Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986 Dagur Leifs Eiríkssonar: Andi Leifs lifir meðal banda- rísku þjóðarinnar - segir í yfirlýsingn frá Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna DAGUR Leífs Eiríkssonar var haldinn hátiðlegur við styttu Leifs heppna á Skólavörðuholtinu i gær. Nicholas Ruwe sendiherra Bandarikjanna flutti yfirlýsingu frá Reagan Bandaríkjaforseta og Sigurður Helgason stjómarfor- maður Flugleiða og formaður Íslensk-Ameriska félagsins sagði frá starfsemi félagsins og færði sendiherranum blóm i tilefni dags- ins. Fjölmiðlafólk frá hinum ýmsu sjónvarps og fréttastöðvum safnaðist saman um eitt leytið við styttu Leifs heppna til að vera viðstatt athöfnina, en fáir aðrir voru á staðnum. Sendiherrann las yfirlýsingu Bandarílcj aforseta þar sem segir m.a. að milljónir Bandaríkjamanna geti rekið uppruna sinn til Norðurland- anna. Forfeðumir hafí komið til Bandaríkjanna í leit að nýjum tæki- færum í fijálsu og réttlátu landi. „Þeir voru hugrakkir ævintýramenn, þrekmiklir og einbeittir og því kom- ust margir þeirra til vegs og virðing- ar. Leifur Eiríksson var einn þessara manna, fyrsti Norðurlandabúinn sem vitað er til að hafí komið til Norður Ameríku." í yfirlýsingunni segir ennfremur Morgunblaðifl/Ami Sœberg Bandaríski sendiherrann Nicholas Ruwe ies yfirlýsingu frá Ronald Reagan forseta undir styttu Leifs Eiríkssonar. Við hlið hans er Sigurður Helgason for maður Íslensk-Ameríska félagsins. VEÐUR VEÐURHORFURIDAG: YFIRLIT á nádegi i gaer: Skammt suðvestur af landinu ar 962 millibara iægð sem þokast austnoröaustur. SPÁ: Vestan- og norðvestanátt ríkjandi um mest allt land. Skúrir eða slydduél norðanlands en þurrt að mestu fyrir sunnan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Suðvestanátt ríkjandi og frem- ur kalt. Slydduél um vestanvert landið en þurrt og sum staöar léttskýjað um landið austanvert. Heiðskírt TÁKN: O m Léttskýjað M Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V E' = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hm /eftur Akureyri 9 nétfskýjeð Reykjavfk 11 skúr Bergen 10 rigning Helsinkl e skýjeð Jan Mayen 5 súld Kaupmannah. 11 alskýjað Narssarsauaq 2 rigning Nuuk 0 snjókoma Oaló B þokumóóa Stokkhólmur 7 skýjeð Þórshöfn 12 skýjeð Algarve 25 léttskýjað Amsterdam 17 mlstur Aþena 26 skýjað Barcelona 22 þokomóða Beriín 14 skýjað Chlcago 11 alskýjað Glasgow 15 skýjað Feneyjar 21 rítýjað Frankfurt 17 mistur Hamborg 13 *ký|*ð Las Palmas 26 skýjað London 19 skýjað LosAngeles 18 alakýjað Lúxemborg 16 hátfskýjað Madrid 22 léttskýjað Malaga 24 skýjað Mallorca 26 Mttakýjað Miami 27 akýjað Montreal 5 akúr Nlce 24 lóttskýjað NewYork 17 þokumóða Paris 20 léttskýjað Róm 23 þokumóða Vín 16 skýjað Washington 18 alskýjað Winnipeg -6 reykur í DAG kl. 12.00: Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) | Forsvarsmenn íslensku skipafélaganna: Erum ánægðir með samþykkt öld- ungadeildarinnar FORSVARSMENN íslensku skipafélaganna lýstu í gær yfir ánægju sinni með staðfestingu öldungadeildar Bandaríkjaþings á millirikja- samningi milli íslands og Bandaríkjanna um flutninga til landsins á vegum Varnarliðsins. Þeir sögðust ekkert geta fullyrt um hvenær flutningarnir yrðu boðnir út, þar sem það ætti eftir að fullgilda samninginn. „Það er fagnaðarefni að þessi deila íslendinga og Bandaríkjamanna hef- ur verið sett niður. Eg tel að sú niðurstaða sem fengist hefur sé skynsamleg og ef framkvæmdin verður í samræmi við samninginn ætti þetta að ganga áfallalaust fyrir sig. Við erum hóflega bjartsýnir á að við getum keppt við bandaríska aðila um þessa flutninga," sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélags íslands. „Við höfum lagt höfuðáherslu á að það eigi að gilda ftjáls og eðlileg samkeppni á jafnréttisgrundvelli um þessa flutninga og fyrir þvf höfum við barist frá upphafi. Við erum ánægðir með að þessu máli virðist lokið á þann veg, sem við höfðum lagt áherslu á í öllum aðalatriðum," sagði Ómar Jóhannsson, fram- lcvæmdastjóri skipadeildar Sam- öands íslenskra Samvinnufélaga. „Við höfum alltaf haldið því fram að íslensk skipafélög eigi að vera fyllilega samkeppnisfær við aðra aðila um flutningana og sú skoðun hefur ekkert breytst. Samkeppnin hér innanlands er svo aftur annað mál og framtíðin mun leiða í ljós hvað verður í þeim efnum. En það er ánægjulegt að þessum óvissutíma, sem hefur verið allt of langur, skuli nú lokið. Mokkaflíkur á leiðtogahjónin Akureyrt Á SKINNASAUMASTOFU Sam- bandsins á Akureyri hafa nú verið framleiddar mokkaflíkur á leiðtoga stórveldanna, sem funda hér á landi um helgina, og eigin- Amfetamín frá Hollandi FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók á þriðjudag mann sem er grunaður um að hafa smyglað amfetamíni inn í landið. Maðurinn er talinn hafa sent amfetamín frá Hollandi í mörgum bréfum, sem hann sendi til kunn- ingja og annarra. Fíkniefnalögregl- an hefur lagt hald á tæplega 100 grömm af efninu í sambandi við mál þetta. í gær var maðurinn úr- skurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur meðan unnið er að rannsókn málsins. konur þeirra. Hér er um að ræða kápur og frakka, sérstaklega framleidda vegna leiðtogafundarins - en Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, hyggst færa Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mik- hael Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, flíkumar að gjöf. Frakkinn sem Reagan fær að gjöf er mógrár að lit en frakki Gorbachevs grár. Kápan sem Nancy Reagan fær er drapplit en Raisa Gorbachev fær ljósgráa kápu. Innan á flíkumar verða festir silfurskildir með nöfnum tilvonandi eigenda. „Við vönduðum okkur að sjálf- sögðu eins og við mögulega gátum og vonum að flíkumar nýtist leið- togunum vel í kuldanum syðra um helgina - þó við vonum að hlýtt verði á milli þeirra," sagði einn starfsmaður Iðnaðaeildar SÍS í samtali við Morgunblaðið í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.