Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 12
 VIDSKIPn AIVINNUIÍF 12 B Bílaumboð P. Samúelsson bregst við auknum umsvifuni TOYOTA — Starfsmenn P. Samúelssonar í sýningasal fyrir- tækisins við Nýbýlaveg sem nú hefur verið endurbættur og á innfelldu myndinni eru stjómendur fyrirtækisins, Páll Samúelsson, forstjóri, Bogi Pájsson, framkvæmdastjóri, Hannes Fanger, markaðsstjóri og Loftur Ágústsson, markaðsfulltrúi. Talsverðar breytingar urðu á rekstri P. Samúelssonar og Co. nú um síðustu áramót en fyrir- tækið er sem kunnugt er umboðsaðili Toyota á íslandi. Felast þessar breytingar m.a. í skipulagsbreytingum innan fyr- irtækisins jafnframt þvi sem sala á notuðum bUum hefur verið flutt í annað húsnæði og sýning- araðstaða á nýjum bUum stórlega endurbætt í höfuðstöðvunum við Nýbýlaveg. Auk þess hefur fyrir- tækið verið tölvuvætt. „Undirrót þessara breytinga eru * stórvaxandi umsvif fyrirtækisins," segir Páll Samúelsson, forstjóri í samtali. „Stóraukin bflasala á síðasta ári knúði á um að gerðar yrðu ýmsar breytingar hér innan húss hjá okkur en það má segja að starfsemin hafi verið í býsna föstum skorðum allt frá því að við fluttum hingað á Nýbýlaveginn í kringum 1975. Á sama tíma hefur starfsemin vaxið stöðugt og starfs- mönnum fjölgað jafnt og þétt, svo að það var farið að þrengja að okk- * ur á ýmsum sviðum. Þessar breyt- ingar miðast fyrst og fremst við að gera fyrirtækið betur í stakk búið að sinna viðskiptavinum sínum betur en áður en jafnframt að bæta alla vinnuaðstöðu starfsfólks. Við ákváðum að byija á söludeildinni eftir að við fluttum söludeild notuðu bflanna inn í Skeifuna og höfum gert verulegar breytingar í tengsl- um við hana ásamt því að tölvuvæða fyrirtækið. Nú, við héldum líka upp á 15 ára afmæli fyrirtækisins á síðasta ári og það má því segja að þetta hafi allt farið saman." Frá og með 1. janúar var skipu- lagi fyrirtækisins breytt. Það starfar nú í 2 aðaldeildum og 8 ✓--------------------------------- undirdeildum en starfsmenn eru alls um 50. Bogi Pálsson tekur við starfi framkvæmdastjóra og sér um stefnumörkun og daglegan rekstur fyrirtækisins. Hannes Strange tók við starfí markaðsstjóra af Boga Pálssyni og sér nú um stjórnun markaðsdeildar. Loftur Ágústsson tók við starfi Hannesar sem mark- aðsfulltrúi og sér nú um stjómun sölumála á landsbyggðinni auk ann- arra markaðsstarfa. Loftur gengdi áður starfi sölumanns á notuðum bflum. Með því skipulagi sem nú er komið á segja forráðamenn fyrir- tækisins að heildarstjómun þess verði samhæfðari og markvissari. Um áramótin var einnig hafíst handa um breytingar á húsnæði fyrirtækisins að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi með það í huga að bæta þjónustu við viðskiptamenn og að- stöðu starfsmanna, eins og Páll nefndi. Byijað var á breytingum á verkstæði þar sem vinnuaðstaða var endurskipulögð, svo að nú er unnt að taka á móti fleiri bflum í einu til þjónustu og viðgerða. Síðan tók við umbylting á sýningarsal fyrir- tækisins og verður hann formlega opnaður nú um helgina, þar sem m.a. verður kynntur nýr Toyota Camry. í framhaldi af þessu verður síðan hafíst handa um breytingar á skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins og að því er forráðamenn P. Samú- elssonar segja hefur það verið hannað með það fyrir augum að skapa aðlaðandi umhverfí fyrir starfsmenn og viðskiptavini fyrir- tækisins. Á síðasta ári var einnig tekin ákvörðun um að auka til muna tölvuvæðingu fyrirtækisins til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri. í því skyni var fest kaup á IBM ' \ S/36 tölvu auk Qölda Victor ein- menningstölva. Er nú verið að nettengja allar einmenningstölv- umar og nokkrar þeirra verða að auki tengdar sem útstöðvar S/36 kerfísins. í netinu er boðið upp á hugbúnað eins og ritvinnslu, töflu- reikni, gagnagrunna, samskiptafor- rit og tímaskráningarkerfí auk þess sem senda má tölvupóst innan kerf- isins. Samkvæmt upplýsingum for- ráðamanna fyrirtækisins er nú lögð mikil áhersla á námskeiðahald inn- an þess og m.a. fara árlega tveir starfsmenn til Japan á námskeið til að kynna sér stjómunar- og vinnu- aðferðir sem Japanir hvaða getið sér hvað mest orð fyrir og í tengsl- um við tölvuvæðinguna innan fyrirtækisins er nú verið að mennta og þjálfa starfsmenninga í notkun tölva til að