Morgunblaðið - 10.10.1986, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
Helgi Hálfdanarson:
Hvað á veikin að heita?
Að undanfomu hafa sjaldan liðið
margir dagar án þess birtust í blöð-
um eða útvarpi hrollsögur af veiki
þeirri, sem ýmist er nefnd alnæmi,
ónæmistæring, eyðni, ónæmisbækl-
un eða aids, og rakin skjót út-
breiðsla hennar hér á landi og
erlendis. Þó að fjölbreytni í orða-
forða sé á flestum sviðum æskileg,
telja sumir að slíkt örlæti í nafngift-
um sé ofrausn við einn og sama
sjúkdóm, ogjafnvel kunni misskiln-
ingur af að hljótast.
Stundum er því haldið fram, að
af tveim eða fleiri orðum yfir sama
hugtak hljóti það bezta að sigra.
Þó að einatt sé vandmetið, hvað
telja skuli öðm „betra“, er augljóst
að þar hefur oft farið á annan veg,
og kann margt að valda.
Um orðin sem upp vom talin hér
á undan er það að segja, að ýmis
atriði koma til mats um hvert
þeirra. Oft hafa tökuorð gefizt vel,
ýmist til frambúðar eða bráða-
birgða, en aids (sem raunar er ekki
annað en erlend skammstöfun) er
svo víðs fjarri eðli íslenzkrar tungu,
að það gæti með engu móti talizt
tökuorð né neitt annað en fráleit
sletta, hvemig sem reynt væri að
stafsetja eða hagræða á annan hátt.
Orðin ónæmisbæklun og ónæmis-
tæring segja trúlega bezt til um
eðli veikinnar, einkum hið síðara;
og víst er það mikill kostur að öðm
jöfnu. En þau hafa bæði þann galla
að vera óþyrmilega samsett og fyr-
ir bragðið alltof löng, einkum þegar
þess er gætt, að frekari samsetning-
ar em mjög nauðsynlegar; og orð
eins og ónæmisbæklunarveira eða
ónæmistæringarsjúklingur em
ekki beint sigurstrangleg. Hins veg-
ar er alnæmi mjög svo lipurt í
meðfömm og nógu þjált í samsetn-
ingum. En það mun þykja óþarflega
skelfilegt, enda naumast réttnefni.
Sá sem hér rausar stakk ein-
hvemtíma upp á orðinu næming
um þennan sjúkdóm, samkvæmt því
að um sé að ræða það ferli að
verða næmur fýrir ýmsu smiti
öðm. Merkingin má heita sú sama
og í orðinu ónæmistæring, en
burtu felldar tvær neitanir, líkt og
að segja heilsa fremur en van-
heilsuleysi. En þetta orð fékk víst
hvergi hljómgmnn, svo ekki skal
uppi hafður frekari áróður fyrir því.
En þá er ótalið það orð, sem
síðast mun hafa fram komið, en
það er eyðni. Orð þetta hefur hlot-
ið dijúgan áróður beinan og óbein-
an, einkum í einu dagblaðanna. En
hvað sem gengi þess kann að líða,
virðast yfirburðir þess ótvíræðir.
Það er ósamsett, aðeins tvö at-
kvæði, og hóflega áleitið um
merkingu. Það leggur raunar ekki
mikið til málanna, segir einungis
að veikin eyði einhveiju. Það er
kannski ekki meira en sagt yrði um
æði margan sjúkdóm. En fyir getur
orð talizt gott en það taki að sér
að skilgreina til hlítar það hugtak
sem því er ætlað að vísa til. Slík
ofætlun hefur riðið mörgu nýyrði
að fullu og boðið heim slettu í þess
stað. Enn er þess að geta, að
hljóðlíking orðsins eyðni við aids
mun ýmsum þykja nokkur kostur.
La'fslíkur nýyrðis fara að jafnaði
mjög eftir því, hvort það fellur að
smekk þeirra, sem oftast þyrftu til
þess að grípa á almennum vett-
vangi; en þar kemur einatt margt
til, sem ekki skal rakið. Hér skiptir
vitaskuld mestu máli afstaða lækna,
auk blaðamanna. En þó að kostir
orðsins eyðni umfram samheiti
þess virðist augljósir, hef ég ekki
orðið þess var, að læknastéttin taki
því fegins hendi. Varla get ég varizt
þeim grun, að orðið kunni að vera
litið homauga af læknum sökum
þess, að það er upp runnið utan
stéttarinnar. En sem kunnugt er,
verður naumast fundin á nýyrði
verri galli en sá, að maður hefur
ekki búið það til sjálfur, svo þetta
er engum láandi. Auk þess má líta
svo á, að hér sé um fagorð að ræða;
og að jafnaði fer bezt á því, að
fagorð verði til í samvinnu fræði-
manna í greininni og málfræðinga.
