Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRUAR 1987 Kristján Franklín Magnús í hlutverki „stórtöffarans“ Badda. Helgi Björnsson í hlutverki Danna. Baddi og vinir hans njóta gestrisni Línu spákonu. Mar- grét Ólafsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Þór Thul- inius og Harld G. Haralds í hlutverkum sínum í Djöflaeyjunni. Kjartan Ragnarsson leikritahöfundur og leikstjóri: Ég reyni að vera trúr upp- lifun minni á bók Einars GAMALL braggi við Meistaravelli hefur séð sitt af hverju frá því hann var byggður á stríðsárunum. Eftir stríð eignaðist Bæjarútgerð Reykjavíkur hann og þar fór fram fiskverkun, síðar eignaðist Grandi h/f húsið og var þar með birgðastöð togaraútgerðarinnr seinustu ár- in. Nú er í bragganum leikhús og alvöru veitingastaður. Morgunblaðið spurði Kjartan Ragnarsson, sem er einskonar leikhússtjóri í LR- skemmunni í Grandabragganum, hvaða kosti hann hefði sem leikhús. „Þetta hús hefur annarskonar eðli en annað leikhús. Það er hrátt vinnu- leikhús þar sem maður getur gert alla skapaða hluti. Hluti sem ekki er hægt að gera við önnur leikhús, vegna þess að innviðimir eru of vand- aðir. Svona svokölluð skemmuleikhús eru mjög vinsæl vfða erlendis. Það sem gerir þetta tiltekna hús hentugt er að sambyggt húsinu er annað hús sem var áður mötuneyti Bæjarútgerð- arinnar og þar er veitinga aðstaða fyrir áhorfendur. Auk þess eru hér salemi fyrir flölda manns, fyrrver- andi skrifstofa sem er orðin miðasala og síðan hefur göngum og skiptiher- bergjum verkafólks verið breytt í anddyri fyrir leikhúsið. Mér þykir orðið mjög vænt um þetta hús eftir þriggja mánaða vinnu hér. Við höfum æft hér I tvo mánuði en höfðum þá þegar verið að innrétta húsið í einn mánuð. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna, en mjög ólík því sem við eigum að venjast í gamla húsinu okkar, Iðnó. Þetta er mjög heppileg rejmsla fyrir okkur áður en við tökum við Borgarleikhúsinu, því leikrýmið hér er miklu stærra en við eigum að venjast. Þessvegna vona ég líka að við getum haldið húsinu eitthvað áfram, kannski fram að þeim tíma sem við flytjum í Borgarleikhúsið. Það er þó ekki víst, því þetta svæði er í skipu- lagsvinnu og framtíð hússins er algerlega óljós. Auðvitað vonar maður líka að við fáum að halda því vegna þess að við höfuð lagt út í verulegan kostnað við að innrétta húsið. Þegar þessi hug- mynd kom upp að breyta birgða- geymslu t leikhús, var ljóst að alminnsti kostnaður yrði um tvær milljónir. Við höfðum ekki þá peninga og fórum af stað í 30-40 fyrirtæki í bænum og báðum um aðstoð. Þau brugðust fljótt og vel við og lögðu fram peninga til að við gætum farið út í þessar framkvæmdir og við erum ákaflega þakklát fyrir það. Þetta hefði aldrei gerst öðruvísi. Kjartan Ragnarsson, leikritahöfundur og leiksljóri Þetta er góð reynsla fyrir okkur að enn einu leyti. Leikfélag Reykjavíkur rekur nú tvö svið, eitt í Iðnó, annað hér í skemmunni. Þegar við förum í Borgarleikhúsið verða þar tvö svið og þetta er okkur góð reynsla í að skipuleggja sýningahald á tveim- ur stöðum." Nú ert þú að setja upp þína leik- gerð að sögum Einars Kárasonar hér. Hvar endar skáldskapur Einars og hvar byrjar þinn? Upp að hvaða marki þarftu að vera skáldsögunum trúr? „Höfundur sem skrifar skáldsögu eða leikrit byijar á því að fá ein- hveija tilfinningu sem hann langar að koma til skila í verkinu. í hvaða formi sem rithöfundur skrifar, leik- ritaformi, skáldsagnaformi, kvik- myndaformi, byijar hann alltaf á I þessari frumhugmynd og ákveðinni tilfinningu fyrir þeirri hugmynd. Ég reyni að vera trúr verki Einars á þennan hátt, trúr hugmynd hans og tilfinningu, eins og hún kemur yfir til mín þegar ég les bókina. Þetta er eiginlega eins og mætur rithöfund- ur sagði: „Bók er ekki bók, og þegar maður hefur lesið bók, situr ekki bókin í manni, heldur upplifun." Ég reyni að vera trúr þessari upplifun." Nú leikstýrir þú verkinu líka, tekur þú mið af því þegar þú skrifar það eða skrifar þú það þannig að hver sem er geti sett það upp og eftir hveiju ferðu þegar þú velur leikara? „Leikgerð og leikstjóm tvinnast mjög mikið sainan í þessu tilfelli. Til dæmis endurskrifaði ég verkið inn í þetta rými. Grétar Reynisson, leik- myndateiknari hefur unnið þetta mikið með mér. Mikið af hlutunum sem við notum voru hér fyrir þegar við komum í húsið. Síðan höfum við safnað saman leikmunum af ítmstu sparsemi. Þegar maður er með hús og svið sem ekki hefur verið notað áður, finnst mér rangt að ákveða fyrirfram hvað ég ætla að gera. Við þurftum að byija á því að ákveða hvar áhorfendumir