Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 4
4 m MORGUNBLAÐID,. VlÐSKIFn/iOVINNUUF FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 i HTIL ISLANDS AMERIKA PORTSMOUTH/NORFOLK Baltic Bakkafoss Baltic Bakkafoss 10. feb. 19. feb. 10. mars 20. mars NEW YORK Baltic Bakkafoss Baltic Bakkafoss 9. feb. 17. feb 9. mars 18. mars. HALIFAX Baltic Baltic 13. feb. 13. mars. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss/Skip Álafoss/Skip 8. feb. 15. feb. FELIXSTOWE Eyrarfoss/Skip Álafoss/Skip 9. feb. 16. feb. ANTWERPEN Eyrarfoss/Skip Álafoss/Skip 10. feb. 17. feb. ROTTERDAM Eyrarfoss/Skip 11. feb. Álafoss/Skip 18. feb. HAMBORG Eyrarfoss/Skip 12. feb. Álafoss/Skip 19. feb. NORÐURLOND/ EYSTRASALT FREDRIKSTAD Reykjafoss/Skip 10. feb. Skógafoss/Skip 17. feb. HORSENS Reykjafoss/Skip 13. feb. Skógafoss/Skip 20. feb. GAUTABORG Reykjafoss/Skip 11. feb. Skógafoss/Skip 18. feb. KAUPMANNAHÖFN Reykjafoss/Skip 12.feb. Skógafoss/Skip 19. feb. HELSINGBORG Reykjafoss/Skip 12. feb. Skógafoss/Skip 19. feb. Vegna verkfalls undir- manna á kaupskipum gœtu ofangreindar dagsetning- ar breyst. Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, isa- fjörður, Akureyri, Húsavik. Hálfsmánaöarlega: Siglu- fjörður, Sauðárkrókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 er hœgt að breyta innheimtu- aðferðinni. Eftir það verða »-iTnfmCTifr;irTTtnPíCT.ri viðkomandi greiðslukorta reikning mánaðarlega. SIMINN ER 691140 691141 Hugbúnaður/Útflutningur Tíiniim vinnur með Artek Forráðamenn fyrirtækisins eru bjartsýnir. Ada þýðandinn hlýtur góðar móttökur og erlendir aðilar bjóða fjármagn og samvinnu. UTFLUTNINGUR Artek á hug- búnaði hófst voríð 1986. í fyrstu beindi fyrirtækið kröftum sínum að markaðssetningu í Bandaríkjunum, en nýlega hef- ur sala aukist mest í Evrópu. Vestra vinnur einn maður að sölumálum en í Frakklandi opn- aði nýlega skrífstofa skipuð sex mönnum sem einbeita sér að sölu fyrir Artek. Hefur það boríð þann árangur að fyrir skömmu undirritaði franska menntamálaráðuneytið samn- ing um kaup á hugbúnaði Artek þess í þarlenda háskóla. Yfir- völd menntamála í öðrum Evrópulöndum íhuga nú hlið- stæða samninga. „Við gerðum okkur grein fyrir því að hug- búnaður okkar væri nokkuð á undan timanum þegar hann kom á markað,“ sagði Vilhjálm- ur Þorsteinsson stjórnarfor- maður og forritari. „Nú er markaðurinn að vakna og þá er mikill akkur í því að vera þekkt nafn.“ Áhættufé veðjað á eitt forrit Artek er eitt fárra íslenskra fyr- irtækja sem stofnað er með „ áh ættufj ármagni. “ Eigendur ís- lenskrar forritaþróunar, Vilhjálm- ur Þorsteinsson og Öm Karlsson lögðu fram söluvöruna, hugbúnað- inn, en hluthafar í fjármögnúnar- fyrirtækinu Fmmkvæði hf. stofnfé þess. Nýlega var hlutaféð aukið og er það nú að nafnvirði röskar átta milljónir króna. Fyrirtækið hefur veðjað öllu á eina söluvöm. Þýðanda fyrir tölvu- málið Ada sem gengur á IBM peáum og hliðstæðum tölvum. „Ada er tölvumál sem hannað var fyrir bandaríska vamarmálaráðu- neytið. Það er mjög fullkomið og við hönnun þess var tekið tillit til þeirra krafna sem gerðar eru til flókins og áreiðanlegs hugbúnaðar. Einnig gerir málið ráð fyrir breyt- ingum á vélbúnaði sem gætu orðið í náinni framtíð," sagði Vilhjálm- ur. „Þegar við réðumst í það að skrifa þýðanda fyrir Ada vom að- eins til mjög ófullkomnir þýðendur á PC-tölvur og við sáum að þegar málið yrði útbreiddara yrði mikil þörf fyrir þá. Ada leysi önnur mál af hólmi Hugbúnaðurinn sem Artek setti á markað síðastliðið vor er þannig uPPbyggður að forrit sem skrifuð em á PC-vélina ganga óbreytt á öðmm og fullkomnari tölvum. Hann er ódýr leið til þess að læra og þjálfa forritun í Ada. Viðskipta- vinir okkar hafa því verið fyrirtæki sem vinna fyrir vamarmálaráðu- neytið, einstaklingar sem vilja læra ORGANISERII ••• og þú hefur allt í hendi þér! PSION 0RGANISERII - „Alvitur", er lítil handhæg tölva, varla stærri en venjulegur vasareiknir sem vinnur sjálfstætt og er þar að auki tengjanleg við næstum hvaða tölvubúnað sem er. Möguleikamir með PSION ORGANISERII eru • Tengd við PC getur hún fært inn gögn, aflað þeirra, spurst fyrir og prentað út að vild. • Hún er dagbók, dagatal og vekjaraklukka. Átta mismunandi kerfi minna þig á með hljóðmerkjum, hvar, hvenærog hvað-til aldamóta. • Almenn gagnaskrá. Þú spyrð: „Jón?