Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKlPn/inVPTOUlÍF FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 B 5 Morgunblaðið/Bjami Forráðamenn Artek— Ólafur Johnson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Öm Karlsson. „Tíminn hefur unnið með okkur. Fyrirtæki sem sýndu okkur ekki áhuga fyrir ári síðan hafa nú samband og bjóða samvinnu," sagði Ólafur. verður með þarfir Ada-forritara í huga. Um þessi verkefni og önnur sem liggja á teikniborðinu mun sennilega verða höfð samvinna við erlend fyrirtæki sem leggja til hug- vit og markaðsfærslu. Nýlega barst Artek til dæmis tilboð um viðræður við Tektronix, stærsta framleiðanda sveiflusjáa og viðurkenndum vélbúnaðarfram- leiðanda, um smíði slíkrar vinnsiu- stöðvar. Artek hefur áhuga á því að búa til „spjald" með sérhæfðum búnaði til að breyta pésum í vinnslustöðvar og aðrar útgáfur sjálfstæðra örgjörfa sem tengst gætu öðrum gerðum einkatölva. Horfa menn til dæmis björtum augum á Apple Machintosh II vél- ina sem væntanleg er á markað í mars næstkomandi en hún mun verða vænlegur kostur sem „fram- endi“ vinnslustöðvar. Stefnan er upp á við „Það er alveg hægt að fullyrða að framundan séu bjartir tímar á öllum mörkuðum," sagði Ólafur. „Þeir sem við höfðum samband við fyrir einu ári og sýndu okkur þá lítin áhuga eru nú að vakna til vitundar um að í Ada-heiminum eru miklar hræringar. Þá hafa þeir samband við okkur. Við höfum öðlast mikilvæga reynslu og finn- um að tíminn vinnur með okkur.“ „Ég athugaði nýlega í bækur mínar hvenær vinna hófst við gerð þýðandans og sá ég að 10. desem- ber árið 1984 hafði fyrsta útgáfa hans verið tilbúin til prufu á tölvu,“ sagði Vilhjálmur. „Maður er búinn að vinna þrotlaust í þessu verkefni undanfarin þrjú ár og segja má að fyrst þessa dagana erum við farin að sjá eitthvað koma út úr þessu. Þegar sölumenn okkar segja að áhugi fari æ vaxandi og sendi- boðar koma færandi tilboð frá stórfyrirtækjum hvarflar sú hugs- un að manni að við séum á réttri leið. Stefnan hlýtur þá að vera upp á við.“ Í!|IIIÍÍÍÍppl;:p|ÍÍpÍll Dýrari útgfáfa og Turbo Ada? Við munum þá setja nýja og dýrari útgáfu þýðandans á markað með þessari breytingu og bjóða þeim sem þegar hafa keypt af okkur afslátt vilji þeir færa sig upp á við. Áfram munum við selja þýð- andann í núverandi mynd og hugsanlega gerum við litla og hræódýra útgáfu af honum, eins konar „Turbo Ada“ sem verður samt sem áður reifarakaup." Öm sagði að vinna við þessar nýju út- gáfur þýðandans hefðu krafíst aukins mannafla hjá fyrirtækinu. Auk tveggja verktaka sem vinna sjálfstætt utan höfuðstöðva Artek í Höfðabakka réði fyrirtækið ný- lega sænskan kerfisfræðing til starfa. Sennilega hefur íslenskur hug- búnaður ekki áður verið markaðs- settur á svo stóru svæði í einu. Artek þurfti því að byija frá grunni, nýtt og óþekt, með því að afla sér þekkingar á söluaðferðum erlendis. „Við hrundum sölunni af stað með heilsíðu auglýsingum í útbreiddasta fagtímariti tölvu- heimsins BYTE sem birtust reglu- lega í hálft ár,“ sagði Ólafur Johnson framkvæmdastjóri. „Einnig höfðum við saming við virt almannatengslafyrirtæki í New York um bein samskipti við fjölmiðla og ráðgjöf. Síðan fórum við í tíðar ferðir á sýningar og ráðstefnur þar sem sérstaklega er fjallað um Ada-hugbúnað sem gengdu tvennum tilgangi: Að koma Artek og þýðandanum á framfæri, mynda persónuleg tengsl við menn innan Áda-heims- ins og afla okkur betri þekkingar á markaðnum." Ólafur sagði að smám saman hefðu áherslur breyst í markaðs- setningunni. í ljós hefði komið að auglýsingamar, sem kosta svim- andi upphæðir, gegndu fyrst og fremst þeim tilgangi að kynna nafn fyrirtækisins og minna fólk á tilvist þess. Mikilvægt sölugagn hefðu verið bein samskipti með bréfi við hugsanlega viðskiptavini. Til þess væru tvær aðferðir. Tölvuáhugamenn væru mjög fúsir að skrifa eftir upplýsingum eftir auglýsingum og hefur Artek sent út þúsundir bæklinga með þeim hætti út um allan heim. Einnig hafa verið sent bréf eftir póstlistum til sem gegna ábyrgðarstöðum í tölvudeildum fyrirtækja, stofnana og skóla. Nú hefur Artek ráðið íslending til sölustarfa í Banda- ríkjunum og hafa persónuleg samskipti hans við markaðinn bor- ið góðan árangur. 