Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 22
fl:*H<Ynrn 3 «nn*nTmr/TT? rrtriA wT/inrnmw MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 - Ingvar Valdimarsson, flugstjórí i þessarí ferð, Sigurður og Eanes, við TF-DUA áður en lagt var af stað. Afmælis veisla- fallhlífárstökksins FALLHLÍFARSTÖKK þykja ekki í frásögur fær- andi í dag, en þótt undarlegt megi virðast eru ekki nema 20 ár síðan fyrsti íslending- urinn henti sér út úr flugvél með fallhlíf á bakinu. Það var Agnar Kofoed Hansen, sem beitti sér fyrir því að árið 1966 var fenginn maður frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli til að kenna tíu knáum Flugbjörg- unarsveitarmönnum úr Reykjavík þessa íþrótt. Svo skemmtilega vildi til að Stewart Eanes sem kenndi þessum hópi var staddur hér á landi í síðustu viku og féllst á að taka þátt í e.k. afmælisveislu fallhlífa- stökksins. Sigurður Bjark- lind dreif hann um borð í TF-DUA, sem flaug með þá yfir Reykjavík og svo var stokkið. Að sjálfsögðu var ljósmyndari Morgunblaðsins í vélinni og tók hann þessar myndir. Sigurður var 18 ára þegar Eanes kenndi honum að stökkva, og hefur ekki linnt látum síðan. Er hann sá einu úr nemendahópnum sem enn stekkur í fallhlíf. Það var ein- mitt TF-DUA sem notuð var við þjálfunina á Sandskeiði, og veittu eigendur hennar góð- fúslegt leyfí fyrir því að hún yrði farkostur afmælisges- tanna. Eanes er enn tengdur hernum, vinnur nú við að pakka fallhlífum og heldur sér við með því að stökkva af og til. Sumar bakteríur eru nefni- lega harðgerðari en aðrar... Siguröur Bjarklind á Sandskeiði fyrir 20 ánun. Þau eru orðnar margar flugferðirnar sem Sig- urður hefur faríð með fallhlíf á bakinu síðan þá. Goldie Hawn er margt til listanna lagt — Stendur sig vel sem þjálfari liðs í amerískum fótbolta GOLDIE Hawn er aftur komin á stjörnuhimininn, nú sem þjálfari hjá fýldum, þrekvöxnum óþokk- um f liöi í amerískum fótbolta í grínmyndinni Wildcats, sem nýt- ur geysimikilla vinsœlda f Bandaríkjunum. Ameríski fótboltinn er ein vin- sælasta íþróttin vestan hafs. Leikflétturnar, óskiljanlegt tungu- mál leikmannanna og hin gífurlega mikla harka er það sem fólkið vill. En Goldie vissi ekki um hvað íþrótt- in snerist fyrr en farið var að undirbúa töku kvikmyndarinnar. Hún fór að fylgjast með leikjum LA Raiders, lærði reglurnar og kynnti sér helstu leikfléttur. Þá fór hún að taka þátt í æfingum undir stjórn John Sanders, sem er fyrr- verandi atvinnumaður í leiknum. „Það var ekki nóg fyrir Goldie að læra reglurnar," sagði Sanders. „Hún varð að ná fullkomnu valdi á leiknum, stjórna og ákveða leik- flétturnar og læra tungumálið, sem tilheyrir. En hún var fljót að tileinka sér leikinn enda vel til þess fallin." Þar átti hann við, að reynsla henn- ar í dansi var ómetanleg. Það næsta sem Goldie hafði komist íþróttum var að stjórna hvatningarhrópum á hornabolta- leikjum, þegar hún var í skóla. „Nú ber ég mikla virðingu fyrir amerísk- um fótbolta," sagði Goldie. „Þar er mikil samvinna, sem skiptir allt- af miklu máli, hvort sem það er i Strákarnir í ameríska fótboltanum eru venjulega þyngri og sterkari en gengur og gerist og munar ekki um að halda á einni Goldie. Fjölskyldan Cosby eins og við íslendingar þekkjum hana úr sjónvarps- þáttunum um „Fyrirmyndarföður“. „Bill er frábær pabbi“ sagði Keshia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.