Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Málverk Jóns Stefánssonar af Skjaldbreið á trönunum. Anddyri Kunsthallen og uppboðsgestir út að dyrum. Málverki Svavars brugðið upp á trönurnar. T.v. er uppboðshaldarinn Jens Thygesen og aðstoðar- kona hans, Hangen Johansen. Á fremsta bekk við myndina er listaverkasalinn sem bauð i hana. Amiklu listaverkaupp- boði hjá Kunsthailen í Kaupmannahöfn 24 og 26. september sl. voru m.a. boðin upp nokkur íslenzk verk. Þama voru nútíma- listaverk undir hamrinum. í kynningu danskra blaða, var sér- staklega tekið fram að þama væra mörg verk eftir meðlimi COBRA-hópsins, m.a. eftir Svav- ar Guðnason. Þama vora tvö verk eftir hann, mjög dæmigert olíu- málverk frá 1941 og svo gullfalleg vatnslitamynd frá 1964. Það var eldra verkið, sem athygli uppboðs- gesta beindist að. Auk þess var þama verk eftir Siguijón Ólafs- son, Jón Stefánsson, Jón Þorláks- son og Ólaf Túbals, eitt verk eftir hvem. Meðan verkin héngu uppi til sýnis fyrir uppboðið, hékk mál- verk Svavars á áberandi stað fyrir miðjum salnum. í veglegri upp- boðsskránni var mynd af því, auk þess sem það prýddi skrána að utan. Þessi glæsilega mynd kom úr safni dansks iðjuhölds, sem bjó á Jótlandi, en er nú fluttur til Spánar og hefur bragðið á það ráð að selja fima stórt málverka- safn sitt. Hann átti dijúgmikið af verkum COBRA-manna. Starfsstúlka uppboðsfyrirtækisins fræddi blaðamann Morgunblaðs- ins á, að fyrirtækið hefði metið verkið á 60 þús. d.kr., sem hefði verið mun meira en eigandinn gerði ráð fyrir. Samt væri verkið vfsast of lágt metið, þvf starfs- fólkið fyndi greinilegan áhuga fyrir myndinni. Danskt safn gimt- ist hana og svo bæði íslendingar og Danir. Þá tvo daga, sem verkin vora til sýnis fyrir uppboðið, var stöð- ugur straumur fólks að skoða. Húsakynnin era ekki stór en vina- leg, minntu svolítið á gamla listamannaskálann, en þó mun veglegri. Þama var mynd drepið á hvem auðan blett, auk þess sem það héngu myndir í portinu fyrir utan salinn. Þegar að uppboðinu kom, vora um 150-200 manns mættir. Mest vora þetta Danir, en þó stöku útlendingar. Myndimar vora boðnar upp í stafrófsröð eftir nöfnum málaranna og gengu hratt út. Starfsfólkið miðar við að það sé boðin upp ein mynd á mínútu. Það vildi svo til að flest þekktustu nöfnin vora boðin upp fyrri daginn, svo sem verk eftir Belgann Alechinsky, Hollending- inn Appel, Danann Jom og landann Guðnason. Það fór kliður um salinn, þegar kom að þessum og ámóta köppum. Þó heildarverð myndanna yrði um 4,7 millj. d.kr., 700 þús. yfir matsverðinu, þá fóra flestar myndir á matsverði. En það vora myndir þekktustu lista- mannanna, sem fóru margar hveijar yfír matsverði. Þó var engin sem flaug jafii hátt upp yfir það, eins og mynd Svavars frá 1941. Hún fór á rúmlega þre- földu matsverði, var metin á 60 þús., en slegin Listasafni Íslands fyrir 183 þús. Þar við bættist svo 12,5% þóknun uppboðshaldara. Áhorfendur fylgdust spenntir með. í byijun buðu nokkrir, en á endanum tókust á fulltrúi Lista- safnsins og danskur listaverka- sali. Sá hreppti svo vatnslitamynd Svavars á matsverði, 10 þús. d.kr., þegar boðin fóru yfir annan tuginn, ultu