Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPri/fflVPIWUllF FIMMTUDAOUR 5. FEBRÚAR; 1987 Erlent Samið um grund- völl nýrra GA TT-viðræðna Reuter — Genf NÍUTÍU og tvær helstu við- skiptaþjóðir heims hafa náð samkomulagi um grundvöll fyrir nýrri samningalotu til að finna leiðir hvemig megi draga úr veradartollum og auka alþjóða- viðskipti. Samningaviðræðumar eiga að leiða til nýskipunar í starfsemi GATT - alþjóðasamningsins um tolla og viðskiptamál og eru taldar skipta sköpum um þróun alþjóða- viðskipta í framtíðinni og hvemig megi koma lagi á skuldamál ríkja Um Rolls Royce-hreyfla oglangflug Breska sendiráðið hefur beðið fyrir eftirfarandi frétt frá bresk- um flugmáiayfirvöldum: Boeing 757 þotur með Rolls Ro- yce hreyflum af gerðinni 535 E4 er nýlega orðin eina útgáfan þessar- ar flugvélar, sem hefur leyfí bandarískra og breskra flugmála- stjóma til langflugs. Nú geta þau flugfélög sem hafa keypt Boeing 757 þotur með Rolls Royce hreyfl- um flogið yflr hafið að því tilskildu að einhver varaflugvöllur sé ávalt inna 2ja tíma flugs. Aðrar útgáfu vélarinnar mega ekki vera lengra burtu frá varaflugvelli en nemur 1 klst. flugi. þriðja heimsins. Samkomulagið náðist nú í lok janúarmánaðar í kjölfar strangrar viðræðulotu, sem haldin var í skugga hatrammra deilna milli Bandaríkjanna og Everópubandalagsins, þar sem hinir fyrmefndu kröfðust tilslakana af hálfu Evrópubandalagsins vegna komsölu til Spánar og Portúgal. Með inngöngu þessara ríkja í Evr- ópubandalagið tók fyrir komkaup þeirra frá Bandaríkjunum og því vildu Bandaríkjamenn ekki una. Samkomulag hefur nú náðst í þess- ari deilu. Eftir sem áður er talsverð- ur skoðanaágreiningur milli þessara aðila hversu snemma á næstu fjór- um ámm skuli hefja viðræður um niðurskurð á styrkjum vegna mat- vælaframleiðslu, enda er hér um að ræða mjög pólitískt viðkvæmnis- mál, einkanlega innan Evrópu- bandalagsins. Nýja samningalotan innan Gatt mun fara fram í Uruguay, eins og ákveðið var á ráðherrafundi í Punta del Este í september sl., og mun ná til 14 sviða í viðskiptum, sem spanna allt frá verksmiðjufram- leiddum vamingi og landbúnaðar- framleiðslu til ýmiss konar þjónustu, svo sem bankastarfsemi, ferðamannaþjónustu og trygginga- starfsemi. Bandaríkjamenn vilja hefja viðræðumar um landbúnaðar- þáttinn fyrir alvöru í byrjun árs 1988 en Evrópubandalagið er undir þrýstingi frá Frökkum um að leggja ekki út í viðkvæmar viðræður af þessu tagi svo nærri kosningum þar í landi en þær em ráðgerðar vorið 1988. Bandaiikin á batavegi? Reuter, Washington. HELSTU hagtölumælikvarðar bandarísks efnahafgslífs hækk- uðum um 2,1% í desember sl. og er það mesta hækkun þessara mælikvarða um nærri fjögurra ára skeið. Desemberhækkunin er hin mesta frá því i janúar 1983, þegar þessar helstu hagtöl- ur hækkuðu um 3,1%, og fór hún fram úr vonum flestra sérfræð- inga. Viðskiptaráðuneytið bandariska skýrði einnig frá þvi að hagtölumeðaltalið hefði hækkað um 0,9% í nóvember en þá hafði verið spáð að hækkunin næmi um 1,2%. Þessi hagtölumeðaltöl sýndu aukningu 8 mánuði af 12 árið 1986 en það ár reyndist hagvöxtur í Bandarikjunum 2,5%. Desember- hækkunin styrkir þjóðhagsáætlun Bandaríkjastjómar, þar