Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, VlÐSKlFll/iOVINNUliF FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1987 6 B Opinber stjórnsýsla Hvað felst í starfsmannastefnu og starfsmannastfórnun Umsjón Árni Sigfússon, Bjarni Ingvarsson og Leifur Eysteinsson í síðustu viku var fjallað um starfsmannastefnu ríkisstofnana í greinarflokknum um opinbera stjómsýslu. Þar var t.d. bent á ein- falda leið til að tengja saman hina ýmsu þætti starfsmannastjómunar sem em hluti af starfsmannastefnu stofnunar. Hér á eftir verður fjallað nánar um starfsmannastjómun og starfsmannastefnu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að starfs- mannastefna og virk starfsmanna- stjómun eru grundvöllur virkrar stjómunar á öðrum sviðum. Stjórnun er byggð á stefnu Stjómun á fólki á vinnustað er starfsmannastjómun. í starfs- mannastjómun felst að hafa áhrif á einstaka starfsmenn og hópa þannig að stefnt sé að markmiðum stofnunar. Starfsmannastjómun er þannig hluti af stjómun stofnunar. Allir stjómendur stofnunar stunda því starfsmannastjómun samhliða annarri stjómun. Sumar stofnanir hafa ákveðna starfsmannastefnu. Starfsmanna- stjómun er þá byggð á slíkri starfsmannastefnu. Starfsmanna- stefna er tengd stefnu stofnunar í öðrum málaflokkum og er þannig hluti af heildarstefnu stofnunar. Innan starfsmannastefnu em síðan ákveðin markmið. Markmiðin geta verið almenn eða þröng. Dæmi um markmið starfsmanna- stefnu: MATTU SJÁAF TVEIMUR MÍNÚTUM? >aö er sá tími sem fer í aö setja upp Scháfer hillurekka. Jafn fljótlegt er að taka Scháfer hillurekkann niður. Scháfer hillukerfíd vex með fyrírtækínu Scháferhillurnarfástí mörgum staerðumog mismunandi þyngdarþolnar. Scháfer hillukerftð býður upp á ótal möguleika í útfærslu. Það er t.d.hægtaðbYrjasmáttog bæta síðan við í takt við vöxt fYrírtækísins. Stórfyrirtskin velja Scháfer hillukerfí Það er ekki tilviljun að stór fYrirtæki, sem gæta þurfa ítrustu hagkvæmni í rekstri velja nánast undantekningalaust Scháfer hillukerfm. Viö notum SSI Schöfer hillur hér I ODDA undlr prentliti í dósum, pappír og ýmislegt fleira. Að okkar mati er petta afar gott hlllukerfi þvl mjög einfalt er aö setja hillumar upp. Engar skrúfur aöeins smellt saman, en binst þó vel. Einfalt að breyta uppstillingunni ef þess er óskað. Sem sagt eins og góöir hlutir eiga aö vera; einfaldir en traustir. Ólafur H. Steingrimsson Viö hjö Krlstni Guönasyni hf. bifreiöa og varahlutaverslun. notum eingöngu Schöfer hillukerfi fyrir alla okkar varahluti. Hefur þaö reynst mjög vel, ekki síst þegar breytinga er þörf, þar sem ekkl þarf aö bolta eða skrúfa og gerir þetta allar tllfœrslur mjög auöveldar. Slgurður Slgurðsson Haftð samband og fálð upplýsíngar um möguleika Scháfer híllukerfísíns. Það gæti orðíð upphaf að stórendurbættum og hagkvæmari rekstri. G.Á.Póturssonhf. Umboðs- og hoildverslun SMIÐJUVEGI 30 E-GÖTU, KÓPAVOGI, SIMI 77 444 1. Að hafa í þjónustu sinni virka og áhugasama starfsmenn. 2. Að starfsmenn séu vel þjálfaðir. 3. Að starfsmenn séu ánægðir í starfi. 4. Að starfsmenn sýni ábyrgð og frumkvæði. 5. Að starfsmenn starfi í samræmi við markmið stofnunarinnar. 6. Að vinnuaðstaða starfsmanna sé góð. 7. Að samvinna milli starfsmanna sé ætíð til fyrirmyndar. 