Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, vœsrapn/AiviNNUiiF PIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Erlent Khashoggi ákúpunni TRIAD America, móðurfyrir- tæki saudi—arabíska kaup- sýslumannsins, Adnan Khashog-gi, sem sagði frá í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins fyrir ekki alls löngu, hefur sótt um greiðslustöðvun sam- kvæmt 11. grein bandaríksu gjaldþrotalaganna. Beiðnin um greiðslustöðvun þykir gefa til kynna að Khasoggi standi nú frammi fyrir gífurlegum- fjárhagserfiðleikum í framhaldi af samdrætti í Saudi Arabíu vegna verðfalls á olíu. Virðist Khashoggi því tilneyddur að draga úr há- stemmdu lífemi sínu en það hefur ekki síður dregið athyglina að honum heldur en hlutverk hans sem milligöngumanns í hinni um- Bankar Hagnaður Citicorp aldrei meiri Nettó hagnaður Citicorp hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári og hefur aldrei farið yfir eitt þús- und milljónir dollara fyrr. Stærsti banki Bandaríkjanna skilaði 1.060 milljónum dollara í hagnað (um 39.000 milljónir króna. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: AARHUS: Alla þriðjudaga. SVENDBORG: Alla miðvikudaga. KAUPMANNAHÖFN: Alla fimmtudaga. GAUTABORG: Alla föstudaga. MOSS: Alla laugardaga. LARVIK: Alla laugardaga. HULL: Alla mánudaga. ANTWERPEN: Alla þriðjudaga. ROTTERDAM: Alla þriðjudaga. HAMBORG: Alla miðvikudaga. SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 TÁKN TRAUSTBA FLUTNIÍSJGA Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Miðað við árið 1985 er hagnað- ur liðins árs 6% hærri, en í arður af þeirri deild sem annast við- skipti við almenning hækkaði um 41% á milli ára og nam 462 millj- ónum dollara (um 18.000 milljónir króna). deildu vopnasölu Bandaríkja- íran. manna til Erfíðleikar Triad kunna að koma bandarískum stjómvöldum í enn frekari bobba hvað varðar tengsl þeirra við Khashoggi, því að árið 1985 ábyrgðist bandaríska ríkið tæplega 80 milljón dollara lán til undirfyrirtækis Triad vegna byggingar orkuvers sem verið er að reisa í Louisiana og brenna mun alkahóli. Geti orkuverið ekki hafíð framleiðslu í vor, eins og ráðgert er, kann orkumálaráðu- neytið bandaríska að þurfa að endurgreiða 90% lánsins til banka sem fjármagnað hafa þessa fram- kvæmd. Aðalkröfuhafamir í bú Triad em tvö tryggingafélög, Aetna Life og Travelers Insurance ásamt nokkmm verktökum og bönkum í Salt Lake City, en þessir aðilar hafa fjármagnað byggingu Triad miðstöðvarinnar í þessari höfuð- borg Utha—ríkis, 400 milljón dollara byggingasamstæðu með skrifstofum, verslunum og hóteli. Vinna við miðstöðina hefur nú leg- ið niðri um skeið. Körfur á Triad America nema um 150 milljónum dollara. Eignir þess em metnar á 116,4 milljónir dollara en skuldbindingar á 51 milljón dollara. Triad reyndi í sum- ar að friðmælast við lánadrottna sína með því að freista þess að selja olíuhreinsunarstöð á Langa- sandi í Kaliforníu, en þetta fyrir- tæki hefur verið helsta íjármagns- uppspretta Triad fram til þessa. Gott ár hjá Alcan HAGNAÐUR kanadíska álfyr- irtækisins Alcan Aluminium á síðasta ári nam 244 milljónum dollara (um 9.500 milljónir íslenskra króna). Á árinu 1985 var 180 milljón dollara tap á rekstri Alcan (um 7.000 milljónir króna). Forráða- menn fyrirtækisins segja að ástæður betri afkomu séu fyrst og fremst aukin framleiðni og hærra verð. Heildarsalan á síðasta ári nam 5.900 milljónum dollara (230.000 milljónir