Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Af Anheuser-fjölskyldunni og framleiðslu hennar Ánægðir með vínsmekk íslendinga Grein/Myndir: Anna Bjarnadóttir eldri, sér um útflutning og kynning- arstarf en Hubertus um vínfram- leiðslu. Birgit, systir þeirra, býr í Miinchen og hefur lítinn áhuga á vínviðskiptum. Tilviljun að vínin fást á Fróni Anheuser og Fehrs eiga mest viðskipti við Bandaríkin en ísland er ótrúlega stór viðskiptaaðili. Við- skiptin komust á fyrir fullkomna tilviljun. Sigurður Tómasson, um- boðsmaður fyrirtækisins, rakst á nokkrar auglýsingar frá vínútflutn- ingsfyrirtækjum í hollensku blaði fyrir um tuttugu árum og hafði samband við þau. Honum leist best á svarið sem barst frá Anheuser og Fehrs og gerðist umboðsmaður þess á íslandi. „Þetta bytjaði nú í smáum stíl,“ sagði hann í símtali, „en jókst mikið fyrir flórum til fímm árum. Ég var svo heppinn að hitta á eitt besta fyrirtækið þama fyrir algjöra tilviljun." Herbert Anheuser lítur á vínþrúgur á vínekrum Anheuser-fjölskyldunnar. Við samanburð á vínum er rétt gefinn botnfyllir i glösin, vínin eru brögðuð og afganginum hellt í stóra könnu á borðinu. „Við notum afgangsvínin til að elda með,“ sagði Herbert Anheuser hlæjandi. Anheuser Liebfrau- milch selst eins og heit- ar himmur í „Ríkinu“ „Leiðin til að læra að meta þýsk vin er að hætta að drekka Liebfraumilch,“ segir i Hugh Johnson’s Wine Companion, vínuppsláttarbókinni góðu. Þýsk hvítvín hafa orð á sér fyrir að vera sæt og jafnvel væmin. Þurr og hálfþurr vín eru i tisku og margir fussa við Liebfraumilch og þýskum vínum yfirleitt. En ekki Islendingar. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins seldi 168.058 litra af Liebfraumilch Anheuser í fyrra, en það er bara ein af sex Liebfraumilch-tegund- um sem einokunarverslunin er með á boðstólum. AIls seldust 678.358 litrar af hvitvíni hjá versluninni árið 1985. Þar af voru 404.910 lítrar Rínar- og Móselvín. 47% þess magns kom frá vestur-þýska vínútflutnings- fyrirtækinu Anheuser og Fehrs i Bad Kreuznach við ána Nahe. Afkomendur Augusts E. An- heusers reka það og stunda auk þess vínyrkju og -framleiðslu. Þeir eru ánægðir með vínsmekk Islendinga, segja að þeir kunni að meta góða Liebfraumilch þeg- ar þeir bragða það. Vínakrar svo langt sem augað eygir Anheuser-fjölskyldan stundaði enn venjulegan landbúnað með vínyrkjunni þegar Herbert Anheus- er, sá bræðranna tveggja sem sér um söluhlið Anheuser-fyrirtækis- ins, var að alast upp snemma á sjötta áratugnum. Hún er nú alveg hætt kvikfjárrækt og vínframleiðsla er hennar „lifíbrauð". Hún ræktar vínþrúgur á sólríkum ökrum í Na- he-dalnum og í nágrenni hans, en Nahe er eitt af 11 vínræktarsvæð- um Vestur-Þýskalands. Áin Nahe fellur í Rín sunnan við Koblenz og vestan við Mainz. Dalur- inn er lítilfjörlegur f samanburði við Rínar- og Móseldalina en fallegur. Áin fellur hægt í gegnum hann og vínakrar teygja sig upp hlíðamar. Hann er úr alfaraleið og því róleg- ur. Bad Kreuznach er stærsti bærinn í dalnum. Hann er aldagam- all heiisustaður með gufur og geisla, sölt og böð sem eru sögð vera allra meina bót. Anheuser-flölskyldan framleiðir sín vín, tappar á, merkir og geymir flöskumar í virðulegri byggingu í útjaðri bæjarins. Hún er gamalgró- in „vínfjölskylda" í Nahe og á þar alla bestu blettina. Vínökmnum var skipt árið 1888 og nú yrkja fyrir- tækin Paul Anheuser og August E. Anheuser um 60 hektara hvort. I þessari grein er ávallt átt við af- komendur Augusts Anheusers þegar talað er um Anheuser fjöl- skylduna af því að það em þeirra vín sem falla Islendingum svo vel í geð. Fjórði ættliður tekinn við August Anheuser var 24 ára árið 1869 þegar