Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKEFTl/ArVlNNUIÍF FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 B 7 Erlend fjárfesting Lögum einstakar atvinnugreinar f SKÝRSLU til viðskiptaráðherra um erlenda fjárfestingu og íslenskt atvinnulíf leggja Hreinn Loftsson og Björn Líndal til að frelsi erlendra aðila til að fjár- festa hér á landi verði verulega aukið. Alþingi samþykkti í maí 1985 þingsályktunartillögu þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta fara fram endurskoðun á gildandi lagaákvæðum um fjár- festingu erlendra aðila í íslensku atvinnulífi. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra fólu þeim Hreini og Birni að gera þessa úttekt. Niðurstaða þeirra Hreins Lofts- sonar og Björns Líndals er, eins og sagt var frá hér í blaðinu í síðustu viku, að rétt sé að breyta lögum þannig að ftjálsræði verði aukið verulega hvað snertir fjárfestingu erlendra aðila. Slíkar breytingar eigi að tryggja að fyrirtæki, sem eru að fuilu í íslenskri eigu og fyrirtæki sem eru annað hvort að hluta eða að öllu leyti í eigu erlendra aðila búi við sömu starfsskilyrði af hálfu ríkis- valdsins. í samræmi við þetta er lagðar til breytingar á lögum og um það verður fjallað nánar síðar. í skýrslunni er yfirlit yfír þau lagaákvæði sem lúta að fjárfestingu erlendra aðila í íslensku atvinnulífí. Þar segir meðal annars orðrétt: „Lagaákvæðin varða með mismun- andi hætti möguleika erlendra aðila til að flárfesta í atvinnurekstri á íslandi. Til einföldunar má greina á milli fjögurra meginatriða: I fyrsta lagi er um að ræða reglur um stofn- un eða kaup erlendra aðila á fyrir- tækjum á íslandi svo og reglur um setu erlendra ríkisborgara í stjóm fyrirtækja, sem eru skráð og starfs- rækt hér. í öðru lagi skipta máli reglur um kaup eða leigu slíkra fyrir- tækja á fasteignum. í þriðja lagi hafa reglur um fjármagnsgreiðslur til og frá landinu sérstaka þýðingu fyrir þessi fyrirtæki. í fjórða lagi geta ákvæði skattalaga breytt starfsiqorum þessara fyrirtækja." í skýrslunni er bent á að stofnun fyrirtækis að hálfu eða með þáttöku erlends aðila sé oftast háð tilteknum takmörkunum eða skilyrðum í íslenskri löggjöf. Sama gildir ef er- lendur aðili ætlar að kaupa starfandi fyrirtæki. Ákvæði þessa efnis er fyrst og fremst að fínna í lögum um einstakar starfsgreinar, hlutafélaga- lögum og lögum um eignarrétt og afnotarétt af fasteignum. „Ákvæði um setu útlendinga í stjóm fyrir- tækja svo og um ríkisfang og búsetu framkvæmdastjóra, er í lögum um einstakar atvinnugreinar, en hluta- félagalög hafa einnig að geyma ákvæði um þessan þátt. Þá hafa lög um skipan gjaldeyris og viðskipta- mála að geyma ákvæði um ijár- magnsflutninga vegna stofnunar eða kaupa erlendra aðila á fyrirtækj- um...