sem því er spáð að hagvöxtur í Bandaríkjunum muni verða 3,2% á árinu 1987. Við- skiptaráðuneytið bandaríska segir að 8 af 11 hagtölumeðaltalanna hafl sýnt aukningu í desembermán- uði. SérfrœÖingar okkar aðstoða þig viÖ gerð útflutningspappíra. Mistök eru dýr. skipaafgreiösla jes zimsen hf HAFNARHÚSINU V/HLIÐINA Á TOLLSTÖÐINNI. S: 13025 - 20662. FRAKTÞJÓNUSTA - TOLLSKJÖL - HRAÐSENDINGAR. Þjónusta Þvoið sjálf við Barónsstíg UNG kona, Sigríður J. Sigurðar- dóttir opnaði ekki alls fyrir löngu þvottahús að Barónsstíg 3 í Reykjavík og getur almenningur komið þangað með þvott sinn, þvegið hann og þurrkað. Hægt er að bíða á staðnum meðan vél- arnar þvo i notalegu umhverfi og barnakrókur er á staðnum ásamt myndbandstæki og sjón- varpi. Sigríður sagðist í samtali við við- skiptablaðið vera með 6 þvottavélar og tvo þurrkara. Fólk sem kemur í þvottahúsið og kaupir pening í vélarnar fyrir 250 krónur. Þvotta- hús Sigríðar er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, þar sem fólk getur sjálft þvegið þvott sinn en erlendis þykir þjónusta af þessu tagi sjálfsögð. Sigríður var spurð hvort þvotta- vélaeign hér á landi væri ekki svo almenn að starfsemi af þessu tagi væri vafasöm. „Nei, reynslan sýnir strax að það er þörf fyrir svona þjónustu og það hefur verið nóg að gera. Hér búa líka margir ein- staklingar sem ekki hafa yflr þvottavél að ráða og svo vilja þvottavélar bila og þá þykir mörg- um gott að eiga hér innhlaup," svarði hún. Kaupskip Um 55% aukning farmgjalda- tekna Skipadeildar Sambandsins FARMGJALDATEKJUR Skipa- deildar Sambandsins námu lið- lega hálfum öðram milljarði á siðasta ári. Var það um 55% aukning frá fyrra ári en þá voru farmgjaldatekjur félagsins 980 milljónir króna. Flutningar námu rúmum 500 þúsund lestum en voru 429 þúsund lestir árið 1985. Aukningin er langmest á sviði stykkjavöru og miklar ráðstafanuir hafa verið gerðar innan fyrirtækis- ins til að mæta þeirri aukningu, samkvæmt upplýsingum félagsins. Nú er siglt vikulega á 11 hafnir í Englandi, meginlandinu og hinum Norðurlöndunum. Þá hafa verið opnaðar vöruafgreiðslur í Keflavík og á Selfossi og endurbætur gerðar á vöruafgreiðslum í Hafnarfirði og á Akureyri. Sömuleiðir hefur öll aðstaða á Holtabakka verið bætt verulega, gámavöllur stækkaður og lyftarar endumýjaðir. Ómar Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambandsins, sagði i samtali að þessar endurbæt- ur og endurskipulagning í starfsemi félagsins ásamt bættum tækja— og gámaflota séu meginskýringamar á stórauknum umsvifum skipadeild- arinnar á sl. ári. Hann neitaði því hins vegar ekki að fækkun skipafé- laga á stykkjavörumarkaðinum um eitt hefði einnig átt þátt í þvi hversu félagið hefði aukið hlut sinn á mark- aðinum en Ómar telur að markaðs- hlutdeild skipadeildarinnar í stykkjavöruflutningunum sé á bil- inu 30 til 40%. Hjá skipadeild Sambandsins ligg- ur nú fyrir að fjölga þarf skipum til að mæta auknum umsvifum. Ómar segir þó að enn sem komið er hafi ekki verið teknar neinar ákvarðanir í því sambandi en félag- ið hefur verið með á leigu nokkur skip af mismunandi gerðum og til- gangurinn með því sé m.a. að kanna hvaða skipagerð henti félaginu best. Innan skipadeildarinnar