1 Evrópu gekk sölustjóri stærsta keppinautar , þeirra, franska- fyrirtækisine Alts- ys, Artek á hönd og rekur hann nú skrifstofu sem einbeitir sér að því að selja Ada-þýðandann. Þessi beina sala reynist best á megin- landinu að sögn Ólafs. Borland, Lattice og Lifeboat hafa áhuga Að undanfömu hafa Artek bor- ist formleg og óformleg tilboð um samvinnu frá erlendum aðilum. Nokkur stór hugbúnaðarfyrirtæki hafa boðið viðræður um kaup á réttinum til að dreifa Ada-þýðand- anum í eigin nafni, þeirra þekktast er án efa Borland Intemational sem komst upp á stjömuhimininn með Turbo Pascal þýðanda sínum. „Okkur barst mjög skemmtilegt bréf undirritað af Phillipe Kahn forstjóra Borland. Hann sagðist hafa verið að lesa grein um ísland í febrúarhefti National Geographic þegar eintak af Ada-þýðandanum barst inn á borð hjá honum með kveðju frá okkur. Sagði hann að pakkinn hefði ekki getað borist á betri tíma því einmitt þessa dagana er Borland að íhuga hvemig þeir geti farið að selja Ada,“ sagði Vil- hjálmur og bætti við að þótt gaman væri að skýra frá hræringum í við- skiptum yrðu tal um slíka samn- inga ekki raunhæft fyrr en blekið í undirskriftunum þomaði. Auk Borland hefur Lattice sem þekkt er fyrir C þýðendur sína sýnt Art- ek mikin áhuga og Lifeboat sem einnig hefur selt vinsæla þýðendur um árabil. Samvinna um gerð vinnslustöðvar Artek hefur frá upphafí stefnt að því að þróa jafnhliða hugbúnað- inum sérhæfða tölvu, „workstati- on“ eða vinnustöð, sem hönnuð LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. SKIPAVIÐGERÐIR STÝRT V1ÐHALD Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnirtil námskeiðs um undirbúning og framkvæmd skipaviðgerða og STÝRT VIÐHALD11.—13.febr. nk. á Hverfisgötu 105, Reykjavík. Námskeiðið er ætlað þeim aðilum í smiðjum, sem taka á móti og skipuleggja viðgerðarverk, vélstjórum og/eða þeim sem hafa umsjón með viðhaldi skipa hjá útgerð- um. Fjallað verður í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um: Verklýsingar, áætlanagerðir, mat á tilboð- um og val á viðgerðarverkstæði, undirbúning fyrir framkvæmd viðgerða, uppgjör og síðast en ekki síst hvernig staðið er að stýrðu viðhaldi, sem nú ryður sér til rúms. í þessari yfirferð fá þátttakendur gott yfirlit yfir það nýjasta í þessum efnum og geta betur áttað sig á eigin stöðu og því sem taka þarf á til að ná betri árangri í viðgerðum skipa — bæði frá sjónarhóli útgerð- ar/skipafélaga og smiðja. Þátttökugjald er kr. 8.300,- (matur, kaffi og námskeiðs- gögn innifalin). Þátttöku ber að tilkynna í síma 91 -621755 eigi síðar en 6. febrúar. Fj FÉLAG MÁLMIÐNAÐARFYRIRT/EKJW Nú hafa 86 manns sótt námskeið okkar um tölvusamskipti og kynnst gagnanetum, tölvubönkum, modemum, samtengingu olíkra tölva, reiknað út kosmað við tölvusamskipti og haft ^amband^ið^mis^ölvukerfivíðaum^ieiminm^^^^ Tími: 12.,13. og 17. febrúar kl. 17-21 ^IOO^ \ @ Islensk handbók m Við bjóðum 100. þátttakandanum á námskeiðið og að auki ókeypis áskrift að erlendum tölvubanka! SKRÁÐU ÞIG STRAX Á NÆSTA NÁMSKEIÐ! Verð kr. 4800 á þátttakanda, 10 % afsláttur ef fleiri en einn skrá sig frá sama fyrirtæki Tölvu- og verkfræðiþjónustan verkfræðistofa, Ármúla 5, 108 Reykjavík iíaaas M §)© Kennari: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. Verð frá kr. 29.255,- stgr. SHARP Gædatæki-Fnamtíöaæign iSKRIFBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 .. . «» i* •, 1 . 1- ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.