Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 I Tölvur Örtölvutækni selur IBM RT - nýju UNIX-tölvuna sem getur verið með allt að 16 notendur ÖRTÖLVUTÆKNI hefur hafið sölu hér á landi á IBM RT eða IBM 6150 eins og hún heitir í Evrópu. Þessi vél er sérstök að því ieyti að hún er Unix—vél og byggir á svokallaðri Risc—tækni, sem þýð- ir að við hönnun vélarinnar hefur skipunum verið fækkað mjög með það fyrir augum að gera vélina mun hraðvirkari í allri vinnslu heldur en veqja er með vélar íif þessari stærð. IBM ftT er með 32ja bita ör- gjörva. Stýrikerfi hennar nefnist AIX og er samið af IBM á grund- velli UNIX System V staðalsins, sem er mjög að riðja sér til rúms um þessar mundir. Þetta er því fjölnot- enda— og flölverkakerfi og notkun- argildi hennar er ekki síst talið vera innan rannsóknarstofnana, sem þyk- ir dæmigert UNIX—umhverfi, svo og hjá verkfræðistofum þar sem t.d. teiknikerfi á borð við CAD/CAM verða stöðugt algengari. Einnig hafa þeir Örtölvutæknimenn augastað á fiskiðnaðinum, þar sem rætt hefur verið um UNIX sem framtíðarstaðal- inn og þar nýtist m.a. sá höfuðkostur IBM RT að vélin hefur mikla tengi- möguleika og getur tengst nánast hvaða vél sem er. Meðal annars er auðvelt að tengja hana IBM S/3X kerfunum, sem mega heita ráðandi innan fiskiðnaðarins hér á landi. Einnig þykir IBM RT tilvalinn við- skiptavélbúnaður og henta sérlega vel hinum smærri og millistórum fyrirtælq'um sem hafa notað hefð- bundin PC—búnað og eru í þann veginn að vaxa út úr honum. Þar nýtist vel sá eiginleiki vélarinnar að geta t.d. keyrt hefðbundin AT/DOS verkefni og geta þannig nýtt hinn fjölbreytta hugbúnaðsem miðaður er við þann stýribúnað. IBM RT hefur fengið geysilega góðar viðtökur erlendis og miklar vonir eru bundnar við vélina af hálfu IBM, að sögn Jóns Vignis Karlsson- ar hjá IBM á íslandi. Vélin hefur verið nokkum tíma á markaðinum, en Jón segir að af hálfu IBM á ís- landi hafi verið ákveðið að fara hægt í sakimar í sölu á vélinni þar til að fullu væri búið að íslenska vélina. IBM RT er vinnur í 8 bita umhverfi svo að íslenskan er hér ekkert vandamál, eins og á sér stað í vélbúnaði í 7 bita umhverfi. Jón sagði, að ákveðið hefði verið að Ört- ölvutækni yrði til að byija með eini söluaðili þessarar vélar hér á landi, enda hefði það fyrirtæki mikla reynslu af að þjónusta ýmiss þau svið þar sem kostir IBM RT nýttust hvað best. Þeir Heimir Sigurðsson og Am- laugur Guðmundsson hjá Örtölvu- tækni sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeir litu á söluna og þjónustuna á IBM RT sem eðli- legt framhald af starfsemi fyrirtæk- isins en um leið táknaði hún vissa áherslubreytingu af hálfu Örtölvu- tækni, þar sem fyrirtækið væri með þessu að færa áhersluna í starfsem- inni úr PC-umhverfinu yfir í fjölnot- endakerfi. Náin samvinna yrði milli Örtölvutækni og IBM á íslandi um markaðssetningu IBM RT, þvf að þótt Örtölvutækni annaðist söluna og þjónustuna á vélinni hér á landi myndi fyrirtækið hafa IBM á íslandi að bakhjarli hvað varðaði alla kerfis- setningu og fá aðgang að allri þeirri þjónustu sem IBM hefur yfir að ráða erlendis. Heimir og Amlaugur sögðu að Örtölvutækni myndi nú leggja áherslu á að kynna þessa vél hér á landi fyrir forráðamönnum rann- sóknarstofnana, fyrir