Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 25 Hálftóm veitinga- hús í Reykjavík „ Aðsókn mun minni en venjulega“ segir framkvæmdastjóri SVG „ÁSTANDIÐ er í einu orði sagt skelfilegt. Veitingahúsin í Reykjavík hafa verið hálftóm alla vikuna og mun minni aðsókn en venjulega“, sagði Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, er hún var spurð um aðsókn að veitingahúsum í Reykjavík nú i vikunni. „Þessi tilmæli til íslend- inga um að halda sig heima, hvaðan sem þau koma, hafa því skaðað mjög alla starfsemi veit- ingahúsanna" sagði Erna enn- fremur. Siglufjörður: Smáhvala- vaða í fjarð- arbotninum Siglufirði. VAÐA af smáhvölum var innst inni í fjarðarbotninum hér í gær. Fréttaritari tók eftir þessu í gærmorgun er hann var staddur á svokölluðu Hafnartúni á leiðinni af flug- vellinum inn í bæinn. Rúnar Sigmundsson frá Akureyri sá þetta einnig frá flugvellinum. Þetta voru þó nokkuð mörg dýr, en þau virðast hafa komist út aftur enda var stækkandi flóð. Þau hefðu varla komist út ef ekki hefði verið svona hátt í sjónum. Fréttaritari hefur aldrei áður séð þetta og eldri Siglfirð- ingar sem spurðir -hafa verið kannast heldur ekki við að hafa séð hvalavöður svona langt inni í firði. Matthías Ema sagði að greinilegt væri, að þorri hinna erlendu gesta, sem hingað eru komnir vegna leiðtoga- fundarins, borðuðu annars staðar en á veitingahúsunum. í flestum tilfellum fengju þeir senda matar- bakka á staðinn þar sem þeir væru að vinna. Eins hefðu Reykvíkingar hefðu tekið áðumefnd tilmæli svo hátíðlega að þeir létu ekki sjá sig. „Það em tvær til þijár hræður í hádegis og kvöldmat á stöðum, sem venjulega em vel sótt“, sagði Ema. Hún sagði að jafnvel á hótelunum, þar sem erlendu gestimir gista, væri ástandið verra en í venjulegri viku. Sömu sögu er að segja um skemmtistaði, sem aðeins bjóða upp á kvöldverð og skemmtanir um helgar. Þar hafa pantanir verið dræmari en venjulega. Veitinga- stjóri eins þessara veitingahúsa sagði í samtali við Morgunblaðið að undanfamar helgar hefðu verið vel sóttar í mat og pantanir borist snemma. Nú brygði hins vegar svo við að fáar pantanir hefðu borist og stórir hópar hefðu afpantað. „Það er greinilega ástæðulaust að óttast átroðning þessara útlend- inga. Þeir hafa allt annað að gera en að sækja matarveislur og skemmtanir", sagði veitingastjór- inn. Erna Hauksdóttir kvaðst ha.fa verið erlendis þegar tilmælin til ís- lendinga um að halda sig heima hefðu borist og sagðist hún enn ekki hafa fengið botn í hvaðan þau komu. „Veitingamenn em æfir út af þessu sem von er. Það eina sem við getum gert úr því sem komið er, er að hvetja Reykvíkinga til að fara út áð borða og skemmta sér um helgina", sagði Ema. Aðilar úr landsnefnd Banda- lags jafnaðarmanna hafa sent Þorvaldi Garðar Kristjánssyni, forseta sameinað þings, formlegt erindi, þessefnis, að Alþingi taki til meðferðar réttarstöðu BJ til þingsæta, samkvæmt 46. grein stjórnarskrárinnar og anda hennar, eins og komist er að orði í erindinu. Undir bréfið rita Þorsteinn Hákonarson og Orn S Jónsson. Bréfritarar vitna til 31. greinar stjómarskrár lýðveldisins, sem fjall- ar um úthlutun 11 landkjörinna þingsæta til jöfnunar milli þing- flokka, samkvæmt niðurstöðum kosninga. Þá „algildu reglu að landskjömir þingmenn taki sæti á Alþingi", segir í bréfinu, „er ekki hægt að taka af þingflokki, né er hægt að úthluta þingflokki, sem