En nú er fjarri því, að læknar hafi
komið sér saman um orð; sumir
halda fast við ónæmistæringu,
aðrir notast við alnæmi, og enn
aðrir tala um aids. Hins vegar
mætti á það líta, að orðið eyðni er
betur ættað en gengur og gerist
um nýyrði, því það á til þeirra einu
guða að telja, sem íslendingar al-
mennt viðurkenna opinskátt. Það
er alkunna, að Páll Bergþórsson er
maður sérlega orðhagur. Og nú
langar mig til að hvetja lækna vora
til að láta orðið eyðni ekki gjalda
þess, að höfundur þess er ekki
læknir, heldur einn af veðurguðun-
um.
Því miður hefur fleira verið á
reiki um sjúkdóm þennan en nafn-
ið. Varla er það þó annað en vænta
má um veiki, sem einungis hefur
verið þekkt örfá ár, að nokkuð fari
tvennum sögum af hegðun hennar,
ekki sízt þar sem talið er, að veira
sú, sem veldur henni, sé hið mesta
ólíkindatól og kunni að breyta eðli
sínu og háttum á ýmsan óvæntan
veg. Lengi vel var talað um tiltölu-
lega fámenna áhættuhópa; en þar
kom, að mannkyn allt var orðið að
einum allsheijaráhættuhóp. Og um
smitleiðir hefur ýmislegt verið rætt
og ritað, sem ekki ber öllu vel sam-
an.
Blaðafregnir bárust af því á
sínum tíma, að starfsfólk á sjúkra-
húsum hefði krafizt þess að fá
sérstök salemi, sem sjúklingar
hefðu ekki aðgang að, og var
ástæðan sögð m.a. ótti við smit frá
þeim sem sýktir væru af eyðni.
Þessi tíðindi munu hafa sett ugg
að mörgum; enda er vitað, að menn
geta gengið með eyðniveiru f líkama
sínum árum saman og smitað frá
sér, ef svo ber undir, án þess að
hafa hugmynd um það sjálfir; svo
aldrei er að vita hveijir eru smitað-
ir og hveijir ekki. Hins vegar hefur
mátt skilja það á ýmsum læknum,
að þeir telji ótta við smit á salemum
ástæðulausan. Eigi að síður hafa
birzt í blöðum viðvaranir, sem
naumast verða skildar á annan veg
en þann, að eyðniveira geti hugsan-
lega borizt með ýmsu móti, m.a.
geti salemi verið hættuleg, og mat-
arflát sýktra þurfi sérstaka um-
hirðu.
Hér væri þörf að lýma burt eftir
föngum óþarfa óvissu, svo hvorki
sé alið á staðlausum ótta né glanna-
legu gáleysi. Æskilegt væri, að
einhver ábyrgur lýsti þvf, hvað vitað
telst með fiillri vissu um háttu þess-
arar veiki. Er það alveg víst, að
óhætt sé að setjast að snæðingi á
hvaða matsölustað sem er, fara á
hvaða rakarastofu sem er, og nota
almennings-salemi án ótta við
eyðnismitun? Að sjálfsögðu væm
líkur, sem næmu einu prósenti, allt-
of mikil áhætta, þegar um þennan
sjúkdóm er að raeða, hvaða nafn
sem við hann kann að festast að
lokum.
Fundur íslenzk-ameríska viðskiptaráðsins:
Skrifstofa hérlendis efli samstarf
íslenzkra og bandarískra fyrirtækja
Frá ráðstefnu íslenzk-ameriska verzlunarráðsins í Washington. Morgunbiaðið/J6n Asgeír.
Frú Jóai Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara
Morgunblaðsina f Bandarflgunum
VIÐSKIPTASAMSTARF
Bandaríkjanna og íslands var til
umræðu á ráðstefnu sem ís-
lensk-ameríska viðskiptaráðið
efndi til í Washington 2. október
síðastliðinn. Rúmlega 100 manns
sóttu ráðstefnuna sem var haldin
á Washington Hilton hótelinu.
Magnús Gústafsson forstjóri
Coldwater Seafood Corporation
og formaður verslunarráðsins
setti fundinn og bað ión Y. Árna-
son lögfræðing frá New York
að taka við fundarstjóm.
Jónas Haralz bankastjóri Lands-
banka íslands flutti inngangsorð
og ræddi um hlutverk verslunarráða
sem hann kvað eiga að hjálpa til
við að skapa lagalegan ramma við-
skiptafrelsis og greiða götu fyrir
ffamþróun í viðskiptalífi. Þorsteinn
Pálsson fjármálaráðherra flutti
fyrstu ræðuna, en hún hefur þegar
birst í Morgunblaðinu og verður
ekki rakin hér.
Dr. Brace Merrifield aðstoðar-
maður bandaríska viðskiptaráð-
herrans á sviði ffamleiðni, tækni
og uppfínninga flutti gagnmerka
ræðu. Hann sagði að vegna tækni-
og menntabyltingarinnar sem herð-
ir stöðugt ferðina, blasi við stjóm-
endum það meginhlutverk að
stjóma viðvarandi, sífelldum breyt-
ingum. Hann benti á langvarandi
reynslu Bandaríkjamanna af nýt-
ingu á menntun og uppfinningum,
og sagði að meðaltími ffá hugmynd
til markaðssetningar sé 7-10 ár.
