Morgunblaðið - 01.02.1987, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Fiskeldisfræðingar
Fiskeldisfyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur vill
ráða fiskeldisfræðinga til starfa.
Ráðningartími er samkomulag.
Leitað er að aðilum með góða starfsreynslu
á sviði fiskeldis og/eða sérhæfða menntun
sem nýtist vel á þessu sviði. Til greina koma
aðifar sem eru að Ijúka námi.
Laun samningsatriði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 8. febrúar
nk.
GuðntTónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN 1 NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5, ! 01 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Framkvæmdastjóri
Æskulýðs- og íþróttamál
Stór félagasamtök í æskulýðs- og íþrótta-
málum vilja ráða framkvæmdastjóra til starfa
fljótlega. Framtíðarstarf.
Æskilegt að viðkomandi hafi viðskipta-
menntun, stjórnunar- og bókhaldsreynslu,
trausta og örugga framkomu, sjálfstæð og
skipulögð vinnubrögð og mikið eigið frum-
kvæði. Tungumálakunnátta nauðsynleg
vegna erlendra samskipta.
Laun samningsatriði. Uppl. á skrifstofu.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir
5. febr. nk.
_GuðmTón.sson
RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍM! 621322
Viðskiptafræðingur
— fasteignasala
Stór fasteignasala í miðbæ Reykjavíkur vill
ráða viðskiptafræðing til sölustarfa. Starfið
er lifandi og skemmtilegt og krefst talsverðr-
ar yfirvinnu.
Umsækjendur sendi undirrituðum upplýsing-
ar um aldur, fyrri störf og kauphugmyndir.
ENDURSKOÐUN
GUÐLAUGS
GUDLAUGUR R. JÓHANNSSON : 'k;ii tiih íindurskodandi
Reykiavikurvegi ftó 2kO Halr.ariirðs Z.iri.; O-.viO • Heimasimi 53342
@
Fréttastofa útvarpsins óskar að ráða frétta-
menn til starfa við innlendar og erlendar
fréttir. Háskólamenntun og reynsla í frétta-
og blaðamennsku er æskileg.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. og ber
að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Skúla-
götu 4 á eyðublöðum sem þar fást.
#Mf l#
RÍKISÚTVARPIÐ
Deildarstjóri
Óskum eftir að ráða deildarstjóra í ritfanga-
og sportvörudeild Vöruhúss KEA.
Uppl. um starfið gefur Alfreð Almarsson
vöruhússstjóri í síma 21400.
Skriflegum umsóknum ber að skila starfs-
mannastjóra KEA, Hafnarstræti 91, 602
Akureyri, fyrir 15. febrúar nk.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Varahlutaverslun
Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf:
verslunarstjóra
og afgreiðslumenn
1. Verslunarstjóri
Starfið er fólgið í eftirfarandi atriðum:
1. Daglegri stjórnun verslunar.
2. Áætlanagerð.
3. Vörukaupum.
4. Skipulagningu söluherferða.
Skilyrði fyrir ráðningu eru:
1. Áhugi fyrir að takast á við krefjandi starf.
2. Samstarfsvilji vegna mikillar samvinnu við
pöntunarstjóra.
3. Reglusemi og góð umgengni.
4. Reynsla í verslunarstörfum.
5. Enskukunnátta.
6. Meðmæli.
2. Afgreiðslumenn
Starfið er fólgið í eftirfarandi atriðum:
1. Afgreiðslu varahluta.
2. Móttöku pantana í síma.
3. Sölu aukahluta.
Skilyrði fyrir ráðningu eru:
1. Ahugi og þekking á bílum.
2. Samstarfsvilji vegna mikillar samvinnu við
aðra afgreiðslumenn.
3. Reglusemi og góð umgengni.
4. Meðmæli.
Fyrirtækið er einn stærsti innflytjandi nýrra
bifreiða á landinu. Vegna mikillar aukningar
á starfsemi fyrirtækisins að undanförnu leit-
um við að dugmiklu og sjálfstæðu starfsfólki.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns í
2600 fm húsnæði við góða vinnuaðstöðu.