er ekki til, þingsæti". Bréfritarar benda á þann mögu- leika að varaþingmaður eða vara- þingmenn verði kallaðir til þings í forföllum þingmanna, sem sagt hafa skilið við BJ. Slíkur þingmaður eða þingmenn geti myndað þing- Gott ferskfisk- verð erlendis TVÖ fiskiskip seldu afla sinn erlendis á fimmtudag. Gott verð fékkst í báðum tilfellum; fyrir karfa í Þýzkalandi og þorsk í Bretlandi. Snæfugl SU seldi 165,5 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 9.228.000 krónur, meðalverð 55,76. Stakfell ÞH seldi 91,2 lestir, mest þorsk í Hull. Heildarverð var 5.772.600 krónur, meðalverð 63,27. . ' Morgunblaðið/Þorkell Undirbúningur við upptöku á ávarpi Jóns Öttars Ragnarssonar í gær, þegar Stöð 2 var formlega opnuð * I fyrstu fjarlægur draum- ur en Stöð 2 er nú veruleiki - segir Jón Ottar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri HIN nýja sjónvarpsstöð, Stöð 2, hóf útsendingar í gærkvöldi með ávarpi sjónvarpsstjóra, Jóns Ottars Ragnarssonar. Það var hama- gangur í öskjunni í allan gærdag eins og svo marga undanfarna daga hjá starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar. Þó svo að enn vantaði nokkur tæki til landsins og að húsgögn og endanlegar innréttingar væru ekki komnar á sinn stað, fannst mönnum þar á bæ allt i lagi að hefja útsendingar enda ákafinn mikill og allir samtaka um að gera sitt besta. Alþingi kanni réttarstöðu BJ flokk, „sem þá er orðinn lögaðili til að hægt sé að framfylgja stjómar- skrá, þannig myndar einn kjör- dæmakjörinn þingmaður í reynd þingflokk ef hann er kosinn af lista sem er til viðmiðunar um úthlutun á landskjömum þingmönnum til jöfnunar þingsæta eftir atkvæða- tölu“. Varaþingmaðurmaður geti því krafist endurreisnar þingflokks- ins. Sama máli gegni ef einhver þingmanna BJ, sem gengið hafa til liðs við aðra flokka, sjái sig knúinn af sannfæringu til að hverfa á ný til fyrri pólitískrar stöðu. Um hádegisbilið í gær var verið að farða Jón Óttar fyrir fyrstu upptökuna og koma upptökusaln- um í eðlilegt horf. „Það koma upp mörg af vandamálum á hveijum degi, en þau em leyst á stund- inni. Þetta er mjög fámennur en samstilltur hópur sem hjálpast að gjð að greiða úr þeim málum sem upp koma. Það er ekki bara einn úr hópnum sem drífur þetta áfram heldur leggjast allir á eitt um það,“ sagði Valgerður Matthíás- dóttir, listráðunautur og yfírmað- ur hönnunardeildar Stöðvar 2, í samtali við Morgunblaðið á milli þess sem hún var að leggja síðustu hönd á upptökusalinn fyrir ávarp sjónvarpsstjórans. „Vala, hvernig em þessi föt - em gráu jakkafötin í lagi - og bleika bindið, eða á ég að hafa það bláa,“ spurði Jón Ottar list- ráðunaut Stöðvar 2 fyrir upptök- una og tæknimennirnir vom á þönum, stillandi ljós, vélar, hljóð og annað það sem við kom upptök- unni. „Horfðu beint í linsuna, sittu með beint bak og gráu jakkafötin passa vel í settið," svaraði Vala að bragði og þar með hófst upp- takan. „Gott kvöld, góðir íslendingar. Frelsi í íslenskri fjölmiðlun er orð- in staðreynd. Einokun ríkissjón- varpsins á öldum ljósvakans hefur verið afnumin. Stöð 2 er orðin að vemleika. Eg óska öllum lands- mönnum, ijær og nær, til ham- ingju á þessum tímamótum," hóf Jón Óttar mál sitt. Og hann hélt áfram:, „Það er orðið talsvert um liðið síðan fá- mennur hópur hóf að undirbúa þessa starfsemi. I fyrstu var þetta aðeins fjarlægur draumur því margir vom kallaðir til