þau oftast á heilum tug, sjaldnar á hálfum. I samtali við blaðamann á eftir sagðist málverkasalinn hafa selt fimm myndir eftir Svavar á sl. einu og hálfu ári, en á mun lægra verði. Hann hló og sagði að mynd- in hefði sannarlega orðið dýr í verslun hans. Ofan á uppboðs- verðið hefði bætzt þóknun fyrir- tækisins, 25—30% álagning hans og svo 18,5% söluskattur. Nokkuð laglegt reikningsdæmi. Stórt og gott verk eftir Appel fórþarnaá 130 þús., metiðá 100 þús. Einhveijir muna vfsast eftir sýningu á verkum hans í Lista- safninu fyrir nokkram áram. Stærsta gallerí Danmerkur, Gall- erí Modema í Silkiborg, hreppti myndina. Á eftir uppboðið, þegar starfsmaður gallerfsins labbaði út með verkið undir handleggnum, hitti hann fyrir hollenzka list- verkakaupmenn, sem höfðu gefist upp fyrir galleríinu að ná í mynd- ina. Þeir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, þegar starfs- maðurinn sagðist ætla að ganga niður Kaupmangaragötu með myndina óvarða. Slíkt væri ekki hægt í Amsterdam. Alltof mikil hætta á, að einhver fyndi hjá sér hvöt til að draga upp kuta og leggja í myndina. Hollendingamirfræddu blaða- mann á að þeir söfnuðu nútíma- list, ekki sízt COBRA-verkum, og fylgdust grannt með dönskum uppboðum þennan dag dag keyptu þeir fyrir 700 þús., m.a. gott verk eftir Aleehinsky. Þeir tilheyra hópi, sem kaupir listaverk saman, bæði vegna ánægjunnar og eins sem Qárfestingu. Verk COBRA- mannanna, t.d. Jóns, ættu tvfmælalaust enn eftir að hækka mjög. Þau væra ódýr núna, miðað við það sem yrði eftir aðeins tvö ár. Ef einhver lesenda vill frekar leggja peningana sína í listaverk en fslenzka bankakerfíð, þá er hér gullvæg ábending. Athugið, að ef listaverkin era flutt úr landi, sleppið þið við söluskattinn danska! Þó flestir kaupendur þama væra vel klætt, miðaldra fólk, þá vora þó ungir kaupendur inn á milli. Blaðamaður talaði við einn slíkan, sem hætti að bjóða í mynd eftirþekktan listamann, þegar verðið rauk langt yfir mat. Sá sagðist ekki vera tilbúinn til að eltast við þekkt nöfn fyrir hvaða verð sem væri. Hann vildi þá held- ur kaupa verk ungra og upprenn- andi málara, styrkja listamennina, frekar en styrkja eigendur þekktra verka. Seinni daginn vora svo verk hinna íslendinganna boðin upp. Þau fóra öll undir matsverði. Listasafnið keypti mynd Jons Stefánssonar. íslendingar keyptu verk Jóns Þorlákssonar og Sigur- jóns, en mynd Ólafs Túbals var keypt af dönskum listaverkasala, líklega þeim sama og keypti vatnslitamynd Svavars. í Berl- inske Tidende daginn eftir uppboðið var sérstaklega tekið fram, að verk Siguijóns Ólafsson- ar, sitjandi maður úr brenndum leir, hefði verið eitt mjög góðra verka, sem fóra á lágu verði. Líklega fara íslenzk verk á þokka- legu verði á dönskum uppboðum, svo fremi sem það bjóða ekki tveir eða fleiri íslendingar á móti hver öðram. Uppboðshaldari er fámáll um seljendur og kaupendur, en eftir því sem næst verður komist vora öll verkin úr danskrí eigu. Og enn er vísast af nógu að taka, því það er töluvert af íslenzkum verkum í dönskum einkasöfnum, svo það er alltaf reytingur af þeim á uppboðum hér. TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.