hann ákvað að stofna vínútflutningsfyrirtækið Anheuser og Fehrs með vínkaupmanninum Adolf Fehrs. August missti foreldra sína ungur og ólst upp hjá Bech- told Anheuser, afa sínum, sem átti ógrynni lands og stundaði vínrækt með öðm. Hann dvaldist langdvöl- um hjá frændfólki sínu í St. Louis í Bandaríkjunum, en Eberhard An- heuser, forfaðir hans, stofnaði Anheuser-Busch-ölgerðarhúsið sem er þekkt fyrir bandaríska bjórinn Budweiser. August var því vel kunnur vínframleiðslu og hafði góð sambönd í Bandaríkjunum þegar hann fór út í eigin vfnviðskipti. Adolf Fehrs lést árið 1902 og August varð einn eigandi fyrirtæk- isins. Hann lést þremur ámm seinna og August, sonur hans, tók við. Hann hafði viðskiptamenntun og sá um sölu fyrirtækisins í Banda- ríkjunum, eins og faðir hans hafði gert. Hann kynntist eiginkonu sinni, Stellu Nicolaus, hjá Anheus- er-Busch-fjölskyldunni í St. Louis, hún var einnig af ölgerðarfólki kom- in. Þessi góðu tengsl í Bandaríkjun- um komu Anheuser og Fehrs mjög vel. Velta fyrirtækisins á Banda- ríkjamarkaði var um milijón dollar- ar á ári þegar fyrri heimsstyijöldin braust út. Þá hmndi markaðurinn f Bandaríkjunum og bannárin eftir stríðið bættu ekki úr. En August gafst ekki upp. Hann lét vínræktina til sín taka og bætti við sig landi í kringum Bad Kreuznach. Hann reyndi aftur fyrir sér í Bandaríkjunum eftir að áfengis- banninu var aflétt 1930 og var kominn vel á veg þegar heimsstyij- öldin síðari skall á. Hann lést árið 1939 og lifði því ekki hörmungar stríðsins. Ekkja hans og Herbert, eldri sonurinn, héldu fyrirtækinu gangandi eftir besta megni en lét- ust bæði um stríðslok. Egon, yngri sonurinn, var þá 33ja ára. Hann tók við fyrirtækinu í rústum og byggði það upp. Veiðar em líf hans og yndi og hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir vestur-þýska veiðimannasambandið og önnur veiðimannafélög í áraraðir. Hann er virtur þorgari í Rheinland-Pfalz. Kona hans er dóttir Seitz flölskyld- unnar sem er heimsþekkt fyrir Seitz-vínkjallaratæki og -pressur. Synir þeirra hjóna hafa nú tekið við rekstri beggja Anheuser-fyrir- tækjanna, August E. Anheuser og Anheuser og Fehrs. Herbert, hinn Eftirlit með vínframleiðslu i Vestur-Þýskalandi er nokkuð strangt og hneykslismál á við vínskandalana í Austurríki og Ítalíu eiga ekki að geta komið fyrir. Vínunum er skipt í tvo flokka, Ta- felwein og Qualitatswein. Tafelwein em einföld vín sem em mest dmkk- in þar sem þau em framleidd en Qualitatswein em notuð í útflutn- ing. Þau skiptast í tvo gæðaflokka: Qualitatswein bestimmter An- baugebiete, QbA, gæðavín frá ákveðnu svæði, og Qualitatswein mit Pradikat, QmP, gæðavín með vissum eiginleika. Liebfraumilch er dæmigert QbA-vín. Það er framleitt á svasðunum í kringum Rín úr þremur mismunandi þrúgutegund- um og þess eins er krafíst af því að það sé „gott vín“. Það getur því verið mjög misjafnt eftir framleið- anda. Nahe Liebfraumilch, sem Anheuser-fjölskyldan framleiðir úr sínum eigin þrúgum og þrúgum frá öðmm vínbændum á Nahe-svæð- inu, selst vel á íslandi, eins og áður kemur fram. Áfengisverslunin er með þijár aðrar gerðir QbA-vína frá Anheuser og Fehrs til sölu, tvær em frá Mosel-Saar-Ruwer-svæðinu og ein er Rieslingvín frá Rheingau. Fjölskyldan framleiðir þessi vín sjálf úr aðkeyptum, pressuðum vínbeij- um. Qualitatswein em létt og frískandi. Þau em dmkkin ung og þykja góð borð- og hversdagsvín. Qualitatswein mit Pradikat hafa einn af sex eiginleikum: Kabinett, Spatlese, Auslese, Beerenauslese, Eiswein og Trockenbeerenauslese. Anheuser-hvítvínsflöskur merktar í húsakynnum fyrirtækisins í Bad Kreuznach.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.