króna) og jókst um 2% á milli ára. Þess má geta að til greina hef- ur komið að Alcan verði eignaraðili að álverksmiðju í Eyjafírði. Markaðurinn eftir SIGURÐ SIGURÐARSON Sláandi munur á viðhorfum breskra ogjapanskra fyrir- tækja í markaðsmálum '•'Ls mm I **i.. Hvers vegna hafa Japanir náð svo góðum árangri í útflutningi sem raun ber vitni? Talað hefur verið um .japanska rekstrartækni", ,jap- anska markaðsfræðslu", japanska stjómunarhætti", japanskt þetta og japanskt hitt. Aðdáunin leynir sér ekki, en eins og gengur og gerist er skammt í öfundina. Samkvæmt tímaritinu The Ec- onomist var viðskiptajöfnuður Japana miðað við síðustu 12 mán- uði jákvæður um tæplega 90 millj- arða Bandaríkjadollara. Á sama tíma var viðskiptajöfnuður Banda- ríkjamanna neikvæður um 175 milljarða dollara. Ljóst er að neyt- endamarkaðurinn í Bandaríkjunum er gífurlega mikilvægur Japönum, og er þar að hluta til skýringin á viðskiptajöfnuðinum í þessum tveimur löndum. En skýringamar á velgengni Jap- ana em ekki einfaldar. Þær eiga m.a rætur sínar í japanskri menn- ingu og sögu og eiginleikum þessa fólks sem um aldanna rás hefur byggt hinar japönsku eyjar. Þetta er þó aðeins lítill hluti. I raun og vem em Japanir ekkert fmmlegri en aðrar þjóðir. Það sem skilur á milli Japana í dag og margra ann- arra þjóða er einfaldlega sú stað- reynd, að þeir hafa tekið alvarlega margar kenningar í skipulagningu, fyrirtækjarekstri, stjómun, mark- aðsfræðslu o.fl. og sett þær í framkvæmd. Ekki má gleyma, að flestar þessara kenninga em ættað- ar frá Vesturlöndum. Þeir hafa nýtt sér reynslu Vesturlandabúa í kenningum og framleiðslu, og mis- tök Vesturlandabúa hafa verið þeim dýrmæt leiðsögn. Uppskeran hefur að sjálfsögðu verið eftir þessu. Réttlát viðskipti í stað fijálsra Fleyg er setning, höfð eftir T. Fujisawa, einum af stofnendum Honda-verksmiðjanna, en hann sagðí: „Japanskir og bandarískir stjómunarhættir em að 95%’þeir sömu, en ólikir i öljum mikilvægum sjónarmiðum." („Japanese and Ámerican management is 95 per cent the same and differs in all important respects.“). Á undanfömum ámm hefur gagnrýni Vesturlanda á Japani stig- magnast og veldur þar mestu, að Japan hefur verið tiltölulega lokað fyrir innflutningi frá Vesturlöndum. Áfleiðing þessa er sú, að fjölmargir Vesturlandabúar hafa tekið upp rök Lee Iaccoca, fyrrverandi forstjóra bandarísku bílaverksmiðjanna Ford og núverandi forstjóra Chrysler, og krafíst réttlátra viðskipta („Fair Trade") í stað fijálsra viðskipta („Free Trade“). Ef Japönum á að leyfast óheftur innflutningur til Vesturlanda verða þeir að opna hinn japanska markað fyrir vestrænum vamingi. Þeir sem mæla þessu mót, segja að ótækt sé að meina neytendum aðgang að ódýrari fram|eiðslu en fæst innan eigin lands. Á að tolla innflutning til að styrkja beint eða óbeint óhagkvæma eða of dýra inn- anlandsframleiðslu? Smám saman hafa Japanir áttað sig á þessari gagnrýni og reynt er nú með langtímaáætlunum að beina innanlandsframleiðslunni að hluta til í þá átt, að framleiða það sem Vesturlandabúar nauðsynlega þurfa, en framleiða ekki að marki. Japanir hafa að auki í æ ríkari mæli stofnað víða um Vesturlönd fyrirtæki, sem fyrst og fremst byggja á japanskri stjóm og jap- önskum hefðum en á innlendu vinnuafli. Þetta hefur mælst vel fyrir. En að sjálfsögðu er þetta gert til að draga úr eigin útflutn- ingi, en halda samt eftir stórum hluta tekna, sem ella hefðu tapast. Árið 