Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 1
Artek á réttri leið Artek hóf að flytja út hugbúnað síðastliðið vor. Þekkt dreifíngarfyrirtæki hugbúnaðar falast nú eftir þýðandan- um og önnur vilja samstarf um þróun tækninýjunga. „Það hvarflar að manni að við séum á réttir leið,“ sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, „hún hlýtur að liggja upp á við.“ Hvar og hvar • Erlend Qárfesting B - 7 • Opinber stjómsýsla B - 6 • Norsk Data í sókn B - 9 • Tölvupistill B - 10 • Lada - mest seldi bíllinn á íslandi B - 12 • Khashoggi á kúpunni B - 8 • Viðhorf breskra og japanskra fyrirtækja í markaðsmálum B - 8 vœsiapn/javiNNinjF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 BLAÐ B Flug Um 37% aukningá bókunum hjá norðurlandaskrifstofum Flugleiða næstu 3 mánuði Hótelskortur í Reykjavík veldur áhyggjum MIKIL eftirspum er eftir ferðum með flugvélum Flugleiða hjá söluskrifstofum Flugleiða á Norðurlöndum og em bókanir i ferðir frá Norðurlöndunum til íslands og eins frá Skandinavíu til Bandaríkjanna nú á útmánuð- um meiri heldur en dæmi em um áður. Að sögn Péturs Eiríks- sonar, forstöðumanns Stokk- hólmsskrifstofu Flugleiða, era þannig bókanir nú í febrúar 40% meiri heldur en í sama mánuði í fyrra, 28% meiri í mars og 55% meiri í apríl. Fjölgun bókana þessa þijá næstu mánuði miðað við sama tímabil í fyrra er því um 37%. Pétur Eiríksson sagði í samtali að segja mætti að þessi mikla eftir- spum kæmi fram hjá öllum Norðurlandaskrifstofum Flugleiða og þar af leiðandi miklar annir hjá þeim öllum. Skýringuna á t.d. þess- ari miklu aukningu á ferðum Norðurlandabúa til Islands nú yfír vetrarmánuðina, sagði Pétur m.a. vera þá að mjög vel hefði tekist að selja ísland sem ráðstefnuland og nefndi hann sem dæmi að til að mynda nú um næstu helgi mætti heita að öll hótelherbergi í Reykjavík væm full vegna ráð- stefnuhalds af þessu tagi. Aðallega em það fyrirtæki sem hingað sækja og þykir nýbreytni í því að halda stærri fundi sína og ráðstefnur hér á landi, og sagði Pétur að einkan- lega hefði þessi nýlunda fengið góðan hljómgmnn í Svíþjóð. Pétur sagði, að einnig hefði gengið mjög vel að selja sæti í Flug- leiðavélamar sem fljúga vestur til Bandaríkjanna og sérstaklega hefði verið mikil eftirspum í Danmörku eftir ferðum til Orlando en annars staðar væri einnig mikil eftirspum eftir ferðum til New York. Pétur var þá spurður að því hvort þeir Norðurlandamenn Flugleiða væri á einhvem hátt famir að finna fyrir fargjaldalækkun SAS og nokkurra bandarískra flugfélaga á leiðinni milli Norðurlanda og Banda- ríkjanna en hann kvað svo ekki „Við höfum líka tekið þá stefnu að lækka okkur til samræmis við þau fargjöld sem aðrir bjóða á þess- ari leið enda þótt við verðum að teljast þriðji aðili í þessu stríði sem stendur milli SAS og nokkurra bandarískra flugfélaga. Og við er- um einmitt um þessar mundir að undirbúa mikla söluherferð á þess- um vettvangi. En annars held ég að enginn viti hvað þessi fargjalda- lækkun muni þýða til lengri tíma og ég hef ekki trú á því að þessi stærri bandarísku flugfélög sem verið hafa starfandi á þessum markaði, muni almennt leggja út mikla lækkun á fargjöldum frá því sem nú er. Hjá þeim er fyrst og fremst um það að ræða að bjóða ákveðin sæti í vélunum á sérstöku lágu verði og þetta eru þá sæti sem ella væru tóm. Þetta er í sjálfu sér alveg hið sama og við erum að gera,“ segir Pétur. Pétur segir því horfumar á Norð- urlandamarkaði Flugleiða harla góðar um þessar mundir. „Það sem við hér hjá Norðurlandaskrifstofun- um höfum helst áhyggjur af er hótelskorturinn heima í Reykjavík. Nú þegar eru þannig öll hótel orðin fullbókuð í maí og eins f september og það er jafnvel orðið erfítt að fá hótelbergi yfír vetrarmánuðina. Ég óttast því að ef ekki kemur veruleg viðbót við hótelrýmið í Reylqavík hið fyrsta, þá getum við átt það á hættu — jafnvel innan 2ja ára — að verulegt bakslag komi í ferða- mannastrauminn til Islands, svipað því og gerðist um miðjan síðasta áratug og við náðum okkur ekki almennilega upp úr fyrr en í hitteð- fyrra, þegar hann fór aftur að vaxa til muna,“ segir Pétur Eiríksson. ÞROUN HELSTU GJALDMIÐLA (JAN. 1985 SETT A 100) JAN. 1885 TIL jan 1987 JAPANSKT YEN Gagnv. ÍSL.KR. 1985 Gagnv. D0LWR'**-v ___________,1986 ••••..••••••• 60,8 DOLLARINN hefur lftið sem ekkert breyst í verði gagnvart íslensku krónunni frá því í jan- úar 1985. Hins vegar hafa aðrir gjaldmiðlar, sem hér em sýndir hækkað verulega í verði. Jafnframt er sýnt hvemig dollarinn hefur lækkað gagnvart nokkmm gjaldmiðlum, mest hefur hann fallið gagnvart v-þýska markinu. Miðað er við meðalsölugengi, skráð hjá Seðlabankanum og er janúar 1985 = 100. Gengi dollars gagnvart öðram myntum, er reiknað út frá skráningu Seðlabankans. S0 J.«- v.A* SAMKVÆMT upplýsingum Seðlabankans vora um sfðustu áramót útistandandi 148,6 millj- ónir króna í happdrættisskulda- bréfum. Þar af koma 84,5 milljónir króna til innlausnar 1. apríl nk., en rúmlega 61 milljón er óverðtryggt fé. Allir flokkar happdrættisskulda- bréfa, utan einn - J-flokkur- em gjaldfallnir. J-flokkurinn kemur til innlausnar 1. apríl næstkomandi. Þeir sem eiga happdrættisskulda- bréf ættu að huga að því að peningar þeirra em óverðtryggðir frá gjalddaga. Skuldabréfín em tryggð miðað við framfærsluvísi- tölu, utan flokkur frá 1981 sem er verðtryggður samkvæmt lán- skjaravísitölu. Eigendur bréfanna fá ekki greidda vexti, heldur áttu möguleika á happdrættisvinning- um. Jón Friðsteinsson, hjá Seðlabankanum sagði að yfirleitt væm þessi bréf leyst fljótt út eftir gjalddaga þannig hefðu 68% af I- flokki sem var með gjalddaga 1. desember, verið innleyst á einum mánuði. Yfírleitt hefðu um 97-98% af öðmm flokkum verið innleyst. Sömu sögu er að segja um spari- skírteini ríkissjóðs. Þau era óverð- tryggð og vaxtalaus eftir að lokainnlausnardagur er liðinn. Bæði spariskírteinin og Happdrættis- skuldabréfin fímast á tíu ámm eftir gjalddaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.