séu menn því orðnir talsvert nær um það hvers konar skip menn kjósi en lokaákvörðun hafí ekki verið tekin. Gengi Öþægilegur sannleikur? LÍKLEGAST verða hagfræð- ingar seint sammála um hvert sé rétt gengi dollarans gagn- vart öðrum heistu gjaldmiðlum heimsins. Flestir eru þó sam- mála um að gengi hans gagn- vart helstu gjaldmiðlum Evrópu sé rétt eða nálægt því að vera rétt. Gengi dollarans var of hátt fyr- ir tveimur árum. En frá því í febrúar 1985 hefur dollarinn lækkað um 34% samkvæmt við- skiptavog. Sumir hagfræðingar telja raunar að viðskiptavogin sýni of mikið fa.Il, þar sem stór- hluti utanríkisviðskipta Banda- ríkjanna er við lönd er nota aðrar myntir en reiknaðar eru inn í við- skiptavogina. Gagnvart japanska yeninu hefur dollarínn lækkað um 42% frá febrúar 1985. Dollarinn var í kringum 150 yen að meðal- tali í janúar og það telur leiðara- höfundur berska tímaritsins The Economist vera rétt verð. James Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur stefnt að því að lækka dollarann til þess að bæta stöðu bandarískra framleið- enda. Hann hefur notað hótunina um frekari lækkun dollarans til þess að fá viðskiptalönd Banda- ríkjanna, sérstaklega V- Þýska- land og Japan til þess að auka eftirspum innanlands. Bæði þessi ríki eru útflutningssinnuð. Ger- hard Stoltenberg, vestur-þýski íjármálaráðherran hefur lýst því yfir að dollarinn sé of lágt metinn á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuð- um. Paul Volcker, bandaríski seðlabankastjórinn, hefur tekið að nokkru undir þetta sjónarmið, með því að lýsa því yfír að dollar- inn hafí fallið nægilega mikið. Japanir hafa áhyggjur af lækk- un dollarans sem þegar hefur komið illa við japanska útflytend- ur. Viðskiptajöfnuður Japana á síðasta ári var hagstæður um 82.7 milljarða dollara - nærri 50% betri en 1985. Viðskiptajöfnuður þeirra við Bandaríkin var hag- stæður, að því talið er um 50 milljarða dollara. Satoshi Sumita, bankastjóri japanska seðlabank- ans hefur lýst því yfír að ekki sé von á því að bankinn lækki vexti. En þrátt fyrir þetta er almennt búist við því að japanir fari að dæmi Vestur- Þjóðveija og seðla- bankinn lækki dráttarvexti til að stemma stigum við falli dollarans. En margir Bandaríkjamenn hafa einnig áhyggjur af því að lækkun dollams leiði til verð- bólgu, hærri langtímavaxta og að seðlabankinn neyðist til að grípa til aðhaldsaðgerða í peningamál- um fyrr en ella. Þeir benda á að á meðan að olíuverð var lágt hafí verðfall dollars ekki haft áhrif á verðlag, en nú eftir að olía hefur farið hækkandi hafí þetta snúist við. Stewart Fleming, ritstjóri Financial Times í Bandarílq'unum, telur að halli á fjárlögum í Banda- ríkjunum á þessu ári verði 190-200 milljarðar dollara, eða mun meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Vandamálið sé því fyrst og ffernst hallinn á fjárlögunum Á gjaldeyrismörkuðum búast menn almennt við að dollarinn eigi eftir að lækka fremur en hækka. Lloyd Bentsen, formaður fjármálanefndar bandaríksu öld- ungadeildarinnar hefur lýst því yfír að hann vilji að dollarinn falli ennfrekar gagnvart yeninu og fari niður í 120 yen fyrir dollar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.