Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Ungsál
í álögum
Rcett við Ingu Kristmundsdóttur
um þroskahefta dóttur hennar,
Asdísi Ingu Jónsdóttur.
Inga með Dísu
sem ungbarn
ViA hittumst fyrir utan skrifstofu
Kópavogshælis, ég og Ásta
Þorsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur. Við höfðum
aldrei sést fyrr en hún ætlaði að
leyfa mér að slást í för með sér
þegar hún heimsækti unga
vinkonu sína og dóttur sinnar,
Ásdísi Ingu, sem verið hefur
vistmaður á Kópavogshæli sl. __
fjögur ár. Ásdís Inga og dóttir Ástu
hafa oftsinnis verið í sumardvöl
saman á Reykjalundi og eru
perluvinkonur.
Við gengum í febrúar-
rigningunni milli hinna
mismunandi húsa hæl-
isins þar til við römbuð-
um á það rétta. Hurðin
var læst og Ásta barði að dyrum.
Eftir nokkra stund var opnað og
við gengum með starfsstúlku inná
setustofu deildarinnar. Ég var ekki
viðbúin þeim ofsafengnu viðbrögð-
um sem Ásdís Inga sýndi þegar
hún sá Ástu koma. Hún hló hátt
og kallaði já, já og það var ekki
um að villast að hún fagnaði komu
Ástu innilega. Dísa, eins og hún
er kölluð, tók glöð í hendur Ástu
og það var barnslegt traust og
einlægni í augum þessarar tvítugu
stúlku, sem vegna spastískrar löm-
unar verður að vera í hjólastól og
getur tæpast neitt sagt nema eins-
atkvæðisorð.
Ásta ók hjólastólnum hennar
Dísu á undan sér inn á herbergið
hennar og óg fylgdi í humátt á
eftir. Ásta talaði við Dísu og spurði
hana margs en Dísa var annars
hugar og gaut augunum til mín í
þögulli spurn. Loks tók hún af skar-
ið og benti á mig. Ásta skildi hana
strax og sagði henni hvað ég héti.
Saman leituðu þær á blissborðinu,
sem Dísa notar til að gera sig skilj-
anlega, en þar var ekkert merki
fyrir nafnið mitt. Hins vegar var
þar Guðný og Guðmundur sem
Dísa benti á æ ofan í æ, fannst
það líkjast mikið nafninu mínu.
Við spurðum Dísu hvernig henni
líkaði veran á Kópavogshæli, þá
dró niöur í henni um stund en
síðan benti hún á merki fyrir nafn-
ið Jón. Við Ásta urðum eitt
spurningarmerki en merking þessa
skildist ekki fyrr en Ásta fór fram
til að fá lánað aceton til að fjar-
lægja gamalt naglalakk af nöglum
Dísu. I þeim leiðangri hitti hún
kunningja Dísu sem heitir Jón,
hann spjallar oft við hana á dag-
inn, þá skildum við svar Dísu.
Meðan Ásta var frammi að skila
acetoninu aftur eftir notkun, lakk-
aði ég neglur Dísu með tískubleiku
lakki sem Ásta hafði fært henni.
Dísa var mikið ánægð með nagla-
lakkið og horfði léttbrýnd á hvítar
ungmeyjarhendur sínar með bleik-
um nöglum hvíla á stólplötunni.
Litur lakksins var sá sami og á
rósunum á peysunni hennar. Allt
í einu heyrðist rödd Jóns frammi á
ganginum og Dísa rak upp háan
gleðihlátur. Hún er eins og barn,
ótamin og skammt á milli hláturs
og gráts.
Þegar Jón er farinn og við Ásta
farnar að tygja okkur til farar bítur
Dísa á neðri vörina og verður
brjóstumkennanlega einmanleg,
þar sem hún situr í hjólastólnum
sínum, örlítið innskeif í brúnum
uppháum reimaskóm. Svo lítur
hún á okkur, augum fullum af sárs-
auka, ung sál í álögum þroskahefts
líkama. - Svona var heimsókn mín
til Ásdísar Ingu á Kópavogshæli.
