Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 Þetta mál ekki rætt við okknr - segir fiskimálastjóri um hugsanlegt eft- irlit Fiskifélagsins með gámafiski „ÞETTA mál hefur ekki verið rætt við okkur en þess ber að geta að Fiskifélagi íslands ber lagnleg skylda til að annast allt bók- hald fyrir sjávarútveginn," sagði Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri, er leitað var álits hans á hugmynd Matthíasar Bjarnasonar viðskiptaráðherra að Fiskifélaginu verði falið að hafa eftirlit með útflutningi á gámafiski. Þorsteinn sagði að þetta mál hefði ekkert verið rætt hjá Fiskifé- laginu en sagði að Fiskifélagið gerði allt sem því væri falið að gera og það teldi sig hafa tök á. Hann sagði að Fiskifélagið sæktist ekki eftir að taka að sér stjórnun útflutningsins, en benti á að leyfi fiskiskipa til veiða mætti nota til að ganga eftir að skýrslur bærust fljótt og vel. Almennt um ísfiskútflutninginn sagði fiskimálastjóri: „Hingað til hefur framboð og eftirspurn stjórnað þessum útflutningi. Það er ekkert nýtt að verðið lækki með þessum hætti, það er nánast ár- visst. Þetta verður til þess að áhugi manna á að selja fiskinn með þess- um hætti minnkar og markaðurinn jafnar sig. Þannig stjórnar þetta sér sjálft.“ Opinber heim- sókn forsætisráð- herra hefst í kvöld OPINBER heimsókn Steingríms Hermannssonar, forsætisráð- herra, og konu hans frú Eddu Guðmundsdóttur til Sovétríkj- anna hefst í kvöld, sunnudags- kvöld, og dvelja þau fram á þriðjudag í Moskvu. Steingrímur hittir Nikolai Ryzh- kov, forsætisráðherra, og væntan- lega einnig Mikhail Gorbachev, aðalritara. Með í för forsætisráð- herrahjónanna til Sovétríkjanna verða Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri, og kona hans Kristín Claessen, Pétur Thor- steinsson, sendiherra, og kona hans, Oddný Thorsteinsson, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráð- herra, auk Gunnars Flóvens, framkvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, og konu hans Sigrúnar Flóvens. Forsætisráðherrahjónin halda síðan beint frá Sovétríkjunum í Keppt um meistaratitla í dansi og hárskurði KEPPT verður um íslands- meistaratitla á tveimur stöðum í borginni í dag. Á Broadway verður háð keppni í hárskurði og hársnyrtingu á vegum Sam- bands hárgTeiðslu- og hárskera- meistara. í Laugardalshöllinni heldur Dansráð Islands keppni í samkvæmisdönsum. Keppnin á Broadway hefst kl. 10.00. Fyrri hluti danskeppninnar hefst kl. 14.00 og munu þá yngri flokkar sýna listir sínar. Um kvöld- ið keppa eldri flokkarnir og verður húsið opnað kl. 19.00. Hugvekja hefst á ný SÉRA Jón Ragnarsson sókn- arprestur í Bolungarvík hefur tekið að sér að rita Hugvekju í sunnudagsblað Morgun- blaðsins næstu mánuði. Séra Jón er fæddur 27. febrú- ar 1953 í Vík í Mýrdal. Hann varð stúdent frá MT 1973 og cand theol. frá Háskóla fslands 1981. 31. maí 1982 var hann vígður farprestur en skipaður sóknar- prestur í Bolungarvik 1. maí Í983. Fyrsta hugvekja séra Jóns birtist á bls. 9 í dag. Ekið á stúlku: Morgunblaðið/Bjarni Bolludagnrinn á morgun opinbera heimsókn til Danmerkur, sem hefst að morgni 4. mars. Þau eru væntanleg til íslands aftur þann 6. mars. Sjálfsagt verða einhveijir foreldrar flengdir fram úr rúminu á mánudagsmorgun þegar bollu- dagurinn gengur í garð. Siður þessi mun eiga rót að rekja til þeirra hirtinga og písla er menn lögðu fyrrum á sig á föstunni, til að minnast þjáningar frelsarans. Þeir siðir eru fjarri nútimamönnum og flengingarnar orðnar gaman- mál. Óskráð lög bolludagsins gera ráð fyrir að sá sem flengdur er í rúminu launi greiðann með ijómaboll- um. Ef marka má viðbúnað bakara ætla fleiri en þeir árrisulu að gæða sér á bollum, eins og þessir piltar sem tóku forskot á sæluna fyrir ljósmyndara blaðsins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn 5.