Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 itt er að læknast af sem heitir veiðibaktería. Grímur hafði fengið þessa bakteríu líka ásamt bræðrum sínum og þá sérstaklega þeim elsta, Aðalbimi, sem áður er getið. Að vísu var það hann sem var smit- berinn og hef ég ánægður lifað með þennan kvilla ásamt þeim æ síðan. Margir veiðitúrarnir hafa verið famir á þessu 15 ára tímabili og, ef eitthvað er, aukist eftir því sem árin hafa liðið. Var það reyndar orðinn árlegur viðburður hin síðari ár að fara í Hólsá á afmælisdegi Aðalbjöms 3. ágúst og var þá verið í tvo til þijá daga í senn. Að auki var farið í eina eða fleiri ferðir í Rangárnar og þá oftast verið við Ægissíðufoss eða við Lambhaga- hyl, en það var eftirlætisstaður Gríms við Rangámar. í þessa veiði- túra okkar bauðst ýmsum vensla- mönnum þeirra bræðra að fara með og má m.a. nefna þá bræður Krist- ján og Bjargmund, syni Gríms, og Helga mág þeirra bræðra. Síðasti túrinn sem við fórum saman var hinn 3. ágúst sl. og hefði okkur þá síst dottið í hug að hann yrði sá síðasti með Grími, því þar var hann hrókur alls fagnaðar eins og venjulega. Það var síðan vel við hæfí að síðasta veiðitúr sinn í Rangá skyldi Grímur fara í Lamb- hagahyl, en þangað fór hann um það leyti sem veiði lauk í september. í þessum veiðiferðum var margt skrafað og skeggrætt. Veiðin sem slík var ekki endilega aðalatriðið hjá okkur, þó ekki væri verra að koma með einn heim í soðið. Mat- seldin var mjög stór þáttur í þessum ferðum og harmonikkan var ómiss- andi, eins og reyndar á öðrum þeim samkomum þar sem við frændur komum saman, því Grímur var músíkalskur maður sem hafði gam- an af söng og hljóðfæraslætti, enda var orgelið í hávegum haft á heim- ili þeirra Gríms og Lúllu. Bjarg- mundur Aðalbjöm sonur Gríms og Alli á Skóló em liðtækir nikkarar og þegar við nafnamir þrír og Grímur ásamt „Brandi gamla" átt- um leið saman var nikkan ekki lengi látin óáreitt. Þegar einn hætti tók annar við. Að vísu kunni „Brandur gamli" ekki að spila en við töldum hann ómissandi hljómsveitarstjóra, því taktinn töldum við hann kunna vel. Það er síðan önnur saga hvort allir séu okkur sammála um það. Auk tónlistarinnar hafði Grímur fleiri áhugamál. Frá stráksaldri hafði hann áhuga á fótbolta ásamt bræðmm sínum og skal þann nefna sem lengst náði í þeirri grein en það var Þorbjöm, eða „Tobbi í Val“ eins og hann var oft kallaður af felögum sínum. Hann var yngst- ur þeirra systkina og lést hann fyrstur þeirra, af slysförum, árið 1977. Grímur var, eins og allir bræðumir, ákafur stuðningsmaður Vals og átti sinn þátt í því að gera undirritaðan og fleiri skyldmenni að slíku fyrirbæri. Hann fylgdist ávallt vel með ensku knattspym- unni og tippaði ætíð í íslenskum getraunum og var þar manna get- spakastur. Auk þess var Grímur liðtækur skákmaður og tók hann oft eina „bröndótta" við kunningja sína þegar svo bar undir. Oft bar pólitík á góma þegar við frændur hittumst og var stundum Blómmtofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavlk. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. gert hlé á veiðiskapnum eða mat- seldinni ef eitthvert það mál bar á góma sem við töldum miklu skipta. Lítið hefði verið rætt um pólitík hefðum við allir verið á sömu skoð- un, en því fór fjarri. Á Skólavörðu- stígnum ólust upp allra flokka kvikindi eins og sagt er, og vom oft fjörugar umræður við matar- borðið, sem ungviðið gleypti í sig með matnum ásamt ýmsu öðru kryddi sem því fylgdi. Grímur var Alþýðuflokksmaður eins og foreldrar hans og var því ágætur stuðpúði milli okkar nafn- anna þegar leikurinn gerðist sem háværastur, og hvorugur gaf sig. Annar blár en hinn vínrauður. En alltaf endaði þó leikurinn með því að einhveijum leiddist þófíð og byij- aði að syngja „Góða tungl" eða „Nú blika við sólarlag" í miðjum umræð- um, enda vita vonlaust að niður- staða fengist frekar en fyrri daginn. Þá tóku allir undir sem einn og sameinuðust í hinn eina og sanna flokk. Ótalið er það áhugamál Gríms sem honum var hvað hugleiknast og við ættingjamir nutum oft góðs af, en það var skáldgáfa hans. Ofá- ar eru vísurnar sem hann hefur sent okkur við hin ýmsu tækifæri bæði í gleði og sorg. Fyrir þessar kveðjur hans og Lúllu vil ég og fjöl- skylda mín þakka af heilum hug og ekki síst fyrir þær síðustu sem mér voru fengnar í hendur á út- farardegi hans, hinn 10. febrúar sl., en þær voru tileinkaðar systur hans og móður minni, Katrínu, sem lést á síðasta ári úr þeim sama sjúk- dómi og lagt hefur helming systkin- anna að velli og læknavísindin hafa enn ekki séð við. í þessum vísum kemur fram, að eigi verði fyrir séð hver næstur verði á brott kallaður, en grun hef ég um, að ekki hafi Grímur verið grunlaus um hvert stefndi hjá honum sjálfum þegar þær voru samdar. Auk þess fund- ust vísur sem Grímur hafði ort síðustu daga ævi sinnar og inni- héldu hugrenningar hans um tilver- una í þeim heimkynnum sem við öll eigum eftir að fara til og voru þær í viðtalsformi við „Lykla-Pét- ur“. Að sjálfsögðu voru þær í gamansömum tón og sjálfsagt hef- ur Grímur haft „Gullna-hlið“ Davíðs Stefánssonar fyrir hugskotssjónum, enda oft í það leikrit vitnað við hin ýmsu tækifæri. Grímur stundaði verslunarstörf alla tíð. Fyrst sem sendisveinn hjá Sigurbirni í Vísi og síðan sem af- greiðslumaður. Nokkur ár var hann afgreiðslumaður í Kjötverslun Tóm- asar á Laugavegi og bjó reyndar í næsta nágrenni um skeið. Því næst gerðist hann afgreiðslumaður í Kjötmiðstöðinni, en lengst af ævi sinnar var hann afgreiðslumaður í Heimakjöri og hin síðustu ár var ____________________________61 hann vigtarmaður hjá malbikunar- ' stöð Reykjavíkurborgar. Grímur átti því láni að fagna að búa í farsælu hjónabandi með konu sinni, Lovísu Rut Bjargmundsdótt- ur. Bömum sínum bjuggu þau gott heimili, sem bamabörnin nutu síðan góðs af. Ég vil að lokum þakka Grími Aðalbjömssyni móðurbróður mínum samfylgdina héma megin árinnar. Að öllum líkindum eigum við eftir að hittast á hinum bakkan- um þótt síðar verði. Hvernig veiðin verður þar skiptir ekki öllu máli frekar en áður, heldur að samvistin verði í líkingu við það sem hún var hérna megin markanna. Lúlla mín, amma á Skóló og Grímsbörn. Megi góður Guð og minningin um góðan dreng verða sá styrkur sem við þörfnumst við fráfall Gríms Aðalbjörnssonar. Rlessuð sé minning hans. Aðalbjörn Kjartansson Bátagerðin Samtak hf. I^TH HRlLP DCP5HDBE -f- ,UI T*U Útvegum frá Noregi 77 77 SJÓHESTUR I HAVHEST1“ u TTD Spesialbát for havbruk og fisko Sérhannaður bátur fyrir hafbeitarstöðvar (efni bátsins: sjóþolið (aluminium) ál). í =0 —\ o T~~\ Tölulegar upplýsingar: L 8,45; B 4,06; D 0,50. Vigt: 3.300 kg. Krani: 2 tonn (1,5 T/M). Vél: 92,5 HP. Gangur: IOM/ HN. Tvær vökvadrifnar skrúfur — Fóðurbúnaður — Fiskilestar — Ker fyrir lifandi fisk ef vill. Báturinn er viðurkenndur af Det Norsk Veritas. 77 VIKINGUR u 5,7 tonna trefjaplastbátar af hentir dekkaðir eða ódekkaðir. L 7,85; B 2,68; D 1,17 m. Leitið upplýsinga. Bátagerðin Samtak hf. Haukur Sveinbjarnarson, sfmar 651670, 45571,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.