hugbúnaðar- húsunum sem væru t.d. að vinna að lausnum fyrir fiskiðnaðinn, á fyrir- tækjamarkaðinn þar sem menn væru að leita að hæfilega öflugu flölnot- endakerfi fyrir hefðbundinn við- skiptaverkefni og síðast en ekki síst á tæknimarkaðinn, svo sem verk- fræðistofur. Heimir benti á, að reynslan erlendis sýndi að IBM RT hefði nýst sérlega vel sem tækni- vinnustöð en sá þáttur er nú í öram vexti víða erlendis. Þá er vélin ein- att tengd stærri kerfum en einn notandi getur þá setið við vélina og unnið þar sjálfstætt að grafískum verkefnum vegna þess hversu öflug vélin er og aðeins notað stærri kerf- in til að varðveita teikningar sem fullunnin hefðu verið á RT—vélina. Á þann hátt mætti létta veralega álagi af stærri kerfunum í ýmsum viðameiri verkefnum. IBM RT er eins og áður íjölnot- endavél og vélin hefur stöðugt verið að stækka jafnframt því sem IBM hefur gert ýmsar aðrar endurbætur á henni. í byijun gátu notendur ve- rið 8 í einu en nú getur vélin verið með 16 notendur og fyrirsjáanlegt að vélin á enn eftir að stækka. Kerf- ið er mjög sveigjaniegt og opið og um leið auðvelt að koma öllu stækk- unum við, þar sem sjálfur örgjörvinn er ekki hluti af móðurborðinu heldur umskiptanlegur. Það er einsýnt að hér á markaðinum mun IBM RT einkum keppa við MicroVaxinn frá DEC og Hewlett Packard 9000 auk þess sem ætla má að hún muni að einhveiju leyti teygja sig inn á hefð- bundinn markað System—kerfana frá IBM. Verð á vélinni verður mis- munandi allt eftir því hversu öflugt kerfi menn telja sig þurfa, en þeir Heimir og Amlaugur segja að unnt verði að setja upp nothæf kerfi fyrir verð sem liggur í kringum 700 þús- und krónur. Eitt hugbúnaðarfyrirtæki hefur þegar gert samning við IBM á ís- landi um kerfissetningu og hug- búnaðarþjónustu varðandi IBM RT. Það er nýstofnað fyrirtæki, Tölvu- myndir, sem tveir gamalreyndir hugbúnaðarmenn, þeir Friðrik Sig- urðsson og Bjarni Júlíusson stofnuðu í sumar sem leið og mun það fyrir- tæki fá IBM RT vél um umráða nú einhvem næstu daga. Þeir félagam- ir sögðu í samtali að eins og nafn fyrirtækis þeirra benti til, stefndi það einkum inn á þennan svokallaða grafík—markað, jafnframt því að vera með alhliða þjónustu fyrir UNIX— og RT—kerfin. Þeir bentu á að grafísk framsetning á efni væri sennilega sá þáttur tölvutækn- innar um þessar mundir, sem væri í hvað örastum vexti og þörfin fyrir lausnir á því sviði væri stöðugt að aukast. Tölvumyndir munu gangast fyrir námskeiði um UNIX fyrir starfsmenn IBM á íslandi og Ört- ölvutækni nú um mánaðamótin febrúar—mars og í kjölfar þess munu síðan verða haldin almenn námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja, sem hyggjast skipta yfir í UNIX—kerfið. Tölvupistill AF EFTIKHERMUM “IBM-samhæfð tölva". Þetta fáum við oft að lesa í tölvuauglýs- ingunum, og auðskýrt er reyndar, hvað í þessum orðum felst. Hér er einkum um að ræða ógrynni tölvutegunda, sem líkja í flestu eftir IBM-tölvum af ýmsum gerð- um, ekki síst IBM-PC, sem kom fyrst á markað snemma á þessum áratug, og hefur notið fáheyrðra vinsælda. Þessar samhæfðu tölvur era raunar ekki allar nákvæmar spegilmyndir af fyrirmynd sinni, stundum era þær raunar ekki sam- hæfðar til fulls, þannig að IBM- hugbúnaður reynist þeim ósjaldan ofviða, sumum