Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Brids Arnór Ragnarsson Hluti safnsins á vikurbreiðunum ofan við Sölvahraun á leið í Áfangagil. Stíft við brúkum staf og hest og stefnum fé að réttum an í pylsuendanum eru heitu laugamar steinsnar frá skálanum. Er það notaiegt fyrir þreytta og svitastorkna gangnamenn að láta líða úr sér í heitu vatninu. Annars var það furðulegt hversu fáir nýttu sér þessa perlu Lauganna. Var það aðallega yngri kynslóðin sem lagði leið sína í heitu böðin. Haldið vestur úr Á öðrum degi voru smalaðir Austur- og Vestur-Reykjadalir, Vandagil, Höfðamir, Suðumámur, Norðumámur, Tjörvafell, Dóma- dalshraun og var féð rekið í girð- ingu á fjalli sem Sáta heitir og er það alveg við skálann í Helli. Þegar hér var komið var ljóst að óvenju vel hafði tekist til við smölun og var búið að smala svæði sem venju- lega vom ekki smöluð fyrr en á þriðja degi. Var þessu þakkað af- bragðsgóðu veðri og svo hinu að óvenju margt manna var í smölun fram á sunnudagskvöld. Höfðu nokkrir komið þama til að taka þátt f göngunum um helgina fyrir einskæran áhuga. Eftir því sem vestar dregur á afréttinum vom hestar meira notað- ir enda landið ekki eins bratt og illt yfírferðar. Vom menn yfírleitt með einn hest hver, þannig að sami hesturinn var ekki notaður tvo daga í röð og er það mikill kostur að þurfa ekki að dragast með hest í taumi sem oft getur verið til traf- ala ef þarf að fara fyrir kind í ijöllóttu landi. Flestir hestamir virt- ust í góðu formi til fjallaferða og smölunar, en þó vom þama leiðar undantekningar og virðist þar því miður of algengt að menn fari með hesta í göngur sem aðeins em brúk- aðir einu sinni á ári. Venjulega em þessir hestar afmyndaðir af fítu þannig að hvergi er hægt að fínna fyrir beinum í þeim nema þá helst á fótunum. Mikið reynir á hestana í erfíðri smalamennsku og undrast maður hversu þolgæði fslenska hestsins er mikið. Virðist sem þol þeirra og geta aukist eftir því sem lengra er riðið, þó innan skynsam- legra marka. Á þriðja degi vom smalaðir Hnausar, Dyngjur norðan við Loð- mund, sem einnig var smalaður og Herbjamarfell sem er norðvestan við Loðmund. Þetta fé var einnig rekið í girðinguna við Helli og var fénu farið að íjölga þannig að heyra mátti jarminn frá fénu fram eftir kvöldi, sem óneitanlega jók á smöl- unarstemmninguna. Á §órða degi var smalað frá Krakkatindi niður Krókagiljabrúnir að sunnan og að norðanverðu við Helliskvísl vom smalaðar Sauðleys- ur, Hrafnabjörg, Lambfítarhraun, Kvistar og var féð sem þama náð- . ist rekið að girðingunni við Áfnaga- gil sem er sunnan í Vakafelli, en þar var féð réttað á fímmtudegi. Ekki var látið hér við sitja heidur var farið í svokallaða Bjalla sem em á milli Heklu og Ytri Rangár og var féð sem þar náðist rekið inn hjá „vímum" sem minnst var á í upphafí og því síðan ekið upp í Áfangagil. Að öllu jöfnu hefurþetta Afrakstur mánudagsleitarinnar rekinn yfir Helliskvfsl yfir i Sátu. Ærnar og lömbin komin ofan i Jökulgil og bíða þess að verða handsömuð og sett á kerruna. Landmannahelli eitt árið og síðan í Áfangagili. Koma bændur með grindur og staura og er réttin byggð á einu augabragði. Þegar bændur hafa svo hirt fé sitt er réttin tekin niður. Ástæðan fyrir því að ekki er rekið niður í Landrétt er sú að ófært þykir að reka féð yfír vikur- inn sem féll í gosinu ’80 á Sölva- hraun og næsta nágrenni. Einnig þykir tímafrekt að reka féð svo langa leið. Ekki em allir sáttir við þetta fyrirkomulag og þykir mörgum sem öll réttar stemmning sé úr sög- unni, en hér áður fyrr var bæði sungið og dansað í Landrétt. Sér- staklega er það eldra fólkið sem saknar stemmningarinnar í Land- rétt. Ekki er útséð með hvemig verður staðið að þessum málum en líklegt þykir að áfram verði réttað upp á afréttinum. Féð er flutt á bflum og vögnum til byggða og flest lömbin flutt beint til slöktunar. Að loknum leitum vom menn almennt ánægðir með hvemig til tókst og var fullyrt að sennilega hafí aldrei tekist jafnvel með smöl- un afréttarins. Þessar fímm kindur sem töpuðust við Jökulgilið reynd- ust vera af Rangárvöllunum og komu þær fram í seinni leit hjá Rangvellingum. Heimtur vom góð- ar og töldu leitarmenn sig ekki vita um neinar kindur sem töpuðust aðrar en þessar fímm. Þetta var harðsnúið lið sem fór á afréttinn að þessu sinni og greini- legt að ekki vantaði metnaðinn, þvf iðulega kom fyrir að farið var í leit á kvöldin eða seinnipart dags eftir að smölun dagsins lauk. í eitt skipt- ið fundust ellefu kindur og komu þessir vösku smalar í náttstað um ellefuleytið. Kvenþjóðin lét sitt ekki eftir