“ Landbúnaður: Um landbúnað gilda margvíslegar lagareglur sem fela í sér að þeir einir geta stundað hann sem hafa til þess leyfi. Hins vegar takmarka lagaákvæði ekki né banna bemm orðum erlenda fjárfest- ingu í þessari atvinnugrein. Höfund- ar áðumefndrar skýrslu telja að fyrirkomulag laga geri það ólíklegt að útlendingar setji peninga í land- búnað eða tengda starfsemi. • Fiskveiðar og fiskvinnsla: í lög- um um fískveiðar í landhelgi frá 1922 segir að einungis íslenskum ríkisborgumm sé heimilt að stunda „fiskveiðar í landhelgi við ísland". Hreinn og Bjöm segja orðrétt: „Virð- ist þessi regla ekki einungis ná til einstaklingsfyrirtækja heldur og til sameignarfélaga og annarra félaga sem rekin em með ótakmarkaðri ábyrgð félagsmanna. Um hlutafélög gegnir nokkuð öðm máli og kveða lögin svo á, að meira en helmingur hlutafjár í hlutafélögum, sem reka útgerð, skuli vera í eigu íslenskra ríkisborgara, félagið skuli eiga lög- heimili á íslandi og stjóm þess skipuð íslenskum ríkisborgumm og sé a.m.k. helmingur þeirra búsettur þar." Þá em einnig ströng ákvæði í lögum um skráningu skipa um íslenskt eignarhald. í skýrslunni er bent á að ákvæði laganna frá 1922 séu ekki eins skýr um fiskvinnslu og um fískveiðar. Aðild útlendinga að fyrirtækjum sem stunda eingörigu fiskvinnslu en ekki veiðar virðist því koma til greina. Leit og vinnsla jarðefna: í námulögum frá 1973, em ákvæði um að leyfí iðnaðarráðherra þurfí að liggja fyrir áður en leit og vinnsla jarðefna er hafínn. Ráðherra er ein- ungis heimilt að veita íslenskum aðilum leyfí, þ.e. stofnunum, sveitar- félögum og íslenskum ríkisborgumm og félögum þar sem íslenskir ríkis- borgarar, ríki eða sveitarfélög eiga a.m.k. 3/5 hlutafjár. Virkjun fallvatna og jarðhita Samkvæmt orkulögum þar leyfi Al- þingis til þess að reisa raforkuver sem em stærri en 2.000 kw, en leyfi iðnaðarráðherra fyrir vemm sem em 200-2.000 kw. í orkulögum er ekki fjallað um það sérstaklega hvemig farið skuli með ef erlendir aðilar hafa hug á að reisa raforkuver hér á landi. Iðnaðarráðherra er heimilt að veita sveitarfélögum eða samtökum þeirra einkaleyfi til þess að starf- rækja hitaveitur, er annist sölu og dreifingu á heitu vatni eða gufu. Svo virðist sem ráðherra sé óheimilt að veita öðmm, innlendum sem erlend- um leyfi til þessa rekstrar. Iðnaður Ákvæði iðnaðarlaga gera ráð fyrir að enginn megi reka iðnað hér á landi nema að fengnu leyfi lögreglustjóra. Ef um einstakling er að ræða verður hann að vera íslensk- ur ríkisborgari og búsettur á íslandi. Sama á við um félag með ótakmark- aðri ábyrgð. „í hlutafélagi er þess hins vegar krafist að stjómarmenn og framkvæmdastjórar uppfylli skil- yrði um íslenskt ríkisfang og búsetu. Iðnaðarráðherra getur veitt undan- þágu frá þeim skilyrðum, sem hér hafa verið talin, en þó skal meiri- hluti hlutaflár alltaf vera eign manna búsettra hér á landi." Sérstök lög hafa verið sett um hvert þeirra þriggja stóriðjuvera sem em í eigu erlendra aðila. Lögin veita samningum íslenskra stjómvalda og erlendu eignaraðilanna lagagildi og víkja til hliðar almennum lögum sem myndu annars gilda um starfsemina, s.s. hvað varðar fjármagnsflutninga, skattagreiðslur og eignarrétt að fasteignum. Verslun Enginn getur fengið leyfí til reksturs verslunar nema að hann uppfylli skilyrði um íslenskt ríkis- fang og búsetu. í félagi með ótakmarkaðri ábyrgð verða allir stjómarmenn og prókúmhafí að full- nægja þessum skilyrðum, en í hlutafélagi verður einn stjómar- manna, enduskoðendur og