Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987
Erlingur Gíslason sem Edmund og Róbert Arnfinnsson sem Ja-
mes yngri í Þjóðleikhúsinu 1959
dag, með Ruby Dee og Early
Hyman í hlutverkum James og
Mary Tyrone. Leikstjóri er Will-
iam Woodman.
Leikritið var fyrst myndað árið
1962 og þá var Katherine Hep-
burn í hlutverki Mary. Lawrence
Olivier gerði sjónvarpsútgáfu af
leikritinu upp úr 1975, þar sem
hann leikstýrði sjálfur og lék jafn-
framt hlutverk James Tyrone,
eldri. Á móti honum léku Const-
ance Cunnigs, Denis Quilley lék
James yngri og Ronalc Pickup lék
Edmund. Hafði þessi hópur þá
leikið verkið í National Theatre í
London um skeið.
Þjóðleikhúsið hefur tvisvar haft
leikritið á verkefnaskrá. Árið
1959 var það sett upp í þýðingu
séra Sveins Víkings. Valur Gísla-
son lék James eldri, Amdís
Bjömsdóttir lék Mary. Með hlut-
verk James fór Róbert Arnfínns-
son og Erlingur Gíslason með
hlutverk Edmunds.
Árið 1983 var það aftur sett
upp í Þjóðleikhúsinu undir nafninu
„Dagleiðin langa inn í nótt,“ í
þýðingu Thors Vilhjálmssonar.
Með hlutverk James Tyrone fór
Rúrík Haraldsson, Þóra Friðriks-
dóttir með Mary, Arnar Jónsson
lék James yngri og Júlíus Hjör-
leifsson yngri soninn, Edmund.
Sjónvarpið
mánudag:
- eftir Eugene
O’Neill
Húmar
hægtað
kveldi
HÚMAR hægt að kveldi heitir
mánudagsleikrit sjónvarpsins
að þessu sinni. Leikritið, sem
heitir á frummálinu Long Dayá
Joumey into Night, gerist árið
1912 og fjallar um irska fjöl-
skyldu í New London í Banda-
ríkjunum.
Faðirinn í verkinu, James Tyr-
one, er leikari, sem ungur hafði
verið talinn einn sá efnilegasti í
þeirri listgrein. Hann er hinsvegar
kominn af fátækum innflytjend-
um og hann hræðist ekkert meira
en fátækt og fyrirlitningu. Bak-
gmnnur leikritsins em fólksflutn-
ingar kaþólskra íra til Ameríku á
seinni hluta 19. aldar, en þar
máttu þeir þola heiftúðuga for-
dóma og andúð.
Einangmn Tyrone-fjölskyl-
dunnar er að hluta komin til vegna
þessa fjandsamlega umhverfís.
Til að forðast fátæktina og fyrir-
litninguna selur James Tyrone
listamannsferil sinn, sem hefði
getað orðið glæstur, fyrir Qár-
hagslegt öryggi.
James Tyrone er því í raun
innst inni ennþá lítið annað en
írskur bóndi og hefur þankagang
hans og hegðun. Og írsku fjöl-
skyldutengslin em sterk, synimir,
James yngri 33 ára og Edmund
23 ára, em enn í föðurhúsum,
ókvæntir. Fjölskyldan sveiflast
Úr sýningu Þjóðleikhússins á Húmar hægt að kveldi, árið 1959,
Aradís Bjömsdóttir sem Mary og Valur Gislason sem James Tyr-
one
milli trúhneigðar og guðlasts,
hreinlífís og soralifnaðar, karl-
mennimir em dijúgir viskí-
drykkjumenn og njóta sín á bömm
innan um háreisti og sagna-
skemmtun.
Móðirin, Maiy Tyrone er frá
heimili sem var töluvert ofar í
virðingarstiganum en heimili Ja-
mes var. Á yngri ámm hafði hún
fylgt eiginmanni sínum á stöðug-
um leikferðum hans um Banda-
ríkin, en leikhúslífíð og þessi
sífelldu ferðalög urðu henni erfið.
Fjölskyldan bjó á ódýmm hótelum
á ferðum sínum og á einu slíku
hafði Mary orðið veik, eftir að hún
ól Edmund.Fákunnandi hótel-
læknir kunni engin önnur ráð við
veikindum hennar hennar en að
gefa henni morfín. Uppfrá því var
hún háð eitrinu.
Átökin í leikritinu eiga sér öll
stað innan þessarar fjölskyldu.
O’Neill fjallar hér auk annars um
sektina og sektarkenndina. Hver
fjölskyldumeðlimur lifír í sinni
sjálfsblekkingu. Hver og einn
kennir öðmm um brostnar vonir
en hefur aldrei kjark til að líta í
eiginn barm.
Húmar hægt að kveldi hefur
verið eitt vinsælasta leikrit
O’Neills o g fjölmargar útgáfur em
til af því á fílmu. Sú nýjasta þeirra
er á dagskrá sjónvarpsins á mánu-
Rannsóknaráð ríkisins aug-
lýsirstyrki tilrannsókna
og tilranna árið 1987
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðs-
ins, Laugavegi 13, sími 21320.
Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur:
• Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki.
• Styrkfé á árinu 1987 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álit-
legum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á:
— fiskeldi,
— framleiðni- og gæðaaukandi tækni,
— líf- og lífefnatækni,
— nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu,
— undirstöðugreinar matvælatækni,
— upplýsinga- og tölvutækni.
• Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á:
— líklegri gagnsemi verkefnis,
— gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina,
— möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi,
— hæfni rannsóknamanna/umsækjenda,
— líkindum á árangri.
• Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að:
— samvinna stofnanna eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur
þáttur í framkvæmd verkefnisins,
— fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum,
— líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í
atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að
langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.
Öllum þeim sem heiöruöu okkur meÖ sam-
sceti, gjöfum og skeytum fcerum við alúðar-
þakkir og vonum að GuÖ sem aÖ launar fyrir
hrafninn launi ykkur öllum.
Katrín ogKristín Loftsdætur,
Vik í Mýrdal.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu
mig meÖ heimsóknum og gjöfum d sjötugsaf-
mceli mínu. Sérstakar þakkir til barna, tengda-
barna og barnabarna.
Guð blessi ykkur öll.
Hallfreöur Bjarnason,
Hvassaleiti 58.
Hvítlakkaðar
baðinnrétt-
ingar
á góðu
verði
MAVA INNRÉTTINGAR
SUÐARVOGI 42 — 104 REYKJAVÍK
(Gengið mn fra Kaenuvogi)
SÍMI688727