Morgunblaðið - 10.10.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986
63
Morgunblaöið/Bjami
• Valsstúlkur unnu í Vestmannaeyjum nú í vikunnl en KR-ingar töpuðu fyrir Fram. Myndin er tekin f
leik Vals og KR í fyrstu umferðinni en þar vann KR. Dœmið snérisst við hjá liðunum í vikunni.
Luzern á upp-
leiðíSviss
LUZERN, lið Ómars Torfasonar
og Sigurðar Grétarssonar í sviss-
nesku knattspyrnunni, vann
mikilvœgan sigur á Vevey, 5:1 á
heimavelli á miðvikudagskvöld.
Ómar Torfason lék með og átti
góðan leik en Sigurður er sem
kunnugt er meiddur. Luzern hefur
nú 9 stig í deildinni og er í 9.
sæti. Xamax náði efsta sætinu er
liðið vann Wettingen, 3:1, á sama
tíma og Sion, sem hafði forystu
fyrir þessa umferð, tapaði fyrir
Zúrich, 0:1.
Úrslit leikja í svissnesku 1. deild-
inni voru þessi:
Aarau — La Chaux 4—4
Basel — Grasshoppers 0—3
Lausanne — Servette 3—2
Locarno — St. Gall 0—0
Luzern —Vevey 5—1
Xamax — Wettingen 3—1
YoungBoys — Bellinzona 0—2
Zurich —Sion 1—0
Staðan er þessi eftir 10 umferðir:
Xamax
Grasshoppers
Sion
Bellinzona
Lausanne
Zurich
St. Gall
Young Boys
Lucern
Servette
Aarau
Basel
Locarno
Wettingen
Vevey
La Chaux
10 7 2 1 22: 5 16
10 7 2 1 22:10 16
10 7 1 2 25:12 15
10 5 2 3 16:14 12
10 5 2 3 18:16 12
10 4 3 3 17:15 11
10 4 3 3 15:14 11
10 3 4 3 16:13 10
10 4 1 5 20:18 9
10 4 1 5 20:18 '9
20 3 3 4 9:14 9
10 2 4 4 13:17 8
10 2 3 5 17:18 7
10 2 3 4 13:15 7
10 2 3 5 12:23 7
10 0 1 9 8:38 1
Leikur Sigurður
með Sheffield
I slandsmeistarar
Fram án taps
ÍSLANDSMÓTIÐ f 1. deild kvenna
í handknattleik er nýbyrjað. 2.
umferð var spiluð nú f vikunni.
Úrslit leikja f tveimur fyrstu um-
ferðunum benda til þess að
keppnin verði jöfn og skemmtileg
f vetur. íslandsmeistarar Fram
eru eina liðið 4 stig eftir 2 leiki.
Valur vann ÍBV f Eyjum, FH sigr-
aði Ármann, Fram vann KR og
Stjarnan vann Vfking.
ÍBV-Valur 15:23
Nýliðar ÍBV í 1. deild töpuðu
fyrir Val í sínum fyrsta leik í deild-
inni í vetur. Eyjastúlkur mættu
ákveðnar til leiks og tóku eina
aðaldriffjöður Valsliðsins Ernu
Lúðvíksdóttur úr umferð frá fyrstu
mínútu. Það dugði þó ekki til, því
við það riðlaðist vörn ÍBV mikið
og Valsstúlkur gengu á lagið. Vals-
liðið náði góðu forskoti í byrjun,
en þegar líða tók á fyrri hálfleik,
náði lið ÍBV að þétta vörnina og
staðan í hálfleik var 12—8 fyrir Val.
í síðari hálfleik leit lengi vel út
fyrir að Valsstúlkur myndu stinga
lið ÍBV af, en herslumuninn vant-
aði og endaði leikurinn 23—15 fyrir
Val.
Skólamót
í golfi
SKÓLAMÓTI í golfi, sem fram
átti aö fara sl. föstudag í Grafar-
holti, varö að fresta sökum hríms
á vellinum þar.
Ef veður leyfir nk. sunnudag, þá
verður mótið haldið í Grafarholti
og reynt að notast við þann völl,
þar sem unglingunum hefur verið
synjað um afnot af öðrum völlum
á Reykjavíkursvæðinu, þó svo að
þeir hefðu verið heppilegri vegna
legu sinnar.
Leikinn verður höggleikur með
og án forgjafar, auk sveitakeppni
milli einstakra skóla. Bókaútgáfan
Örn og Örlygur gefur öll verðlaun
til keppninnar.