fjárfestinga fyrirtækis- ins á því sviði nýtist sem best. Þá em reglulega haldin námskeið inn- an fyrirtækisins til að kynna starfs- fólki allar nýjungar eða breytingar sem fram koma. Markmiðið með þessu er að samræma störf allra starfsmanna og umboðsmanna fyr- irtækisins. Umboðsmönnum fyrirtækisins hefur verið fjölgað undanfarið. Nú em starfandi sjö söluumboð og 18 þjónustuumboð víðsvegar um landið og lögð er áhersla á breitt vömrúr- val, að sögn forráðamanna þess - og þá ekki aðeins í því skyni að almenningur eigi kost á sem flest- um stærðum og gerðum bfla heldur einnig á þjónustu við atvinnurekst- urinn. Á því sviði nefna forráða- menn fyrirtækisins Toyota—vöm- lyftarana sem fengið hafa góðar viðtökur hér á landi. Þá er vara- hlutaþjónusta fyrirtækisins að þeirra sögn orðin mjög víðtæk með lagerhaldi allra þjónustuumboð- anna auk þess lagers sem fyrirtækið er með sjálft. Sé varahlutur hins vegar ekki til hér á landi hefur fyrir- tækið aðgang að fullkomnu inn- kaupakerfí innan Evrópu og getur þá útvegað þá í flestum tilfellum með stuttum fyrirvara. Bílar Lada mest seldi bíllinn 1986á íslandi ENSKU SKJALASKÁPARNIR E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. Salan meira en fjórfaldaðist á milli ára LADA var mest seldi bilinn hér á landi á síðasta ári, alls voru fluttar inn 2520 bílar af þessari tegund. Toyota var í öðru sæti og Subaru í því þriðja. Af ein- stökum gerðum var mest flutt inn af Subaru 1800 og þar á eft- ir var Lada Samara, en byijað var að flytja hana inn í júní. Miklar sveiflur em í innflutningi bifreiða milli ára. Á liðnu ári vom fluttir inn 13.352 nýir fólksbflar, eða 136% meira en árið á undan þegar fluttir vom inn 5655 nýir fólksbflar. Af þeim bifreiðum sem mest em seldar hér á landi, jókst innflutningur á Lada mest á milli ára - rúmlega fjórfaldaðist. Hlut- deild Lödu í innflutningi jókst úr 10,2% árið 1985 í 19% 1986. Umboðsaðili Lada á íslandi em Bifreiðar- og landbúnaðarvélar. Gísli Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sagði að alltaf hefðu verið miklar sveiflur í bif- reiðainnflutningi. „Ríkið hefur fremur aukið á sveifluna, bæði dregið úr og aukið innflutning," sagði Gísli og átti þar t.d. við þegar opinber gjöld em ýmist lækkuð eða hækkuð. En miklar sveiflur hafa óneitan- lega áhrif á rekstur bifreiðainnflyt- enda. Gflsi benti á að erfitt væri að þjálfa starfsfólk til þess að mæta auknum umsvifum. Þannig hefur starfsfólki Bifreiða og land- búnaðarvéla fjölgað um 60-70% á meðan salan hefur fjórfaldast. Gísli sagði að einnig hefði fyrirtækið þjónustusamning við íjögur bif- reiðaverkstæði á höfuðborgarsvæð- inu, fjölmargra úti á landi, sem þjóna eigendum Lödubfla. „þetta ætti að vera þægilegra fyrir við- skiptavini okkar, þar sem styttra er í þjónustu, þannig er t.d. verk- stæði í Hafnarfirði og annað í Kópavogi. Þetta hefur einnig leitt til þess að starfsmönnum okkar hefur ekki fjölgað eins og annars hefði orðið." Gísli sagði að aukinni sölu hefði fyrst og fremst verið mætt með aukinni vinnu starfsfólks, sem hefði lagt mikið á sig og án þess hefði ekki verið hægt að anna eftirspum- inni. Þá hefði einnig skipt miklu góð samvinna við sovétmenn og einnig skipafélagsins sem annast flutninga á bílunum til landsins. Þetta hefði allt hjálpast að og hefði ásamt hagstæðu verði gert keift að auka söluna jafnmikið og raun varð á. Verð á Lödu hefur, að sögn Gísla, staðið í stað. Samningur er gerður við Sovétmenn í upphafí hvers árs, um lámarksfjölda og verð. Verðið er í dollurum, sem hefur lítið eða ekkert breyst gagn- vart íslensku krónunni. Gísli býst ekki við að salan verði jafnmikil á þessu ári og 1986. En að sem af er hefur hún verið góð. janúar voru seldir 265 bflar og á milli 200-300 pantanir liggja fyrir. INNFLUTNINGUR Á NÝJUM BÍLUM TIL ÍSLANDS - 1986 Mest seldu bílarnir 1. Lada Fjöldi 2520 2. Toyota 1399 3. Subaru 1285 4. Mitsubishi 1112 5. Mazda 833 6. Daihatsu 822 7. Ford 665 8. Skoda 581 9. Volvo 506 10. G.M. 470 11. Volkswagen 454 12. Nissan 445 Helstu einstöku bílategundir 1. Subaru 1800 861 2. Lada Samara (fri i/6 86) 810 3. ToyotaCorolla 624 4. Daihatsu Charade 622 5. Mazda 323 587 6. Lada 2104 517 7. ToyotaTercel 465 8. LadaSport2121 457 9. Mitsubishi Lancer 420 10. Lada2107 376

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.