hveijum. Kaupandi IBM-Iíkis getur því orðið fyrir dá- litlum óhöppum, ef hann gaum- gæfir ekki, hve rækilega samhæfð vélin sé. En hitt er iíka til, að eft- irlíkingamar hafi tekið fyrirmynd sinni fram. Mörgum hefur orðið starsýnt á, að IBM hefur látið framleiðslu slíkra eftirlíkinga því sem næst afskiptalausa til þessa og ekki stofnað til teljandi málaferla vegna brota á einkaleyfisrétti eða höf- undarrétti. Er þó ekki vafamál, að IBM hefur misst spón úr aski við tilkomu allra þessara eftirlíkinga. En það er orðin viðtekin hefð, að menn smíði eftirlíkingar. Hvaða fyrirtæki sem er getur smíðað nýtt IBM-líki og sett það á markað. IBM hefur lítið skipt sér af því. Upp á síðkastið hefur þó heyrst, að til einhverra tíðinda kunni að draga. í upphafi árs 1986 fór sala á PC-hermum fram úr sölu á PC- tölvum frá IBM. Og annars vegar mun IBM hafa nokkrar áhyggjur af mjög lélegum eftirlfkingum, einkum frá Suðaustur-Asíu, hins vegar hafa sumar AT-eftirlíkingar verið svo líkar fyrirmyndum sínum í útliti, að illa verður á milli greint. Annars hefur fyrirtækið í nógu að snúast eftir öll ótíðindin, sem því bárast í fyrstu viku september- mánaðar í fyrra. Þá gerðist það í einni og sömu vikunni, að Amstrad setti á markað vandaða PC-hermu, þá alódýrastu sinnar tegundar; Digital kynnti tölvuna Vaxmate, sem er PC-herma og á auk þess beinan aðgang að VAX-tölvunum stóra, sem Digital framleiðir. Og loks kom fyrirtækið Compaq með fyrstu tölvuna, sem miðast við ör- gjörvann 80386. Skammt stórra högga á milli þá vikuna. IBM hefur lækkað verð á PC- tölvum sínum veralega, ekki síst eftir að Amstrad-tölvan birtist, og í tölvunni IBM PC-XT vilja menn sjá andsvar fyrirtækisins við ódýr- um AT-hermum annarra fyrir- tækja. Hitt er mönnum meira vangaveltuefni, hvemig IBM geti bragðist við Vaxmate og nýju tölv- unni frá Compaq án þess að hrasa um eigið skegg. En PC-eftirlíking- ar era smíðaðar áfram. Það getur hver hálfvitinn gert, segja mér tölvufróðir menn. Efniviðinn má kaupa fyrir minna en 300 banda- ríkjadali, ef menn era ekki of vandlátir, banga síðan saman PC- hermu heima í eldhúsi á örskots- stund. En það má reyna að líkja eftir fleiri tölvum en IBM. Á það reynir nú hjá fyrirtækinu Apple, og raun- ar ekki í fyrsta sinn. Snemma á áratugnum, eftir að Apple-tölvum- ar vora famar að seljast sem best á Bandaríkjamarkaði, freistaðist fyrirtækið Franklin til þess að setja á markað eftirlíkingu af Apple, tölvuna Franklin. Apple brást við samstundis og af snerpu; stefndi Franklin fyrir brot á lögum um einkaleyfi. Og af dæmum má ráða, að fá fyrirtæki hafi harðsnúnara lögfræðingaliði á að skipa en ein- mitt Apple. Franklin varði óhemju fjár vegna þessara málaferla, og þar kom, að fyrirtækið gafst upp og lýsti sig gjaldþrota. Apple hafði borið sigur af hólmi í þeirri lotu. Franklin var þó ekki fullsigrað, og nokkram áram síðar, raunar árið 1985, setti fyrirtækið nýja tölvu á markað. Franklin Ace er heiti hennar, og hún er sögð ráða við flestan þann hugbúnað, sem smíðaður er fyrir Apple-tölvur. Og að þessu sinni gat Ápple lítið að- hafst. Þessi eftirlíking var þannig úr garði gerð, að enginn hluti hennar gat talist brot á lögum um einkaleyfí. Og svo er að sjá, að Apple hafi sætt sig við orðinn hlut í því tilviki, enda