyndar margir í þessum hreppum sem telja það ekki fyrirhafnarinnar virði að standa í þessu og beita fénu frekar á heimahaga enda grösugt í þessum tveimur hreppum. Af þessu hefur leitt að fé hefur farið fækkandi sem rekið er á Landmannaafrétt og var talið að í sumar hafí þar gengið rúmlega 2.000 fjár. En ekki eru allir á sama máli og og telja ýmsir ekki annað koma til greina en reka eitthvað af fénu á afrétt og eru rökin fyrir því tvíþætt. Telja þeir að kjötið af hinum einu sönnu „fyall- alömbum" sé mun betra en af mýrar-, kál- eða vegarkantslömbum og svo hitt að margir telja að held- ur verði tilveran tómleg ef hætt Kristinn fjallkóngur og Kristján yrði að fara í göngur. Einn viðmæl- andi minn sagði að ekki mætti undir nokkrum kringumstæður leggja þennan foma sið niður. Og víst er um það haustgöngur eru fastur punktur í tilverunni hjá mörgum sveitamanninum. Samkvæmt fjallskilareglum á Landmannaafrétt skal íjallferðin heflast föstudaginn í 22. viku sum- ars og eiga 8 menn að sjá um rekstur hrossa í Landmannalaugar en aðrir koma með bílum sem nú gegna veigamiklu hlutverki í göngunum. Þessi dagsetning er samkvæmt gamalli hefð og eftir því sem gangnamenn sögðu þá hefur á flestum afréttum verið vikið frá þessari fomu dagsetningu og göngum verið flýtt. Er Landmanr.a- afréttur því smalaður seinna en afréttir sem að honum liggja. Á fímmtudagskvöld var gangna- hrossum safnað saman á Galtalæk, efsta bænum í Landamannahreppi, og síðan lagt upp morguninn eftir. Satt best að segja leist mér ekki á veðurútlitið, því ég sá fyrir mér misheppnaðar myndatökur í þoku og rigningu. Dumbungsveður var þegar lagt var af stað en Kristinn Guðnason, flallkóngur í Skarði, hafði reyndar sagt við mig í hug- hreystingartón að birta myndi til á laugardeginum við dræmar undir- tektir af minni hálfu. Ekki hafði lengi verið riðið þegar glaðnaði til og bætti þá í vindinn. Fyrsti áningarstaðurinn var við Tröllkonuhlaup á stað sem heima- menn kalla „vírinn" en þar er gamla afréttargirðingin. Frekar hafði ver- ið geyst farið og var greinilegt að rokið hafði hert á rekstrarhestun- um. Skammt frá Tröllkonuhlaupi var beygt af leið og farin svokölluð Dómadalsleið sem heimamenn kalla Landmannaleið. Um fjögurleytið var komið í skál- ann við Landmannahelli sem var væntanlegur gististaður þijár síðustu nætur gangnanna. Var þama áð í góða stund, hestamir sem vora 48 settir í hús og borið fram kaffí og meðlæti. Þegar þama var komið hafði trússbfllinn náð okkur, en með honum vora ráðskon- umar tvær, þær Sigrún Haralds- dóttir á Lýtingasstöðum og Hólmfríður Hjartardóttir á Ketils- stöðum, sem alltaf var kölluð Lilla, að ógleymdum bílstjóranum, Olgeiri Engilbertssyni í Nefsholti. Stuttu seinna kom svo Kristinn ijallkóngur með hey og hluta af trússinum. Næsti áfangi var svo í Landmanna- laugar og var þá riðið í gegnum Dómadal,- yfír Dómadalshraun, framhjá Frostastaðavatni og í „Laugar" eins og þeir gangnamenn kalla Landamannalaugar. Tveir kóngar I ríkinu Hér hefur aðeins verið minnst á einn Qallkóng, en þeir era tveir á Landmannaafrétt. Hvor hreppurinn skipar sinn fjallkóng og er Kristinn fyrir Landmannahrepp, en Pálmi Sigfússon á Læk fyrir Holtahrepp. Margir gætu haldið að óhentugt reyndist að hafa tvo kónga í einu ríki, en samstarf þeirra Kristins og Pálma var með miklum ágætum enda mikilvægt að menn eyði orku sinni í annað en tilgangslaust valda- brölt. Á hveijum morgni funduðu kóngamir um það hvernig best væri að haga hlutum þann daginn og vora þeir snöggir að afgreiða málin. Um sexleytið var komið í Laugar og vora menn og hestar fegnir hvfldinni eftir 70 km dagleið. Tólf hross höfðu verið skilin eftir í Helli, þar sem hesthúsið í Laugum rúmar aðeins 36 hross, en ekki er um neina beit að ræða og hrossum hleypt í vatn einu sinni á dag. í listasmiðju skaparans Að morgni laugardags hófust svo leitimar þegar farið var inn í Jök- ulgil með allan mannskapinn þar sem skipt var í tvennt þegar í gil- botninn kom. Fóra menn ýmist ríðandi eða í bílum inn eftir, en mest mæðir þama á fótgangandi mönnum, þegar eltingaleikurinn við fjallafálumar hefst. Annar hópur- inn fór upp undir Torfajökul og Háskerðing sem er í miðjum Kalda- klofsjökli, en hinn hópurinn fór upp að Hábarmi sem er austur við Jök- ulgil og gengu þeir norður í Norður-Barm, framhjá Kirkjufells- vatni og Kirkjufellsós sem er afréttarmörk Landmanna og Skaft- fellinga. Endaði þessi hópur sína göngu í Kýlingum. Fyrmefndi hóp- urinn smalaði fjöllin vestan við Jökulgil langleiðina í Laugar. Þama gengur leikurinn út á það að koma fénu niður í Jökulgil, þar sem mann- skapur bíður og handsamar kind- umar sem koma niður. Þama gegna hundamir veigamiklu hlutverki og kom berlega í ljós á fyrsta degi að góðir hundar vora með í ferðinni. Flestir af Border Collie-kyni sem era þeirri náttúra gæddir að gelta aldrei að fé. Sagði Kristinn fjall- kóngur að blátt bann væri við því að láta hund gelta þama í giljunum því hætta væri á því að fé sem ekki væri fundið gæti rannið upp í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.