Skriflegar umsóknir ásamt meðmælum
sendist til okkar fyrir 9. febrúar 1987 merkt-
ar starfsumsókn og starfsheiti. Upplýsingar
um ofangreind störf eru ekki gefnar í síma.
Öllum umsóknum verður svarað.
TOYOTA
071 c/
NÝBÝLAVEGI8 2ÖOKÓPAVOGI SÍMI: 91-44144.
Hagstofa íslands
óskar að ráða sem fyrst starfsmann til al-
mennra skrifstofustarfa. Laun fara eftir
kjarasamningum BSRB og ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf siculu sendar Hagstof-
unni eigi síðar en 4. febrúar nk.
Hagstofa íslands,
Hverfisgötu 8-10,
150 Reykjavík.
Ráðskona
óskast á heimili í Reykjavík. í heimili eru hjón,
bæði útivinnandi og 3ja ára undrabarn sem
er á leikskóla fyrir hádegi. Starfið felst í
umsjón barnsins svo og að halda íbúð og
fatnaði hreinu og fallegu o.fl. þess háttar.
2ja herbergja íbúð fylgir starfinu.
Vinsamlegast sendið upplýsingar um aldur,
fyrri störf, menntun og fjölskylduhagi til aug-
lýsingadeildar Mbl. fyrir miðvikudagskvöld
4. febrúar merkt: „Ráðskona — 5107“.
Prentari
Óskum að ráða hæðarprentara sem allra
fyrst.
Upplýsingar veitir Sigurður Þorláksson í síma
27233.
ES GuójónÓ.hf.
Útgerðar- og
framleiðslustjóri
Ráðgarður auglýsir eftir útgerðar- og fram-
leiðslustjóra fyrir einn af viðskiptavinum
sínum. Fyrirtækið er öflugt í sinni grein, vel
staðsett á Norðurlandi.
★ Leitað er að duglegum manni með mikla
skipulagshæfileika og frumkvæði sem á
auðvelt með að stjórna fólki.
★ Menntun: Æskilegt að viðkomandi hafi
útgerðartækni eða sambærilega mennt-
un í framleiðslu og skipulagsgreinum.
★ Krafist er: Reynslu og góðrar þekkingar
í sjávarútvegi, mikillar yfirlegu og útsjón-
arsemi í starfi.
★ í boði: Krefjandi og ábyrgðarmikið starf
í líflegu fyrirtæki.
★ Góð laun fyrir réttan aðila, húsnæði fyrir
hendi.
Upplýsingar gefur Hilmar Viktorsson í síma
91-686688 eftir kl. 14.00 næstu daga. Farið
verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
RÁÐGATOUR
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁDGJÖF
NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)68 6688
Leikskólinn
Tjarnarborg
Fóstra eða starfsmaður með uppeldismennt-
un óskast nú þegar til stuðnings vegna barna
með sérþarfir. Um er að ræða hlutastarf
eftir hádegi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
15798.
K0RPUS
PRENTÞJONUSTA
óskar að ráða vanan starfskraft í
offsetskeytingu.
Þarf að vera:
• Vandvirkur.
• Vanur litaskeytingum.
• Samstarfsþýður.
• Kátur og hress.
í boði er:
• Góð vinnuaðstaða.
• Manneskjulegur vinnutími.
• Hress vinnustaðarandi.
Þarf að geta hafið störf í apríl eða maí ’87.
Fullum trúnaði og þagmælsku heitið.
Korpushf.,
Ármúla 24, sími 685020.
Verkstjóri óskast
f vélsmiðju
Við leitum að áhugasömum manni vegna
ýmissa breytinga sem fyrirhugaðar eru á
rekstrinum.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. sem
fyrst merkt: „Verkstjóri — 5048“.
Au-pair USA
Ertu 18 ára eða eldri og langar að breyta
til? Það vantar súlku á heimili í New Haven.
Létt heimilisstörf. Bíll til umráða. Hef góða
reynslu þaðan sjálf.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Au-pair, New Haven“ fyrir 5/2.