ættu að vera, síðan þurftum við að átta okkur á því hvað við gætum gert við það rými sem við höfum fyrir sviðið. Það fór töluverður tími í að láta leikarana finna hvar best er að vera. Ef maður ákveður þetta allt fyrirfram er maður búinn að setja sér of þröngar skorður. Því lengur sem ég er í leikstjóm og þótt ég sé fullur af skemmtilegum hugmyndum, sé ég alltaf betur og betur hvað leikaramir sjálfir koma oft með góðar hugmyndir. Ég hef látið leikarana mikið um að finna sér réttu staðina til að vera á og réttu aðferðina við að segja hlutina í þessu verki. Það er líka miklu fijórra að leikarinn finni réttu lausnina. Leikarinn er skapandi listamaður Nýi veitingastaðurinn í LR-skemmunni Veitingahúsið Torfan opnar í LR-skemmunni Veitingahúsið Torfan hefur opnað einskonar útibú í LR- skemmunni við Meistaravelli. Rekstur nýja staðarins verður eingöngu i tengslum við sýning- ar Ieikfélagsins i Skemmunni og er opinn sýningardaga frá klukkan 18.00. Veitingastaðurinn, sem er fyrr- um mötuneyti starfsfólks Bæjar- útgerðar Reykjavíkur, mun bjóða upp á þq'á matseðla og vínveit- ingaleyfi hefur fengist í tengslum við reksturinn. Fyrstu matseðl- amir sem hægt er að velja á milli eru, hreindýra paté, lambahrygg- sneið með koníakssósu og ijómaís með jarðarberjum, graflax með sinnepssósu, T-beinsteik með rauðvínssósu og biábeija kraumis, spönsk skelfisksúpa, glóðarsteikt heilagfiski og ijómaís með val- hnetusósu. Eftir sýningar er hægt að kaupa smárétti og verður opið til klukkan 01 eftir miðnætti. Borða- pantanir eru á Veitingahúsinu Torfunni. Guðmundur Pálsson, leikari: Skemmtilegt að sletta úr klaufunum Guðmundur Pálsson, leikari, er einn af þeim mönnum sem maður setur í beint samband við Iðnó, því hann hefur leikið fjöldann allan af hlut- verkum hjá Leikfélagi Reykjavíkur i litla húsinu við Tjömina. Nú bregður hinsvegar svo við að i LR-skemmunni við Meistaravelli er leikfélagið að taka Djöflaeyjuna til sýningar og þar fer Guðmundur með eitt aðalhlutverkið. Hann leikur Tomma í Tommabúð, sem vinnur fyrir börnum, tengdabömum, bamabömum og alls konar óviðkom- andi fólki. Blaðamaður hitti Guðmund að máli og spurði hann hvort ekki væra viðbrigði að koma i svona sérkennilegt leikhús eftir ára- langa vinnu á sviðinu í Iðnó. „Þetta er mjög skemmtileg reynsla fyrir mig sem hef mest leikið í Iðnó. Að vísu hef ég líka leikið í Austurbæj- arbiói og úti á landi. Austurbæjarbíó er stórt hús eins og þetta þannig að það kemur kannski ekki á óvart, heldur er leiksviðið öðruvísi hér en maður á að venjast. Það er stórt og fyrst á æfingatímabilinu líktist þetta meira vinnu við kvikmynd. Allar ytri aðstæður hér eru öðru- vfsi, en leikurinn sjálfur þó ekki. Maður þarf ailtaf að hafa i huga að koma því til skila til áhorfandans sem maður er að segja eða gera. Eitt af því sem er kannski ólíkt er að ljósin þau koma úr öllum áttum; aftan að manni, frá hliðum og beint framan í mann. Þetta er öðruvísi rými en maður á að venjast. Við leikum út um allt hús; uppi (ijáfri, á öllu gólf- inu, úti í homum, við tölum við áhorfendur og leikum jafinvel á áhorfendapöllunum. Við höfum að vísu gert þetta í Iðnó, en rýmið hér er bara allt öðruvísi og miklu stærra. Það er skemmtilegt fyrir okkur sem erum eldri, og höfum nær eingöngu leikið í Iðnó, að fá að’ sletta dálítið úr klaufunum." — Nú er það ekki bara húsið sem er frábrugðið því sem maður á að venjast i leikhúsunum hér, heldur verkið líka. Er þetta liður í því að leikhús sé að breytast á íslandi, eða er bara verið að „poppa" það upp, leita að nýjum áhorfendahópi? „Hugmyndin um húsið kom upp í sambandi við þetta verk vegna þess að okkur þótti það henta vel til að gera öðruvísi hluti en við emm vön. Við emm jú á leiðinni upp í Borgar- leikhús og þar er allt mjög ólikt því sem við eigum að venjast f Iðnó, miklu stærra svið, eða réttara sagt tvö svið, sem em mjög ólík. Nei, ég held það sé ekkert verið að „poppa" leikhúsið upp. Húsið fell- ur mjög vel að leikritinu, leikmyndin var nánast til staðar hér. Hinsvegar er það rétt að alltaf em að koma upp hugmyndir um að leika á hinum ýmsu stöðum og öll nýbreytni laðar fólk að. Ég held að ekki sé verið að sækj- ast eftir breyttum áhorfendahópi í þessu leikriti. Ég held að verkið höfði til fólks á öllum aldri. Við höfum breytt skkaldsögum í leikrit áður, til dæmis sögum eftir Laxness og Þór- berg. Þetta frásagnarform virðist höfða til fólks á öllutn aldri og henta leikhúsi vel. Það kallar á beint sam- band við áhorfandann. Hér emm við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.