liggja og telst mér til að þær hafí verið fimm að ráðskonunum meðtöldum, sem einnig tóku þátt í smölun. Bílar vom notaðir mikið og vom tveir ávallt tiltækir til flutn- inga á fé þar sem ekki vom aðstæður til reksturs og einnig lat- rækt og uppgefið fé. Talstöðvar vom mikið notaðar við smölunina og vom þá margir smalanna með labb-rabb stöðvar auk þess sem talstöðvar vom í öllum bílunum. Var að þessu mikið hagræði sem sparaði mörg sporin. Góður mórall ríkir ávallt í göngum og á kvöldin er slegið á létta strengi en þó kom það mér á óvart að ekkert var sungið fyrr en síðasta kvöldið í Helli. Vín sást vart á nokkmm manni að undan- skildu síðasta kvöldinu, enda var þá ærin ástæða að fagna velheppn- uðum göngum. Kveðskapurinn var töluvert stundaður og var þar fremstur í flokki Þórður Guðnason í Köldukinn sem þuldi upp heilu rímnabálkana og vísur eftir sjálfan sig og aðra. Var talið að hann hafí mælt meira í bundnu máli en óbundnu þann tíma sem hann var á afrétti. Fyrirsögnin á þessari grein er t.d. fyrri partur á einni vísunni af mörgum sem varð til í þessari ævintýraför. Margar góðar sögur heyrði maður úr leitum fyrri ára, því aldrei er farið á fjall að ekki gerist eitthvað skoplegt sem lifir í minningunni. Ekki verða þær sagðar hér en við hæfí er að þakka þeim ágætu samferðamönnum sem ég kynntist fyrir ógleymanlega ferð og kannski ekki sist þeim sem gerðu mér kleift að láta gamlan draum rætast. svæði verið smalað á fímmtudegin- um, en þar sem allt hafði gengið vel fyrir sig og skammt liðið á dag- inn, þótti sjálfsagt að létta á fímmtudeginum með því að smala þetta svæði. Að síðustu var svo smalað úr girðingunni við Helli og féð rekið í Áfangagil og þá um leið var smalað Valafellið og Sölva- hraun. Réttir í Áfangagili Allt fram til ársins 1980 var rétt- að í Landrétt en eftir Heklugosið í ágúst þetta ár hefur verið réttað í Siggi söðlasmiður og Óli á Ketilstöðum, ómissandi menn á afréttin- um, búa sig undir að svífa á fjallafálurnar. Guðni yngri í Skarði gætir þess að einn af hundunum geri engan óskunda. Bridsfélag Reykjavíkur Á síðara keppniskvöldinu í Hausttvímenningi BR náðu Jón Hjaltason og Hörður Amþórsson mjög góðu skori eða 412 stigum (meðalskor 312) og dugði það til yfírburðasigurs í mótinu. Páll Valdi- marsson og Magnús Ólafsson unnu hinn riðilinn með 390 stigum. Loka- röð efstu para varð: Jón Hjaltason — Hörður Amþórsson 740 Helgi Ingvarsson — Gissur Ingólfsson 685 Böðvar Magnússon — Þorfinnur Karlsson 685 Sigurður B. Þorsteinsson — Guðni Þorsteinsson 682 Páll Valdimarsson — Magnús Ólafsson 671 Þorgeir P. Eyjólfsson — Helgi Jóhannsson 668 Kristján Blöndal — Jónas P. Erlingsson 661 Næsta miðvikudag hefst Aðal- sveitakeppnin. Tilkynnið þátttöku til Sigurðar B. Þorsteinssonar í síma 622236 en þegar em 14 sveitir skráðar til leiks. Tafl- og Bridsklúbburinn Fimmtudaginn 2. október hófst 4 kvölda hausttvímenningur klúbbsins. Spilað var í tveimur 12 para riðlum. Hæstu skor hlutu þess- ir: A-riðilI Þórður Jónsson — Gunnar K. Guðmundsson 200 Daði — Guðjón 189 Ipgólfur Böðvarsson — Sigríður 186 ívar — Reynir 184 Hermann Erlingsson — Eymundur Sigurðsson 181 B-riðill Jacqui Mcgreal — Þorlákur Jónsson 196 Sigfús Ö. Ámason — Friðjón Þórhallsson 182 Gfsli Tryggvason — Guðlaugur Níelsson 181 Reynir Á. Eiríksson — Sigtryggur Jónsson 180 Jón I. Bjömsson — Kristján Lilliendahl 175 Meðalskor 165. Spilarar em beðnir að mæta stundvíslega svo keppni sé lokið á kristilegum tíma. Við byijum kl. 19.30. Athygli skal vakin á því að skrán- ingu í Landstvímenning þann 16. október innan TBK skal vera lokið á fimnmtudaginn næsta, 9. október. Við skráningu taka Gísli í síma 34611 og Anton í síma 651714. Svo sjáumst við hress við græna borðið. Hjónaklúbburinn Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað er í þremur 14 para riðlum. Úrslit sl. þriðjudag: A-riðUl Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 182 Edda Thorlacius — Sigurður ísaksson 175 Svava Ásgeirsdóttir — • Þorvaldur Matthíasson 174 Friðgerður Benediktsson - Jón ísaksson 169 B-riðill Erla Siguijónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 194 Ásthildur Sigurgísladóttir — LámsAmórsson 175 Kristín Guðbjömsdóttir — Bjöm Arnórsson 174 Ámína Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 162 C-riðill Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 175 ' Sigríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson 171 Guðrún Reynisdóttir — Ragnar Þorsteinsson 167 Elín Jóhannsdóttir — Sigurður Siguijónsson 165 Meðalskor 156.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.