Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 +9 Jón Baldur Hlíðberg fuglateiknari: „Oásjálegustu fuglarnir eru yfírleitt erfiðastir“ Morgunblaðið/Þorkell Hér má sjá sýnishorn af vinnu Jóns, skutulandarkolla fremst, en fyrir aftan standa duggandarkolla t.v. og skúfandarkolla t.h. J ón Baidur Hlíðberg heitir ungur lista- maður sem hefur á síðustu misserum „fundið sinn flöt“ ef nota má slíkt orðalag, en sá flötur á lítið skylt við það sem aðrir teikn- arar og málarar hér á landi sýsla við utan e.t. v. grunnmenntunin sem Jón fékk á fyrsta vetri í Myndlista- og hand- íðaskólanum. Jón sér- hæfir sig í fuglum og villtum spendýrum og minna myndir hans á afar skýrar ljósmyndir af viðkomandi dýrum. Morgunblaðið ræddi við Jón fyrir skömmu og bað hann að lýsa list sinni ogtilurð hennar. „Ég teiknaði stundum sem krakki og hafði gaman af eins og gengur, en þetta á þó varla rætur að rekja til þess. Hugur minn stefndi aldrei að þessu marki, það er kannski miklu nær að segja að ég hafi reynt svo margt í leit að föstum punkti, að ég sé kominn hingað núna. Ég er að reyna þetta og kann vel við það. Raunar kann ég alltaf betur og betur við það og leitinni miklu er því lokið hvað mig varðar. Það var víða leitað. Ég fór á sjóinn, á vertíð, afgreiddi í versl- unum, seldi bíla, bjó í Noregi og þannig mætti áfram telja. Svo þurfti að leggja mig inn í sjúkrahús um hríð og þar hafði ég ekkert annað að dunda en við lestur og tímaritið Blika, sem er sérrrit um fugla, gefið út af Náttúrufræði- stofnun íslands í samvinnu við áhugamenn um fugla á íslandi. Ég var þá aðallega í blýantsteikning- um. Það var fyrir 3—4 árum sem þetta byijaði. Svo má segja að þetta hafi jiróast út í að Náttúrufræðifé- lag Islands gaf út veggspjald með teikningum af íslenskum fuglum og voru þær teikningar eftir mig. Myndin var gefin út fyrir um ári. Eftir á að hyggja er ég satt að segja alls ekki ánægður með minn hlut. Það er kannski merki um þró- un hjá mér, að ég er óánægður með flestar teikningamar á spjald- inu, hefði breytt þeim öllum og spjaldinu öllu ef það ætti að endur- „Ég vil nú taka það strax fram, að ég er alls ekki bundinn við þessi viðfangsefni þótt þau hafi tekið 'tíma minn til þessa. Ég stefni fast og ákveðið að því að vera alhliða- teiknari og ég finn meðbyrinn. Fólk er farið að hafa sambánd við mig og biðja mig að vinna þetta og hitt fyrir sig. Ég er núna í stóru verk- efni sem útheimtir alla mína krafta þannig að ég verð að hafna flestu og þótt það sé leiðinlegt að segja fólki að ég geti ekki gert fyrir það það sem það óskar, þá er það engu að síður mjög ljúft vandamál fyrir mig, því það sýnir mér að ég verð ekki atvinnulaus þótt þörfin fyrir fuglamyndir minnki eftir því sem ég afkasta meiru.