Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 29
SJ Urvals norskir tog- og snurpuvírar frá A scanRo, Júlíus Skúlason skip stjóri á skuttogaran- um Hegranes frá Sauðárkróki notaði togvírana frá Scan- Rope í 14 mánuði. Tók vírana þá í land og notar nú í grand- ara. Að fenginni góðri reynslu hefur Júlíus ákveðið að nota ein- göngu víra frá 4 ScanRope íframtíðinni. Ananaustum, GrandagarAi 2, afmi 28855. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Af hverju er umframmjólk- in ekki seld á lægra verði? Tvítug Ghana-stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, frímerkjum, póstkortum o.m.fl.: Emml. Baah jnr., Golden Home Club nr. 1, P.O.Box 295, Tarkwa, Ghana. Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, lestri, frímerkjum, matargerð: Kazuyo Maruyama, 2-403 Tsuto-hozhu-cho 11-chome, Nishinomiya-shi, Hyog, 663 Japan. Sænsk 35 ára kona, enskukenn- ari, vill skrifast á við 25-40 ára íslenzkar konur. Áhugamálin eru margvísleg. Kveðst geta skrifað á ensku og þýzku auk sænsku: Ingrid Rahe, Nordostpassagen 25, S-41311 Göteborg, Sverige. Átján ára Ghana-stúlka með áhuga á íþróttum, dýrum, tónlist, frímerkjum, Qölmiðlum, póstkort- um o.fl.: H. Agyeman, Golden Home Club nr. 5, P.O.Box 295, Tarkawa, Ghana. Hagbarður skrifar: Annað slagið heyrir maður í fjöl- miðlum nefnd hugtök eins og fullvirðisréttur, fullvirðismark, bú- mark o.sv.frv. þegar fjallað er um málefni landbúnaðarins í dag. Fýrir þá sem að mestu standa utan við þessa umræðu er ekki alltaf svo auðvelt að átta sig á öllum þessum nýyrðum, sem upp hafa verið tekin í tengslum við stjóm á framleiðslu búvara, nú á allra síðustu árum. Undirritaður þykist þó vera nokkuð viss um að orðið fullvirðis- réttur í landbúnaðarframleiðslu eigi við það magn mjólkur sem hverjum bónda er úthlutað og þá um leið tryggt að hann fái fullt verð fyrir. Þá mjólk, sem bóndinn síðan fram- leiðir umfram þennan fullvirðisrétt og leggur inn hjá viðkomandi mjólk- urbúi, fær hann því sáralitið greitt fyrir. Ekki er undirrituðum að fullu kunnugt um hversu mikið bændur fá fýrir innlagða mjólk umfram fullvirðisrétt sinn, en telur sig þó hafa séð eða heyrt að sú upphæð nemi ekki nema einhvers staðar á bilinu 15—25% af raunvirði mjólk- urinnar. Heyrst hefur af bændum sem heldur vildu henda þessari umframframleiðslu sinni en að leggja hana inn til mjólkurbúanna fyrir nánast ekkert verð og lái þeim það hver sem vill, en til slíks mun helst vera gripið er líða tekur á hið svokallaða verðlagsár, sem heQast Orðsendinga til áskrif- enda tímaritsins Mannlífs í Velvakanda Morgunblaðsins hinn 2. október sl. er að finna nafn- laust bréf frá einum hinna 9.400 áskrifenda að tímaritinu Mannlífi. Viðkomandi áskrifandi kvartar yfir því, að sent var út bréf til þeirra áskrifenda, sem voru í vanskilum við tímaritið, og þeir beðnir að gera skil á áskriftargjöldum. í þessu sambandi óskar undirrit- aður eftir því að koma eftirfarandi á framfæri við Velvakanda: Mannlíf mun nú vera útbreiddasta tímarit, sem út hefur komið á íslandi frá upphafi. Upplag ritsins er nú 17—18 þúsund eintök, og áskrif- endur eru um 9.400 talsins. Langflestir áskrifendur hafa greitt áskriftargjöld sín skilvislega, en alltaf eru nokkrir, sem draga greiðslur, sumir lengur en góðu hófí gegnir. Þessum síðamefnda hópi var sent bréf, þar sem óskað var eftir því að skil yrðu gerð sem fyrst. — Bréfið átti aðeins að fara til þeirra, sem voru í vanskilum. Þó var tekið fram í bréfinu, að væri um mistök að ræða, væru við- komandi beðnir velvirðingar á þeim, og þeir jafnframt beðnir að hafa samband við innheimtudeild Mannlífs, til að unnt yrði að leið- rétta þau. Nokkrir áskrifendur höfðu samband við innheimtudeild- ina vegna slíkra mistaka, og voru þau öll leiðrétt og viðkomandi beðn- ir