8. Að starfsmenn hafi möguleika á að þroska sinn persónuleika. Framkvæmd starfs- mannastefnu Starfsmannahald eða starfs- mannaþjónusta stofnunar sér um að framkvæma starfsmannastefn- una. í stórum stofnunum er þörf fyrir sérstaka deild sem sér um alla starfsmannaþjónustu. í litlum stofnunum er hins vegar ekki þörf á slíku og starfsmannaþjónustan er þá 'höndum skrifstofustjóra eða annarra stjómenda stofnunarinnar. Uppbygging starfs- mannaþjónustunnar innan stofnana Hlutverk starfsmannaþjón- ustunnar er að aðstoða stjómendur við að ráða starfsmenn, þróa og viðhalda þeim mannafla sem er nauðsynlegur fyrir virkni starfsem- innar hveiju sinni. Starfsmanna- þjónusta þarf að taka mið af sérstökum þörfum hverrar stofnun- ar. Því er ekki hægt að setja fram endanlegar reglur um það hvemig starfsmannaþjónusta skuli vera heldur eingöngu að koma með hug- myndir. Eftirtalin atriði hafa áhrif á upp- byggingu og hlutverk starfsmanna- þjónustu: • Stærð stofnunar. • Starfsmannastefna stofnunar- innar. • Starfsemi stofnunar. • Hvers konar starfsmenn vinna hjá stofnuninni. Dæmi um starfssvið starfs- mannaþjónustu í stórri stofnun: • Ráðningar og laun. • Áætlanagerð og spár. • Starfslýsingar og frammistöðu- mat. • Starfsþjálfun og aðstoð. Virk starfsmannaþjónusta ætti að beinast að: 1. Hvatningu starfsmanna. 2. Sjá til þess að réttur maður sé á réttum stað. 3. Aukinni framleiðni. 4. Bættum starfsanda. 5. Bættum samskiptum og upplýs- ingaflæði. 6. Aukinni virkni starfsmanna. 7. Afla upplýsinga um starfsmenn og gera mannaflaspár. Hlutverk starfsmanna- þjónustu „The Institue of Personell Man- agement“ í Bretlandi telur að hlutverk starfsmannaþjónustunnar felist í að: • Gera spár um mannaflaþróun. • Safna saman upplýsingum um starfsmenn og geyma þær. • Að ráða og velja hæfa starfs- menn. • Sjá um þjálfun og undirbúning fyrir starf. • Meta viðeigandi greiðslur fyrir störf. • Sjá til þess að starfsskilyrðum sé fullnægt. • Annast nauðsynleg sam- skipti við verkalýðsfélög. • Skipuleggja starfsemina. • Stuðla að samskiptum yfir- manna og undirmanna. Hvert sem hlutverk starfsmanna- stjómunar er, þá er augljóst að einhver innan stofnunar verður að hafa eftirlit og umsjá með nýjum ráðningum, starfsferli og uppsögn- um starfsmanna. Markmið starfsmannaþjón- ustunnar er að gera þetta á sem hagkvæmastan hátt hveiju sinni. Starfsmannstjómun verður ávallt mikilvæg, jafnvel þó starf- semi fyrirtækja og stofnana tæknivæðist sífellt meir. Tækni- væðingin virðist leiða til þess að tengsl milli starfsmanna verði sífellt mikilvægari. Einnig skiptir miklu að tengsl við almenning og aðrar stofnanir séu sem best. Virk starfsmannastjómun byggð á skynsamri starfsmannastefnu er stórt skref fram á við í stjómun ríkisstofnana. Þannig geta stofnan- ir verið betur í stakk búnar til að mæta kröfum um bætta þjónustu. Tengsl milli starfs- mannastefnu, mark- miða og starfs- mannaþjónustu. Heildarstefna Starfsmannastefna Markmið FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fræðslu- fundur FVH Fræðslufundur með léttara sniði verður föstu- daginn 6. febr. nk. kl. 17.00—19.00 að Skipholti 70, 2. h. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, mun halda erindi um hlutverk stjórnandans í stórum fyrirtækjum. Léttar veiting- ar verða á boðstólum. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.