Móðir Dísu, Inga Kristmunds-
dóttir er ekkja, átta barna móðir
sem orðin er heilsubiluð eftir þrjú
áföll sem hún hefur orðið fyrir á
síðustu árum. Ég heimsótti hana
fljótlega eftir að ég hitti Dísu. Hún
er nýlega flutt í íbúð í nýrri blokk
við Sæbólsbraut í Kópavogi. Dísa
var hjá henni þegar ég kom, hún
hafði fengið helgarleyfi en átti að
fara aftur heim um kvöldið. Dísa
sat ásamt systur sinni Margréti
inni í stofu og horfði á sjónvarpið.
Hún þekkti mig strax. Mamma
hennar spurði hana og hún benti
án umhugsunar á nafnið Ásta. Hún
mundi greinilega vei eftir að ég
hafði verið í fylgd með Ástu móður
vinkonu hennar.
Inga bauð mér sæti við eldhús-
borðið og við tókum tal saman.
Inga Sigríður Kristmundsdóttir er
fædd í Reykjavík og ólst þar upp.
Hún gifti sig 18 ára og bjó við all-
góð skilyrði sem kom sér vel því
ört fjölgaði börnunum. Hún átti
fimm börn þegar hún var 22 ára.
Þegar sjötta barnið var á öðru ári
og Inga 27 ára gömul drukknaði
maður hennar. Það var árið 1958
og þá stóð hún uppi ekkja með
barnahópinn, hið elsta níu ára.
Móðir hennar bjó í sama húsi og
hjálpaöi henni með börnin þegar
hún gat. Inga gat unnið úti með
hennar hjálp yfir vetrartímann en
á sumrin fór móðir hennar til vinnu
út á land. Seinna varð Inga að láta
tvö af börnum sínum norður í land
til langdvalar og þriðja barnið aust-
ur á land til bróður síns.
Árið 1962 tók Inga upp sambúð
við föður Ásdísar Ingu og átti með
honum, auk hennar, aðra dóttur
til, Margréti. Þeirri sambúð var slit-
ið skömmu eftir fæðingu seinni
dótturinnar. Inga hélt síðan heim-
ili fyrir börn sín fimm ásamt móður
ER SKi
OFDÝRU VERÐI KEYi
U
að na
i etur það verið að líkamsrækt
Jsé komin út í öfgar þannig
að'nær væri að kalla hana líkams-
dýrkun? Er hún of dýru verði
keypt? Svo spyrja æ fleiri um þess-
ar mundir og styðjast þá m.a. við
rannsóknir sem m.a. hafa leitt í Ijós
að af öllum „eróbikk“-iðkendum
hafi ískyggilega margir orðið fyrir
slysum. Til að mynda hafa 75,9%
kennara í þessari grein orðið fyrir
slysum og 43,3% nemendanna.
Þetta eru háar tölur en þess ber
þó að geta að fæst þessara
meiðsla geta talizt alvarleg. Al-
gengustu meiðslin hafa í för með
sér tognun vöðva, slit á liðböndum
og hásin en brákuð smábein í fót-
unum eru heldur ekki fátíð.
Robert Lipsyte heitir fyrrum
íþróttafréttaritari The New York
Times. Hann starfar nú hjá CBS-
sjónvarpsstöðinni og nýlega birtist
í The New York Times Magazine
grein sem hann skrifaði um reynslu
sína af ræktun líkamans og segir
þar meðal annars:
Á sunnudagsmorgni lagði ég
leið mína í líkamsræktarstöðina í
hverfinu þar sem ég er búsettur
og erindið var að fara í „einstakl-
ingsbundna skoðun með tilliti til
líkamlegrar þjálfunar". Tvö fagur-
limuð, hress og jákvæð ungmenni
mældu helztu_einkennin og fram-
kvæmdu einfaldar tilraunir á
vöðvastyrk, sveigjanleika og þoli
æðakerfisins. Sveigjanleikinn var
fyrir neðan meðaltal en að öðru
leyti var ástandið ýmist eðlilegt,
dágott, í meðallagi eða viðunandi.