Ræst verður út kl. 9.00 til 11.00
og skráning fer fram í Golfskálan-
um í Grafarholti í símum 84735
og 82815. Þátttökugjald er ekkert.
I liði ÍBV var Ragna Birgisdóttir
atkvæðamest. Liöiö vantar þó af-
gerandi meiri skyttur, svo fjöl-
breytni náist í spilið.
i Valsliðinu bar mest á þeim
Katrínu Friðriksen og Guðrúnu
Kristjánsdóttir, en liöið í heild átti
ekki góðan dag.
Mörfc (BV: Ragna Birgisdóttir 4, Þ. Dóra
Jóhannsdóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3,
Anna Sigurðardóttir 3 og Ásta Kristjóns-
dóttir 1 mark.
Mörk Vals: Katrín Friöriksen 7, Guðrún
Kristjánsdóttir 7, Erna Lúövíksdóttir 3,
Rósbjörg Jónsdóttir 3, Birna Björnsdóttir
2 og HrafnhildurSigþórsdóttireitt mark.
FH — Ármann 40:10
í Hafnarfirði spilaði FH við nýliöa
Ármanns. Leikurinn var einstefna
að marki Ármanns, að undanskild-
um fyrstu mínútunum, þegar liöin
voru að þreifa fyrir sér. Staðan í
hálfleik var 15—5.
FH-liðið átti í heild góðan leik.
Mikil breidd var í spilinu, sem sést
best á því að allir útispilararnir
skoruðu mark. Ekki er þó hægt að
dæma getu liðsins út frá þessum
leik, því til þess var mótspyrnan
allt of lítil.
í liði Ármanns var Margrét Haf-
steinsdóttir langatkvæðamest.
Það er greinilegt að liðið mun eiga
mjög erfitt uppdráttar í vetur.
Mörfc FH: Rut Baldursdóttir 7, Hildur
Harðardóttir og Arndis Aradóttir 6 hvor,
Anna Ólafsdóttir 5, Eva Baldursdóttir 5,
Kristín Pótursdóttir og Sigurborg Eyjólfs-
dóttir 3 hvor, Inga Einarsdóttir og María
Sigurðardóttir 2 mörk hvor og Helga Sig-
urðardóttir eitt mark.
Mörk Ármanns: Margrét Hafsteinsdóttir
7, Halla Grótarsdóttir, Ellen Einarsdóttir
og Margrét Hjartardóttir eitt mark hver.
KR — Fram 16:21
KR-stúlkur mættu grimmar til
leiks á móti íslandsmeisturum
Fram. Þær höfðu yfirhöndina fram-
an af, en þegar komiö var fram í
miðjan fyrri hálfleik náði Fram að
jafna leikinn. Eftir það var sem all-
an kraft vantaði í spil KR-liðsins,
og sigur Fram var aldrei í hættu.
Þrátt fyrir tapið sýndu KR-stúlk-
ur að þær eru til alls líklegar í
vetur. Liöið er skipað ungum og
efnilegum stelpum, sem vafalítið
eiga eftir að láta mikið aö sér
kveða í framtíðinni.
I liði Fram var Guðríður langat-
kvæðamest, en auk hennar sýndu
þær Arna og Ingunn ágætan leik.
Framliðið mætir sterkt til leiks eins
og venjulega, og með þessum sigri
sínum á KR tylltu þær sér í topp-
sæti deildarinnar.
Mörfc KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 6, Eisa
Ævarsdóttir, Aldís Arthúrsdóttir og Elín
Eiríksdóttir tvö mörk hver og Annetta
Scheving, Snjólaug Benjamínsdóttir, Arna
Garöarsdóttir og Bryndis Harðardóttir eitt
mark hver.
Mörk Fram: Guöríöur Guðjónsdóttir 10,
Arna Steinsen 5, Ingunn Bernódusdóttir
3, Ósk Víðisdóttir, Súsanna Gunnars-
dóttir og Margrót Blöndal eitt mark hver.
Víkingur — Stjarnan
23:20
Víkingur og Stjarnan spiluðu í
Seljaskóla. Jafnræði var með liðun-
um í fyrri hálfleik, og var staðan í
hálfleik 10—10. í seinni hálfleik
náði Stjarnan fljótlega forystunni,
og hélt henni til leiksloka þrátt fyr-
ir mikla pressu Víkingsliðsins.
Þegar ca. 10 mínútur voru til leiks-
loka og staðan var 19—16 fyrir
Stjörnunni, tóku Víkingsstúlkur
það til ráða að taka þær Margréti
og Erlu úr umferð. Við það jafnað-
ist leikurinn, en Vikingar náðu þó
ekki að minnka muninn, og endaði
leikurinn 23—20 fyrir Stjörnunni.