-8. mars: Kosningayfirlýsing samþykkt á fundinum Yfir 1.000 fulltrúar hafa skráð sigtil fundarsetu LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík dagana 5.-8. mars næstkomandi. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, hafa yfir 1.000 fulltrúar tilkynnt sig, og reiknar hann með að um 1.150 fulltrúar muni eiga rétt til fundarsetu. Landsfundurinn verður settur í Laugardalshöllinni klukkan 17.30, fimmtudaginn 5. mars. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í klukkustund fyrir upphaf fundarins. Setningar- fundurinn hefst síðan með því að Léttsveit Ríkisútvarpsins leikur. Þá syngur Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Síðan flytur Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, setningarræðu. Á fimmtudagskvöldið verða sérstak- ir fundir ungra landsfundarfull- trúa og kvenna á landsfundinum. Fundurinn hefst klukkan 9, föstudaginn 6. mars, með því að ráðherrar flokksins sitja fyrir svör- um. Eftir hádegið verða umræður um starfsemi flokksins og lögð fram drög að stjómmálaályktun. Síðdegis he§ast störf hjá nefndum landsfundarins, sem eru 15 tals- ins. Á föstudagskvöldið verður síðan opið hús í Valhöll. Nefndastörf halda áfram á laugardagsmorguninn. Fulltrúar kjördæmanna koma saman til funda í hádeginu og síðan hefjast almennar umræður og afgreiðsla mála. Fundurinn byijar að morgni sunnudagsins 8. mars með áfram- haldi umræðna og afgreiðslu mála. Búist er við að stjómmálaályktun fundarins, sem jafnframt verður kosningayfirlýsing Sjálfstæðis- flokksins, verði afgreidd eftir hádegið. Síðan fara fram kosning- ar formanns, varaformanns og átta manna í miðstjóm flokksins. Búist er við að fundinum ljúki um klukkan 17 á sunnudag. Á sunnudagskvöldið verður síðan lokahóf í Laugardalshöllinni. o Ökumaður, láttu í þér heyra - er áskorun lögreglunnar INNLENT „VIÐ verðum að höfða til sam- visku ökumannsins og hvetja hann til að gefa sig fram,“ sagði lögreglumaður í Reykjavík i gær, en þá var enn ófundinn ökumaður sem hvarf af vett- vangi eftir að hafa ekið á stúlku. Á föstudagskvöld var ekið á stúlku á gatnamótum Laugavegs og Snorrabrautar. Hún er illa fót- brotin og með slitin ljðbönd í hné, auk minni meiðsla. Ökumaðurinn nain ekki staðar eftir slysið heldur ók á brott, en að sögn lögreglu er útilokað að hann hafi ekki orðið var við það sem gerðist. Talið er að bíllinn hafí verið japanskrar gerðar, grár að lit. Ökumaðurinn er hvattur til að hafa samband við slysarann- sóknardeild lögreglunnar hið fyrsta. Lokahóf landsfundar Sjálf stæðisflokksins: Eldhús Broadway sett upp í búnings- klefum Hallarinnar LOKAHÓF landsfundar Sjálf- stæðisflokksins verður haldið að kvöldi sunnudagsins 8. mars, síðasta dags landsfundarins. Lokahófið verður að þessu sinni haldið í Laugardalshöll- inni og að sögn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, gefst öllum landsfundarfulltrú- um kostur á að mæta þannig að búist er við að yfir 1.000 manns komi í hófið. Veitingahúsið Broadway sér um veisluna, og mun eldhús veit- ingastaðarins verða flutt í Höllina af þessu tilefni og sett upp í bún- ingsklefum íþróttafólksins. 120 þjónar munu framreiða matinn. Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri leikur í hófinu og syngja nokkrir þekktir dægurlagasöngv- arar með hljómsveitinni. Að sögn Kjartans verður ýmislegt til skemmtunar, meðal annars Páll Jóhannesson, _ óperusöngvari úr Eyjafírði, og Ómar Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.