“ — Hvaða stóra verkefni varst þú að tala um? „Ég er að vinna að fuglabók í samvinnu við fuglafræðing, og er hún væntanleg á næstunni get ég sagt. Ég hef setið sveittur við teikn- ingar í bókina í allan vetur, en þarna munu birtast yfir 100 teikningar eftir mig, myndir af öllum íslensku varpfuglunum og svo umferðarfugl- um og algengum flækingum. — En eftir hveiju vinnur þú og hvað ertu yfirleitt lengi að teikna einstaka fugla? „Ég nota öll þau gögn sem ég get komið höndum yfir, ljósmyndir, teikningar og síðast en ekki síst, hami af fuglunum sjálfum. Ég er svona að meðaltali 3 daga eða svo að klára teikningu, eins og t.d. þessa mynd af stelk sem ég er að vinna að núna, en þetta getur farið allt upp í viku og stundum hendi ég mynd þegar hún er fullbúin af því að ég sé þá stundum allt í einu að einhver litur eða lag er ekki eins og það á að vera. Það er jafn blóð- ugt að ljúka mynd á þann veg eins og það er ljúf tilfinning að ljúka vel heppnaðri mynd, — En að teikna einhveija fugla- tegund er meira en að segja það og það sem hefur vakið hvað mesta undrun mína síðan að ég fór að fást við þetta, er hinn ótrúlegi breytileiki einstaklinga sömu teg- undar. Fuglar eru eins ólíkir hver og einn og mennirnir þótt margur trúi því ekki. Ég er héma með hami af sjóstelkum. Enginn er eins og munurinn í sumum tilvikum gífur- lega mikill. Þetta hefur orðið til þess að ég sé fugla ekki lengur í sama ljósi og áður. Þegar maður var á kafi í fuglaskoðun þá greindi maður hinar ýmsu tegundir á ákveðnu látbragði, háttarlagi, hljóði og meginlitum. Síðan spáði maður ekki meira í það, maður hafði greint fuglinn og hugaði þar með fremur að atferlinu og svo hinu að svipast um eftir öðrum tegundum. Þessi vinna mín hefur hins vegar leitt í ljós að þótt einstakar fuglategundir virki eins, þá er það missýn. Ekki einu sinni stokkandarsteggurinn með sinn græna koll er allur þar sem hann er séður. Þó verð ég að segja, að því skrautlegri sem fugl- inn er, þeim mun auðveldari er hann viðfangs fýrir mig. Það eru þessir óásjálegu fuglar, eins og til dæmis æðarkollur sem reynast erf- iðastir. Þær eru hvít/grábrúnar og rauðbrúnar og allar útgáfur af lit- blæ þar á milli. Ég er ekki farinn að gera mynd af æðarkollu ennþá sem ég er ánægður með, en þessu fylgir, að því þekktari sem fuglinn er, þeim mun meiri kröfur verð ég að gera til sjálfs mín að afgreiðslan sé góð. — Annað dæmi er t.d. hávellan. Ég er búinn að skoða hávellur í krók og kring. Til að ná öllum meginútgáfum af hávellu verð ég að teikna 11 fugla og svo eru ótal millistig, endalaus millistig. Ef þú horfir yfir fjöru og sérð tugi eða hundruð lóuþræla, þá virðast þeir allir vera eins. En þeir eru það ekki. Svona gæti ég lengi haldið áfram.“ — Hvaða fugl er erfiðastur, ekki þó æðarkollan? „Hún er geysierfið eins og ég sagði áðan, en ekki þó erfíðust. Ég get nefnt í því sambandi fálka. Af honum eru þijú meginlitarafbrigði Jón vinnur að stelksmynd, blýanturinn í annarri hendi, hamurinn í hinni. skisserí. Þáverandi vinnuveitandi minn, Ingþór Haraldsson, sá eitt- hvað af skissunum, en þær voru af öllu mögulegu, og hann hvatti mig til að fara á námskeið í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Það varð úr og þá fór þetta að smávinda upp á sig.“ — Fórstu hægt af stað? Jón: „Já, maður þurfti að þjálfa sig upp og framan af var ég heima- vinnandi í smáum stíl, m.a. fyrir taka dæmið á einn hátt eða annan... — „Smá undið upp á sig,“ sagðir þú. Hvað fá listamenn að gera sem tengist fugla- og dýra- teikningum? Með fullbúna fálkamynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.