í liði Víkings bar mest á línuspil-
aranum knáa, Jónu Bjarnadóttur,
að þessu sinni. Þrátt fyrir tap í
þessum leik, hefur Víkingsliðið
sýnt það undanfarið að það hefur
alla burði til þess að taka þátt í
toppbaráttunni í vetur.
Erla Rafnsdóttir var atkvæða-
mikil í liði Stjörnunnar að venju.
Aðrar voru frekar mistækar í leik
sínum. Stjörnuliðið hefur á að
skipa góðri blöndu af reyndum leik-
mönnum og ungum og efnilegum
stelpum, og þær hafa eflaust fullan
hug á að gera betur en í fyrra, en
!>á höfnuðu þær í 2. sæti bæði í
slandsmóti og Bikarkeppninni.
Mörfc Víklngs: Jóna Bjarnadóttir 5, Svava
Baldvinsdóttir 4, Inga Lára Þórisdóttir 3,
Eiríka Ásgrímsdóttir, Rannveig Þórarins-
dóttir og Sigurrós Björnsdóttir tvö mörk
hver, Valdís Birgisdóttir 2 mörk.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 9,
Margrót Theodórsdóttir 6, Hrund Grótars-
dóttir 4, Drífa Gunnarsdóttir 3 og Steinunn
Þorsteinsdóttir eitt mark.
KF/ÁS
DREGIÐ var í 3. umferð enska
deildarbikarsins f knattspyrnu f
gær. Mjólkurbikarmeistararnir
frá f fyrra, Oxford United, voru
heppnir og leika gegn 3. deildar-
liðinu Sheffield United.
Lið Sigurðar Jónssonar, Shef-
field Wednesday, fær Everton og
verður það án efa hörkuleikur.
Önnur 1. deildarliö sem leika sam-
an í næstu umferð eru þessi:
Liverpool - Leicester
Man. United - Southampton
Arsenal - Manchester City
Watford - West Ham
Charlton - QPR
Cardiff City, sem fékk gefins
leikinn við Luton í fyrri umferð,
mætir 1. deildarliðinu Chelsea.
Friðarhlaup hélendis
Á MORGUN gengst alþjóðlegur
friðarhópur fyrir friðarhlaupi f til-
efni komu leiðtoga stórveldanna
til íslands. Hlaupið verður með
friðarkyndil frá Keflavfk til
Reykjavíkur þar sem stór kyndill
verður tendraður f Hljómskála-
garðinum.
Kyndillinn kemur hingað til lands
með flugvél frá London um kl. 7.00
í fyrramálið. (slenskur íþróttamað-
ur hleypur með kyndilinn fyrsta
spölinn en síðan taka íþróttamenn
frá flestum sérsamböndum ÍSÍ við
og skiptast á að hlaupa til Reykja-
víkur. Þarna koma einnig frægir
erlendir hlauparar við sögu eins
og Lyudmila Bragina frá Sovétríkj|—
unum, sem er fyrrum heimsmet^
hafi í langhlaupum, Phillip
Winegarner frá Bandaríkjunum og
Selina Cherdir frá Kenýa.
Um 1.000 skólabörn á aldrinum
10 til 14 ára munu hlaupa með
kyndilberanum síðasta spölinn
kringum Hljómskálagarðinn. Áætl-
að er að kyndillinn verði kominn
að Hljómskálagarðinum um kl.
11.30. Eftir að stór kyndill hafi
verið tengdraður verða flutt ávörp.
Kyndillinn verður afhentur
Steingrími Hermannssyni forsæt-
isráðherra og forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur.
Haukar styrktir
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar
afhenti f gær handknattleiks-
deild Hauka f Hafnarfirði
300.000 kr. Upphæðin er gjöf
eins viðskiptavinar sparisjóðs-
ins til minningar um Guðmund
Guðmundsson, sparisjóðs-
stjóra, sem lést 13. desember
1985.
Gefandinn vildi ekki láta nafns
síns getið en fór þess á leit viö
Sparisjóð Hafnarfjarðar að hann
annaðist þetta fyrir sig. Þór
Gunnarsson, bankastjóri, afhenti
Birni Björnssyni, formanni hand-
knattleiksdeildar, þessa pen-
ingaupphæð í hófi sem efnt var
til að þessu tilefni.
Ekkja Guðmundar Guðmunds-
sonar, Elsa Magnúsdóttir, vildi
koma á framfæri þakklæti til hins
ónefnda gefanda.