velvirðingar á þeim. Velvakandabréfið ber það ekki með sér, hvort hinn nafnlausi áskrifandi að Mannlífi, hafði greitt áskriftargjaldið skilvíslega, áður en bréfið barst. En sé gert ráð fyrir því að svo hafi verið, þá er viðkom- andi væntanlega þegar búinn að fá leiðréttingu sinna mála ásamt af- sökunarbeiðni frá innheimtudeild- inni. Hafi viðkomandi verið jafn ánægður með Mannlíf frá upphafi og fram kemur í bréfinu í Velvak- anda, ætti innheimtuáminningin því varla að gefa tilefni til uppsagnar, hvað þá til blaðaskrifa um málið. Viðkomandi er á hinn bóginn vel- kominn á ný í hóp áskrifenda að Mannlífí, hvenær sem er. Virðingarfyllst, f.h. timaritsins Mannlífs, Anders Hansen, útgefandi. enna- vinir mun 1. september ár hvert, en áður en að þeim degi kemur mun kvóti margra vera uppurinn og meira en það. Það virðist samt vera ljóst að þeir bændur sem telja slíkt raun- hæfasta leikinn í stöðunni, eru aðeins brot af heildarfjölda þeirra mjólkurframleiðenda sem í um- framframleiðslu lenda, því verð- skerðing á innlagðri mjólk á árinu 1984/1985 mun hafa numið meira en 16.000.000. króna. Ekki hefur undirritaður rekist neins staðar ennþá á áætlaðar sam- bærilegar tölur fyrir verðlagsárið 1985/1986, en vel mætti ætla að þær yrðu hærri að krónutölu ef framleiðslan hefur ekki minnkað. Þess vegna vaknar nú sú hin stóra spuming um það hvað varð og verð- ur um þessar rúmlegu 16.000.000. króna. Ekki trúir undirritaður því að mjólkurbúin helli niður þessari mjólk sem berst til þeirra umfram fullvirðisréttinn, því varla er hún neitt síðri að gæðum en sú mjólk sem bændum er greitt fyrir að fiillu samkvæmt þessum reglum. Og sem neytandi á almennum markaði hef- ur undirritaður ekki orðið þess var að honum stæði þessi umframmjólk til boða á lægra verði, og er þó vart við öðru að búast en að það hefði spurst fljótt út ef einhver stað- ur væri með til sölu mjólk með um eða yfir 75% afslætti. Telur han því víst að slík kostaboð hafí ekki átt sér stað. Og ekki er heldur líklegt að 16.000.000. króna taki upp á því að gufa upp rétt si svona, því hlyti einhver að taka eftir. Það hefur stundum verið rætt um milliliði, sem myndast hafa á milli framleiðenda í landbúnaði og hins almenna neytanda á þéttbýlis- svæðum landsins. Eru það þeir sem hagnast á þessu öllu saman? Getur það verið að bændur telji sjálfsagt að rétta þessum aðilum, eða hveij- um þeim sem þessi óhjákvæmilegi hagnaður lendir hjá, slíkar upphæð- ir í hendur. Sem neytanda og þá um leið þess sem endanlega greiðir fyrir þess vöru sem framleiðandinn leggur til á svo lágu verði, þætti undirrituðum vægast sagt réttast og eðlilegast að hún skilaði sér eins og til er stofnað í upphafi, til hans. Með þessum orðum er ekki verið að áfellast orsökina fyrir því að þessi mismunur skapast, þ.e. stjóm- un á framleiðslu landbúnaðaraf- urða, því sjálfsagt á hún rétt á sér, heldur það að þessi ódýra mjólk skuli ekki skila sér til neytenda, og þá t.d. í formi beinna verðlækkana eða aukinna niðurgreiðslna, sem næmi þessum íjárhæðum. Fróðlegt væri að heyra frá einhveijum sem til þekkir um þetta mál, hvort það er í raun svona vaxið. Og hvað fínnst bændum? Telja þeir söluaðila sína svona illa stadda fjárhagslega að nauðsynlegt sé að rétta þeim í hendur þetta fjármagn, nánast á silfurbakka, og meira að segja án nokkurrar fyrirhafnar eða frekari þjónustu af þeirra hálfu? VISAVIKUNNAR | Bandalag.jafnaðarmanna lagt niður á sögulegum fundi i nótt: Þingmenn BJ í Alþýðuflokkinn] I næiilu alþingmkiwningar, og aU-fnal á þnðjn aælið Talið cr að <iuð-T munður muni laka þitt I pnSfhjön I flnkkaina I Ri'ykjancakýmlæmi " Guðmundur Torfason ferl Skín í bera þingmenn þijá þunnan gegnum kjólinn. Hugsjónunum flýja frá fyrir von um stólinn. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.