Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
B 3
til að byrja með og ýmis millistig.
Svo er fálkinn mikill „karakterfugl"
og flókinn þar af leiðandi. Það er
mjög erfítt að stilla honum upp
þannig að það sé sannfærandi. Eg
hef verið upp í viku að ljúka fálka-
myndum sem ég hef svo ekki verið
hreint ánægður með. Erfíðir eru
líka og seinunnir lítt þekktir fuglar.
Þá fer ekki bara tími í að teikna
þá, heldur líka í að viða að sér tor-
fengnu efni og lesa sig til í atferlis-
lýsingum. Einstakir hlutar á fuglum
geta líka gert mannn gráhærðan.
Eg er til dæmis enn að streða við
að ná höfði á lómi þannig að ég
sitji sáttur eftir. Þar er eitthvað
erfítt við litinn sem ég hef ekki náð
á mitt vald enn sem komið er.“
— En hvernig er að gera
myndirnar þannig úr garði að
fuglarnir séu eins og í lifanda
lífi? Ekki dugar þó að horfa á
myndir af þeim þar sem þeir eru
i raun „frystir“?
„Það er rétt. Góð mynd getur
verið ómetanleg, en það jafnast
ekkert á við eigin athuganir. Þess
vegna má stundum sjá mig sitjandi
undir stýri á Álftanesi eða bara ein-
hvers staðar með sjónaukann á
festingu á stýrinu og blokkina tyllta
á stýrið. Þá er ég að fylgjast með
fuglum og teiknandi þá í hinum
ýmsu stellingum um leið. Þetta
hefur allt saman verið gífurlegur
skóli í fuglagreiningu og ég bý að
því nú að hafa haft bullandi áhuga
á fuglum allar götur frá því að ég
varð læs. Bullandi áhugi er nauð-
synlegur til að geta tekist á við
svona verkefni."
— Hvað tekur við eftir bók-
ina?
„Eg er að melta ýmsar hugmynd-
ir, enda hef ég hugsað mér að sjá
mér áfram farborða í þessu fagi.
Helst að ég nefni í stöðunni að mig
langar til að teikna hval, seli og
físka. Ég hef mikinn áhuga á sjáv-
ardýrum ekki síður en fuglum.
Raunar hef ég teiknað helstu seli
sem hér er að fínna og þær myndir
eru til sýnis á Náttúrufræðistofu
Kópavogs á sérstakri sýningu sem
þar er og heitir „Vargar í Véum“
og fjallar um dýr sem veita mannin-
um umtalsverða samkeppni úti í
náttúrunni. Ég hef einnig málað
utan líkneski af hvalategundum
sem fínnast hér við land, og þeir
gripir eru geymdir á Náttúrufræði-
stofnuninni. Ég hef áhuga á því að
taka þessa þætti betur fyrir og
gera þeim tæmandi skil. En eins
og er á bókin allan hug minn,“ eru
lokaorð Jóns Baldurs Hlíðberg.
- gg
Gtæsilegur danskur
sumarfatnaður
Litir: Drapp — Dökkbátt — Hvítt — Blágrænt.
Stærðir: 36—52.
Mjög gott verð
v/Laugalæk, sími 33755
HESTAMENN!
HESTAMENN!
Nú er kominn á markaðinn nýr þrumuhnakkur
í algjörum sérflokki. íslensk hönnun, vandaður
og léttbyggður.
ítaJskur
DEIADMÖR
ítölsk rúmteppi frá
sérstæð, efnismikil, fislétt - draumateppi -.
Mikið úrval af teppum á hjónarúm og barnarúm.
Þú gengur að gæðunum vísum.
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartúni 29 Sími 20640
; v‘ • * '
-ií' jl. i"’ *■'