“ Hún svarar: „Jón Jónsson, lögmaður, Farvegi 1, sími 1212121". Sama gildir með vörunúmer, skýrslur og lista. nánast endalausir Hún er forritanleg á einföldu en öflugu máli, OPL, og auðveldar þannig aðlögun að sérstökum aðstæðum. Hentar vel til endurtekinna aðgerða, til dæmis lagertalningar, pantanamóttöku og sölu. 0 Minnið er stækkanlegt upp í heil 304K! Hægt er að fá tilbúin forrit til vinnslu margra verkefna, bókhalds, stærðfræði og fleira. „Alvitur“ kemur að notum við námið! Skrifstofuvélar hafa nú þegar gott úrval aukabúnaðar fyrir PSION ORGANISERII, tengingar, hugbúnað, minniskubba og búnað til lestrar rimlaleturs, banka- og krítarkorta. Úrvalið á enn eftir að aukast, við erum rétt að byrja! PSION ORGANISERII er tilvalin gjöf a ffc m i* fyrirfleirienþiggrunar. .» yMjC^ Verðfrákr.0» % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33, simi: 20560 Akureyri: Tölvutæki-Bókval, Kaupvangsstræti 4. sfmi: 96-26100 það og skólar sem ætla að kenna nemendum sínum Ada í framtíð- inni.“ Ada er í raun fyrsta tölvumálið sem er algjörlega staðlað. Sam- hliða örri þróun á vélbúnaði hefur verið búinn til aragrúi forritunar- tungumála og afbrigða af þeim. Nöfn sumra ættu að vera lesendum kunnug: Pascal, BASIC, Fortran, dBase III - en þúsundir óþekktra eru einnig í notkun. Bandaríska vamarmálaráðuneytið, stærsti kaupandi og notandi hug- og vél- búnaðar, hafði komið sér upp misstórum forritum sem skrifuð voru á fjórða hundrað mismunandi tungumálum. Þegar eitthvað fer úrskeiðið í mikilvægustu tölvukerf- unum getur það tekið þúsundir forritara milljónir „mannstunda" að ieiðrétta villumar. Nú er stefnt að því að Ada leysi öll tölvumál sem notuð em í verkefnum fyrir vamarmálaráðuneytið af hólmi. Auðvelt verði að færa hugbúnað á milli véla, aðlaga hann og bæta. Artek haslar sér völl í Evrópu Verktakar í geimvamaáætlun Bandaríkjamanna em meðal þeirra Qölmörgu sem nú keppast við að þjálfa forritara sína í Ada. Úr Evrópu er það að frétta að Evrópu- bandalagið ýtir undir notkun Ada. Það er opinbert tölvumál Atlants- hafsbandalagsins, _ Evrópsku geimferðastofnunarinnar og verð- ur notað í sameiginlegu verkefni Evrópuþjóða á sviði hátækni - EUREKA. Artek hefur þegar gert samning við menntamálaráðuneyti Frakk- lands um sölu á a.m.k. 300 Ada þýðendum í háskóla. Fyrstu þýð- endumir em komnir í notkun og bætast sífellt fleiri háskólar í hóp þeirra sem vilja notfæra sér tilboð- ið. í öðrum Evrópulöndum em yfírvöld menntamála að skoða slíka samninga svo sem í Bretlandi, Þýskalandi og danski herinn hefur áhuga á að Ada-væðast með þýð- endum Artek. „Það sem hefur helst háð okkur er að þýðandinn er ekki „fullkom- að því leyti að hann þýðir ínn ekki ákveðinn hluta Ada-málsins,“ sagði Örn Karlsson. „Ada gerir ráð fyrir því að ein og sama tölvan geti keyrt mörg forrit samtímis, en þar sem pésar em ekki hannað- ir með þetta fyrir augum höfum við þurft að þróa nýjar aðferðir til að láta þá gera það. Þegar þessi viðbót á þýðandann verður tilbúin munum við senda hann í ströng próf hjá vamarmálaráðuneytinu og standist hann þau hljótum við „validation“ eða gæðastimpil. ALLAR ÁL- OG STÁLVÖRUR SKIPAPLOTUR, sandblásnarog grunnaðar frá4-20m/m. Til afgreiðslu í Reykjavík. ISVOR Smiðshöföa 6.110 Reykjavík. P.O.Box 10201. S: 685955. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.