að stofna fyrstu einkastöðina í sjónvarpi. Hvaða hending réði því að við stöndum nú í þessum spomm er Mjólkurframleiðslan í september: Aukning á Norðurlandi INNVEGIN mjólk hjá mjólk- ursamlögunum í september var 10.054 þúsund lítrar sam- kvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnað- arins. Er þetta svipuð fram- leiðsla og var í ágúst, en 130 þúsund lítrum, eða 1,28%, minna en í september 1985. í september varð samdráttur miðað við sama mánuð í fyrra í stærstu samlögunum suðvestan- lands. Innvegin mjólk hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi var 3,4 milljónir lítra, 10,7% minni en í fyrra. Samrátturinn var 6,08% hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík og 4,71% hjá Mjólkur- samlagi Borgfirðinga í Borgar- nesi. Hjá norðlensku mjólkurbú- unum varð aftur á móti aukning á milli ára, 4,16% á Hvamm- stanga, 5,65% á Blönduósi, 2,51% á Sauðárkróki, 7,86% á Akureyri og 12,93% á Húsavík. Einnig varð aukning á Pátreks- fírði og Austfjörðum svo dæmi séu tekin. Rafmagnslaust vegna mannlegra mistaka ALLT rafmagn fór af austur- hluta Reykjavíkurborgar í gærmorgun um klukkan 10.00. Komst það ekki á aftur fyrr en hálftíma til klukk- utíma síðar. Breiðholt, Árbær, Vogarnir, Fossvogur og svæðin þar í kring urðu öll rafmagnslaus og að sögn HaUks Pálmasonar, aðstoðarraf- veitustjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var orsökin mann- leg mistök er verið var að vinna við spennustöðina í Elliðavogi, sem sér austurhluta borgarinnar fyrir orku. álíka erfítt að útskýra og hvers >vegna Gorbachev og Reagan völdu Island fyrir sinn leiðtoga- fundinn. En við stöndum ekki ein: Að bakhjarli höfum við alla þá íslend- inga frá aldanna öðli sem kusu frelsi fram yfír ófrelsi, andóf fram yfír undirokun; fólkið sem var sífellt reiðubúið að minna á áð frelsi er manninum í blóð borið og af öllum þess tilbrigðum er tjáningafrelsið æðst. Þessari framvarðasveit ber ég í kvöld síðbúnar kveðjur okkar svo og þeim stjómmálamönnum, sem áttu heiðurinn af þeirri frjálslyndu útvarpslöggjöf, sem Stöð 2 byggir starfsemi sína á.“ _ Þá þakkaði Jón Óttar samstillt- um hópi starfsmanna Stöðvar 2 fyrir vel unnin verk og minntist lítillega á það efni, sem sjón- varpsáhorfendur Stöðvar 2 eiga von á að sjá. „Þrátt fyrir vissa einokunartilburði keppinautar okkar síðustu dagana, vonum við að Golíat sætti sig við að tími ein- okunar er liðinn og héðan í frá verði allir að lúta lögmálum hins frjálsa markaðar,“ sagði Jón m.a. í ávarpi sínu. Hann sagðist vona að Stöð 2 myndi ekki falla í þá gryfju að verða stofnanaveldi eða skrif- stofubákn, heldur yrði rekin á grundvelli einstaklingsframtaks og fijálslyndis. „Við skulum hafa hugfast að það galdratæki sem sjónvarpið er, getur það ekki að- eins töfrað fram veröld sem var og íjarlægar álfur, heldur er þar rúm fyrir allar skoðanir og allir, sem hafa hæfíleika, eiga rétt á að fá að njóta sín.“ Að lokum vitn- aði Jón Óttar til orða Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi úr leikriti hans Gullna hliðinu og opnaði þar með fyrir dagskrá Stöðvar 2: Þér hneykslist ei, þótt djarft sé myndin dregin og dánir látnir tala - hinum megin. Síst er vort mark að særa þá sem trúa, en samt skal djúpið mikla reynt að brúa. Við blásum lífi í sálma og sagnaspjöldin og sýnum yður heiminn - bak við tjöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.