Engir rauðir fánar og engar gull-
stjörnur. Mér var tjáð á jákvæðan,
vinsamlegan en ákveðinn hátt að
ég gæti sannarlega bætt um bet-
ur. Með því að ganga meira,
hlaupa meira, synda meira, stunda
þolæfingar, teygjuæfingar og
tennis yrði ég stæltari og á þann
hátt gæti ég náð af mér þessum
fimm aukakílóum og orðið heil-
brigðari að öllu leyti. Þau mæltu
gegn því að ég stundaöi lyftingar
en lögðu til að ég færi meðalveginn
og stundaði hóflega líkamsrækt,
einkum í fyrstu, að undangenginni
nákvæmri læknisskoðun. Þau voru
skynsöm og mér hliðholl — og
miðað við allt sem ég hef lesið og
heyrt höfðu þau algjörlega rétt fyr-
ir sér.
Og hvað nú?
Líkamsræktaræðið sem nú er í
algleymingi og yfirgengur allt sem
áður hefur þekkzt á þessu sviði
hefur haft í för með sér meira af
óljósum og jafnvel villandi upplýs-
ingum en nokkur ungur íþrótta-
maður gæti lyft eða stokkið yfir.
Nú er ég 48 ára að aldri og mín
eigin líkamsræktarsaga er ofur ein-
faldlega sorgarsaga. Ég reyni að
Dísa með ömmu sinni
Guðnýju
Kjartansdóttur
sinni og í skjóli þessara tveggja
kvenna var Ásdís Inga þar til hún
var 17 ára að móður hennar veikt-
ist af kransæðastíflu. Ættingar
Dísu reyndu að hugsa um hana í
nokkra mánuði en það reyndist
þeim ofviða þegar Ingu naut ekki
lengur við, hún var þennan tíma
mest á sjúkrahúsum. Dísu var því
komið fyrir á Kópavogshæli í byrj-
un árs 1983 og þar er hún enn.
„Þegar ég gekk með Dísu“ held-
ur Inga áfram frásögn sinni, “var
meðgangan fullkomlega eðlileg en
fæðingin gekk hræðilega. Dísa var
sjöunda barnið mitt og læknirinn
hlaupa eða synda a.m.k. þrisvar í
viku, en ég ferðast of mikið og of
óreglulega til þess að ég sé fær
um að halda þeirri áætlun. Og jafn-
vel þegar mér tekst að koma því
svo fyrir að óg
geti haldið áætlun
'er ég ekkert of áfjáður. Ég veit
ekki af hverju. Ég hef svo sem
gaman af æfingunum og mér líður
alltaf betur þegar ég er búinn að
gera þær. Eg öfundast svo sem
ekki meira út í skárri skrokkana í
búningsherberginu en ég ásælist
flottu bílana á bílastæðinu. Ég
gæti sem bezt hugsað mér einn
slíkan en ég er ekki nógu áfjáður
til að nenna að hafa fyrir því að
eignast hann.
Ég hef ekki reykt í nærri tuttugu
ár. Eg drekk ekki nándar nógu
mikið, ef nýjustu rannsóknir sem
gefa til kynna að tvö glös á dag
verji mann gegn hjartaáfalli eru
marktækar. En ég er alltaf í bílbelti
og enginn í fjölskyldunni hefur
dáið af völdum hjartaáfalls. Á hinn
bóginn fæ ég alltaf neikvætt svar
þegar ég svara tilboðum um
líftryggingu þegar tryggingamenn-
irnir eru búnir að komast að því
að fyrir sex árum lauk lyfjameðferð
minni vegna krabbameins. Þetta
var í eina skiptið á ævinni sem ég
hef orðið alvarlega veikur.
Upp úr 1960 var ég í ágætis