Aðstoðarráðherrann sagði að deild
sín veiti öðram ríkjum aðstoð við
uppbyggingu á samstarfi fyrirtækja
að rannsóknum og vöruþróun.
Bauðst hann til að verða innan
handar við að stofnsetja Qögurra
manna skrifstofu á íslandi, undir
stjóm sérmenntaðs íslendings, en
sú skrifstofa tæki að sér að leiða
saman íslensk og bandarísk fyrir-
tæki með slíkt samstarf fyrir
augum.
Bjöm Líndal, sem starfar hjá
Norðurlandadeild Alþjóðabankans í
Washington, gerði grein fyrir
möjguleikum á erlendri fjárfestingu
á Islandi. Hann sagði að á næst-
unni þurfi að fjarlægja úr íslenskri
viðskiptalöggjöf þær hömlur sem
lagðar era við erlendri fjárfestingu,
þannig að erlendum aðilum verði
fijálst að velja það svið sem þeir
Qárfesta á. Hann taldi að liðka
þurfi og einfalda reglur um fjár-
magnsflutning milli landa. John
Quitter yfirmaður Citicorp fjárfest-
ingarbankans í London raeddi einnig
um Qárfestingarstefnu.
Þórhallur Asgeirsson ráðuneytis-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu ræddi
um viðskipti íslands og Banda-
ríkjanna og skýrði frá því að um
sinn muni ekkert gerast í sambandi
við hugsanlegan fríverslunarsamn-
ing ríkjanna tveggja, eins og skýrt
er ffá í Morgunblaðinu í dag.
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
stjóri gerði grein fyrir þeim
möguleiícum sem bjóðast á íslandi
til uppbyggingar á orkufrekum iðn-
aði. Sigurður Helgason stjómar-
formaður Flugleiða kvað íslendinga
geta flutt út sérþekkingu á þremur
sviðum og staðist öðram þjóðum
snúning: í sjávarútvegi, jarðvarma-
nýtingu og í flugmálum. Hann
ræddi um sérþekkingu okkar á
síðastnefnda sviðinu.
Warren Rosenthal stjómarfor-
maður Jerrico-fyrirtæksins í
Kentucky-fylki sagði ffá ævintýram
sínum í veitingahúsarekstri, hvem-
ig hann komst að raun um það eftir
markaðsrannsóknir að ódýrir ham-
borgarar gætu aldrei orðið góð
söluvara, hvað þá pizzur sem væra
alltof þjóðlegur réttur. Jerrico gerði
nokkrar tilraunir með veitingahúsa-
rekstur áður en hugmyndin um
rekstur skyndibitastaða undir nafn-
inu Long John Silver varð ofan á.
Um tíma seldu þeir lúðu, en svo
var þeim einn góðan veðurdag boð-
ið að prófa þorsk frá íslandi. í dag
hefur Long John Silver veitingahús-
akeðjan yfir 1400 veitingastöðum
að ráða, kaupir mikið magn af
þorski af íslendingum og velta fyr-
irtækisins jafngildir um 40 prósent-
umaföllum útflutningi íslendinga.
Loks gerðu Dave Ahrens og
Dale Haning frá Caterpillar fyrir-
tækinu grein fyrir samskiptum
íslenskra og bandarískra fyrir-
tækja.
Hitann og þungann af þessari
vel sóttu ráðstefnu bar Úlfur Sigur-
mundsson viðskiptafulltrúi í New
York og starfsmaður íslensk-
ameríska verslunarráðsins. Hann
kvaðst vera í sjöunda himni með
árangurinn, er fréttaritari ræddi við
hann í lok ráðstefnunnar í Was-
hington.
Ný hljómplata
með lögnm eftir
Selmu Kaldalóns:
Má ég í fang
þér færa
ÚT er komin ný hljómplata
með 24 lögum eftir Selmu
Kaldalóns. Platan ber nafnið;
Má ég í fang þér færa.
Meðal laganna eru: Þú gamla
lága guðshús, Afastúfur, Gamla
konan, Blítt og rótt og Má ég í
fang þér færa. Söngvarar eru
Kristinn Sigmundsson, Júlíus
Vífíll Ingvarson, Elísabet F.
Eiríksdóttir, Elín Sigurvinsdóttir
og Guðrún Tómasdóttir við undir-
leik Jónasar Ingimundarsonar og
Ólafs Vignis Albertssonar.
Halldór Víkingsson stjómaði
upptöku sem fram fór með staf-
rænni tækni í Hlégarði í sumar.
Útgefandi plötunnar er Jón
Gunnlaugsson.
(Úr fréttatilkynningu)