1980 vom t.d. tæplega 250 japönsk fyrirtæki starfandi í Bret- landi, sölufyrirtæki, flutningafyrir- tæki, bankar, framleiðslufyrirtæki, verslunarfyrirtæki, flármagnsfyrir- tæki, tryggingafyrirtæki o.s.frv. Síðan þá hefúr þeim fjölgað að iriiklum mpn. . : . Fjölmörg erlend fyrirtæki eru í Bretlandi, en á milli skilur að á undanfömum árum hafa þau jap- önsku sýnt meiri kraft og árangur en önnur. Fjöldi fyrirtækja, breskra, evrópskra og amerískra, hafa þurft að lúta í lægra haldi í samkeppn- inni. Að sjálfsögðu leikur mönnum hugur á að vita hvað valdi þessari velgengni. Bretar ófaglegir í markaðsfræðslu. Fyrir tveimur árum var gerð könnun á starfsemi japanskra fyrir- tækja í Bretlandi og þau borin saman við bresk. Þessi könnun leiddi ýmislegt athyglisvert í ljós. Margt í niðurstöðum könnunarinnar á erindi til íslands, enda viðhorf Breta og íslendinga almennt ekki ósvipuð. Könnun þessi hafði m.a. að mark- miði að varpa ljósi á stefnu Japana í markaðsmálum. Hver er t.d. mun- urinn á markaðsfærslu japanskra og breskra fyrirtækja í Bretlandi? Og hvað kemur í veg fyrir að bresk fyrirtæki taki upp árangursríkari stjómarhætti? Flestir geta verið sammála um, að metnaður og kappsemi fyrir- tækja hljóti fyrst og fremst að birtast í markaðslegum markmiðum þeirra. I þessu tilviki var hins vegar sláandi munur á breskum og jap- önskum fyrirtækjum. I könnuninni segir að þegar bresk fyrirtæki fari inn á nýjan markað gerist það seint og með lítilli sannfæringu. Tveir þriðju hinna bresku fyrirtækja skýrðu gerðir sínar með þessum orðum: „Þetta urðum við að gera til að komast af.“ Og sum viður- kenndu, að þau hefðu raunar aldrei hugsað allt málið til enda. Hins vegar höfðu Japanimir mun klárari og faglegri afstöðu. Meira en 70% japönsku fyrirtækjanna kvað markaðsplanið vera hluta af miklu stærri áætlun, eða grundvall- að á þeim möguleikum sem breski rharkaðurinn gat gefíð. Það vakti furðu, að þegar bresku fyrirtækin voru komin inn á. mark- aðinn skorti þau sannfærandi framhald, á meðan Japanimir stefndu leynt og ljóst að umtals- verðri markaðshlutdeild eða jafnvel að því að verða markaðsráðandi. Japanir óttast ekki breska samkeppni Markaðsgreining („segmenta- tion“) og markaðsstaðsetning („positioning") eru burðarásar nútíma fyrirtækis. Einkenni slíks fyrirtækis er að það greinir markað- inn sundur í tiltölulega líka hópa neytenda og beinir tilboðum sínum til þeirra, með mun meiri árangri en ella. Það var því sláandi, að 47% bresku fyrirtækjanna (13% þeirra japönsku) viðurkenndu, að þau væru ekki viss um helstu markað- seinkenni hugsanlegra viðskipta- vina sinna og hveijar þarfír þeirra væru. Furðuleg var umsögn eins af markaðsstjórum bresku fyrir- tælqanna: „Við höfum ekki sundur- greint markaðinnn. Við höfum alla tíð verið þeirrar skoðunar að mark- aðurinn væri breiður, .. . og okkar framleiðsla höfðar til hans alls. Hvers vegna ættum við þá að not- ast við markaðsgreiningu?" Svipað lét sölustjóri bresks verk- fræðingafyrirtækis sér um munn fara: „Við höfum ekki þá skoðun að markaðurinn sé byggður upp af einingum. Okkar markaður er öll heildin." Staðreyndin er þannig sú, að á meðan Japanirnir einbeittu sér að hugsanlegum hópum viðskiptavina, dreifðust kraftar Bretanna um allan markaðinn óskiptan. Það er athyglisvert, að aðeins 20% japönskú, fyrirtækjanna álitu evrópska framleiðslu, keppa við. 'J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.