hefur Franklin Ace enn reynst lítt skæður kep- pinautur. En eins og mörgum er e.t.v. minnisstætt, var Apple flest ofar í huga en sættir, þegar fyrirtækið Digital tók að framleiða skjástýri- kerfi og tók fyrirmynd sína frá tölvunni Apple Macintosh. Þá tefldi Apple fram vígsveitum lögfræð- inga sinna, og svo fór, að Digital tapaði málinu. Sættir tókust að hluta utan réttarsala, Apple heim- ilaði, að skjástýrikerfið yrði notað í allbreyttri mynd, og áskildi sér myndarlega upphæð í skaðabætur. Menn vita ekki, hve há sú upphæð var. Mjög há, segir kviksagan. Raunar vita menn ekki heldur, hve há hún var, upphæðin, sem Apple greiddi fyrir nafnið Macintosh. Það reyndist hafa verið valið af nok- kurri fljótfæmi; á daginn kom, að til var lítið fyrirtæki í New York, sem hét Mcintosh Laboratories. Hér munar einum sérhljóða í riti, framburður er þó hinn sami, og fyrirtækið Mcintosh var að vonum ekki sátt við nafngiftina Macint- osh. Og heldur en að breyta nafninu kaus Apple að greiða þessu fyrir- tæki veralega upphæð fyrir að fá að nota nafnið Macintosh. Eina milljón Bandaríkjadala, segir kvik- sagan. Sé hún sönn, er hér líklega um einn dýrasta sérhljóða verald- arsögunnar að ræða. Málaferlin gegn Digital mæltust misvel fyrir. Janúarhefti Byte 1986 vítti Apple fyrir þessi viðbrögð, og andinn kom yfir Martin Banks hjá enska tímaritinu Personal Comput- er World, sem samdi heila drauga- sögu í blaðið til að lýsa óánægju sinni með Apple. Apple-eigendur tóku fréttinni hins vegar með fögnuði, og varla gat farið hjá því að menn dáðust að snilld lögfræðinga Apple. “De minimis non curat lex“, var ein- hvem tíma sagt, þ.e. lögin skeyta ekki um smámuni. En “smámunir" era teygjanlegt hugtak. Það kom t.d. fram við málaferlin, að mynd af öskutunnu á tölvuskjá er alls ekki smámunir. Og Apple hefur einkarétt á að bregða mynd af öskutunnu neðst til hægri á tölv- uskjá. Þama hlýtur að mega tala um lögfræðilegt afrek. Geri aðrir lögfræðingar betur. En nú reynir aftur á snilld þess- ara kraftaverkamanna hjá Apple. Ný Apple- eftirlíking kom á mark- að í fyiTa, framleidd í Hong Kong af fyrirtækinu Video Technology, og öllu ódýrari en Apple- og Franklin-tölvumar. Laser 128 heitir hún. Að útliti er hún nauð- alík Apple IIc, en er auk þess með rauf, sem hægt er að smeygja í spjaldi með minnisauka eða öðra. Einnig er hægt að fjölga slíkum spjöldum með því að tengja til þess ætlaðan kassa við tölvuna, þannig að hún verður að nokkra “opin“ eins og Apple Ile. Við fyrstu athugun hafa yfirvöld vestra ekki fundið neitt það við Laser 128, sem talist geti brot á lögum um einka- leyfi. Apple mun hins vegar ekki ætla að láta hlut sinn frekar en fyrri daginn, og lögfræðingar fyr- irtækisins era sagðir hafa haft í ýmsu að snúast og fundjð loks það, sem þeir leituðu að. í Laser 128 er “BIOS“-kubburinn, (sem framar öðra ber ábyrgð á sam- skiptum tölvu og jaðartækja), eftiriíking og felur í sér brot á lög- um um einkaleyfi, segja lögfræð- ingamir hjá Apple. Og nú bíða menn tíðindanna. Lögfræðingar Apple era harðsnúið lið eins og dæmin sanna, og hver veit nema ný lögfræðileg krafta- verk verði brátt unnin aftur vestra, líkt og þegar öskutunnur á töiv- uskjám vora til umfjöllunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.