fram- kvæmdastjórar að hafa Sslenskt ríkisfang og búsetu hér á landi. Ennfremur verður helmingur hluta- fjár að vera í eigu manna sem em búsettir á íslandi. Viðskiptaráðherra getur veitt undanþágu frá öllum þessum skilyrðum. Samgöngur Niðurstaða þeirra félaga, Hreins og Bjöms, er að er- lend flárfesting í innanlandsflugi sé miklum takmörkunum háð og þær reglur sem gilda um millilandaflug leiði til svipaðrar niðurstöðu. Um útgerð kaupskipa gilda ströng ákvæði og ef um hlutafélög er að ræða verður a.m.k. 3/5 hlutar hluta- fjár að vera í eigu innlendra aðila. Lög um skipulag fólksflutninga tak- marka ekki beint að útlendingar taki þátt í þessari starfsemi, en til þess þarf sérstakt leyfí frá sam- gönguráðherra. Þá takmarka lög um leigubifreiðar ekki heldur fjárfest- ingu erlendra aðila. Þjónusta við ferðamennEkkert virðist því til fyrirstöðu að útlending- ar eigi hlut að veitinga- og hótel- rekstri. Fjölmiðlun Útvarpsréttamefnd er óheimilt að veita erlendum aðilum, félagi eða stofnun, þar sem útlend- ingar eiga meira en 10%, leyfí til útvarpsrekstrar. Þá verða Islending- ar að eiga meirihluta í dagblaði eða tímariti. Fjármálaþjónusta Aðeins ís- lenska ríkinu og hlutafélögum er heimilt að starfrækja viðskiptabanka á íslandi. Og svipuð ákvæði em í lögum um sparisjóði. Viðskiptaráð- herra verður að veita leyfí fyrir rekstri verðbréfamiðlunar og er það veitt til einstaklings, sem annast daglega umsjón með fyrirtækinu. Hann verður að vera íslenskur ríkis- borgari búsettur á íslandi, en að öðm leyti er útlendingum heimilt að eiga verðbréfamiðlun. Erlend fjárfesting er ekki tak- mörkuð í lögum um vátryggingar- starfsemi að öðm leyti en því að heilbrigðis- og tryggingarráðherra verður að veita leyfi til rekstur tryggingarfélags. Hér á undan hefur verið fjallað í nokkmm orðum um ákvæði laga sem gilda um einstaka starfsgreinar. Skýrslan um erlenda fjárfestingu og íslenskt atvinnulíf er ítarleg og í næstu viku er ætlunin að flalla hér í viðskiptablaðinu um tillögur sem höfundar hennar gera um breytingar á gildandi lögum. IÐNIÁNASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN Lækjargötu 12, 5. hæð Reykjavík, sími 20580. KVNNING OG KÖNNUN ERLENDIS. VÖRUÞRÓUNAR- OG MARKAÐSDEILD AÐSTOÐAR ÞIG! Það er aldrei nema hálfur sigur að framleiða góða vöru, markaðssetningin er engu minna vandaverk. Þannig eru markaðsaðgerðir og öflun nýrra markaða forsendur fyrir vexti og viðgangi hvers fyrirtækis. Til markaðsaðgerða teljast m.a. markaðs- könnun, gerð kynningarefnis, þátttaka í sýningum, heimsóknir erlendra viðskipta- manna og stofnun sölufélaga erlendis. Fjárfesting í markaðsaðgerðum er jafn- nauðsynleg og fjárfesting í vélum, tækjum eða byggingum undir framleiðsluna. Iðnlánasjóður veitir lán og styrki til sérstakra markaðsaðgerða. Hlutverk vöruþróunar- og markaðsdeildar sjóðsins er að styrkja íslenskan iðnað fjárhagslega til slíkra aðgerða. Gjörðu svo vel að hafa samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um starfsemi vöruþróunar- og markaðsdeildar. MARKAÐSMAL! Á ÞI'N FRAMLEIÐSLA ERINDI Á ERLENDAN MARKAÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.