Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 5

Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 5 að norræn menning sé samofin bandarísku menningar og þjóðlífi og j mikilvægur þáttur þjóðararfsins. Hugrekki og ævintýraþrá þessa fólks . frá Norðurlöndunum hefði sett svip sinn á þjóðarsál Bandaríkjamanna. „Við erum stolt að vita af því að andi Leifs Eiríkssonar lifir enn með- !al okkar." í lok yfirlýsingarinnar rekur for- setinn aðdraganda að því er 9. oktober var valinn dagur Leifs Eiríkssonar og segir að bandaríski fáninn skuli dreginn að hún á öllum opinberum byggingum í tilefni dags- ins og bandaríska þjóðin hvött til að votta Leifi Eiríkssyni virðingu sína ; með tilhlýðilegum hætti þennan dag. Sigurður Helgason sagði frá Is- lensk-Ameríska félaginu en tilgang- ur þess er m.a. að stuðla að auknum menningarsamskiptum landanna. Fjöldi Islendinga hefur um árabil verið við nám í Bandaríkjunum og fengið til þess styrki frá félaginu. Sigurður afhenti sendiherranum \ blómvönd og sagði það sérstakt ánægjuefni að forseti Bandaríkjanna væri væntanlegur til landsins einmitt þennan dag. í lok athafnarinnar var sendiherr- ann spurður um álit hans á viðræðum leiðtoga stórveldanna. Nicholas Ruwe sagðist vera bjartsýnn á að árangur yrði af þessum viðræðum. Farsímar um borð í varðskipin FARSÍMAR eru nú komnir um borð í íslensku varðskipin tíl að auðvelda samband milli áhafna og fjölskyldna þeirra í landi. Er nú unnið að athugun á notkun þessara síma og hlustunarskil- yrðum á hafi úti. Að sögn Þrastar Sigtryggssonar, skipherra Landhelgisgæslunnar í stjómstöð, verða ekki gefin upp númer símanna um borð í skipunum og ætlunin að eingöngu áhafnir og aðstandendur þeirra noti sér þessa þjónustu. Sólarhrings- vakt í stjórn- stöð Gæslunnar Sólarhringsvaktir hafa verið teknar upp í stjórnstöð Land- helgisgæslunnar og er það liður í aukinni öryggisgæslu vegna leiðtogafundarins. Sólarhrings- vaktimar vom teknar upp á fimmtudagsmorgun og gilda þar til flestir hinna erlendu gesta verða famir af Iandi brott. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðiðnu mun Landhelgis- gæslan annast gæslu á hafnarsvæði Reykjavíkur um helgina vegna leið- togafundarins. Tvö varðskip auk nokkurra báta verða við gæslu í höfninni. Varðskipið Óðinn verður fyrir framan Höfða. Varðskipið Týr verður á Sundunum og mun fylgj- ast með ferðum skipa til og frá Reykjavík. Miklar breyt- ingar á lista Rásarinnar VINSÆLDALISTI Rásar 2 breyttist mikið í gær miðað við listann í síðustu viku og sitja öll tíu efstu lögin í nýjum sætum. 1. (2) Died in your arms / Cutting Crew 2. (9) You can call me A1 / Paul Simon 3. (17) Rain or shine / Pive Star 4. (13) Wild wild life / Talking Heads 5. (1) La isla bonita / Madonna 6. (8) So macho / Sinitta 7. (16) Live and die / OMD 8. (3) I wanna wake up... / Boris Gardiner 9. (25) True blue / Madonna 10. (12) True colours / Cyndi Lauper Fyrsta síldin til Seyðisfjarðar Seyðisfirði. Síðastliðinn miðvikudag kom Haukafell SF 111 frá Horna- firði hér að landi með tæp 100 tonn af sUd, sem veiddist hér úti i Seyðisfirði við Skálanesbót Voru rúm 10 tonn sett í land hjá Fiskvinnslunni hf. og fer það í fryst- ingu. Söltunarstöðin Strandasíld tók tæp 50 tonn til söltunar á Finn- landsmarkað og Söltunarstöðin Norðursíld tæp 30 tonn, einnig til söltunar. Guðmundur Eiríksson skipstjóri og útgerðarmaður á Haukafellinu taldi þetta vera góða síld og um 17% feita. Garðar Rúnar Austurstræti 22 (!^j KARNABÆR V Laugavegi 66, simi 45800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.