Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Helgafell í Helgafellssveit. Morgunblaðið/Benedikt Jónsson. Rætt viðhjónin Hin- rik Jóhannsson og Ragnheiði Þorgeirs- dóttur og son þeirra Hjört, öllbúsettá Helgafelli íHelga- fellssveit Helgafell — óskastaður Upp undir hvelfing Helgafells hlýlegum geislum stafar; frænda sem þangað fór í kvöld fagna hans liðnir afar; Situr að teiti sveitin öll, saman við langeld skrafar meðan oss hina hremmir fast helkuldi myrkrar grafar. Það er hlýleg mynd sem Jón Helgason prófessor dregur upp, í kvæði sínu „Áföngum", af komu Þorsteins þorskabíts inn í Helgafell en hann og faðir hans, Þórólfur Mostrarskegg, trúðu því að þangað myndu þeir og ættmenn þeirra fara eftir dauðann. í Eyrbyggju segir svo: Þórólfur kallaði Þórsnes milli Vigra§arðar og Hofsvogs. í því nesi stendur eitt fjall. Á því fjalli hafði hann Þórólf- ur svo mikinn átrúnað, að þangað skyldi enginn óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það ijall kallaði hann Helga- fell og trúði, að hann myndi þangað fara, þá er hann dæi, og allir á nesinu hans frændur. Helgafell er lágt klettafell úr blá- grýti, ávalt að vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan. Af því er mikið og fagurt útsýni um allan Breiðafjörð. Uppi á fellinu er lítil tótt, hlaðin úr hellugtjóti, sem sagt er að sé rúst af kapellu munk- anna í Helgafellsklaustri. Klaustur stóð að Helgafelli frá 1184, er það var flutt þangað frá Flatey á Breiðafirði, og fram um miðja sext- ándu öld. Talið er víst að Guðrún Ósvífurs- dóttir sé grafín að Helgafelli, en hún skipti á þeirri jörð og Sælings- dalstungu við Snorra goða. Ef gengið er frá leiði Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur norður frá Helgafells- kirlq'u, upp að tóttinni uppi á fellinu, ekki litið aftur né talað orð á leið- inni, mega menn óska sér þriggja óska. En þess verður að gæta að snúa í austur þegar óskimar era bomar fram og eins að segja ekki neinum frá þeim, annars rætast þær ekki. Þetta segir þjóðtrúin um Helgafell. Það er staðarlegt að líta heim að Helgafelli. Þar búa Hinrik Jó- hannsson og Ragnheiður Þorgeirs- dóttir sem setið hafa kirkjujörðina Helgafell um áratugaskeið og sonur þeirra Hjörtur og kona hans Krist- rún Guðmundsdóttir, en þau hafa nú tekið við öllum búskap þar. Þeg- ar blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð á þessum slóðum fyrir skömmu hitti hann fólkið á Helga- felli að máli. Að sögn Hinriks bónda er Helgafell landmikil jörð, liggur að sjó og fylgja henni nokkrir hólm- ar og stór eyja, Örfírisey. Vegna flæðihættu hefur löngum verið erf- itt að vera með fé á Helgafelli og því fóra þau hjón Hinrik og Ragn- heiður að stunda kúabúskap árið 1943, sjö áram eftir að þau hófu búskap á föðurleifð Ragnheiðar. Hinrik er fæddur á eyðibýlinu Drápuhlíð en ólst upp á hinu gamla höfuðbýli Hofstöðum. Mjólkina seldu þau hjón til Stykkishólms en þá vora um sex til sjö hundrað manns í Hólminum. Afí og amma Ragnheiðar fluttu að Helgafelli árið 1888 frá Hofstöðum. Þau hjón, Hinrik og Ragnheiður eiga sjö böm og hafa að auki alið upp einn dóttur- son sinn. Að sögn Ragnheiðar hefur ekki setið prestur á Helgafelli síðan árið 1859. Ólafur H. Thorberg sat síðastur presta á Helgafelli. Nú er séra Gísli Kolbeins prestur í Helga- fellssveit, hann situr í Stykkishólmi. Hér áður komu menn ríðandi til kirkju og þá tíðkaðist að allir kirkju- gestir fengju kaffí en nú sagði Ragnheiður að öldin væri önnur, allir koma á bílum og orðið fremur fátítt að fólk komi í kaffi eftir messur miðað við það sem áður var. Þegar Ragnheiður var að alast upp sagði hún að Helgafellið hefði skipað veglegan sess í hugarheimi hennar og fólksins á bænum. Þá kom margt fólk til að ganga á fell- ið rétt eins og nú, fólk kom þá á skipum í Stykkishólm, fékk hesta í Hólminum og kom ríðandi heim að bænum en gekk síðan á fellið og óskaði sér. En þó tímamir breyt- ist og nýtt fólk komi í heiminn er fólk síður en svo hætt að óska sér, þau hjón sögðu að geysilega margt fólk hafí komið í sumar, varla gæti heitið að fellið hefði verið mann- laust í allt sumar. Þau kváðu suma ganga upp frá bílaplani nokkuð frá bænum en aðrir kæmu heim og gengju upp frá leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur fyrir ofan kirkju- garðinn og þannig yrði það að vera ef nokkur von ætti að vera til að óskimar rættust. Þau hjón hafa hvorugt óskað sér neins á Helgafelli. Fyrir því er ein- fold ástæða, þau vora bæði svo lítil þegar þau gengu á fellið fyrst að þau muna ekki eftir því og höfðu ekki vit á að óska sér neins, en þetta með óskimar gildir bara í fyrsta skipti sem fólk gengur á fell- ið. Sömu sögu er að segja um böm þeirra hjóna og suma nágranna, þau töpuðu tækifærinu til að óska sér með því að fara bamung í beijamó og þess háttar upp á fellið. Utlendingar ku oft gera sér ferð vestur að Helgafelli til að ganga á Hinrik og Ragnheiður ásamt sonum sínum tveimur, Hirti, sem stendur fyrir ofan þau, og Gunnari, sem stendur lengst til vinstrí, næst honum stendur unnusta hans, Benedikta Guðjónsdóttir. Börnin tvö eru Ragnheiður og Guðmundur börn Hjartar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.